Dagur - 25.11.2000, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000
fDa^ur
^LÍPJÐ í LAjJDJjJU /
„Ég á engra beinna hagsmuna ad gæta, sem ég tel að hafigertþað að verkum að ég hef getað tekið afstöðu til sjávarútvegsmála án þess að vera blinduð á öðru auga eða báðum vegna hagsmunatengsla."
Þarf að breyta
valdahlutföllum
Svanfríður
Jónasdóttir,
þingmaður
Samfylking-
ar, hefur
vakið athygli
á þingi fyrir
skörulegan málflutning,
ekki síst í sjávarútvegs-
málum en það er fátítt
að konur í stjórnmálum
geri sig gildandi í þeim
málaflokki. Hér ræðir
hún um stöðu kvenna í
stjórnmálum, áherslur í
sjávarútvegi og áherslu-
mál Samfylkingar.
- Nií ert fm úberandi duglegur
þingmaður og liefur ufskipti af
mjög mörgum málum, heldurðu
að konur þurfi að standa sig bet-
ur en karlar til að ná verulegum
árangri í stjórnmálum?
„Stjórnmálaheimurinn het'ur
fyrst og fremst verið karlaheim-
ur og þess vegna hafa konur oft
átt nokkuð erfitt með að vekja
athygli á sér og sínum málum.
Stundum fær maður það á til-
finninguna að það þyki ekki eins
merkilegt sem konur leggja inn í
umræðuna. Og þegar umræða
spinnst um tiltekin mál er eins
og fólk vilji frekar heyra þau
rædd með karlarödd en kvenna-
rödd sem stafar ugglaust af því
að karlahefðin er enn svo rík.“
- En svo ég tali sem blaðamað-
ur þá finnst manni oft að konur
séu ekki jafn afdráttarlausar í
svörum og karlar.
„Þetta held ég að sé rétt og
skýrist af hefð og vana. Konur
eru ekki jafn öruggar í umhverfi
stjórnmálanna og karlarnir, þær
eru enn að vinna sér lönd og eru
þess vegna að vanda sig og því ef
til vill ekki jafn afdráttarlausar í
framsetningu mála. Svo er það
háttur kvenna að vera gagnrýnar
á það sem þær segja og vaða
ekki fram með lítt grundaðar
skoðanir. Þegar þetta er allt lagt
saman finnst mér ekki skrýtið
þótt þér sem blaðamanni og öðr-
um finnist stundum erfitt að fá
„Vandi landsbyggðarinn-
ar er ekki síst ímyndar-
vandi. Ef taka ætti mark
á því hvernig talað er
væri eðlilegt að álykta að
landsbyggðin væri nán-
ast óbyggileg. Við sem
eigum heima þar og
þekkjum til vitum hins-
vegar að um allt land er
gróskumikið mannlíf og
menning sem er mikil-
vægt að viðhalda til að
halda í þann fjölbreyti-
leika sem gerir ísland
byggilegra.“
konur til að tjá sigjafn djarflega
og karlmenn gera iðulega. Eg
held að þetta liggi fyrst og
fremst í þvf hversu stutt hefð
kvenna er í pólitíkinni. En ég
bind vonir við að fólk venjist
þeim tökum sem konur taka
málin og svo það að kynslóð
yngri kvenna sem er að koma
inn í pólitíkina verði öruggari
með sig, að við höfum þá rutt
brautina betur íyrir þær. Ég
bendi til dæmis á Katrínu Júlí-
usdóttur, formann Ungra jafn-
aðarmanna, sem mér finnst vera
mjög afdráttarlaus og hiklaus í
sinni framsetningu og dæmi um
unga konu sem hefur öðlast
framgang ekki síður en strákarn-
ir.“
Skilvirk fiskveiðistefna
- Ntí ert þú þingkona sem hefur
sérhæft sig í sjávarútvegsmálum,
hvaðan kemur sá áhugi?
„Ég er að hluta til alin upp í
sjávarplássi, á Dalvík, og að
mér standa i' báðar ættir sjó-
menn og útgerðarmenn þannig
að ég vandist snemrna mikilli
umræðu urn sjávarútvegsmál,
sem konur tóku reyndar ekki
mikinn þátt í. Þegar ég hóf
störf í bæjarstjórn á Dalvík árið
1982 áttaði ég mig á því að ef
ég ætlaði mér að hafa í fullu
tré við karlana yrði ég að vera
viðræðuhæf um sjávarútveginn.
Á þeim tíma voru sveitarfélögin
á kafi í atvinnumálunum, Dal-
vikurbær var til dæmis þátttak-
andi í togaraútgerð. Ég setti
mig inní þessi mál og áttaði
mig á því að þetta svið er bæði
fjölbreytilegt og spennandi
enda var þar tekist á um völd
og áhrif. Enn í dag liggja
óhemjumikil efnahagsleg völd f
samfélaginu í gegnum sjávarút-
veginn og fyrir stjórnmálamann
er áhugavert að greina hvernig
þessi völd liggja.Vegna uppruna
míns og aðstæðna hef ég
kynnst þessum málum innan
frá en einnig horft á þau utan-
frá. Ég á engra beinna hags-
muna að gæta, sem ég tel að
hafi gert það að verkum að ég
hef getað tckið afstöðu til sjáv-
arútvegsmála án þess að vera
blinduð á öðru auga eða báð-
um vegna hagsmunatengsla.
Þess vegna hef ég getað metið
stöðu greinarinnar og myndað
mér skoðun á því hvaða fyrir-
komulag mvndi gagnast þjóð-
inni best efnahagslega.