Dagur - 03.01.2001, Síða 1
1
stjóri Mýflugs
harmar athurðarás-
iua.
Betur fór en á horfðist þegar 8
ára drengur á Patreksfirði
brenndist illa eftir að flugeldur
sprakk upp við andlit hans ná-
lægt miðnætti á nýársnótt.
Drengurinn kvaldist mjög og var
óttast að hann væri alvarlega
slasaður. Því var ítrekað reynt að
útvega sjúkraflug til Reykjavíkur
en þrátt fyrir fjölda símtala og
misvísandi upplýsinga varð nið-
urstaðan sú að enginn gæti sinnt
fluginu þótt flugaðstæður væru
góðar. För drengsins til Reykja-
víkur tafðist verulega af þessum
sökum og var komið vel fram á
morgun þegar hann komst Ioks á
Landspítalann með aðstoð þyrlu
Landhelgisgæslunnar.
„Það reyndist engin leið að fá
sjúkraflug og þetta virtist allt í
Iausi Iofti,“ segir Jónas Þór, lög-
reglumaður á Patreksfirði.
Flugfélagið Mýflug á að sjá um
sjúkraflugið fyrir Vestfirðinga og
hefur undanfarið verið með vél á
Isafirði til taks. Hins vegar
reyndist enginn í stakk búinn til
að takast á við verkefnið á
nýársnótt vegna sérstakra að-
stæðna og aukinheldur rann
flugrekstrarleyfi félagsins út um
áramótin. Arangurslaust reyndist
einnig á nýársnótt að hringja í
önnur innanlandsfélög, s.s.
Flugfélag Islands og LIO.
Davíð Arni Guðmundsson, 8 ára Vestfjarðavíkingur, lá á barnadeild Hringsins á Landspítalanum í gær. Hann von-
aðist eftir heimför sem fyrst, enda reyndust áverkar hans ekki jafnalvarlegir og talið var í fyrstu. Sagan á bak við
flutning hans hefur hins vegar vakið hörð viðbrögð.
Á ekki orð
Guðmundur Olafur Guðmunds-
son, faðir drengsins sem slasað-
ist, segir allt hafa verið í ólestri
þessa nótt og það sé hroðalegt að
búa við svona óöryggi. Þyrlan
hafi auðvitað bjargað miklu en
ljóst sé að för drengsins suður
hafi tafist um einhverja klukku-
tíma vegna „óvissu og klúðurs".
„Hann var alveg rosalega kvalinn
og illa brunninn í andlitinu. Var-
irnar, tungan, augun og allt var
brunnið þannig að það var sér-
lega mikilvægt að hann fengi
bestu fáanlegu meðhöndlun sem
fyrst. Sem betur fer reyndist
þetta þó ekki jafnalvarlegt og
talið var í fyrstu, en maður á ekki
orð yfir þetta.“
Mamma drengsins, Elín Anna
Jónsdóttir, segir að biðin hafi
verið skelfileg og tíminn hrein-
lega silast áfram. „Þetta var
martröð, mínútu frá mínútu og
guði sé lof að þetta reyndist ekki
alvarlegra. Við erum að tala um
fjóran og hálfan klukkutími bara
í ferðalög," segir móðirin. Sonur
hennar, Davíð Arni, var dasaður
í gær en vonast er til þess að
meiðsli hans séu ekki varanlég.
Mjög úheppilegt
Framkvæmdastjóri Mýflugs,
Leifur Hallgrímsson, segist sjálf-
ur taka ábyrgð í þessu máli og
hann harmar að félagið hafi ekki
getað sinnt fluginu þessa nótt.
„Það er mjög óheppilegt að þetta
skyldi gerast en mikilvægast þó
að betur skyldi fara en á horfð-
ist.“ Leifur bendir líka á að félag-
ið hafi verið búið að standa vakt-
ina allan desember en aðeins eitt
flug hafi komið upp á í mánuðin-
um. Hann telur að félagið geti
áfram sinnt sjúkraflugi þrátt fyr-
ir að félagið hafi ekki rekstrar-
Ieyfi. „Við munum ekki láta neitt
neyðarástand koma upp á Vest-
fjörðum þótt okkur vanti þetta
flugrekendaskírteini."
Leiguflug Isleifs Ottesen mun
samkvæmt útboði í fyrra sjá um
sjúkraflug fyrir Vestfirði í fram-
tíðinni en ekki er búið að ganga
formlega frá samningunum milli
ráðuneytis og félagsins. Sömu
sögu er að segja um fleiri svæði
samkvæmt upplýsingum frá heil-
brigðisráðuneytinu. — BÞ
Sjá meira um múlið i miðopnu
og allt um áramótin víða um
land.
Máttu þola mar-
tröð á nýársnótt
Öngþveiti og óvissa
á Vestfjörðiun þegar
árangurslaust
reyndist að fá sjnkra-
flug fyrir slasað
bam. Framkvæmda-
Banaslys á Reykjanesbraut
Karlmaður á sextugsaldri beið
bana á Reykjanesbraut í Garða-
bæ skömmu eftir klukkan eitt í
gær, skammt norðan Kaplakrika,
er bifreið hans skall framan á
gámaflutningabíl. Talið er að
hann hafi látist samstundis, en
hann var einn í bílnum. Öku-
mann gámaflutningabílsins sak-
aði ekki. Alls létust 32 í 23
umferðarslysum árið 2000, og
því miður virðist þessi slysaalda
halda áfram á árinu 2001.
Að sögn lögreglunnar í Hafn-
arfirði fór fólksbifreiðin yfir á
gagnstæðan vegarhelming og
skall framan á vinstra framhorni
gámabílsins, fór síðan aftur með
honum þannig að olíutankur
gámaflutningabílsins rifnaði af
og gerði hann óökufæran. Fólks-
bíllinn er ónýtur eftir óhappið og
þurfti því að fjarlægja báða bíla
af slysstað með kranabíl. — GG
Orkuveita Reykjavtkur fær jarð-
vinnu fyrir 1/3 af kostnaðaráætlun
vegna þess að grjótið úr grunnin-
um reynist tuga milljóna virði.
Griót orðið
gims í gildi
Sex tilboð sem Orkuveita Reykja-
vi'kur fékk í jarðvinnu við nýjar
höfuðstöðvar voru öll á bilinu 1/3
til rúmlega helmingur af rúmlega
44 milljóna kostnaðaráætlun, sem
er nýtt að sjá á þessum síðustu og
bestu þenslutímum. Óskað hefur
verið samþvkkis Borgaráðs að
gengið verði til samninga við
lægstbjóðanda, Háfell ehf. sem vill
vinna verkið fyrir 14,9 milljónir
króna, eða nær 30 milljónum und-
ir kostnaðaráætlun. Boð Istaks var
þó litlu hærra. Hæsta boð, um 25
milljónir, áttu tslenskir aðalverk-
takar, sem líka voru nær 20 millj-
ónir undir kostnaðaráætlun.
Kunna menn skýringar á svo lág-
um boðum yfir línuna? „Það eru
kannski nokkrar samverkandi skýr-
ingar,“ sagði Guðmundur Þór-
oddsson forstjóri Orkuv'eitunnar.
Stærstu skýringuna sagði hann þá,
að af þeim 29 milljónum sem
munaði á lægsta tilboðinu og
kostnaðaráætluninni, væru 23 í
klapþarvinnunni; að sprengja og
Ijarlægja klöpp. „Það þýðir það að
verktakarnir hafa haft markað fyrir
klöppina - þeir hafa getað selt
klöppina einhverjum öðrurn.
Þannig að við borgum nánast ekk-
ert, eða einungis 2 milljónir, fyrir
klapparvinnuna, sem reiknuð var á
um 25 milljónir í kostnaðaráætl-
uninni." En kostnaðaráætlunin
gekk út á þann kostnað sem fælist
í því að sprengja klöppina og fjar-
lægja.
Tíminn auk þess góðux og
nægur
í annan stað sagði Guðmundur;
„erum við þarna að bjóða út verk í
desember, sem gefinn er mjög góð-
ur tími til að vinna í janúar-mars,
sem sagt yfir hávetrartímann, svo
þar með eru jarðvinnuverktakar
tilbúnir að fara mjög neðarlega, því
það er dauður tími hjá þeim.“ Og í
þriðja lagi hafi kostnaðaráætlunin
verið fremur rúm.
Ur því klöpp úr þessum hús-
grunni er þegar tugmilljóna virði
má geta sér til að hann eigi enn
eftir að aukast fari menn út í flug-
vallargerð á Lönguskerjum? „Þá
verður stór markaður fyrir klöpp,
og lengi,“ sagði Guðmundur. - HEI