Dagur - 03.01.2001, Síða 5
M 7 D VIKVDA GU R 3 . JA\VAR 2 00 1 - S
FRÉTTIR
L
FroststífLur í
nýju húsunum
Margir íbúar nýju
bráðabirgðahúsanna
á skjálftasvæðuimm
hafa þurft að berjast
við froststífluð niður-
fdU úr vöskum og kló-
settum um jól og ára-
mót.
Það virðist ekki eiga af þeim að
ganga sem misstu húsin sín í
jarðskjálftunum í sumar. Loks-
ins komnir í ný hráðabirgðahús
eftir margra mánaða hrakninga
máttu margir þeirra sæta því að
berjast við froststífluð niðurföll
úr eldhúsvöskum og klósettum
núna milli jóla og nýárs og um
áramótin. Sökum lélegs frá-
gangs hefur frosið í frárennslis-
lögnum margra húsanna. Að
sögn Magnúsar Olafssonar eftir-
litsmanns hjá Framkvæmdasýslu
ríkisins er verktakinn, sem er frá
Akranesi, væntanlegur á svæðið
nú í dag, til að ganga betur frá
lögnunum í öllum þeim 20-30
húsum sem hann reisti, væntan-
lega þó fyrst hjá þeim
sem átt hafa í mestum
vandræðum.
Þoldu ekki 10
gráðu frost
„Það mátti svo sem bú-
ast við þessu, þegar
frostið fór niður fyrir
10 gráður. Það er
gengið frá þessum hús-
um á stólpum og ekki
keyrt að þeim, þannig
að lagnirnar eru alveg
opnar. En þetta er
ekkert stóralvarlegt,"
sagði Sigurður Rúnar
Jónsson, einn þeirra
sem missti hús sitt á
Hellu og hefur staðið í
að þfða frosin rör að
undanförnu. „Maður
verður vonandi ekki
svo lengi þarna að
maður þurfi að láta
þetta fara mikið í taug-
arnar á sér,“ sagði
Sigðurður Rúnar, sem
væntir þess að verða á
ný kominn í sitt eigið
hús fyrir næsta vetur.
Hann sagði vinnufé-
laga sinn, Sveinbjörn,
Eftirköst jardskjálftanna í sumar eru enn að
koma fram og nú með þeim hætti að lagnir í
nýju bráðabirgðahúsunum hafa frosið.
hafa flutt í nýtt eigið hús unt
viku fyrir jól.
Tví- og þrísett í sum húsin
Sveitarstjórinn á Hellu, Guð-
mundur lngi Gunnlaugsson,
vissi heldur ekki til þess að fólk
hafi þurft að flytja úr húsum sín-
um sökum þessara froststíflna,
sem hann hafði heyrt af f nokk-
uð mörgurn þessara bráðabirgða-
húsa milli jóla og nýárs. En
greinilegt sé að það þurfi að
ganga betur frá þessum Iögnum
en gert hafi verið. Vatnslagnirn-
ar muni hins vegar hafa verið
frostvarðar með rafmagni.
Guðmundur Ingi sagði alla
sem voru í brýnustu þörfinni fyr-
ir húsnæði hafa komist í nýtt
húsnæði fyrir jólin. A Hellu séu
þó fleiri fjölskyldur sem bíða.
„En þær geta beðið, þ.e. þær
geta tímasett viðgerðir á húsum
sínum þannig að þeim dugar að
komast í bráðabirgðahús f vor
eða sumar. En þá verða ein-
hverjir þeirra fyrstu búnir og
fluttir aftur í sín eigin hús."
Þannig verði tví- og jafnvel þrí-
sett í einhvern hluta húsanna,
allavega þeirra 16 íbúða sem eru
á Hellu. - hei
Eggert Haukdal.
Eggerts-
mal aftur
í hérað
Aðalmeðferð verður fyrir Hér-
aðsdómi Suðurlands á fimmtu-
dag og föstudag í máli ákæru-
valdsins gegn Eggert Haukdal,
fv. alþingismanns og oddvita
Vestur-Landeyjahrepps. Mál
þetta fór í gegnum dómskerfið á
síðasta ári, en Eggert var ákærð-
ur fyrir meint umboðssvik og
brot í opinberu starfi svo sem að
hafa dregið sér fé úr sveitarsjóði.
Hæstiréttur úrskurðaði í málinu
sl. haust og vísaði málinu aftur
heim í hérað vegna formgalla.
Nýir dómarar taka nú við mál-
inu, þau Olafur Rörkur Þor-
valdsson og Ingveldur Einars-
dóttir héraðdómarar og með-
dómari með þeim er Geir Geirs-
son endurskoðandi. — SBS
Fjórtán fá fálkaorðima
Forseti Is/ands sæmdi 14 íslendinga fálkaorðu á nýársdag. Þetta eru Elín Helga Hallgrímsdótttir, Elísa Wium, Ellert
B. Schram, Gunnar Egilsson, Hörður Ágústsson, Jónína Guðmundsdóttir, Júlíus Hafstein, Kristín Rós Hákonar-
dóttir, Kristleifur Þorsteinsson, Páll Pálsson, Sigurður Hallmarsson, Sveinn Áki Lúðvíksson, Unnur Jónasdóttir og
Vala Flosadóttir.
Kaupþmg stækkar
Forsvarsmeim Kaup-
þings segja of snemmt
að segja til um hvaða
fyrirkomulag verði á
rekstri Frjálsa fjárfest-
ingabankans í nánustu
framtíð.
Að lokinni kostgæfnisathugun á
næstu vikum mun Kaupþing
kaupa um 75% hlutafjár í Frjálsa
fjárfestíngabankanum á genginu
3,8. Heildarmarkaðsvirði Frjálsa
fjárfestingabankans er um 4,6
milljarðar króna og því er Kaup-
þing að greiða allt að 3,5 milljörð-
um króna. Seljendur bréfanna eru
VÍS, Traustfang, Olíufélagið,
Isoport, Hafliði Þórsson og Sam-
vinnulífeyrissjóðurinn. Markmið
Kaupþings með því að festa kaup á
meirihluta bréfa í Frjálsa fjárfest-
ingabankanum er að stuðla að
endurskipulagningu og hagræð-
ingu á fjármálamarkaði. Frjálsi
fjárfestingabankinn hefur verið
umsvifamikill í eignastýringu, fjár-
vörslu og lánastarfsemi að undan-
förnu og rekur einnig Frjálsa líf-
eyrissjóðinn.
Forsvarsmenn Kaupþings segja
of snemmt að segja til um hvaða
fyrirkomulag verði á rekstri Frjálsa
fjárfestingabankans í nánustu
framtíð. Á næstu vikum verður
mótuð stefna um möguleika á
samnýtingu, s.s. í tölvukerfi og
markaðsstarfi. Hjá Frjálsa fjárfest-
ingabanlianum eru um 60 stöðu-
gildi en hjá Kaupþingi starfa 260
manns á Islandi og á sex starfs-
stöðvum erlendis.
Sigurður Einarsson, forstjóri
Kaupþings, var spurður að því
hvort Frjálsi fjárfestingabankinn
hefði verið orðinn Kaupþingi
óþægur Ijár í þúfu.
„Nei, nei, en þetta er mjög at-
hyglisverð spurning því Frjálsi fjár-
festingabankinn er hörkusam-
keppnisaðili og því er Kaupþing til-
búið til að borga hátt verð fyrir
hann. Eg hef það ekki á takteinum
hver var velta þessara fyrirtækja en
Frjálsi fjárfestingabankinn var með
eignastýringu upp á 20 milljarða
en Kaupþing um 200 milljarða
króna.“ — GG
Öll starfsemi SÍF á sama stað
SIF hf. hefur Hutt aðalstöðvar fyrirtækisins úr Fjarðargötu að Fornubúð-
um 5 í Hafnarfirði, þar sem innkaupa- og sölustarfsemi fyrirtækisins á ls-
landi, SÍF-Island, er til húsa.
Að Fornubúðum verða því undir einu þaki skrifstofur móðurfélags SÍF,
skrifstofur og vörugeymsla tyrir rekstrareininguna SÍF ísland sem og
skrifstofur dótturfyrirtækjanna Saltkaup og Saltskip. Við þessa flutninga
munu um 120 starfsmenn fý'rirtækisins á íslandi starfa undir sama þaki,
sem án efa mun efla upplýsingamiðlun, samræmingu og samstöðu starfs-
manna á íslandi. Þá skapast með flutningunum nokkur hagræðing við
rekstur húseigna. SÍF hefur gengið frá sölu á hluta af húseign fýrirtæk-
isins við Fjarðargötu 13-15, en til stendur til að selja eða leigja alla hús-
eignina.
Hjá SÍF-samstæðunni starfa samtals um 1700 starfsmenn sem stað-
settir eru í fimmtán löndum \ið fullvinnslu, markaðssetningu og sölu
sjávarafurða til yfir 60 Ianda um heim allan. — GG
Nýr bílaleigusanuimgur
Nýr rammasamningur um bílaleigubíla, sem er einn af mest notuðu
rammasamningum innan rammasamningakerfis Ríkiskaupa, var undir-
ritaður hjá Ríkiskaupum hinn 29 desember síðastliðinn. Þessi samning-
ur er að því leyti frábrugðinn eldri samningi að samið var við tvo aðila:
Bílaleigu Flugleiða Hertz, og Auto Reykjavík Avis. Þessi samningur hef-
ur í för með sér umtalsverða lækkun frá eldri samningi og mest er lækk-
unin í þeim flokkum bifreiða sem mest eru notaðir af ríkinu. Með því að
semja við tvo aðila er verið að gefa ríkisstofnunum kost um val á milli
þjónustuaðila, enda ber ríkisstofnunum að fara eftir þeim rammasamn-
ingum sem í gildi eru. Þessi samningur hefur velt um og yfir 30 m. kr á
ári undanfarin ár og er notaður af fjölda stofnana og fyrirtækja innan rík-
isins sem þurfa á þessari tegund þjónustu að halda.
Löggusund í kuldauum
Árlegt sjósund Sjósundfé-
lags lögreglumanna fór fram
í Reykjavákurhöfn við Ægis-
garð á nýársdag. Fimm lög-
reglumenn, þar af ein kona
sjTitu um 100 metra leið í
ísköldum sjónum. Þetta
voru f.v. Arnþór Davíðsson,
Jón Otti Gíslason, Ingibjörg
Sigurðardótir, Skúli
Þorvaldsson og Kristinn
Einarsson. - MYND: KK