Dagur - 03.01.2001, Side 10
10 - MIÐVIKVDAGVR 3. JANÚAR 2001
Thyptr
M inVIKUI) A fí V II 3 . JANIJAR 20 0 1 - 11
FRÉTTASKÝRING
k. J
Tjónið er uinliugsunarefiii
Talsmaður lögreglu í
Reykjavík segir að
tjón og meiðingar
vegna skotelda hljóti
að velta upp spurning-
uin uin aukið skipulag
í þessum málum. Evr-
óputilskipun um ára-
mótabrennur skilar
góðum árangri.
Mikið annríki var hjá lögreglu í
Reykjavík um áramót og segir
talsmaður hjá embættinu að
fórnarkostnaður frjálsrar skot-
eldanotkunar almennings sé um-
hugsunarefni. Brunar og
skemmdarverk urðu víða á höfuð-
borgarsvæðinu en í öðrum lands-
hlutum fóru áramótin friðsællega
fram með örfáum undantekning-
um. Þar ber hæst slysið á Patreks-
firði sem Iesa má um á forsfðu
blaðsins.
Slapp ótrúlega vel
Davíð Arni Guðmundsson, 8 ára
snáði, brenndist illa á Patreks-
firði á gamlárskvöld þegar hann
komst vfir kröftugan Ilugeld. Að
sögn lögreglunnar á staðnum en
þó ýmislegt óljóst um atvikið,
enda voru engin vitni að því.
„Þetta er ennþá svolítið óljóst,
erfitt að spyrja strákinn þar sem
hann er sviðinn og illa farinn í
munni. Hann slapp þó alveg
ótrúlega vel miðað við dúndrið
sem heyrðist þegar sprengjan
sprakk,“ segir Jónas Þór, lögreglu-
maður á Patreksfirði.
Laumaðist út
Guðmundur Olafur Guðmunds-
son, faðir drengsins, rekur veit-
ingastaðinn Kaffi Vatneyri og
hann segir að drengurinn hafi
laumast út úr veitingahúsinu án
þess að þess yrði vart. Sennilega
hafi hann komist yfir hálfsprung-
inn flugeld og náð að bera eld að
honum með stjörnuljósi. Það
næsta sem menn heyrðu var gríð-
arleg sprenging sem lýsa má best
með orðum Guðmundar: „Dúnd-
rið varð svo mikið að myndirnar
hrundu af veggjunum.
Eins og f'ram kemur á forsfðu
tóku við erfiðar stundir í bið og
faðirinn segir forkastanlegt að
sjúkraflugsmál séu í ólestri á
gamlárskvöldi þegar slys séu hvað
algengust. Hins vegar heilsast
syninum vel og þótt báðar sjón-
himnur séu brunnar, standa von-
ir til að þær grói og hann nái sér
að fullu. „Hann var virkiiega
heppinn," segir Guðmundur.
700 útköll
En aftur að höfuðborgarsvæðinu.
Fram til klukkan sjö í gærmorgun
var frá helgínni búið að færa til
bókunar um 700 verkefni hjá lög-
reglunni í Reykjavík. Fjöldi út-
kalla varð vegna skotelda og segir
Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn að sérlega erilsamt
hafi verið annars vegar um mið-
nættið á gamlárskvöld og hins
vegar frá klukkan ijögur til tíu á
nýársdagsmorgun. „Allar þær
skemmdir og óhöpp sem tengjast
notkun flugelda hljóta að fara að
vekja menn til umhugsunar hvort
þetta eigi að vera svona. Við erum
að tala um 57 skemmdarverk sem
mörg hver eru með þeim hætti að
ungmenni líma skotelda við rúð-
ur eða útbúa sprengjur og brjóta
þær þannig. Síðan verða allir
þessir smábrunar líka og Iíkams-
tjón,“ segir Karl Steinar.
Tjónið vegna skotelda, bæði
áþreifanlegt og andlegt er umtals-
vert, en vill Karl Steinar grípa til
einhverra sérstakra aðgerða í
þessum efnum? „Þrátt fyrir að ég
verði seint einhver sérstakur tals-
maður hoða og banna held ég að
menn hljóti að þurfa að íhuga
hvort þetta sé það fyrirkomulag
sem við viljum viðhafa cða hvort
við ættum að beina spjótum okk-
ar í ríkari mælum að skipulögð-
um flugeldasýningum."
Siunt er gott
Hins vegar telur Karl Steinar að
eftirlit með börnum fari batn-
andi, enda virðist sem töluvert
minna hafi verið um slys á yngri
börnum en t.d. í fyrra og þar
kunni stóraukin notkun á hlífðar-
gleraugum sem dæmi að spila inn
í. Einnig sé eftirtektarvert að um
áramótin hafi lítið orðið um lík-
amsmeiðingar í helsta „áhættu-
hópnum" þ.e.a.s. hjá íslenskum
karlmönnum. Lögreglan telur
það benda til þess að karlarnir
hafi einbeitt sér að flugeldunum
á kostnað slagsmála. „Það er svo-
lítið sérstakt að við erum að tala
um talsvert færri líkamsárásir en
á venjulegri helgi og annað sem
jákvætt má nefna er að aðeins 18
ökumenn voru teknir grunaðir
um ölvun og akstur."
Af öðrum málum úr borginni
má nefna alvarlegt umferðarslys
þegar maður hljóp í veg fyrir lög-
reglubíl og brotnaði illa.
„Vitlaust hjá slökkviliði64
„Það var bara vitlaust að gera,"
segir Knútur Halldórsson, stöðv-
arstjóri hjá Slökkviliðinu í
Reýkjavík. Hann segir að þurr-
viðri og auð jörð hafi spilað inn í
og mikið hafi verið um flugelda í
umferð. Seljendur telja að svipað
magn hafi selst af flugeldum í ár
og í fyrra en þá varð metár.
Knútur segir að 38 útköll hafi
orðið á nýársnótt sem sé með því
mesta hjá slökkviliðinu um ára-
Davíð Árni Guðmundsson, 8 ára
snáði, brenndist illa á Patreksflrði á
gamlárskvöld þegar hann komst yfir
kröftugan flugeld. Að sögn lögregl-
unnar á staðnum en þó ýmislegt
óljóst um atvikið, enda voru engin
vitni að því.
mót. Nefna má að flugeldur fór
inn um glugga í Safamýri og olli
skemmdum. Þá var kveikt í
Garðaskóla og utanhúsklæðningu
á Listaháskólanum. Sorpgeymsl-
ur brunnu víða og ennfremur var
annríki í sjúkraflutningum. Alls
var farið 33 sinnum í sjúkraflutn-
inga en þar var ekki við flugelda
að sakast heldur tilfallandi veik-
indi og fylgifiska ölvunar.
Jákvæð Evróputilskiptui
Evrópskar reglugerðir gilda nú
um áramótabrennur íslendinga
og telur Knútur að strangari regl-
ur hafi skilað góðum árangri.
Hann segir að óvenju lítið hafi
verið um að flugeldum hafi verið
skotið upp við brennurnar og
mun minna en fyrr. Bannað er að
vera með neitt öflugra en stjörnu-
blys við brennur og flestir virtu
það um þessi áramót. „Það var
staöið betur að þessum málum en
áður, sem er mjögjákvæð þróun."
Sameining slökkviliða kom
mjög til góða að sögn Knúts um
áramótin. Hann nefnir sem dæmi
að mannskapurinn sem starfað
hafi við flugvöllinn í Reykjavík
hafi veirö til reiðu þar sem flug-
völlurinn var lokaður á nýársnótt.
Þarna kom inn ein aukastöð sem
við höfum ekki haft áður og það
munar verulega um það,“ segir
Knútur. „Nýja árið heilsaði ekki
alls staðar vel.“
Akureyringar verða æ rólegri
„Þetta gekk nokkuð vel hjá okk-
ur,“ segir Olafur Asgeirsson, að-
stoðar\'firlögreg!uþjónn á Akur-
eyri. Töluverður erill var þó hjá
lögreglu og ekki síst við að hjálpa
fólki að komast leiðir sinnar. Þá
voru smápústrar tíðir en engin
umtalsverð óhöpp.
Aðeins tveir gistu fangageymsl-
ur lögreglu á nýársnótt og segir
Olafur: „Þessi áramót eru undan-
farið að verða sífellt rólegri. Það
eru allir að skemmta sér og það
skiptir töluverðu máli hvernig
mcnn eru stemmdir. Til dæmis
fý'llast veitingahúsin stundum af
fólki sem dettur kannski inn í
hálfgerðu ógáti eftir vinnu á
föstudögum. Menn ætla e.t.v. að
fara beint heim en enda svo á
einhverjum skemmtistað og þá
myndast oft öðruvísi andrúmsloft
en þegar allir eru ákveðnir fyrir-
fram í að fara út og skemmta sér.“
Ólafur kvartar þó undan þvf
hve Akureyringar fari seint út á
skemmtistaðina. Þeir voru opnir
til klukkan scx um morguninn og
var töluvert um að menn nýttu
sér þann tíma.
Slökkviliðið á Akureyri átti náð-
ug áramót og kann að hafa hjálpað
að veðrið var heldur leiðinlegt og
snjór yfir öllu. Ein terta sprakk
inni f bílskúr og olli sniávægilegum
skemmdum en að öðru leyti hefur
hvorki lögregla né slökkvilið
spurnir af alvarlegum tilvikum s.s.
augnsköðum eða brunum. „Við
erum mjög ánægðir með þessa
helgi. Ef þær verða allar svona, lof-
ar það góðu með árið,“ segir Olaf-
ur.
Ófærð á Egilsstöðuin
Á Austurlandi fóru áraniót einnig
vel fram að sögn varðstjóra en þar
var vitlaust veður og mikil ófærð.
Skyggni var ekkert til að njóta flug-
elda og var því litlu skotið upp.
„Menn verða að bæta sér það upp
á þrettándanum," segir Jón Þórar-
insson varðstjóri á Egilsstöðum.
Á Austurlandi þurfti lögregla
víða að aðstoða fólk sem var fast í
snjósköflum en allt gekk vel fyrir
sig miðað við aðstæður að sögn
Jóns. „Menn tóku þessum erfið-
leikum vel,“ segir hann.
Blóðnasir á ísafirði
Á ísafirði var engin ófærð en líkt
og hjá kollegunum á Austurlandi
og á Akurcyri eru lögreglumenn
ánægðir með áramótin. Ein lík-
amsárás í heimahúsi var þó kærð á
nýársdagsmorgun en kærandi
reyndist lftið meiddur. Þetta mál er
það eina sem liggur á okkar borði
eftir áramótin. Þetta var mjög ró-
legt og friðsælt," segir Oddur
Árnason aðalvarðstjóri á lsafirði.
Fyrsti Akureyringur ársins, stúlka sem fædd var á nýársdag á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri klukkan 19.10,
ásamt foreldrum sinum Erlu Elfsabetu Sigurðardóttur og Steingrími Hannessyni.
Fyrsta bam árs-
ins Skagamaður
Fyrsta barn ársins á Islandi (og
aldarinnar?) er drengur sem býr
á Akranesi. Hann fæddist tvær
mínútur yfir sex um morguninn
á Sjúkrahúsinu á Akranesi, en
hann átti að koma í þennan heim
30. desember. Foreldrar hans eru
Lára Elín Guðbrandsdóttir og
Gunnar Bergmann Steingríms-
son og hann á eldri systur, Al-
exöndru Hlíf Jóelsdóttur. Skaga-
maðurínn var 14 merkur og 52
centimetrar.
Aðeins mínútu síðar fæddist
annar drengur, en hann fæddist
á Fæðingardeildinni í Reykjavfk.
Hann var 16 merkur og 52 senti-
metrar. Foreldrar hans eru Silja
Rún Gunnlaugsdóttir og Friðrik
Sturluson sem búa í Reykjavík.
Næsta barn fæddist svo á
Sjúkrahúsinu á Selfossi kl.
13.42. Það var stúlka sem er
dóttir Helgu Kolbeinsdóttur og
Lofts Erlingssonar á Sandlæk í
Gnúpverjahreppi. Klukkan
19.10 fæddist svo íjórða barnið á
nýjársdag. Það var stúlka sem
fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri, dóttir Erlu Elísabetar
Sigurðardóttur og Steingríms
Hannessonar á Akureyri. Engin
börn höfðu fæðst á þessari öld á
sjúkrahúsunum á Neskaupstað,
Egilsstöðum, Húsavík, Isafirði
né Reykjanesbæ síðdegis f gær,
en í Reykjanesbæ var líklegt að
barn fæddist síðdegis eða um
kvöldið og á Isafirði voru nokkrar
konur skráðar inn. Ljósmæður á
áðurnefndum stöðum töldu lík-
legt að óvenjumargar barnsfæð-
ingar yrðu á fyrstu vikum ársins
miðað við árin þar á undan.
Töluverðar brevtingar urðu á
lögum um fæðingarorlof í byrjun
ársins 2001. Fæðingarorlof feðra
verður hálfur mánuður á þessu
ári, lengist í 2 mánuði á árinu
2002 og í 3 mánuði á árinu
2003. Fæðingarorlof móður
verður áfram 6 mánuðir, en sú
breyting verður á þessu ári að
hún getur ráðstafað 3 mánuðum
af sfnu fæðingarorlofi til föður-
ins. - GG
Rarnisókn Isfélags-
bruna haldið áfram
Mörgum Vestmannaey-
ingum finnst óþægi-
legt að hugsanlegur
brennuvargur skuli
ekki finnast en einnig
telur fjöldi Vest-
mannaeyinga það best
að málið upplýsist
aldrei, aðallega vegna
fjölskyldu viðkomandi
Rannsókn stendur enn vfir á
ástæðum þess að það kviknaði í
fnstihúsi Isfélags Vestmannae\ja
9. desember sl. Enn er talið lang-
líklegast að kveikt hafi verið í, en
rannsóknarlögreglan vill ekki
gefa upp af hverju og er rneginá-
stæða þess að til er fólk sem vill
játa á sig ýmsa glæpi, en játning-
in ein dugar ekki sem sönnun ef
lýsing á aðstæðum samræmist
ekki ákveðnum staðrevndum, s.s.
hvernig viðkomandi fór að því að
kveikja í, og hvar. , , , , ,
Enginn játað
Enginn hefur játað á sig íkveikju
enn sem komið er. Meðan málið
er enn ekki talið fullrannsakað
heldur rannsókn áfram. Mörgum
Vestmannaeyingum finnst óþægi-
legt að hugsanlegur brennuvarg-
ur skuli ekki finnast en einnig
telur fjöldi Vestmannaeyinga það
best að málið upplýsist aldrei, að-
allega vegna fjölskyldu viðkom-
andi, hvort sem þetta hefur verið
gert af börnum eða fullorðnum,
og hvort kveikt hafi verið í af
ásetningi eða slvsni. Dæmi eru
þess að brennuvargar kikni und-
an álaginu og leiti til læknis eða
sálfræðings, og þá er aldeilis óvíst
að þær upplýsingar berist lögregl-
unni. Rannsóknarlögreglan í
Vestmannaeyjum kannast við
þann orðróm að kveikt hafi verið
í aí einstaklingi sem hafi verið
sagt upp vinnu í Isfélaginu sköm-
mu áður, og haft á orði að best
væri að kveikja í „þessu drasli".
Við yfirheyrslu gat viðkomandi
gert grein fyrir sínum ferðum á
laugardagskvöldinu.
101 á atvinnuleysisskrá
Nú í ársbyrjun er 101 starfsmað-
ur lsfélags Vestmannaeyja á at-
vinnuleysisskrá en alls 165 í
V'estmannaeyjLim. Nokkrir fengu
vinnu við hreinsun og málningu,
en þeirri vinnu er nánast Iokið. I
gær voru 10 starfsmenn við end-
urmat á fiskafurðum sem voru í
frystigeymslum ísfélagsins.
Jakob Bjarnason hjá KER,
eignarhaldsfy'rirtæki Olíufélags-
ins, og nýkjörinn stjórnarformað-
ur Vinnslustöðvarinnar, segir
engar viðræður hafa verið eða
séu fyrirhugaðar um sameiningu
Vinnslustöðvarinnar og lsfélags-
ins, en margir telja eðlilegt að
þær séu tcknar upp aftur áður en
til endurbvggingar Isfélagsins
kemur. Viðræðum var slitið sl.
sumar þar sem stjórn Isfélagsins
vildi ekki framlengja frest sem
Vinnslustöðin hafði til að svara
ýmsum þáttum málsins. - GG