Dagur - 03.01.2001, Page 6
6 - MIDVIKUD AGU R 3. JANÚAR 2001
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjúri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: elías snæland jónsson
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Skrifstofur: strandgötu si, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Simar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði
Lausasöiuverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Simar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)5B3-i6i5 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir.
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Simbréf ritstjórnar: 460 6171(ákureyri) 551 6270 (reykjavík)
Velferð og markaðiir
í fyrsta lagi
Mildll munur var á ávörpum formanna stjórnarflokkanna um
áramótin. Formaður Sjálfstæðisflokksins hjakkaði í sama út-
jaskaða farinu og lagði ekkert nýtt til málanna. Formaður Fram-
sóknarflokksins notaði hins vegar tækifærið í ávarpi sínu í Degi
til að horfa til framtíðar og leggja meginlínur um það þjóðfélag
sem stefna beri að á nýrri öld. Hann lagði sérstaka áherslu á
hversu brýnt er að hafa eftirlit með markaðsöflunum og standa
vörð um velferðarkerfi almennings. Sérstök ástæða er til að vekja
athygli á þeim yfirlýsingum nú þegar mammonsdýrkun markað-
arins er í hámarki.
í öðru lagi
„Oheftur kapitalismi er ekki það umhverfi sem við kjósum eða
sættum okkur við,“ sagði formaður Framsóknarflokksins í ára-
mótaávarpinu. „Um leið og við erum í auknum mæli þátttak-
endur í alþjóðasamfélagi og á alþjóðamarkaði, eykst sam-
keppni á okkar litla markaði hér innanlands. Samfara því veg-
ur æ þyngra gildi þess að sú samkeppni sé virk og heilbrigð.
Um leið verðum við að krefjast aukins eftirlits með að svo sé.
Við verðum að standa vörð um raunverulega samkeppni og
berjast gegn fákeppni og einokun." Almenningur á mikið und-
ir að slík stefna verði virk í reynd og tryggi hagsmuni neytenda
gagnvart fyrirtækjum sem ráða verulegum hluta markaðarins.
í þriðja lagi
„Velferðarkerfið má aldrei verða selt undir hagnaðarsjónar-
rniðið," sagði Halldór Asgrímsson í áramótaávarpi sínu. „Það
hefur ríkt sátt um velferðarkerfið á Islandi og þótt á hverjum
tíma megi deila um hvort hagræða þurfi á einstökum sviðum
þess eða þörf sé aukningar á öðrum, tel ég að grundvallarhugs-
unin sem byggir á tekju og lífskjarajöfnun, samfélagshjálp og
mannúð, standi óhögguð." Mikilvægt er að standa fast við
slíka grundvallarstefnu í þeim átökum sem framundan eru, því
markaðsöfl innan Sjálfstæðisflokksins munu í vaxandi mæli
sækjast eftir að fá að græða á ríkisstyrktum einkarekstri í heil-
brigðiskerfinu.
Elias Snæland Jónsson
------
Maður ársins hjá RÚV
Ljóst er að Garðar Sverrisson
kemur sterkur til leiks á n<ju
ári eftir að hann var kosinn
maður ársins á Rás 2. Garðar
er sá íslendingur sem hefur
komist einna næst þvf að skora
Davíð Oddsson á hólm póli-
tískt. 1 rimmunni sem þessir
tveir kappar háðu í fyrra, mátti
Davíð hafa sig allan við til að
halda andlitinu. Enginn annar
pólitískur andstæðingur Dav-
íðs hefur þorað í slíkan slag við
hann, og gagnrýni stjórnarand-
stæðinga á þingi eða aðhald frá
samstarfsflokki í ríkisstjórn
hefur nánast hljómað sem
hvert annað kattar-
mjálm í samanburðin-
um. Á bak við krítik
stjórnarandstöðunnar
ómar nefnilega alltaf
söngur vonarinnar um
að Davíð kunni í fyll-
ingu tfmans að taka
viðkomandi með sér í
ríkisstjórn - og því vill
enginn brenna brýr að
baki sér með því að móðga
hinn sterka Ieiðtoga.
Vinsæll foringi
En öryrkjaforinginn hefur
engu að tapa og lætur eldmóð
hugsjóna og hagsmunagæslu
fyrir sitt fólk ráða för frekar en
óljósa pólitfska framtíðarhags-
muni einhvers flokks. Fyrir vik-
ið aflar hann sér vinsælda og
öryrkjafjöldinn hringir inn á
ríkisrásina og kýs hann mann
ársins. Raunar berast lfka frétt-
ir af þvf að samfylkingarmenn
og vinstri grænir hafi lagst í
símahernað líka í þessu skyni,
sem aftur sýnir að þar á bæ
hafa menn viðurkennt póli-
tíska forystu Garðars öryrkja-
leiðtoga. Það að hann skuli
kosinn maður ársins fer að
sjálfsögðu þversum ofan í
stjórnvöld, sérstaklega forsæt-
isráðherra, því í slíkri kosn-
ingu felst ekkert annað en van-
traust á málatilbúnað þeirra.
Það liggur í þjóðareðlinu að
taka afstöðu með lítilmagnan-
um gagnvart kerfinu og hinum
valdamildu yfirstéttum - og
það er því erfitt hlutskipti fýrir
Davíð Oddsson að vera skil-
greindur sem stjórnmálamað-
urinn sem herst gegn öryrkj-
um! Slíka skilgreiningu getur
enginn stjórnmálamaður búið
við til lengdar.
Ad styrkja Hæstarétt
Enda fær Garri ekki betur séð
en að Davíð veigri sér við að
taka slaginn við ör-
yrkjana beint. Hann
er hins vegar búinn að
boða breytingu á
Hæstarétti, enda situr
í Hæstarétti fullfrískt
fólk sem meira að
segja er sjálft hluti af
kerfinu. En vegna
þess að rétturinn
dæmdi móti Davíð
telur forstætisráðherra eðlilegt
að gera á honum breytingar „til
að koma í veg fyrir að slíkt slys
endurtaki sig“ eins og hann
orðaði það í útvarpsviðtali á
gamlársdag. Síðan er spurning
hvort Davíð getur ekki tekið á
fleiri svona slysum sem orðið
hafa að undanförnu, eins og
t.d. því að öryrkjaleiðtoginn var
kosinn maður ársins á ríkis-
rásinni Rás 2. Garri leggur til
að Davíð varpi því nú fram að
brýnt sé að „styrkja Rás 2“ rétt
eins og það er brýnt að styrkja
Hæstarétt. Það mætti t.d. gera
með því að selja rásina eða
setja ábyrgara fólk þar inn, fólk
sem léti ekki slík slys gerast að
maður sem skorar sjálfan for-
sætisráðherra á pólitískan
hólm, sé kosinn maður ársins.
GARRI
Áramótamerai
IT^li ODDUR
JIÓLAFSSON
Komið er í Ijós hverjir eru konur
og menn ársins sem var að líða og
þeim raðað á palla eftir verðleik-
um í vinsældakeppninni miklu.
Leikreglurnar í svona könnunum
eru heldur óljósar, eins og raunar
allt hetjutal ríkisrekinna fjölmiðl-
unga sem standa fyrir svona upp-
ákomum. Sama má segja um
starfshætti orðunefndar, sem
fæstir botna neitt í og láta sér nið-
urstöður hennar í léttu rúmi ligg-
ja, enda er allt þetta saldaust grín,
sem kann að skemmta einhverj-
um.
Lítið fer fyrir andans mönnum
á afrekaskrám þeim sem könnuð-
ir vinna upp úr heimatilbúnum
spurningum um hvernig raða skal
á lista um menn og konur ársins.
Leiðtogar og stjórnmálamenn
sjást þar varla enda eru athafnir
þeirra sjaldnast bendlaðar við af-
rek eða hetjutilburði eins og þeir-
ra sem tekið hafa upp á að endur-
vekja heræfingar Spartveija og
gert að keppnisgreinum, sem er
gert hærra undir höfði á fjolmiðla-
öld en flestum öðrum greinum
mannlífsins.
Samt fer ærið mikið fyrir
málglöðum foringjum flokka og
samtaka í þeim fréttaskömmtum
sem örfáir fjölmiðlamenn hafa
vald til að velja handa almenningi.
Að vísu komst einn
leiðtogi í efsta sæti
vinsældakönnunar,
en honum auðnað-
ist að gera garð
sinn frægan á sama
tíma og könnun var
gerð. Sá vann sína
keppni með því að Ótafur
fara í taugarnar á Ragnar.
forsætisráðherra og
munnhöggvast við
hann í þeim Ijölmiðlum sem eru
undir yfirstjórn nienntamálaráð-
herra, en hann hefur sorglega lítil
áhrif á.
Lof og dýrð
Hafi einhverjir búist við að þeir
skörungar sem veljast til forystu
hefðu eitthvað til mála að Ieggja í
áramótaávörpum sínum hafa þeir
orðið lýrir vonbrigðum. Forsætis-
ráðherra og forseti voru sléttmálg-
ir og báru mikið lof á þjóðir sínar
og bjartar framtíðarhorfur. I flest-
um greinuni eru þeir sammála og
minntust með mikilli ánægju
ferðalaga og hátíð-
arhalda síðasta
sumars og hins
mikla ávinnings
sem þau boðuðu.
Það er helst að
þá greini á um
efnahagshorfur, en
Davíð. þá aðeins til
skemmri tíma litið.
Forsætisráðherra
sér hvergi votta fýr-
ir skýhnoðra á heiðríkju góðæris-
ins og lofar áframhaldandi efna-
hagsbata um ókomna tíð. Forseti
aftur á móti hefur áhyggjur að
hlutabréfamarkaði og þátttöku al-
mennings í honum. Hann telur að
einhverjir kunni af fara illa út úr
þeim fjármálaævintýrum og telur
þá til sem slegið hafa lán og veð-
sett eigur sínar til að kaupa bréf,
sem allt í einu eru farin að hafa
tilhneigingu til að lækka að verð-
gildi þrátt fyrir allar glæsispár sér-
fræðinganna fyrr á árinu.
Samsíilltir hugtr
Það er annars aðdáunarvert hve
sammála þeir eru, forseti og for-
sætisráðherra, um atgervi ís-
lensku þjóðarinnar, hugmynda-
auðgi hennar, menntunarstig og
frumkvöðlanáttúru.
Afskaplega er ánægjulegt þegar
tveir einstaklingar sem gegna mik-
ilsverðustu embættum í þágu
þjóða sinna stilla hugi sína svona
fallega saman og ávarpa fólk með
þeim orðum sem það vill helst
heyra á tímamótum þegar
drukknir sem allsgáðir fagna ára-
mótum með braki og brestum og
nokkur hundruð milljóna króna
eldglæringum.
Þótt engum detti í hug að
kjósa þá sem menn ársins eru
þeir óefað menn áramótanna og
alls þess fagurgala sem þeim
-Ðaqpr
Hveming fannst þér
áramótaskaup
Sjónvarpsins?
Hallgrímur Helgason
rithöfundur.
„Þetta er örugg-
lega lélegasta ára-
mótaskaup sem
ég hef séð og fór
langt með að eyði-
leggja kvöldið fyrir
fólki. Það er langt
gengið þegar fréttaannáll Stöðvar
2 er fyndnari. „Dancer in the
Dark“- atriðið var það eina sem
var fýmdið. Er 68 kynslóðin að
missa húmorinn? Ég meina það.
Skaupið hefði getað verið frá
1983. Svo er þetta alltaf svo ein-
litt. Vinstra genginu og borgar-
stjóranum er alltaf hlíft. Það er
menntahroki í þessu venjulega
gríni um „unga og ótalandi" þátta-
gerðarfólkið, sem hefur þó aldrei
gert svona lélegt sjónvarpsefni
eins og skaupið var að þessu sinni.
Mér fannst líka illa gert að skrifa
„íslensku þjóðina'1 íýrir handrit-
inu. Hún hefur nú meiri húmor
en þetta.“
Árnl Þór Vigfússon
sjónvarpsstjóri.
„Þetta var gott
áramótaskaup,
mér fannst þáttur
Sigurðar Sigur-
jónssonar til
dæmis vera góður
þar sem hann var
einn liðsmanna í söngtríói. Svo
vorum \ið á Skjá einum tekin fýr-
ir í skaupinu, sem segir okkur að
við séum á réttri leið og að efni
okkar sé að vekja eftirtekt. Jú,
auðvitað hafa komið upp hug-
myndir hér á Skjá einum að vera
með áramótaskaup og hver veit
nema sú verði raunin að ári.“
Flosi Ólafsson
leikari.
„Mér fannst
skaupið frábært,
en hins vegar virð-
ist mér íslending-
ar ekki vera í stakk
búnir til að skilja
það þegar hlutim-
ir eru settir í spaugilegt ljós með
tvíræðnum hætti. Þórhildur leik-
stýrði skaupinu með ágætum og
hvergi voru dauðir punktar eins
og oft váll verða. Af framlagi ein-
stakra leikara þá nefni ég sérstak-
Iega Halldóru Geirharðsdóttur,
þar sem við sáuni í raun svart á
hvítu hvernig íslenskt sjtinvarp er
að verða.“
Helga Vala Helgadóttir
leihari og útvarpsmaður a Bylgjnnni.
„Þetta voru ára-
mótin þar sem ég
furðaði mig á því
hvernig fólk nen-
nir að æsa sig yfir
áramótaskaupi.
Ég horfði á þetta
og stökk ekki bros og gat ekki
staðið meira á sama. Sjáífsagt er
ég svona hamingjusöm að ég hef
öðlast jafnaðargeð og læt ekki eitt
áramótaskaup koma mér úr jafn-
vægi, þótt lélegt sé. Þuluatriðin
voru of mörg og fyrir neðan allar
hellur. Það besta var hins vegar
stæling Eggert Þorleifssonar á
Friðrik Þór; þegar það birtist jaðr-
aði við að ég brosti.“