Dagur - 25.11.2000, Qupperneq 18

Dagur - 25.11.2000, Qupperneq 18
18- LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 LÍPW J LrhJD JjJU y Lana Turn- ervar ein umtalað- asta Hollywood- stjarna síns tíma en það fór aldrei sérlega mikið fyrir hæfileikum hennar. Hún giftist sjö sinnum, átti í ótal ástar- samböndum þar á með- al við glæpamann sem dóttir hennar myrti. Móðir Lönu Turner var einungis sautján ára þegar hún eignaðist árið 1922 dóttur með Virgil Turner sem var námuverkamað- ur. Hjónin skildu og þegar Lana litla var tíu ára var faðir hennar myrtur. Hann hafði unnið tölu- verða fjárhæð í fjárhættuspili og þar sem hann var á heimleið síðla nætur var hann barinn í höfuðið og rændur. Morðið var aldrei upplýst. Lana var fimmtán ára gömul þegar hún var uppgötvuð og dubbuð upp i' hlutverk Hollywoodstjörnu. Hún naut þess að vera stjarna og lifði hinu Ijúfa lífi. A skömmum tíma öðl- aðist hún nafnbótina „drottning næturklúbbanna". Hún kynntist hljómsveitarstjóranum og klar- inettuleikaranum snjalla Artie Shaw sem þótti einn greindasti og víðlesnasti maður í Hollywood. „Lana var heimsk,“ sagði Artie Shaw, „en ég kunni vel við hana því þaö var ekkert illt til í henni. Hjónabandið stóð í fjóra mánuði. Lana sagði seinna að hjónabandinu hefði verið lokið þremur dögum eftir hjónavígsluna en hún hefði ver- ið svo upptekin við kvikmynda- upptökur að hún hefði ekki haft tíma til að segja eiginmanni sín- um frá því. Lana og Shaw sáust þó oft saman eftir skilnað þeirra og um tíma var talið að þau myndu gifta sig á ný. „Það hvarflaði að mér að giltast henni aftur,“ sagði Shaw, „en skyndi- lega fór ég að hugsa um þessi hundrað skópör sem hún átti, og ég vissi að ég myndi ekki þola hjónaband með henni í annað sinn.“ Fjörug hjónabönd Tæpu ári eftir skilnað þeirra Shaws giftist Lana í annað sinn óþekktum manni, Stephen Cra- ne sem sagðist vera í tóbaksvið- skiptum. I raunveruleikanum var hann smákrimmi og vinur hins alræmda mafíósa Bugsy Si- egel. Hálfu ári eftir að Lana fæddi dóttur þeirra, Cheryl, sótti hún um skilnað. Næsti eiginmaður var Bob Topping, vellauðugur viðskipta- jöfur. Lana var í sárum eftir mis- heppnað ástarævintýri með leik- aranumTyrone Power sem hún sagði á efri árum að hefði verið stóra ástin í iífi hennar. Hún elskaði ekki Topping og sagði honum það. Hann sagði að það gerði ekkert til, hún myndi læra að elska hann. Það fór ekki svo en hún tolldi merkilega lengi í hjónabandinu miðað við að hún var óþolinmóð kona sem var sí- fellt að leita að nýjung- um. Þegar hún sótti um skilnað frá Topping eftir tæplega fimm ára hjónaband gaf hún sem ástæðu sjúklega af- brýðisemi hans og sagði hann hafa barið sig og tvisvar hótað að skjóta hana. Þegar þau giftust hafði Lana sagt við blaðamenn: „Þetta er að eilífu.“ Eftir skilnaðinn sagði í einu dagblaði: „Ný skilgrein- ing á eilífð - fjögur ár, sjö mánuðir, átján dag- ar, nítján klukkustundir og tuttugu og sex mín- útur.“ Næstur í röð eigin- manna var Lex Barker sem vann sér nokkra frægð í kvikmyndum fyrir að leika Tarzan. Þegar leikkonan giftist honum lögðu allnokkr- ir vinir leikkonunar hver um sig hundrað dollara í pott í veðmáli um það hversu hjóna- bandið myndi standa lengi. Meðan Lana var í hjónabandi með Barker sagði MGM upp samningi sínum við hana. Hún var 36 ára og hafði unnið hjá fyrirtækinu í átján ár en einkalíf hennar fékk veglegri umljöllun í dagblöðum en kvik- myndaleikur hennar sem þótti oftast heldur léttvægur. Uppsögnin __ var Lönu mikið áfall og annað áfall var þegar hún komst að því að Barker hafði misnotað táningsdóttur hennar kynferðislega. Þegar Lana komst að framferði Einkalíf Lönu Turner var sífellt umfjöllunarefni slúðurblaða enda afnógu að taka. Minna fór fyrir leikhæfileikum hennar. fi með peningasendingar á milli manna en ekki hafði tekist að sanna það verk á hann. Hann hafði vcrið giftur þrisvar og átti ungan son en Lana frétti henni. „Þú þarft ekki að þola þetta, mamma," sagði Cheryl um leið og hún stakk hnífnum í kvið Stompanato sem féll í gólf- ið. Hann lést skömmu síðar af sárum sínum. Þegar lögreglan kom á vett- vang grátbað Lana um að fá að taka á sig sökina og vildi hlífa dóttur sinni við erfiöum rcttar- höldum. Henni var sagt að allra vegna væri best að sannleikur- inn yrði sagður. Eftir söguleg réttarhöld var Cheryl sýknuð, talin hafa framið morðið í til- finningalegu uppnámi. Fleiri hjónabönd Fimmti eiginmaður Lönu var Fred May sem ræktaði hesta. Hann var góöur maður, senni- lega sá besti sem hún giftist. En í hennar augum bjó hann yfir einum skelfilegum galla, hann var venjulegur maður. Lana var kona sem alla ævi hafði þrifist á dramatík og hún horfði á lífið eins og væri það kvikmynd þar sem atburðarásin ætti stöðugt að halda athvgl- inni og vera full af ævintýrum. Henni fór að leiðast hinn góð- lyndi eiginmaður og skildi við hann. Nokkrir vinir leikkon- unnar töldu að hún hefði gert stærstu mistökin í lífi sínu með því að yfirgefa Fred May. Sjötti eiginmaðurinn var Bo- bert Eaton sem var tíu árum yngri en hún. Hjónaband þeirra byggðist aðallega á sam- eiginlegri drykkju og varð ekki Ianglíft. Sjöundi og síðasti eig- inmaðurinn var Ronald Dante sem var dáleiðandi. Einn dag- inn hvarf Dante með háa ávís- un sem Lana hafði skrifað upp á. Hjónabandið hafði einungis staðið í sex mánuði. Dantc sagði seinna að hann hefði veðjað við vin sinn um að hann myndi giftast Lönu innan þriggja mánaða frá kynnum þeirra. Hann vann veðmálið auðveldlega því þau höfðu ein- ungis þekkst í tvær vikur þegar þau giftust. Síðasti karlmaðurinn í lífi hennar var Taylor Pero sem var einkaritari hennar. Hann var mörgum árum vngri en hún og leyndi þvf ekki að hann hneigð- ist til karlmanna. Að hans sögn urðu þau elskendur en í óá- reiðanlegum endurminningum sínum neitaði hún að svo væri. Þegar Dante yfirgaf Lönu árið 1979 var hún niðurbrotin kona. Hún eyddi síðustu árum sínum Ijarri sviðsljósinu og lést árið 1995. Með elskhuga sínum glæpamanninum Stompanato og dóttur sinni Cheryl sem varð honum að bana. Með Fernando Lamas í myndinni Kátu ekkjunm. inn í svefnherbergi þeirra þar sem hann lá uppi í rúmi, beindi að honum byssu og sagði hon- um að hypja sig burt. Hann var fljótur að taka til fótanna. Hneyksli í Hollywood Nú Ienti Lana í meira klandri í einkalífi en nokkru sinni fyrr. Hún kynntist manni sem kallaði sig John Steele cn hét réttu nafni Johnny Stompanato og var glæpamaður. Hann lifði aðallega á því að hafa ofan af fvrir ríkum konum og fá hjá þeim lán sem hann horgaði aldrei. Hann hafði verið handtekinn sex sinnum og sakaður um flæking og rán. Hann var sterklega grunaður um að vera sendiboði mafíunnar og ckki af hjónaböndum hans fyrr en eftir dauða hans. Hann var sjúklega afbrýðisamur, ofbeldis- fullur og stjórnsamur. Stompanato hótaði Lönu margoft þætti honum hún ger- ast of sjálfstæð. Eitt sinn reyndi hann að kyrkja hana og hann hótaði að skera hana í andlitið með rakvélablaði. Dag nokkurn kom hann að heimili hennar og hótaði að skera andlit hennar og lama hana. Hann sagðist skyldu gera það sama við móður henn- ar og dóttur. Cheryl, fjórtán ára gömul dóttir Lönu, hlustaði á hótanir hans. Hún varð skelf- ingu lostin, hljóp inn í eldhús, greip hníf og hljóp til herbergis nióður sinnar þar sem Stompanato var enn að hóta

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.