Dagur - 01.12.2000, Síða 9

Dagur - 01.12.2000, Síða 9
 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 - 9 ÍÞRÓTTIR Æ MI i :: Jp- L mótaröðinni í ár. Westwood vann sex mót á evrópsku Westwood bestur Breski kylfingurinn Lee Westwood var í gær útnefndur kylfingur ársins í Evrópu eftir að hafa sigrað á sjö stórmótum á ár- inu, en hann tekur við titlinum af Colin Montgomerie, sem hef- ur hlotið hann sjö síðustu árin. Westwood tekur þessa dagana þátt í „Milljóndollaramótinu" svokallaða, sem hófst í Sun City í Suður-Afr/ku í gær og er verð- launaféð þar hvorki meira né minna en 2 milljónir dollara fyr- ir sigursætið. Eftir fyrsta keppn- isdaginn er Westwood í efsta sætinu ásamt Spánverjanum Jose Maria Olazabal á 65 högg- um, eða sjö höggum undir pari og hefur því góða möguleika á að bæta áttunda sigrinum á árinu í safnið. Westwood sigraði reyndar á þessu móti fyrir tveimur árum og varð fyrir vikið tveimur millj- ónum dollara ríkari. Westwood vann sex mót á evr- ópsku mótaröðinni í ár og jafnaði þar með met þeirra Ballesteros frá árinul986, Faldos árið 1992 og Montgomeries frá því í lyrra og hafði hann upp úr krafsinu rúmar 2,5 milljónir dollara, eða um 220 niilljónir íslenskra króna, sem hann getur um það bil tvöfaldað um helgina verði heppnin með honum. Petersons í toppsætinu Þegar tíu umferðum er lokið í Nissandeild karla í handknattleik er Alexander Pettersons, leikmað- ur Gróttu/KR, í toppsæti Dagslist- ans, eftir að hafa verið sex sinnum valinn í Dagsliðið. Þessi tvítugi Letti, sem nú er að leika sitt þrið- ja tímabil með Gróttu/KR, hefur Ieildð mjög vel með Iiðinu í vetur og er nú einn markahæsti leik- maður deildarinnar. Hann hefur heklur betur sannað sig sem eina mestu skyttu deildarinnar og sam- an með Hilmari Þórlindssyni eru þeir félagar hættulegasta sóknarp- ar deildarinnar. I öðru sæti Dagslistans, er Lit- háinn Savukynas Gintaras, leik- maður Aftureldingar, en hann hefur fimm sinnum verið valinn í Dagsliðið. Gintaras hefur leikið mjög vel í vetur og verið prímus- mótor í sóknarleik liðsins. 1 þriðja sætinu er svo Einar Orn Jónsson, íþróttafréttamaður og leikmaður Hauka, en hann hefur verið Haukum ómetanlegur á fyrsta tímabili sínu með liðinu, eftir að hann sagði skilið við Val. Staðan á Dagslistanum: o---------- o-------- Alexander Petersons, Gr./KR o Savukynas Gintaras, UMFA 0 Einar Örn Jónsson, Haukum Roland Eradze, Val Róbert Gunnarsson, Fram o Andreas Stelmokas, KA Bjarki Sigurðsson, UMFA Guðjón Valur Sigurðss., KA Gunnar Berg Viktorss., Fram Halldór Ingólfsson, Haukum Heimir Örn Arnason, KA Hilmar Þórlindsson, Gr./KR Páll Þórólfsson, UMFA Valdimar Grímsson, Val Þorv. Tjörvi Ólafsson, Hauk. Dagsliðið 10. umferð Nissandeild karla Alexander Petersons Gróttu/KR Savukynas Gintaras UMFA ▼ Andreas Stelmokas KA ▼ Hilmar Þórlindsson Gróttu/KR Valdimar Grímsson Val Davíð Ólafsson róttu/KR Alexander Arnarson, HK Aliaksandr Shamcuts, Hauk. Arnar Pétursson, Stjörnunni Bergsveinn Bergsveinss., FH Birkir Ivar Guðmundss., Stj. Bjarki Sigurðsson, Val Bjarni Fritzson, ÍR Bjarni Frostason, Haukum Bjarni Gunnarsson, Stjörn. Davíð Ólafsson, Gróttu/KR Eduard Moskalenko, Stjörn. Erlendur Stefánsson, IR Galkauskas Gintas, UMFA Gísli Guðmundsson, IBV Hálfdán Þórðarson, FH Hlynur Morthens, Gró./KR Hörður Flóki Ólafsson, KA Ingimundur Ingimundars., IR Jón Andri Finnsson, IBV Magnús M. Þórðars., UMFA Maxim Fedioukine, Fram Ólafur Sigurjónsson, IR Óskar Armannsson, Haukum Sebastían Alexanderss. Fram Snorri Guðjónsson, Val Sverrir Björnsson, HK Valgarð Thoroddsen, Val Viktor Guðmundsson, FH Zoltan Belányi. Breiðablik Staðan eftir félögum: Haukar................. 11 Afturelding............ 11 Grótta/KR.............. 10 Valur................... 8 Fram.................... 7 KA...................... 7 ÍR...................... 4 Stiarnan................ 4 FH...................... 3 ÍBV ................... 2 HK...................... 2 Breiðablik.............. 1 Jafntefli gegn Spánverjum íslenska 18-ára landslið í kvennaknattspyrnu gerði í fyrradag rnarka- laust jafntefli gegn Spánverjum í milliriðli Evrópumóts 18-ára lands- liða, en keppni í riðlinum fer þessa dagana fram í Sevilla á Spáni. I riðlinum leika auk Islands og Spáns lið Hollendinga og Pólverja og tapaði íslenska liðið fyrsta leiknum gegn Hollendingum á mánudag- inn 0-1. Tvö lið komast áfram úr riðlinum í úrslitakeppni mótsins, en Hollendingar sem unnu Pólverja 2-0 í fyrradag, eru í efsta sæti rið- iisins fyrir síðustu umferðina sem fram fer í dag. Þar verður íslenska liðið að vinna sætan sigur á Pólverjum til að eiga möguleika á öðru sætinu og um leið að treysta á hagstæð úrslit úr leik HoIIendinga gegn Spánverjum. Kjartan áfram formaður dómara- nefndar Kjartan Steinbach, sem undanfarin ár hefur gengt stöðu formanns dómaranefndar alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, var endur- kjörinn formaður nefndarinnar á þingi sambandsins sem fram fór í Portúgal fyrr í vikunni. Kjartan, sem reyndar var einn í kjöri, þykir hafa staðið sig fræbærlega vel í þessu mikilvæga starfi og hlaut bann fyrir það mikið lof þingfulltrúa, sem hvöttu hann eindregið til að halda áfram. Egyptinn, Hassan Mustafa, sem undanfarin ár hefur gengt for- mennsku í tækninefnd IHF, var á þinginu kjörinn nýr formaður IHF og tekur hann við af Austurríkismanninum Erwin Lanch, sem gengt hefur formennsku s.l. sextán ár, eða frá árinu 1984. Lanch hafði ákveðið að gefa kost á sér áfram, en dró framboð sitt óvænt til baka eftir að hafa koinist að þeirri niðurstöðu að hann ætti enga mögu- leika gegn Mustafa, sem var einn þriggja mótframbjóðenda hans. Svíinn Staffan Holmqvist, núverandi forseti evrópska handknatt- leikssambandsins, EHF, var kjörinn varaforseti IHF. Fyrir þinginu lá að ákveða hvar úrslitakeppni HM karla 2003 fari fram, en bæði Rússar og Portúgalir höfðu sótt um að halda keppn- ina. I atkvæðagreiðslu höfðu Portúgalir betur, fengu 87 atkvæði á móti 25 atkvæðum Rússa. Einnig var ákveðið að næsta úrslitakeppni HM kvenna fari fram í Hollandi. Sundhöllin glæsilega í Valensía þar sem EM i sundi fer fram. Tveir íslenskir keppendur á EM í sundi Þessa dagana stendur yfir undir- búningur landsliðshópanna í sundi sem seinna í mánuðinum taka þátt í tveimur stórkeppnum erlendis. Mótin sem um er að ræða eru Norðurlandamót ung- linga sem fram fer í Fredrikstad í Noregi helgina 9. - 10. desem- ber og Evrópumeistaramótið í 25 m laug, sem fram fer í Val- ensía á Spáni dagana 14. - 17. desember. Sex ungmenni taka þátt í Norðurlandamótinu í Fredrikstad, en það eru þau Anja Ríkeyjakobs- dóttir, SH, Berglind Ósk Bárðardóttir, SH, Gunnar Steinþórsson, Ægi, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, Ægi, Hjörtur Már Reynisson, Ægi og Jón Oddur Sigurðsson, UMFN, en þau hafa öll náð lágmörkum SSI fyrir mótið. Þjálfarar hópsins eru þau Bodo Wermelkirchen og Þuríður Einarsdóttir. Aðeins tveir íslenskir sundmenn munu taka þátt í Evrópumeistara- mótinu í Valensía, en það eru frændurnir Örn Arnarson og Ómar Snævar Friðriksson úr SH. Það er mikil fækkun frá því á síðasta Evr- ópumóti sem fram fór í Lissabon í fyrra, en þar voru íslensku kepp- endurnir alls sjö. Að sögn Brians Marshall, landsliðsþjálfara, hefði verið hægt að senda muri fleiri keppendur. „Allur Sydneyhópurinn hafði náð tilsettum lágmörkum, en SSI ákvað að senda aðeins þá sem héldu óslitið áfram æfingum eftir ólympíuleikana. Ólympíuhóp- urinn var búinn að vera undir miklu álagi og eðlilegt að krakkarnir vildu taka sér frí. Þess vegna eru þeir Örn og Ómar einu keppend- urnir að þessu sinni, en Örn hefur tvo Evróputitla að verja og því eðlilegt að hann fari út. Enda hefur hann ekki slegið slöku við æfing- arnar og er nú í mjög góðu formi eins og hann hefur sannað í síðustu mótum. Ómar hefur einnig æft á fullu og er að komast í toppform, en hann mun keppa í 200 m fjórsundi, 400 m skriðsundi og annað hvort 200 m skriðsundi og 400 m fjórsundi, eftir því hverning grein- ar raðast niður. Örn keppir í 50, 100 og 200 m baksundi, en hann er núverandi Evrópumeistari í tveimur síðarnefndu greinunum. Skólagolfi GSÍ ýtt úr vör Skólagolf nefnist samstarfsverkefni Golfsambands íslands og Æsku- línu Búnaðarbanka Islands, sem miðar að því að efla kynningu og kennslu í golfíþróttinni í grunnskólum landsins. Atakinu hefur þeg- ar verið ýtt úr vör og er kennsluefni á myndbandi og bæklingi nú dreift til skólanna. Jón Karlsson íþróttakennari og Magnús Birgisson þroskaþjálfi eru höfundar kennsluefnis og stóðu að gerð þess, en báðir eru þeir starfandi golfkennarar. I bæklingnum og á myndbandinu er farið í uppsetningu á ýmsum æfingum sem mögulegt er að framkvæma í íþróttahúsum með sér- stökum kennslubúnaði sem fæst keyptur hjá golfsambandinu. Um er að ræða sérstakar Skólagolfs-töskur með kylfum og öðrurn búnaði til kennslu á golfi innanhúss. I hverri tösku eru fjórtán kylfur af þrem- ur gerðurn og einnig gervigrasmottur, golfboltar af mjúkri gerð, inni- holur og fleira.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.