Dagur - 24.10.2000, Page 19

Dagur - 24.10.2000, Page 19
Akureyri-Norðurland PRinjVD AGV R 24. OKTÓBEK 2 00 0 - 19 Yflr 7000 vef- sfður hjá MA Menntaskóliim á Ak- ureyri vill ekki leggja kvaðir á nemendur í fartölvumálum. Nem- endur vara við hættu á að fartölvueign og upp- lýsingatækninám ráð- ist af ríkidæmi for- eldra. Menntaskólinn á Akureyri er einn afþróunarskólunum í upplýsinga- tækni. I MA er unnið að fjöl- breyttum verkefnum og upplýs- ingatæknin bagnýtt í réttu sam- hengi við skólastarfið í öllum námsgreinum. Vefur skólans er miðstöð þróunarstarfsins og inni- beldur nú yfir 7000 vefsíður sem gerðar eru af nemendum, kennur- um og öðru starfsfólki, en vefur- inn er upplýsingaveita um hvað- eina varðandi skólann og námið. Sett hefur verið upp örbylgju- Ioftnet í húsum skólans og hluta heimavistar til að nemendur geti tengt fartölvur sínar beint við net skólans og haft þar aðgang að Internetinu og miðlægum kennsluhugbúnaði skólans. Meirihluti kennara hefur unnið með fartölvur sem kennslutæki í u.þ.b. ár til að húa sig undir far- tölvuvæðingu nemenda. Nú á haustönn 2000 vinna kennarar að fartölvuverkefni skólans með ýmsum tilraunum í samráði við nemendur skólans í þeim tilgangi að geta síðar prófað fartölvur sem námstæki og er þáttur ncmenda i þróunarstarfi skólans ómetanleg- ur, að mati stjórnenda. Hættulegt misrétti A fundi í MA s.l. fimmtudag um stöðu upplýsingatækni í skólan- um var Ijallað um málið frá ýms- um hliðum. Tryggvi Gíslason skólameistari lýsti þeirri stefnu MA, að drukkna ekki né drekkja neinum í tækni- eða tækjaflóði, með þróunarstarfi skólans væri verið að kanna hvort og þá hvern- ig unnt væri að nota nýja tækni til þess að gera skólann betri náms- stofnun og nám nemenda inni- haldsríkara. Hann rómaði mjög starf nemenda og kennara í þess- um efnum. Sverrir Páll Erlends- son ritstjóri Vefs MA benti meðal annars á nauðsyn þess að vefur væri sífellt endurnýjaður, sá væri munur á vef og bók að bókin ætti að geyma upplýsingar til langs tíma en vefur með gömlu efni væri lítils virði. Þeir nemendur sem til máls tóku á fundinum kváðust styðja þá stefnu skólans að fara sér hægt í fartölvumálum og leggja ekki á nemendur kvaðir á borð við kaup- leigusamninga, sem kæmu í bakið á fólki síðar mcir. Orlygur Hnefill Örlygsson nemandi í 1. bekk og vefstjóri Vefs Hugins, skólafélags MA, fjallaði urn þær vonir sem nemendur hefðu bundið við bjart- sýnislegar yfirlýsingar mennta- málaráðherra um að öllum ncm- endum yrði gert auðvelt að eign- ast fartölvur, en reyudin væri önn- ur og við núverandi aðstæður væri sú hætta fyrir hendi að fartölvu- cign og upplýsingatækninám færi eftir ríkidæmi foreldra nemcnd- anna og slíkt misrétti væri hættu- legt. Gestur á skólafundinum um upplýsingatækni var Arni Sigfús- son, framkvæmdastjóri Tækni- vals, en í tengslum við fundinn skrifuðu hann og Trvggvi Gíslason skólameistari undir samstarls- samning um tækni nýrra tíma. I honum er meðai annars fólgið að kanna hvernig samskiptum menntastofnunar og tölvufyrir- tækis verður best lýrir komið. Arni rómaði mjög samstarfið við Menntaskólann á Akureyri og gat þess að skólinn væri óefað í frem- stu röð þróunarskólanna í upplýs- ingatækni. JS Arðsöm- jarðgöng Sameiginlegur fundur hæjar- ráða Dalvíkurbyggðar, Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar, sem haldinn var á Siglufirði á fimmtudag, bendir á vcgna efa- semdaradda sem fram hafa komið á opinberum vettvangi, að fyrirhuguð jarðgangagerð um Héðinsfjörð sé samkvæmt þeim gögnum og útreikningum sem fyrir liggi í dag, arðsöm framkvæmd fyrir þjóðarbúið. I samþykktinni segir svo m.a.: „Fljótséður er sá mikli ávinningur sem verður af til- komu jarðganganna, ekki síst hvað varðar sparnað í opinber- um rekstri með sameiningu og öflugu samstarfi sveitarfélaga á svæðinu. FuIIur skilningur er á þörf fyrir samgönguhætur sem víðast á landinu og er hvatt til þess að samgönguverkefnum sem augljóst er að eru arðsöm sé hraðað sem kostur er. í þeim efnum er nýsamþykkt vegaá- ætlun metnaðarjull og hvetja bæjarráðin til þess að hvergi verði hvikað frá því að fram- fylgja henni. Til framtíðar verður það til farsældar fyrir land og þjóð.“ GG Elyglamálið kem- ur ekki á óvart Þverpólitískur vilji iiman bæjarstjómar um mikilvægi tónlist- arhúss á Akureyri að mati Ástu Sigurðar- dóttur. Ásta Sigurðardóttir, ekkja Ingi- mars Eydal tónlistarmanns, segir að sér komi í raun ekki á óvart að konsertflygillinn glæsilegi sem keyptur var í minningu Ingimars sé húsnæðislega á hrakhólum sem stendur. Hún segir að þetta hafi legið lýrir þegar flygillinn var keyptur og í raun hafi hann komið mun fýrr en ráðgert hafði verið í upphafi sem megi þakka hve vel tókst til með fjársöfnun hljóðfærisins. „Eg lít ekki á þetta sem ncitt dapurlega þróun þvf það lá fvrir þegar flygillinn var keyptur að ekkert framtíðarhúsnæði væri fy'rir hendi. Safnaðarheinúlið var aðeins til bráðahirgða og það er bara gleðilegt að það sé notað svo mikið að ekld sé hægt að geyma flygil- inn þar lengur. Nú er verið að leita að öðru húsnæði og þetta minn- ir okkur enn einu sinni á hve tímabært það er að koma hér uppefram- tíðarhúsnæði til tón- leikahalds. Sinfónían er t.d. að þvælast um milli íþróttahúsa,“ segir Ásta og er vongóð um að húsnæði undir flygilinn muni finnast innan bæj- armarkanna. Fyrr hefur þó komið fram að líkur standa til þess að geyma verði flygilinn í öðru sveitarfélagi en Akureyri, a.m.k. tímabundið. EkM hvort heldur hvenær Ásta er bæjarfulltrúi fyrir Fram- sóknarflokkinn og fyrir skömmu ræddi Dagur við Ásgeir Magnús- son, oddvita F-listans. Hann taldi einnig að flyglamálið væri áminning um hve nauðsynlegt væri fyrir bæinn að eignast tónlistarhús. Skyldi vera þverpólitísk- ur vilji fyrirþessu í bæj- arstjórn? „Eg er alveg viss um að sá vilji er íýr- ir hendi en þetta er spurning um peninga og forgangsröðun fram- kvæmda. Umræðan um menningarhús hefur í raun sett okkur í dálitla biðstöðu en um leið og niðurstaða fæst í því máli verður málið hugs- að út frá nýjum for- sendum.“ Ráðstafar ekki sjálf Að gefnu tilefni skal tekið fram að Tónlistarfélag Akureyrar hef- ur eitt ráðstöfunarrétt yfir hljóð- færinu. Skilja mátti af frétt Dags fyrir skömmu að Ásta réði þar einhverju urn en hún undirstrik- ar að svo sé ekki heldur hafi tón- Iistarfélagið hara verið svo vin- samlegt að leyfa henni að fylgjast með framgangi rnála. Bl> Ásta Sigurðardótt- ir: Vissum þegar flygillinn var keypt- ur að framtfðar- húsnæði væri ekki fyrir hendi. ADSLá Akureyri Síminn hóf ADSL-þjónustu á Ak- ureyri fýrir helgina. ADSL-þjón- ustan var fyrst sett á markað á einu símstöðvarsvæði í Reykjavík 1. desember 1999 og á fýrstu mánuðum þessa árs var kerfið byggt upp um allt höfuðborgar- svæðið. ADSL er háhraða gagnaflutn- ingsþjónusta sem notast við venjulegar símalínur og hentar sérstaklega vel til hraðvirkrar tengingar inn á lntemetið eða fyrir fjarvinnu starfsmanna fyrir- tækja. ADSL er sítengd þjónusta sem þýðir að greitt er fast mánað- argjald fýrir þjónustuna, óháð tengitíma. 67% þjóðarinnar eiga kost á ADSL-þjónustu Akureyri er fýrsti staðurinn utan höfuðborgarsvæð- isins þar sem þjónustan er sett á markað og þar með eiga 67% Iandsmanna kost á þessari þjón- ustu. Það er hátt hlutfall miðað við mörg önnur lönd. í Bandaríkj- unum, þar sem notkun á ADSL og annarri DSL-þjónustu er mest, eiga aðcins um 30% heim- ila kost á slíkri þjónustu enn sem komið er, skv. mati Yankee Group. Samkvæmt áætlunum Símans mun ADSL verða í boði fýrir 75 til 80% þjóðarinnar innan tveggja ára og hún verður þá aðgengileg á 7-9 stærstu þéttbýlisstöðunum utan höfuðborgarsvæðisins. Nýja vörulínan frá Norðlenska. Ferskar og fullstelktar Norðlenska ehf. hefur sett á markað nýja vörulínu sem nefnist Naggalína. Þetta eru fimm teg- undir af fullsteiktum afurðum úr kjöti sem santcina fljótlega eldun, mikil bragðgæði og hagstætt verð. Fram til þessa hafa verið mark- aðnum tvær tegundir af nöggum, þ.e. ýsunaggar og lambanaggar, sem notið hafa mikilla vinsælda hjá neytendum og er þessi nýja vörulína þróuð út frá þeim. Cordon Bleu tilhuiu á 5 mínútum Vörurnar sem um ræðir eru Cor- don Bleu með skinku- og ostafýll- ingu, lamhanaggar, lambasneiðar, svínasneiðar og kjötbollur. Þær eru seldar ferskar í lofskiptum umbúðum og kjötið í hverri pakkningu nægir í máltíð fýrir 2- 3. Geymsluþol í kæli er urn 20 dagar og matreiðsla þegar heim er komið tekur aðeins örfáar mín- útur í ofni, örbylgjuofni eða á pönnu. Lambanaggar eru einnig seldir frosnir í 400 gr. og 1000 gr. pakkningum. Auk þess að vera kjörin máltíð í amstri dagsins þá hefur Naggalínan þegar öðlast ntiklar vinsældir í stóreldhúsum, svo sem á sjúkrahúsum, í mötu- ncytum og víðar. Naggalínan er framleidd í nýrri verksmiðju Norðlenskaá Húsavík sem ekki á sér hliðstæðu hérlend- is.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.