Dagur - 25.11.2000, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 - 5
Hallar undan fæti
Þriðja bindið af ævisögu Einars
Benediktssonar eftir Guðjón
Friðriksson er komið út. Guð-
jóni hefur eins og fyrri daginn
tekist að draga upp áhrifa-
mikla mynd af hinu dáða og
umdeilda skáldi. í þessu þriðja
bindi, sem fjallar um tvo síð-
ustu áratugina í ævi Einars,
hallar nokkuð bratt undan fæti.
Drykkjuskapur setur æ meir
mark sitt á líf hins skuldum
vafna heimsborgara sem lauk
að lokum ævinni á afskekktum
sveitabæ.
Dagur birtir hér tvo kafla úr bóldnni. Sá
fyrri gerist árið 1925, meðan Einar er enn
kvæntur Valgerði Zoega Benediktsson, en á
þeim árum gekk Einar með þá hugmynd
að Islendingar ættu að gera tilkall til
Grænlands. Síðari kaflinn gerist fimm
árum síðar, eftir að Einar hefur kynnst
Hlín Jónsdóttur, heitum aðdáanda sínum
sem sinnti honum f ellinni.
Sumir vina Einars Benediktssonar eru
reyndar orðnir þreyttir á þrálátri Græn-
landsáráttu hans. I þeirra hópi talar hann
langtímum saman um ekkert annað mál.
Arni Pálsson bókavörður er einn af þeim.
Þegar Einar dettur í það er Arni oftast ekki
langt undan. Einn góðan veðurdag hafa
þeir fengið sér í staupinu og eru á leið nið-
ur á Hótel Island til að borða. Á leiðinni
hitta þeir Kristján Albertsson, ritstjóra
Varðar, og taka hann með sér. Hótel Island,
aðalhótel bæjarins eftir að Hótel Reykjavík
brann vorið 1915, er í geysimikilli þrílyftri
timburbyggingu á horni Austurstrætis og
Aðalstrætis. Þeim Einari, Árna og Kristjáni
er vfsað til sætis í stóra veitinga- og dans-
salnum en á palli við vegginn fyrir miðju
salarins leikur Þórarinn Guðmundsson
fiðluleikari dinnermúsík. Fáeinir reykvískir
stórhöfðingjar sitja við önnur borð og
þarna má líka sjá mektuga bændur utan af
landi, sem gista á hótelinu, og nokkra út-
lenda ferðamenn. Bændurnir veita Einari
óskipta athygli. Af honum fara miklar sög-
ur um land allt, þeir þykjast strax þekkja
hann í sjón þó að þeir hafi aldrei séð hann
áður og hugsa sér gott til glóðarinnar að
geta sagt frá því heima í sveitinni að þeir
hafi séð skáldið.
Einar er góðglaður og hefur orðið að
venju, hann þrumar yfir félögum sínum og
fer á kostum. Árni Pálsson púar einungis
öðru hverju, eins og hans er háttur, en
Kristján Albertsson situr hljóður og hlustar.
Þrátt fvrir hljóðfæraleikinn geta þeir, sem
sitja við næstu borð, heyrt slitrur af því
sem skáldið er að segja. Einar er hvorki
vanur að láta ljós sitt undir inæliker né tala
í hálfum hljóðum. Umræðuefnið er Græn-
land. Að loknum málsverði ganga þeir út af
hótelinu og Einar segir glaðbeittur við fé-
laga sína:
„Hvert skal nú halda, hvert eruð þið að
fara?“
Og Árni svarar að bragði:
„Við erum nú að fara heim til þín, Ein-
ar.“
Skáldið setur upp undrunarsvip og segir:
„Það er nú sá staður sem ég vildi síst fara
á núna.“
„Láttu ekki svona, Einar, ég er búinn að
taka tvær flöskur í vasann,“ segir Arni.
„Ja, þá gegnir náttúrlega öðru máli," seg-
ir skáldið.
ísland hið mikla
Svo ganga þeir allir saman eftir endilöngu
Austurstræti með allmiklum slætti og taka
hofmannlega ofan fyrir dömunum sem
verða á vegi þeirra. Þeir eru í besta skapi.
Frá Lækjartorgi taka þeir stefnuna suður
Lækjargötu. Einar hnarreistur í fararbroddi
en Árni og Kristján hvor til sinnar hliðar
Hin fræga mynd af Einari Benediktssyni sem tekin var á Ijósmyndastofu Elfeldts, konunglegs hirðljós-
myndara, í Kaupmannahöfn er skáldið var í sinni síðustu utanför. Þegar Ijósmyndarinn var búinn að taka
myndina sagði hann: „Svo hengi ég yður hjá kónginum."
við skáldið. Þeir beygja upp Bókhlöðustíg-
inn og láta ekki staðar numið fyrr en komið
er að Þrúðvangi við Laufásveg. Þá sussar
Einar á félaga sína og þeir ganga hljóðlega
upp tröppurnar og inn á skrifstofu Einars,
næst útidyrunum. Hann lokar vandlega á
eftir þeim og tappi er dreginn úr flösku.
Einar vill síður að Valgerður viti að hann er
að drekka en auðvitað veit hún allt um
það. Og bráðlega gleymast líka allar varúð-
arráðstafanir. Einar stillir sér upp á miðju
gólfi og hefur upp ræðu sína um Græn-
land:
„Eg skal leggja Grænland hið mikla und-
ir Island hið mikla með mínum volduga
kjafti!“ segir hann.
Árni Pálsson hristir höfuðið mæðulega
og segir:
Hlin Jónsdóttir (Johnson) íjúlí 1921 en þá var hun
nýskilin við mann sinn. Fáum árum síðar lágu leið-
irþeirra Einars Benediktssonar saman.
Mæðgurnar Margrét Zoega og Valgerður Zoega
Benediktsson. Margrét sagði þeim Einari upp
husnæðinu i Þrúðvangi. Eftirþað varstutt ískiln-
að þeirra Einars og Valgerðar.
„Þegar Grænlendingurinn kemur upp í
þér, Einar, þá er ekki lengur gaman að þér.“
Einar hvessir þá augun á Árna og segir
með miklum sannfæringarkrafti:
„Ef þú ert á móti mér í Grænlandsmál-
inu, Árni Pálsson, þá visnar þú og nefið
dettur af þér.“
Við þcssi óvæntu gagnrök missir Arni
gjörsamlega málið og starir furðu lostinn á
skáldið. Kristján Albertsson sagði síðar að
þá hefði hann séð mann kominn næst því
að missa af sér nefið.
Og ler ekki frekari sögum af því sam-
kvæmi.
Útúrdrukkinn
á Landsbókasafninu
Seint í október eða byrjun nóvember
kemur I llín sem oftar á Landsbókasafnið
að finna Einar. Að þessu sinni kemur hún
að honum útúrdrukknum á safninu.
Hann fyrtist við komu hennar, segir
henni að láta sig í friði og hunskast
burtu, hann vilji ekkert við hana tala.
Þegar hún lætur sig ekki stendur hann
upp f fússi og strunsar út í fyrstu snjó-
komu vetrarins. Hlín horfir á eftir honum
ana stefnulaust, að því er virðist, út í
slydduhríðina og veltir þvf fyrir sér hvað
hún eigi til hragðs að taka. Hún tekur
loks það ráð að hlaupa við fót niður á
Lækjartorg, nær sér þar í leigubíl og bið-
ur bílstjórann að fara upp Hverfisgötuna
og svipast um eftir Einari Benediktssyni
skáldi. En hann er horfinn eins og jörðin
hafi gleypt hann. Þau aka loks niður
KJapparstíginn og sjá þá í bakið á Einari
þar sem hann arkar, valtur á fótunum,
inn alla Lindargötu, forugur og illa til
reika, hefur greinilcga dottið. Hann virð-
ist ekkert vita hvert hann ætlar, kannski
út úr bænum.
Bílstjórinn ekur upp að hlið Einars og
þau fara bæði út og tekst að drösla hon-
um upp í bílinn. Hlín segir þá eins og við
sjálfa sig:
„Ja, ég hef engan stað til að fara með
hann. Hvurt á ég eiginlega að fara með
hann?“
Bílstjórinn er jafn ráðalaus en þá minn-
ist Hlín þess að Aðalbjörg Sigurðardóttir,
vinkona hennar, sem býr í Laugarnesspít-
alanum, hefur hoðið henni herbergi sem
þar er laust. Og Hlín heldur áfram að
tala upphátt við sjálfa sig og segir:
„Eg get ekki annað farið með hann en
inn á Laugarnesið til hennar Aðalbjargar."
„Veistu hver er inni?“
Bílstjórinn tekur undir og segir það vera
þjóðráð, ekur upp Laugaveginn sem leið
liggur fram hjá Tungu og stöðvar bílinn
loks við holdsveikrapítalann sem er
fremst á Laugarnestanga, gríðarlega mikil
timburbygging. Þau tosa Éinar út. Þcgar
hann kemur út úr bílnum, blautur,
skrámaður og ófrýnilegur á að líta fær
hann nýtt reiðikast og hellir sér yfir Hlín.
Fyrir utan spítalann eru nokkur börn að
leik og fimm ára strákur fer að hágráta af
hræðslu og titrar allur þegar hann sér
þennan voðalega mann og heyrir orð-
bragð hans. Börnin eru dauðskelkuð
nema átta ára gömul dóttir Aðalbjargar
Sigurðardóttur, Bergljót að nafni, sem
hefur stundum komið með mömmu sinni
til Hlínar og átt góð orðaskipti við skáld-
ið. Hún er spurð að því hvort hún sé ekki
hrædd en svarar kotroskin:
„Nei, nei, ég er svo vön þessu."
Þetta þvkir kyndugt svar því að foreldr-
ar Bergljótar eru stakt bindindisfólk.
Hlín lætur ókvæðisorð skáidsins sem
vind um eyru þjóta en kemur því inn í
spítalann með aðstoð bílstjórans. Hús-
freyjan, Aðalbjörg Sigurðardóttir, er ekki
heima. Hlín lætur það þó ekki á sig fá en
dröslar Einari inn í Iausa herbergið, sem
snýr móti vestri með útsýn yfir Engey og
flóann, og lætur hann falla aftur á bak á
dívan. Þar liggur hann og er hinn versti.
Hlín ræður ekkert við hann. Loksins tek-
ur hún það til bragðs að sækja Bergljótu
litlu sem var svo kotroskin áðan. Þegar
hún kemur inn í herbergið og Einar sér
hana standa við rúmið segir hann veikri
og skjálfandi röddu:
„Ert það þú Begga mín. Fyrir þig vil ég
allt gera, ég skal vera góður.“
Björninn er unninn. Hlín tekst að hátta
Einar, þvo honum, gera að skrámum og
koma honum í svefn. Hún gerir sig síðan
heimakomna, lætur hendur standa fram
úr ermum og þvær fötin af Einari, þurrk-
ar þau og straujar að lokum. Bergljót litla
situr hjá henni og fylgist með. Hlín segir
við hana:
„Veistu hver er inni?“
„Nei,“ segir barnið.
„Það er þjóðskáld okkar íslendinga."
Ekkert fær fölskvað aðdáun þessarar
konu á Einari Benediktssyni.