Dagur - 25.11.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 25.11.2000, Blaðsíða 2
2 - LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 HELGARPOTTURINN Þessa dagana er að fara í prentsmiðju enn eitt bindið af sögu Framsóknarflokksins sem Vil- hjálmur Hjálmarsson skráir. Bókin fjallar um framsóknarlífið í landinu síðustu tuttugu árin eða svo og er fyrir utan ítarlegan texta troðfull af myndum um sókn og sigra hins milda afls á miðjunni einsog flokksmenn kalla fley sitt gjarnan. Stjórnmálaáhugamenn helg- arpottsins segjast annars ekki búast við nein- um stórpólítískum útspilum í bók þessari, enda sjái þeir Steingn'mur Flermansson og Dagur Eggertsson um þá hlið mála. Lesefni Ólafs Ragnars Grímssonar, vakti athygli sessunauta hans þegar forsetinn flaug norður til Akureyrar í síðustu viku. í flugvélinni afþakkaði hann Dag til aflestrar, kvaðst hafa lesið blaðið heima á Bessastöðum, en eftir. að hafa þegið djús til að slökkva þorstann dró hann upp kilju eina mikla. Það var Term Limits eftir Vince Flynn og í doðranti þessum lá Ólafur alla leiðina norður. Bók Flynn fjallar um enda- stöð bandarískra stjórnmálamanna, í víðasta skilningi þess orðs, og hvernig launmorðingar koma inn í það ferli sem sé auðvitað ein leið til þess að fækka í ríkisstjórnum! Gagnrýnendur vestanhafs hafa sagt að vonandi noti Flynn ímyndunaraflið og skrifi um „hreinsun" undir- heimanna á stjórnmálamönnum, nokkuð sem vel geti átt sér stað innan tíðar! Þessa dagana er verið að splæsa endanlega sameiningu Máls og menningar og Vöku - Helgafells og raunar fleiri fyrirtækja í Eddu - miðlun og útgáfu. Sem kunnugt er verður Ólafur Ragnarsson stjórnarformaður fyrir- tækisins, en það sem annars ber hæst í starfi áðurnefnds stórforlags er að nú er verið að innrétta nýjar höfuðstöðvar þess sem verða við Suðurlandsbraut f Reykjavfk. Þangað mun öll meginstarfsemi fyrirtækjast flytjast, en sem sakir standa er hún dreifð um alla borg. Steins Steinarrs varpar Gylfi Gröndal rithöfundur á sitthvað forvitnilegt þjóðsagnakennt sem sagt hefur verið um líf þessa stórskálds. Sem sumir kalla raunar síðasta þjóðskáldið. Meðal þeirra þjóð- sagna sem Gyifi fjallar um er sú að hending- arnar „það vex eitt blóm fyrir vestan, en veit ekki að ég er til" hafi Steinn ort um lausaleiks- barn sem hann hafi átt vestur í Dölum. Þetta segir Gylfi að sér tómur söguburður og algjör- lega úr lausu lofti gripið. En er ekki eðlilegt að þjóðsögur séu sagðar um þjóðskáld? Þessa helgina er sýnd á fjölunum á Fosshótel KEA söngvasýningin Strákarnir á Borginni, þar sem þeir Helgi Björnsson og Bergþór Pálsson taka ýmsa fræga standarda fyrri ára. Þessi sýning hefur verið sýnd á Hótel Borg í allt haust og notið vinsælda og hið sama má segja um geisladisk með lögunum sem þeir félagar syngja þar. Hann hefur selst einsog heitar lummur. Helgi og Bergþór syngja á KEA aftur í kvöld, laugardagskvöld, og svo helgina 15. og 16. desember. Mikil samkeppni er á sunnlenskum fjölmióla- markaði þessa dagana, en þar voru nú í vik- unni opnaðir tveir fréttavefir. Það er Sunn- lenska fréttablaðið, undir ritstjórn Bjama Harðarsonar sem stendur að fyrrnefnda vefnum - í félagi víð fleiri - og slóðin að þeim vef er www.sudurland.is. Útvarp Suðurlands, þar sem Soffía Sigurðardóttir er skipstjóri, Dagskráin og fleiri standa svo að vefnum www.sunnlenska.is. Á vefjunum birtast fréttir af mannlífi og móral á Suðurlandi auk þess sem þar eru tenglar á helstu fyrirtæki og stofnanir f héraðinu. Nýja verslanamiðstöðin á Akureyri Glerártorg hefur gjörsamlega sleg- ið í gegn og segja verslunareigendur þar að aðsóknin hafi farið langt fram úr öllum vonum. „Þetta er eins og að vera á ættarmóti," segja sum- ir viðskiptavinir og má sjá þar sem fólk hópar sig saman á göngunum, faðmast og kyssist og rifjar upp gamlar minningar. Bilastæði hafa hins vegar verið af skornum skammti og eru björgunarsveitarmenn í fullu starfi allar helgar við að greiða úr umferð. Nú er farið að bjóða sætaferð- ir á Glerártorgið úr nágrannasveitunum, og heilu rúturnar af prúðbúnu fólki flykkist þangað í helgarferðir til að sýna sig og sjá aðra og kannski versla eitthvað í leiðinni. Helgi Björnsson. Ólafur Ragnarsson. í nýútkominni ævisögu Ólafur Ragnar Grímsson. , Dagur Björgunarsveitir eru stöðugt að efla fagmennsku innan sinna raða til að takast á við hinar ýmsu aðstæður sem upp koma við leitar og björgunarstörf. -mynd ragnar magnússon Neyðarað- Viðamesta ráðstefna um björgunar-og öryggismál sem haldin hefur verið hér á landi stendur nú yfir á Grand hóteli í Reykjavík. Hún ber yfirskriftina Björgun 2000 og þar mun fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara halda erindi. Árni Birgisson, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fræðir okkur nánar „Meginþema rástefnunnar er stýring neyðaraðgerða því töluverð umræða hefur átt sér stað á síðustu misserum um breytingar innan neyðargeirans á Islandi. Samræma þarf störf hinna ólíku aðila betur en hingað til hefur verið gert, Iögreglu, slökkviliðs, björg- unarsveita, sjúkraflutningamanna og annarra sem koma að neyðar- og ör- yggismálúm. Við erum með marga áhugaverða fyrirlesara á ráðstefnunni. Einn þeirra er Carl Cillmore. Hann hefur verið okkar aðal hjálparhella í þróun á nýj- um starfsaðferðum við skyndihjálp og erindi hans snýst um fyrstu hjálp í óbyggðum. Þetta er mál sem við höf- um verið að vinna að með Landlækn- isembættinu og Jóni Baldurssyni lækni og miðar að því að auka kröfur til íslenskra björgunarsveitarmanna. Verið er að undirbúa námskeið fyrir þá sem veita þeim tiltekin réttindi en krefjast jafnframt meiri ábyrgðar og getu. Þegar er búið að halda tvö nám- skeið af þessu tagi, þau voru á ensku en nú er verið að þýða efnið og laga jrað að íslenskum aðstæðum.'1 Hegðun týndra „Bretinn Ged Feeny hefur mikið velt fyrir sér hegðun týndra og flytur erindi um það efni. Hann vifl nýta gögn úr fortíðinni til hjálpar. Hefur skoðað hegðunarmynstur manna sem hafa týnst og vill nota þann lærdóm til að auðvelda okkur lcitarstörf, skoða hvað er líklegt að týndur maður með ákveðna getu og ákveðinn bakgrunn geri við tilteldn skilyrði. Þetta getur verið gott að styðjast við þegar þarf að afmarka lcitarsvæði og finna útgangs- punkta." Tölvurnar bjarga líka „Svo er Greg Ursel með athvglisvert efni. Hann hefur verið að skoða tölvuvinnslu í leitaraðgerðum og færa leitarfcrla inn á tölvutækt þrí- víddarform til að átta sig betur á hversu vel er búið að leita og á hvaða svæðum. Það kemur skemmtilega heim og saman við það sem við höfum verið að gera hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í tengslum við sjálfvirku tilkynningarskylduna. Búnaður í bátnum sendir út boð með vissu millibili, þau færast inn á tölvuskjái hjá okkur og þannig sjáum við graf- íska hreyfingu á öllum bátum og skipum. Þetta er einsdæmi í heimin- um og Eiríkur Þorhjörnsson verður með erindi um lýrirbærið rétt fyrir hádegi í dag.“ Nýtt boðtækjakerfi „Við ræðum líka nokkur dæmi sem hafa komið upp, eins og Suður- Iandsskjálftana í sumar. Rifjaður verður upp leiðangur sérþjálfaðra manna héðan til Grænlands að freista þess að ná líkamsleifum Hol- lendings sem hafði fallið ofan í sprungu og látist og Geysisslysið ber á góma. Erindi um hegðun og atferli als- heimersjúklinga, sem Guðrún K. Þórsdóttir flytur cr líka athyglisvert. Tilefni þess er stór leit sem gerð var í ágúst sl. að sjúklingi hér á höfuð- borgarsvæðinu. Síðasta erindið á morgun er fyrir alla þá -sem hafa hoðtæki. Það cr Ijóst að símboðakerfi Landsímans verður lagt njður 1. tebrúar næst- komandi en það er þáð kerfi sem 80% af viðbragðsaðilum á Islandi hala notað til að hoða sínar liðsein- ingar. Þarna ætlar Landsíminn að upplýsa hvað við tekur og þetta er fyrsta opinbera kynningin á því hvernig þau mál verða leyst." - GUN. IIII.llTl'jllilL'ULIilllllTIJTMá.bllLirm Kaþólski presturín, séra Jakob Roland, sýndi þjóðinni í raun og sann hvert inntak hins trúarlega boðskaps er. Hugið að yðar minnsta bróður segir Biblían og með það að leiðarljósi hóf presturinn setuverkfall í dómsmála- ráðuneytinu til að berjast fýrir að mál tsjetsjensk flótta- manns sem dvelst hér á landi yrði tekið fyrir á ný. í helg- ustu véum stóra bróður, ráðuneyti dómsmála, settist presturinn niður uns ráðherrann fór í málið. Jakob Rol- and hengir sig ekki í réttlæti og lög ríkisins, en minnist þess sem Frelsarinn sagði foðum að það sem þú gerir þínum minnsta bróður gerir þú mér. _____________i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.