Dagur - 03.01.2001, Page 7

Dagur - 03.01.2001, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 3. J A N Ú A R 2 0 0 1 - 7 Ð^tr. ÞJÓÐMÁL JON KRISTJANS- SON SKRIFAR Nú eru áramótin liðin, með venju- bundnum hætti, hugleiðingum stjórnmálamanna, ávörpum for- seta Islands og forsætisráðherra í sjónvarpi, áramótaskaupi og sprengiefni, tilnefningum á mönnum aldarinnar á mörgum sviðum og mönnum ársins, veit- ingum fálkaorðu og fleiru sem til- heyrir áramótum. Alls konar álitsgjafar líta yfir farinn veg . Mér finnast áramótin ætíð skemmtilegur tími. Allt tilstand- ið sem þcim fylgir lífgar upp á skammdegið og lengir jólahátið- ina, og treysta fjölskyldu- og vina- bönd þar sem allt er með venju- legum hætti. Við Islendingar erum framarlega í þessu hátíðar- haldi miðað við nágrannaþjóðirn- ar að sögn. Nú er engum blöðum um það að fletta að 21. öldin er byrjuð. Það er erfitt að spá, og einkum um framtíðina er haft eftir spök- um manni. Eg hygg að ef farið er eina öld aftur í tímann á vit þeirra bjartsýriismanna sem þá litu fram á veginn, þá hefði þeim ekki til hugar komið þær framfar- ir og hreytingar sem orðið hafa á síðustu öld. Sama hygg ég að nú sé upp á teningnum. Framfaratuni Það er sannfæring mín að við upphaf nýrrar aldar geta Islend- ingar unað vel sínum hlul. Hér hafa orðið gífurlegar framfarir og uppbygging á öllum sviðum. Við sem munum um helming aldar- innar getum borið um það. Lífs- kjörin eru betri en áður, og mögu- leikar nýrrar kynslóðar meiri held- ur en nokkru sinni áður. Tækni- framfarir hafa gert okkur það kleift að nýta auðlindir okkar og njóta afraksturins af þeim. Með þessu er ekki sagt að þjóð- félagið sé án erfiðleika, án við- fangsefna sem ber að takast á við. I þessu sambandi eru efst á baugi í þjóðfélagsumræðunni miskipt- ing lífsins gæða, milli þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu Ánýiuári „ Atvirmulífið er einn af þessum hlekkjum, og næsti hlekkur, lífskjörin byggjast á því. Vel- ferðarkerfið er hluti af lífskjörum fólksins og þar með er það nátengt atvinnulifinu í landinu. Hvorugt getur án hins verið. Tengslin þarna á milli verða ekki nægjanlega undirstrikuð, “ segir Jón m.a. í grein sinni. og þeirra sem betur mega sfn. Einnig er rætt um að það þurfí að gera átak í menntun, efla skólastarf- ið. Búseturöskun í land- inu hefur haldið áfram út öldina. Fullyrða má að aldrei hafi þjóðin haft jafngóða möguleika og nú til þess að takast á við þessi vandamál með afgerandi hætti. Hin órofa keðja Þjóðfélagið er samansett úr mörgum þáttum líkt og keðja, og þar má enginn hlekkur bresta. Atvinnu- lífið er einn af þessum hlekkjum, og næsti hlekk- ur lífskjörin byggjast á því. Velferðarkerfið er hluti af lífskjörum fólksins og þar með er það nátengt at- vinnulífinu í landinu. Hvorugt getur án hins verið. Tengslin þarna á milli verða ekki nægjanlega undirstrikuð. Frá atvinnulífinu er uppspretta út- gjalda til velferðarmála, hvort sem heldur en f gegn um launatekjur almennings í landinu eða með beinum hætti. Velferðarkerfi í menntun, heilbrigðisþjónustu og félagslegri þjónustu almennt er hluti af því umhverfi sem atvinnu- vcgirnir búa við og því betra sem það er, því betri er undirstaða og innviðir samfélagsins. Ég vil nefna þetta sérstaklega því þess hefur oftar en ekki gætt í stjórn- málaumræðu liðinna ára að talað er um þessa þætti aðskilda eins og hver þeirra lifí sjálfstæðu Iífi. Því fer víösfjarri. RíMsvaldið og markaðsöfliii Umræður um hlutverk ríkisvalds- ins hafa verið æ fyrirferðarmeiri eftir því sem á öldina hefur liðið. Ríkisvaldið hefur stórt hlutverk í nútíma samfélagi, þótt það hafí komið við sögu á enn fleiri sviðum áður. Við höfum notað ríkisvaldið til þess að gera ýmis þjóðfélagsleg markmið um þjónustu við fólkið að raunveruleika. Þetta á einkum við í málum sem varða menntun, heilbrigðisþjónustu og félagslega þjónustu. Almannatryggingarnar eru hluti af þessum aðgerðum. Áður voru ýmsir rekstrarþættir á hendi ríkisvaldsins eða sveitarfé- laga. Rekstur sjávarútvegsfyrir- tækja, síldarbræðslna og fisk- vinnslu er dæmi um þetta, ásamt rekstri verslunar með útvarpstæki og símtæki svo dæmi séu nefnd. Eg hvgg að nokkuð samdóma álit sé að slíkt heyri sögunni til. Sama er að segja um rekstur fjármálafyr- irtækja og fyrirtækja á fjarskipta- markaði. Þar er komið sam- keppnisumhverfi, þar sem leik- reglurnar skekkjast ef rfkið tekur þátt í leiknum. Hins vegar þarf í fjarskiptum að tryggja það þjóðfé- lagslega markmið að allir lands- menn hafi aðgang að upplýsinga- hraðbrautinni með sambærilegri tækni og á sama verði. Það eru til leiðir til þess að tryggja þetta, f samkeppnisumhverfi. Ég spái því að umræður um hlutverk ríkisvaldsins verði miklar á komandi árum. Um það vil ég segja að það hlýtur að verða mark- mið okkar um langa hríð að ríkis- valdið tryggi öllum landsmönnum þjónustu velferðarkerfisins. Menntun, heilbrigðisþjónusta, eða félagsleg þjónusta eiga ekki að vera forréttindi þeirra sem betur mega sín í samfélaginu. Þess vegna geta markaðsöflin ekki sinnt þessum þætti nema leikregl- urnar séu með þeim hætti að þetta sé tryggt. Það eiga heldur ekki að vera forréttindi þeirra scm betur mega sín í samfélaginu að kaupa betri og vandaðri menntun eða heilbrigðisþjónustu heldur en þeir sem minna hafa úr að spila. Við höfum siðferðilega skyldu til þess að setja okkur slík markmið og eigum að hafa éfni á því. Útþrá, en rætur við ysta haf Það er margrædd staðreynd að eitt af því sem hjálpar okkur við að halda jafnvægi í brevttum heimi er að leggja rækt \ ið rætur sínar og draga lærdóma af fortíðinni. Það er hverjum manni nauðsyn að sækja fram og gleyma sér ekki í fortíðarþrá. Við Islendingar eig- um sem betur fer þann framfara- bug í ríkum mæli, og unga kyn- slóðin hefur bæði útþrá og metn- að og vilja til þess að tileinka sér framsæknar hugmyndir. Það sést á hinum Ijölmörgu sem unnið hafa afrek á alþjóðavettvangi á ár- inu sem leið. Islendingar hafa verið í verðlaunasætum á Olymp- íuleikum, gengið á Norðurpólinn, unnið til alþjóðlegra verðlauna í listum, siglt opnu víkingaskipti yfir úthafið í slóð Leifs heppna. Þar að auki hafa athafnamenn verið í útrás víða um heiminn í at- vinnurekstri. Allt er þetta lítilli þjóð sem vill hafa sjálfsmynd og sjálfstraust í lagi nauðsynlegt. Hins vegar eru ræturnar hér norð- ur við ysta haf hluti af þessari sjálfsmynd og sjálfstrausti, ræt- urnar og sú menning sem af þeim er sprottin. Þess vegna ber að leggja rækt við þá þætti. Menning og listir tengja saman nútíð og fortíð. Ég hef ekld áhyggjur af þessum þætti ef svo fer sem horfir, og skylda ber til þess við betri efni en áður að leg- gja rækt við listir og menn- ingu. Landsbyggðín og þjóðin Landsbyggðin hefur átt í vök að verjast, eða sá hluti henn- ar sem færst liggur þéttbýl- ustu svæðum landsins. For- seti íslands nefndi í áramóta- ávarpi sínu að þetta gerðist þrátt fyrir mjög marga athygl- isverða hluti sem væru að gerast á landsbyggðinni, og frjóar og framsæknar hug- myndir sem þar væri að finna. Undir þetta skal tek- ið. Það þarf að búa svo um hnútana að landsbyggðin geti tekið fullan þátt í hinu nýja atvinnulífí ef svo má að orði kom- ast sem byggist á hátækni, ferða- þjónustu öflugri menntun ogfleiri þáttum. Einnig er áríðandi að búa svo um hnútana að stórfýrír- tæki á sviði iðnaöar rísi ekki ein- giingu á höfuðborgarsvæðinu og hinar miklu orkulindir séu nýttar á landsbyggðinni. Margir virðast líta svo á að það sé allra meina bót að efla byggða- kjarna á landsbyggðinni. Ekki skal dregið úr mikilvægi þjónustu- miðstöðva þar. Hitt skal undir- strikað að aðgerðir til þess að greiða fyrir flutningum frá þétt- býlisstöðum á landsbyggðinni jafngilda dauðadómi yfir miklu stærri svæðum en þeir ná til. Það skyldu menn hafa í huga sem ræða landsbyggðarmálin á þess- um nótum. Landsbyggðin er hluti af okkar samfélagi, einn skýrasti þáttur- inn í sjálfsmynd og sjálfstæðri tilveru þjóðarinnar. Hún er þáttur í þjóðmenningunni og byggð þar er forsenda þess að all- ir geti notið töfra þessa lands og fjölbreytni þjóðlífsins. Það er hagur allra að stöðva þá þróun sem verið hefur um búsetu þjóð- arinnar. Það er einnig hagur þeirra sem á höfuðborgarsvæð- inu búa. Steindautt stórmeistarajafntefli Landsfeöurnir kusu stein- dautt stórmeistarajafntefli í áramótaávörpum sínurn. Oft á undanförnum árum hafa forseti og for- sætisráðherra sett fram svo ólíka sýn á eftirtektar- verð mál að athygli hefur vakið. Elcki nú. Var þó undanfari áramótanna og ávarpa þeirra slíkur að vænta hefði mátt skylm- inga landsfeðranna. Póli- tíska árið hófst á ládeyðu. Upplegg í gott neistaflug Fyrirgefa mætti æstustu pólitísku dýrun- um á mörkinni að láta sér detta í hug að þeir forseti og forsætisráðherra hefðu sammaelst um að láta skákina fara í átakalaust jafntefli eftir 10 leiki á aðeins fleiri sjónvarpsmínútum. Hin sömu dýr voru nefnilega byrjuð að spá.í útsmogin albrigði af árásartafli í aðdragárida ára- UMBUÐA- LAUST Stelán Jón Hafstein skrifar móta. Hvefsin ummæli forsætisráðherra um til- gangsleysi þess fyrir ör- yrkja að tala við forseta voru í þeim dúr. Forseta þótti dýrmætt að fá að „íhuga“ þá stöðu sem upp væri komin. Þetta var f ágætu samræmi við fýluköstin kringum skatt- leysisumræðuna fyrr á árinu þegar sjálfstæðis- menn fengu allt í einu hugljómun um hvernig mætti svekkja Olaf Ragnar. (Hvað var það annað?) Hann svaraði með því að rokka feitt um lélegt samband þingmanna við þjóðina þegar hann tók við embætti, og fékk tækifæri til að glotta til okkar þegar hinir fávísustu meðal þeir- ra kusu að móðgast opinberlega yfír. Sriúðurinn á sumum þingmönnum var nægur til að hleypa af stað fjÖrugu slúðri um að þeir vildu ekki sækja Bessastaða- boð forseta í haust. Aramótaávörpin núna Ólafur Ragnar og Davíð fóru með löndum. að staldra við. höfðu alla burði til að vera spennandi fyrir þá sem hafa rökstuddan grun um að ekki séu kærleikar á æðstu stöð- um. Ekki síst fyrir þá sök að sum okkar grunar að þegar skyggnst er undir yfirborðið fái hæfi- leikaríkir menn greint eitt og annað um okkar ágæta þjóðlíf sem vert sé Ogþó... Davíð talaði um hve allt væri gott. Ólaf- ur um umferðina og skólana, sem er næstum jafnópólitfst og trjárækl. Og þó. Kannski mátti greina smá pillu þeg- ar forseti minntist þeirra sælu daga og fordæmis er þjóðarsátt tókst gegn verð- bólgu (og ósagt hver var fjármálaráð- herra einmitt þá - hann sjálfur). Og auðvitað eru lokaðir skólar snara í hengds manns húsi ríkisstjórnarinnar, ef manni finnst taka því að hugsa á þá Iund, þcgar ekki er minnst á öryrkja- dóminn. Lengra nær nú „áhrifavald" forseta ekki á nýársdag árið 2001 en hvetja krakkana lil að halda áfram að læra og fólk til að veðsetja ekki ofan af sér fyrir hlutabréf. Að sama skapi var ávarp forsætisráð- herra svo vítt og svo breitt að hafði þann tilgang einan að sýna hve naggið í andstæðingum hans sé í raun smá- smugulegt og vanþakklátt. Allt sem okk- ur hefur hlotnast! Og svo röflar einhver um prósentur?! Vel mælt um fátt Báðum mæltist vel um ekki neitt sem vakti athygli. Tveir menn við skyldustörf á hátíðarstundu. Álíka spennandi fyrir þjóðina og kristnitökuhátíðin. Mikil umgjörð. Stór dagskrá. Tímamót. Alda- hvörf. Lúðrar. Ekki neitt sem við höfurn ástæðu til áð rnæta á.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.