Dagur - 24.10.2000, Side 20
20- ÞRIDJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000
Akureyri-Norðurland
í sóknar hug á ný
Fundaröðin „í sóknarhug", sem
Háskólinn, Atvinnuþróunarfé-
lag Eyjafjarðar og sjónvarps-
stöðin Aksjón hafa staðið fyrir
hefst að nýju eftir sumarleyfi í
hádeginu í dag með fundi á
Fiðlaranum. Gestur fundarins
verður Eyþór Arndals forstjóri
Íslandssíma. Samkvæmt uplýs-
inum frá Benedikt Guðmund-
syni hjá Avinnuþróunarfélaginu
eru hugmyndin að Eyþór reyni
að svara ýmsum þeim spurning-
um sem komið hafa upp í um-
ræðunni að undanförnu s.s.
hvort raunhæft sé að ætla að
hægt sé að jafna kostnað allra
Iandsmanna varðandi gagna-
flutninga? Eru aðrar lausnir í
boði á næstunni til fjar-og
gagnavinnslu sem eru óháðar
ljósleiðarasambandi? Hvað
þýðir það sérstaklega fyrir
landsbyggðina? Einkavæðing
Landssímans. Hvað er verið að
selja? Á ríkisvaldið að selja ljós-
leiðarann með eða halda hon-
um? Samningur Islandssíma
við Reykjarvfkurborg. Geta
önnur sveitarfélög gert hlið-
stæðan samning m.t.t. til sömu
% lækkunar?
Aldrei meira frjó
Mælingum á frjómagni á Akur-
eyri er nú lokið og varð heildar-
frjómagnið í sumar rúmlega
3600 frjókorn/m3, sem er það
mesta sem mælst hefur þar. Þar
munar mestu að bæði birki- og
grasfrjó dreifðust vel f sumar.
Júlí varð frjóríkasti mánuðurinn
á Akureyri líkt og í Reykjavík
líka en septemher sá rýrasti. Á
Akureyri mældist mjög mikið af
birkifrjóum í ár. Frjótíminn
hófst strax upp út miðjum maf
og hámarkið varð þann 4. júnf
þegar 173 birkifrjó mældust í
rúmmetra lofts. I Reykajvík
voru hins vegar birkifrjó undir
meðaltali síðustu tveggja ára.
Asparfrjó skiluðu sér illa bæði í
Reykjavík og á Akureyri. Fyrstu
grasfrjóin mældust strax í maí á
báðum stöðum. Á Akureyri voru
Gras- og birkifrjó algengustu
frjógerðirnar og þar næst komu
frjókorn af rósaætt, trúlega að
stærstum hluta reynifrjó.
Fimdaum
Mdagiim
I dag 24. október
verða liðin 25 ár frá
Kvennafrídeginum.
Nú þegar aldar-
fjórðungur er liðinn
ætlar Kvenréttinda-
félag Islands í sam-
vinnu við Jafnréttis-
stofu á Akureyri að
minnast tímamót-
anna með hádegis-
verðarfundi á
Grand Hótel við
Sigtún og á Fiðlar-
um á Akureyri kl.
12.00-13.30. Val-
gerður Bjarnadóttir
framkvæmdastjóri
Jafnréttisstofu á Akureyri flytur
erindi á fundinum. Valgerður
ætlar að skyggnast fram á veg-
inn og meta horfurnar í jafn-
réttismálum við upphaf nýrrar
Valgerdur Bjarnadóttir
verður með framsögu á
fundinum í dag.
aldar. Vilborg Harð-
ardóttir fram-
kvæmdastjóri Félags
íslenskra bókaútgef-
enda, flytur erindi
þar sem hún fjallar
um jafnréttisbarátt-
una uppúr 1970,
um kvennafrídaginn
1975 og gerir til-
raun til að meta
áhrif hans. Vilborg
var eín af stofnend-
um Rauðsokka-
hréyfingarinnar árið
1970 og stóð í eld-
línu kvennabarátt-
unnar á áttunda ára-
tugnum. Valgerður verður
stödd fyrir norðan en Vilborg í
Reykjavík og munu þær nýta sér
fjarfundabúnað til að raddir
þeirra berist milli landshluta.
SKODANIR BRYNJÓLFS
Úr hörðustu átt
Brot dómsmálaráðherra á lög-
um um jafnrétti kynjanna kem-
ur úr hörðustu átt vegna ráð-
herradóms hennar og að hún er
kona. Að auki er um að ræða
sérstakt samkomulag ríkis-
stjórnar þeirrar sem hún situr í
um jafnrétti kynjanna. Getur
ráðherrann komist upp með
þessa gjörð sína og verður látið
nægja að stjórnarandstaðan
skammist? Hefði þessi gjörð
kostað afsögn í öðrum löndum
eða erum við með sérstaka teg-
und af pólitísku siðferði? Er
enginn agi í þinginu sem tckur
á svona brotum? Margar spurn-
ingar vakna hjá hinum vanalega
manni þegar fréttir herast af
svona emhættisfærslu. Eg get
svarað fyrir mig ég álít að ráð-
herrann ætti að segja af sér að
eigin frumkvæði eða vegna
þrýstings frá stjórnarandstöð-
unni. Hún hefir í öðru tilviki
gengið framhjá konu við emb-
ættisveitingu. Það var á vegum
kirkjunnar.
Úr hinum nýju húsakynnum Norðurorku á Rangárvöllum.
Norðurorka gæti hýst
yfírstjóm nýs fyrirtækis
Núverandi byggiugar
að Rangárvölliiin gera
ráðfyrirað starfsemi
ninhverfísdeildar Ak-
ureyrarbæjar flytji
starfsemi sína að Rang-
árvöllum sem og bæj-
arverkstjðri
Nýtt húsnæði Norðurorku, sem
varð til við samruna Hita- og
vatnsveitu Akureyrar og Rafveitu
Akureyrar, var formlega tekið til
notkunar á Rangárvöllum ofan
byggðar á Akureyri sl. laugardag.
Valgerður Hrólfsdóttir, stjórnar-
formaður Eignarhaldsfélagsins
Rangárvalla, sem stofnað var
haustið 1999, sér um þær eignir
sem eru á Rangárvöllum og Ieigir
þær út til Norðurorku.
Valgerður segir áformað að um-
hverfisdeild Akureyrar flytji starf-
semi sína úr Gróðrarstöðinni við
Eyjafjarðarbraut upp á Rangár-
velli, en þeim flutningum var sleg-
ið á frest í éitt ár sl. haust en nú er
að fara í útboð fyrir áramót bygg-
ing skemmu fyrir þá deild.
„Núverandi byggingár gera ráð
fyrir að að starfsemi umhverfis-
deildar flytji starfsemi sína að
Rangárvöllum sem og bæjarverk-
stjóri sem hefur verið til húsa nið-
ur á Eyri, og heldur eignarhaldsfé-
lagið utan um það.“
- Eru þessar byggingafram-
kvæmdir hugsaðar sem áfangi í því
að sameina orkuveitur Akureyrar-
hæjar og RARIK?
„Við ákváðum á þessu stigi að
blanda RARIK ekkert inn í dæm-
ið, en skrifstofubyggingin varð
reynar 4 hæðir í stað tveggja eins
og upphaflega var farið af stað
með. Efstu hæðinni er óráðstafað
svo við horfum með oþnum huga
til alls þess sem er í umræðunni,
s.s. RARIK, Landsvirkjun eða eitt-
hvað annað. Það er því í dag til
staðar húsnæði til að taka við yfir-
stjórn á orkufyrirtækis á landsvísu.
Meðan engin nýting er á efstu
hæðinni gæti Akureyrarbær vel
nýtt hana t.d. fyrir móttökur
gesta,“ segir Valgerður Hrólfsdótt-
ir, bæjarfulltrúi og formaður Eign-
arhaldsfélags Rangárvalla.
GG
ÍVMA
IJAIJKIJR
AGUSTSSON
SKRIFAR
Miðvikudaginn 18. október síð-
astliðinn efndi Tónlistarfélag Ak-
ureyrar til fyrstu tónleika sinna á
starfsárinu. Fram kom banda-
ríski píanóleikarinn Christopher
Czaja Sager.
Christopher Czaja Sager er
fæddur í New York og nam þar
píanóleik. Hann hefur á ferli sín-
um lagt rækt við túlkun verka
Bachs og hefur hlotið mikla við-
urkenningu fyrir flutning sinn á
verkum hans. Það var því að von-
um, að fremst á efnisskrá tón-
leikanna voru þrjú verk Bachs,
Fantasía í c-moll BVVV 906,
Partíta VI í e-moll B\W 830 og
Konsert í frönskum stíl í F-dúr
BWV971.
Flutningur þessara verka var
afar skemmtilegur. Þau léku í
höndum túlkandans. Hann hélt
vel föstum hrynjanda barrokks-
ins, en nýtti hins vegar mögu-
leika píanó-fortesins til þess að
gefa túlkun sinni ferskan og per-
sónulegan blæ með afar yfirveg-
aðri notkun styrkbreytinga, sem
hvergi fóru út fyrir mörk þess
sem, kalla má smekklegt og við
hæfi. I þessu dró hann fram blæ
hvers hluta verkanna þriggja sem
hann flutti og gaf þeim brag, sem
iöulega voru hreinlega hrífandi í
ferli túlkunarinnar. Nefna má
t.d. fagurt flæði Fantasfunnar í c-
moll, ljúfan söngAirsins í Partít-
unni VI í e-moll og glæsilegan
leik Gíguesins í sama verki og
tæknilega frábæran flutning
Prestósins í Konsertinum í
ítölskum stíl. Áheyrandinn undr-
ast ekki, eftir að hafa hlýtt á
þennan listamann flytja þau sýn-
ishorn snilldar sinnar í flutningi
verka Bachs, sem hann hafði á
efnisskrá sinni, að hann skuli
vera talinn á meðal bestu núlif-
andi túlkenda meistarans.
I seinni hluta efnisskrárinnar
hvarf Christopher Czaja Sager á
vit rómantískra tónskálda og var
fyrst á efnisskránni Sarabande úr
„Pour lc piano“ eftir Claude
Debussy, en síðan Prelúdíur í C-
dúr, c-moll og es-moll op. 11 og
Etudur í B-dúr op 8 nr. 11 og í
cis-moll op 42 nr. 5 eftir Álex-
andre Scriabin, og loks Mazurk-
ar í b-moll op 24 nr 4, í e-moll
op. 41 nr. 2, í f-moll op 63 nr 2
og í c-moll op 63 nr. 3 auk
Berceuse í Des-dúr op 37 og
Barcarolle í Fís-dúr op 60 eftir
Fréderic Chopin.
Hér hvað við annan tón og var
ljóst, að píanóleikarinn var ekki
sfður handgenginn innlifuðum
flutningi hins rómantíska stíls.
Leikur hans var hrífandi og ríkur
af blæbrigðum. Hann var sérlega
tær og þvf afar þægilegt að fylgja
framgangi verkanna og njóta
þess galdurs, sem í þeim býr og
magnaðist í túlkun listamanns-
ins.
Tónleikar Christophers Czaja
Sager voru í Gryfjunni, sal Verk-
menntaskólans á Akureyri, en
skólinn eignaðist á síðasta ári fly-
gil, sem komið er fyrir á sviði sal-
arins. Hljóðfærið naut sín vel á
tónleikunum. Reyndar býr salur-
inn ekki að merkilegum endur-
ómi, en hver tónn barst vel að eyr-
um, svo að ljóst er, að hann og fly-
gil skólans má vel nýta til tónleika
sem þeirra, sem hér um ræðir. Að
skaðlausu mætti þó prýða sviðið
nokkuð, en það var kalt og óaðlað-
andi. Þetta spillti þó ekki ánægj-
unni af því að hlýða á Christopher
Czaja Sager. Snilld hans á hljóð-
færið sá að fullu fyrir þ ví.