Dagur - 25.11.2000, Page 17

Dagur - 25.11.2000, Page 17
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 - 17 í LANDINU Þjónar guðs og mammons Blaðamaður dags fýlgd- ist með klerkum, kaup- mönnum og auglýsinga- frömuðum ræða sam- starf sitt við að koma boðskap kirkjunnar á fmmfæri við landsmenn. Guð og mammon hafa sjaldnast verið taldir eiga samleið. lslenska þjóðkirkjan virðist hins vegar vera komin á aðra skoðun. Að minnsta kosti hyggst hún nota sér í aukn- um mæli þær aðferðir við að breiða út orðið sem dýrkendur mammons hafa hingað til verið þekktari íýrir að grípa til. Hún ætlar að taka auglýsingastofur landsins í sína þjónustu. Þetta virtust a.m.k. fulltrúar þjóðkirkjunnar, verslunarinnar og auglýsingageirans vera sammála um á málþingi um táknmál trúar og auglýsinga sem haldið var í Þjóðmenningarhúsinu við Hverf- isgötu síðastliðinn þriðjudag. Til málþingsins buðu Biskups- stofa, Samtök verslunarinnar, Samband íslenskra auglýsinga- stofa, Húsfélag Kringlunnar og Þróunarfélag miðborgarinnar. Þetta er sömu aðilar og vinna saman að því að veita auglýsing- um og kynningarefni viðurkenn- ingu fyrir að vera „í samhljóm við anda jólanna og vekja fólk til um- hugsunar um jólaboðskapinn", eins og það er orðað. Það er kannski ekki sanngjarnt að segja þjóðldrkjuna ætla að taka dyggasta þjón mammons í sína þjónustu. Tímarnir eru breyttir, og þjóðkirkjan á sér kannski ekki annars kost en að fýlgja straumn- um. Fyrstur til máls á málþinginu tók Sverrir Björnsson frá auglýs- ingastofunni Hvíta húsið, en hann ræddi um trú og auglýsing- ar. Taka ekki afstöðu Hann sýndi tvö dæmi um hvernig auglýsingar hafa verið notaðar til þess að vekja athygli á málstað trúarinnar. Annars vegar er aug- lýsingaherferð á vegum biskupa- kirkjunnar í Bandaríkjunum, sem þótti vel heppnuð og vakti mikla athygli á sínum tíma, en hins veg- ar ákveðna tilraun sem FIT stóð fyrir hér á landi fyrir nokkrum árum og nefndist Auglýsingar IýT- ir almættið, en þá var efnt til samkeppni um auglýsingar í þágu trúarinnar og var afraksturinn m.a. settur upp á sýningu í nokkrum kirkjum landsins. Sverrir hélt því fram að auglýs- ingabransinn taki í sjálfu sér enga afstöðu til þess hverjir notfæri sér möguleika hans og þekkingu, heldur sé hann tiltækur hverjum sem er til þess að koma boðskap sínum á framfæri. Þannig séu auglýsingar ekki bara notaðar af kaupmönnum, heldur noti mann- réttindasamtök og önnur samtök sem hafa fýrir góðum málstað að berjast óspart auglýsingatækni nútímans og oft með góðum ár- angri. Sverrir fræddi einnig áheyrend- ur á því að fýrsta auglýsingin, sem sögur fara af, hafi birst á prenti árið 1407 og þar hafi verið á ferð- inni prestur sem var að auglýsa sálmabækur. Þannig að það sé hreint ekki neitt nýtt að kirkjunn- ar menn notfæri sér auglýsingar. I máli Sverris kom einnig fram að kirkjan hafi fyrr á öldum verið dugleg að notfæra sér tækninýj- ungar til þess að koma boðskap sínum á framfæri. Jafnskjótt og Gutenberg var búinn að finna upp prenttæknina gripu klerkar tækifærið og tóku prentmiðla óspart í sína þjónustu. Hins vegar hafi þessi áhugi kirkjunnar á þróun tækninnar í boðmiðlun minnkað verulega eft- ir því sem hún efldist á 19. öld og fram á síðustu áratugi. Tilkomu ritsímans lét hún fara fram hjá sér að mestu, sömuleiðis símann, útvai'pið, sjónvarpið, tölvurnar og Netið. Það er cins og sumir hafi tekið það einum of alvarlega, þeg- ar Nietzsche lýsti því yfir að guð væri dauður, segir Sverrir. Þarf að endurnýja táknmálið Séra Irma Sjöfn Oskarsdóttir tók næst til máls, en hún er ekki bara prestur heldur líka fjölmiðlafræð- ingur. Hún ræddi um táknmál trúarinnar og fræddi áheyrendur á nokkrum helstu táknum sem kristin kirkja notar, þar á meðal ýmsar útfærslur af krossinum og fisktáknið gamla. Hún sagði nauðsynlegt að tákn kirkjunnar væru í stöðugri endur- nýjun og þeim gefið nýtt líf þegar þörf krefur. Hún sagðist telja að kominn væri tími til þess að finna tákn sem væru auðskildari nú- tímafólki, sem þekkir ekki alltaf þá löngu sögu sem er að baki fornum táknum kirkjunnar. Hún benti einnig á að kirkjan mætti ekki bara líta á fjölmiðla sem tæki til þess að koma boð- skap sínum á framfæri, heldur séu þeir veruleiki sem umlykur okkur öll. Kirkjan hljóti að taka mið af þeim veruleika sem bún býr við. „F.r ekki hægt að nota auglýs- ingar til þess að hreyfa heim- inn til samúðar?“ spurði Irma Sjöfn. Auglýsingar megi nota til annars en að auka neyslu. Þær megi nota til þess að draga úr neyslu og þeirri ofuráherslu sem er á hana í samfélagi okk- ar. Við eigum samleið Síðastur tók til máls Guðmar Magnússon frá Samtökum versi- unarinnar - FIS. Hann ræddi al- mennum orðum um auglýsingar og verslun, en sagðist í lok máls síns vona að hið nýja samstarf þeirra sem buðu til málþingsins um að verðlauna auglýsingar geti orðið til þess að auglýsend- ur setji sig betur inn í táknmál trúarinnar og vandi sig betur fyrir jólin. Þátttaka þjóðkirkj- unnar í þessu samstarfi bcri vott um víðsýni kirkjunnar manna og vilja þeirra til að taka þátt í lífi þjóðarinnar. Af þessum erindum og um- ræðunum sem urðu á eftir mátti ljóst sjá að fulltrúar þjóðkirkj- unnar og fulltrúar mammons ná orðið býsna vel saman og hyggja á langt og gott samstarf á næstu vikum og árum. Enda eru tím- arnir breyttir og kannski á kirkj- an ekki annars kosta völ en að notfæra sér aðferðir binna nýju tfma, vilji hún lifa góðu lífi á næstu öld. -GB Spil fýrir rottur og aldraða! í vikunni birtist upplffgandi frétt fyrir alla bridgespilara. Kynnt var bandarísk rann- sókn sem sýndi ffam á að bridge örvar ónæmis- kcrfið, þar sem krefjandi við- fangsefni au ka framleiðslu hvítu blóðkornanna. Þetta eru ánægjuleg tíðindi lyrir alla þá Islendinga sem leggja stund á þessa göfugu íþrótt. Reyndar kviknuðu efasemdir um trúverðugleika rannsóknar- innar þegar í ljós kom að athug- unin byggði á annars vegar ní- ræðu fólld og hins vegar rottum og músum. Engum sögum fór af því hvaða kerfi rotturnar spiluðu og ekkert var farið út í fylgifiska spilsins svo sem háan blóðþrýst- ing, taugaveiklun, þunglyndi og svefnröskun - eldd síst eltir að menn fara niður á borðleggjandi slemmum. Bridge er holl og góð íþrótt samkvæmt rannsókninni. Fyrir rottur og aldrað fólk að minnsta kosti. Heldri dömur sigruðu íslandsmót kvenna í tvímenningi var spilað um síðustu helgi. Mjög góð þátttaka var í mótinu eða 26 pör. Erla Sigurjónsdóttir og Krist- jana Steingrímsdóttir tóku snemma fory'stu og héldu henni örugglega allt til loka. Glæsilegt hjá hinum heldri meyjum! Lokastaðan: 1. Erla Sigurjónsdóttir - Kristjana Steingrímsdóttir 210 2. Ljósbrá Baldursdóttir - Anna Þóra Jónsdóttir 164 3. Hjördís Sigurjónsdóttir - Ragnheiður Nielsen 132 4. Anna fvarsdóttir - Guðrún Oskarsdóttir 109 5. Esther Jakobsdóttir - Dröfn Guðmundsdóttir 80 Meir af þunnum slemmum Um síðustu helgi skoðuðum við þunna slemmu frá lslandsmótinu í tvímenningi. 1 dag skoðum við aðra þunna sem kom upp í næsta spili, enda stundum skammt stórra högga á milli. Lesandanum er boðið að velja útspil með GT65 í spaða eyðu í hjarta, KGT98 í tígli og ÁT86 í Iaufi. Þannig ganga sagnir: Vestur Norður Austur Suður pass 1 grand pass 2tíglar pass 2grönd pass 3tíglar pass 4lauf pass 4 spaðar pass óhjörtu allir pass Sagnir þarf að skýra. Tveir tígl- ar voru yfirfærsla í hjarta og 2 grönd sýndu góða hendi með hjartastuðningi. Næstu 3 sagnir voru fýrirstöðusagnir og síðan stökk norður í slemmuna. Hvert er útspilið? Á Islandsmótinu spilaði austur út laufás en hefði hnekkt slemm- unni hratt og ömgglega með spaðaútspili. Athyglisvert var í mótinu að tvær slemmur að minnsta kosti voru betri með því að spila þær á veiku hendina eftir grandopnun. Ef einhveqir eru ennþá til sem ckki spila yfirfærsl- ur, eru þetta gleðitfðindi fy'rir þá. Allt spilið: ý D8 y ’ AD952 i ► A43 4 • KG3 4 K732 N 4 GT65 V 876 V ♦ D752 V A ♦ KGT98 4 42 S 4 ÁT86 4 ■ Á94 y ’ KGT43 i ► 6 4 D975 Örn og Guðlaugur Kauphall- armeistarar Ka u ph a 11 a rtví menningi Bridgefélags Reykjavíkur er lok- ið með sigri fyrrum heimsmeist- ara, Arnar Arnþórssonar og Guðlaugs R. Jóhannssonar. Þeir íslandsmeistarar kvenna i tvímenningi ásamt formanni BSÍ. sigruðu með nokkrum yfirburð- um eða 3082 stig. í öðru sæti urðu Helgi Sigurðsson-Helgi Jónsson með 2569 stig en feðgarnir Snorri Karlsson-Karl Sigurhjartarson urðu þirðju með 2084 stig. Tryggvi á toppnum Hraðsveitakeppni Bridgefélags Akureyrar hófst sl. þriðjudags- kvöld. Staða efstu sveita: 1. Sveit Trvggva Gunnarsson- ar 281 stig 2. Sv. Gylfa Pálssonar 279 3. Sv. Ragnheiðar Haralds- dóttur 259 Gylfi bestur í Hlíðabæ Tvímenningur UMSE fór fram í Hlíðabæ um síðustu helgi. Keppt var um silfurstig og varð lokastaða efstu para: 1. Gy'lfi Pálsson -Helgi Steinsson 342 2. Frímann Stefánsson -Örlygur Örlygsson 328 3. Jón A. Jónsson -Hermann Aðalsteinsson 326 4. Hákon Stefánsson -Gústaf Þórarinsson 322 Nýtt keppnisform „Tösku-hridge" er skemmtilegt keppnisform, sem Hollendingar tóku upp fyrir nokkrum árum. 24 forgefin spil eru í töskunni sem er lánuð í heimahús gegn 1.500 kr. gjaldi. Keppnisfyrir- komulag er tvímenningur (Mitchell) og er mótið reiknað út í tveimur riðlum N-S og A-V. Þannig geta allir kynnst keppn- isbridge og tekið þátt í bridgemóti þegar þeim hentar. Hvert mót er spilað í tvo mán- uði, þá er reiknað út og úrslitin birt í bridgeþætti Arnórs Ragn- arssonar í Morgunblaðinu. Ný „taska" verður útbúin fyrsta hvers mánaðar, þannig að alltaf eru tvö mót í gangi í senn. Fyrstu úrslit verða birt í byrjun janúar. Spilað er um bronsstig samkvæmt reglum BSI. Allar upplýsingar hjá Bridgesambandi íslands, Þönglabakka 1, 3. hæð. Sfminn er 587 9360.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.