Dagur - 25.11.2000, Page 16

Dagur - 25.11.2000, Page 16
ID^nur 16 - LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 Fluguveiðar að vetri (194) Hvar er best að veiða í heiminum? Gaman í Rússlandi, sem kemst á blað yfir 10 bestu veiðilendur í heimi, en ekki ísland. Á íslandi! Ónei góðir hálsar. Samkvæmt út- tekt breska stór- blaðsins Sunday Times kemst Is- land ekld á blað yTir tíu bestu stangveiðislóðir í heimi. Fjórir sérfræðingar voru beðnir að lýsa því hvar væri mest spennandi að veiða og hvers vegna. Svörin eru ekki Norðurá, Laxá í Aðaldal, Selá og Grenlæk- ur. Ymsir fjarlægir staðir koma fram á heimskortinu, en enginn þeirra er á íslandi. Argentína Argentína er næstum því eins langt frá okkur og hægt er. Sjó- birtingar, urriðar og regnbogasil- ungar heilla sérffæðingana, frá- bært landslag og hijóstrugt bætir á lífsreynsluna og svo eru hræó- dýrar steikur í boði. Hægt er að fá vikuferð frá London á 2800 pund, eða 350 þúsund kall, allt innifalið. Það gera 50 þúsund kall á dag, miklu ódýrara en ís- lenskar laxveiðiár í júlí. Brítish Columbia, Kanada Sjógenginn regnbogasilungur sem er ótrúlega sterkur og erfið- ur. Þetta er það sem laðar menn hvaðanæva úr heiminum til þessa staðar. Og óspjölluð náttúra fær hæstu einkunn. Ódýrari veiði en í Argentínu og ekki jafn langt að fara. Fjöldi áa að velja úr! Kaveri áin í Indlandi Næst þegar forsetinn fer til Ind- Iands ætti hann að taka með sér fluguveiðimenn. Kaveri er hröð og straumþung og hefur að geyma „mahseer", ferskvatnsfisk sem er ffá 30 og upp í 300 pund! Vikuferð frá London kostar 225 þúsund, allt innifalið, leiðsögn líka. Dordogne, Frakklandi Harri, urriði, gedda og fleira í boði í silfurtærum smáám sem sérfræðingar í stangveiði stjórna. Gisting fyrir tvo kostar 3000, maturinn er franskur og þarf ekki að ræða frekar, veiðileyfi hræódýr og þegar Go flýgur frá Islandi er þetta ódýrara en bændagisting í viku! gæti samt verið að fiskurinn sé smár? Kolaskagi í Rússlandi „Ein besta laxveiði í heimi" segja sérfræðingar blaðsins. Frábærar ár, „ógleymanlegt“ en dýrt segja þeir, vikan leggur sig á 350 þúsund og þá er eftir að bæta ýmsu við. íslendingaferð- ir á þessi mið kosta kringum hálfa milljón þegar allt er talið. Engin mokveiði, en raunhæf von í 2-3 laxa yfir 10 pundum á dag, og svo eru hinir - þessir 25 punda! Montana Heimsfrægar ár, hægt að veiða mánuðum saman án þess að kasta á sama stað. Stórir og erf- iðir fiskar, frábær náttúra segja sérfræðingarnir. Hægt er að fá ellefu daga ferð frá London á 175 þúsund krónur með bíl og leið- sögumönnum og gistingu með morgunmat. Hvað kostar Grímsá í 10 daga? Nýja Sjáland Aðalmálið eru stærstu urriðar sem vitað er um í heiminum segja sérfræðingarnir. Og hægt er að fara út og veiða fyrir smápeninga - þegar maður er kominn á stað- inn! Algjör paradís sem Hem- ingway dýrkaði. Newport áin, íriandi. Grunsamlegt val. Aðallega af sögulegum ástæðum og ef maður vill mikinn veiðikúltúr beint í æð þá er þetta staðurinn. Og svo er hægt að setja í lax og silung fyrir tiltölulega lítið. En þegar tveir geta veitt og gist með tvær stangir útaf fyrir sig í frábæru veðri og fínum kúltúr fyrir 12.500 á mann, þá gæti maður nú gert margt verra? Norður írland Enn er valið grunsamlegt hjá bresku sérfræðingunum. En þeir benda á að landið sé mun betra veiðiland en Skotland, hægt að veiða lax og silung fyTÍr 900 kall á dag! Slóvenía Hér fá veiðifélögin hæstu ein- kunn íyrir að vernda fiskistofna með ströngum reglum um kvóta og agn, þau viðhalda frábærri veiðimenningu og landið er fal- legt, fólkið gott og gaman að veiða. Hvað er hægt að biðja um meira? Veiðileyfi í þrjá daga gerir 5000 kall og hægt er að komast frá London (fram og tilbaka) og gista á Ijögurra stjörnu hóteli með öllu í þijá daga fyrir innan við 40 þúsund. ísland ekki á blað! Við getum ályktað sem svo að þessir sérfræðingar séu ekki mikl- ir sérfræðingar úr því að þeir mæla ekki með Go til íslands í miðnætursól' og Þingvallableikju eða Arnarvatnsheiði. Þetta eru tvö dæmi um frábæra veiði sem kostar ekki mikið. En það sem listinn sýnir er að það er fleira matur en feitt kjöt, eins og ís- lensku laxveiðiárnar sem eru greinilega komnar talsvert ofar- lega í verðlagi á heimsmarkaði. Sjálfur hefur yðar einlægur veitt í Kanada, Slóveníu og írlandi, auk okkar ástkæra lands, og borið get- ur um að hver hefur til síns ágæt- is nokkuð. Ef menn fara til að hafa gaman af að veiða er eigin- lega ekki hægt að láta sér leiðast með stöng í hönd. Er einhver með til Indlands að kasta fyrir 300 pundara? TV/tR FLIKUR IEINNL. THERMO varmanærfötin eru i raun tvær flíkur í einni. Tveggja laga spunatækni flytur rakann frá líkamanum og heldur þér heitum og þurrum. NotaOu Thermo nærfötin i næsta ferðalag, þú sérö ekki eftir því. SJÚBIÍÐIN,. | LAUFÁSQATA1 -600 AKUREYRI • SlMI 462 6120 FLUGUR '- Tjar - -M'. Stefán Jón Hafstein skrifar Jfe 7TERKT Ditm' V SCNdR V 5 ||( vF SKibii H'fAd' * 4 aofiKf VEitT Pi/iHi 'OSKFRÍ 7 ftuh s lut- vlK Tmj- VAtfA Bf.LT- ÍHU ’r-ý/y/Zyyi ■yy/y/y.-y.-yy.- mim mmm | 4'% m • 'íffÝiÝýYy- yyyy-:-yyyyy. ■ • j' ! m evmo ; II ||||| REIM LEifSÍH AIWAL. VERRI L’AH SPlL j VflKuFj YfTffl (AVfélfý OTRiiR F/m AFL miR OPIO |F/fA01 £ BLEYfa HE STi OLfí A HEPflF AST HJÚK b’ara HLA55 SKADI FUof BúRM ~ WMA Hú6,m HbfnW ■ /•.. YSÁ e KARL- flKJjM &M&- FLÓTi/f. CöffXlh SKdbL miHuR >PHMI 3ÚKI ItirtM r.y:'' 4 Fu&la- RLÍoð 1 XKAFT- ult K(Wu tfA SKEL FLÖKR -? íiiíiáílíí SPILIÐ VAL0I 'Aim- IST hFHl ~ 2 Rm BFITA PR'rn hlwk’ \\ !o fotm FR'kJT AhA HMmR SfiAM- JR VEfÐlK KEMA * ! : NEM — BL0 M KÚGl 5TÚLKA 1bmwm3 '0 -:L-- : WM r ■' WM m Wum LEIT r VIRTI OFHA mmm msftif, HALO KASSA FJOR- w dAuFl Al£«KfF 8 SVfK Æóö l? DUUriti 7 tmu M'Am- u* ÍÍST- fvLGríA Slúll 'fíAT Krossgáta nr. 214 Lausn ................. Nafn................... 1 ieimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 214 I krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta 214) Strandgötu 31 á Ak- ureyri eða í faxsíma sem er 460 6171. Lausnarorð krossgátu 213 er regnbogi er vinningshafi er Anna Guðrún Jósefsdóttir sem býr í Lautasmára 1 í Kópa- vogi. Hún fær senda bók- ina frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands sem eru minningaþættir Henriks Ottósonar fréttamanns. Vinningshafinn fær senda bók- ina Frá Hlíðahús- um til Bjarma- lands.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.