Dagur - 03.01.2001, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGV R 3. JANÚAR 2 001 - 15
WNPlNM
■mdhimui
Djassinn
lengi lifi
Árið 2000 hófst hjá
Jazzklúbbi Akur-
eyrar með nýárs-
djassi í Deiglunni og var það
upphafið að einu líflegasta
djassári í sögu klúbbsins sem
tókst mjög vel að mati djass-
geggjara. Það var því vel við
hæfi að ljúka starfsárinu með
djassveislu á næstsíðasta degi
ársins á sama stað og það
hófst, í Deiglunni. Fimrn
manna djasshljómsveit skipuð
djössurum á norðurslóð,
þeim: Aladar Rádcz á píanó,
Stefáni Ingólfssyni á bassa,
Róbert Reynissyni á gítar,
Benedikt Brynleifssyni á
tronnnur og Margot Kiis sem
var söngkona kvöldsins íluttu
sígildar djassperlur með há-
tíðlegum blæ og var stemn-
ingin eftir því.
í þau ár sem Jazzklúbbur
Akureyrar hefur starfað, hefur
áhugi djassista á að sækja
mekka djassins - Akureyri
heim, farið stöðugt vaxandi.
Djassinn er orðinn einn
sterkasti ki-aftbirtingarhljómur
listalífsins á Akureyri og þang-
að kemur fjöldi innlendra og
erlendra djassspilara árlega,
sem sækjast eftir þessari ein-
stöku djassstemmningu og
komast færri að en vilja.
Pessu sveifluinnleggi í
menningar- og listalífið ber að
þakka áhugasömum stjórnend-
um Jazzklúbbs Akureyrar, sem
hafa lagt á sig ómælda ólaun-
aða vinnu svo djassinn mætti
duna í eyrum áhugasamra.
s_________________________________
Valdís
Viðarsdóttir
Irsku drengimir og
kvtaiyndaheimurinn
MEÐ FULLA
VASA AF
GRJÓTI eftir
Marie Jones.
Þýðing: Guðni
Kolbeinsson.
Leikstjórn: Ian
McEIhinney.
Útfærsla leik-
myndarog
búninga: Elín
Edda Árna-
dóttir.
Aðstoðarleikstjórn: Björn
Gunnlaugsson.
Lýsing: Ásmundur Karlsson.
Frumsýnt á Smíðaverkstæð-
inu 30. desember.
Þjóðleikhúsið hefur nú fiskað
upp írskt leikrit sem um þess-
ar mundir fer milli leikhúsa í
Evrópu og á leið til Ameríku.
Sami maðurinn, írskur leik-
húsmaður, Ian McElhinney,
hefur sett það upp alls staðar
þar sem það hefur verið sýnt
til þessa, á írlandi, Englandi
og í Svíþjóð. Og hingað er
hann kominn og var vel fagn-
að á frumsýningu þar sem
hann mætti með höfundinum
sem reyndar er eiginkona
hans.Um hvað er þetta leikrit?
Það gerist í ónefndu þorpi á
vesturströnd írlands þar sem
verið er að taka Hollywood-
mynd með tilheyrandi stjörnu-
gengi. Heimamenn eru notaðir
sem statistar og snýst leikur-
inn um tvo slika sem ganga
báðir með grillur um
kvimyndafrægð. Það gerði líka
einn piltur enn í þorpinu, en
hann missti fótanna og ánetj-
aðist eiturlyfjum. í leiknum
bindur hann enda á líf sitt
með því að fylla vasa sína af
grjóti og vaða út í á. Jake
Quinn ásakar réttilega fram-
leiðslulið hinna fölsku kvik-
myndadrauma um að hafa
fyllt huga Sean Harkin af
draumórum sem tortímdu
honum. Hér sjáum við alþjóð-
lega samviskulausa markaðs-
framleiðslu nútímans mylja
saklaust mannlíf undir hæln-
um í hagnaðarskyni. Það er
þarna pólitískur broddur, sið-
ferðilegt erindi sem vissulega
er brýnt á tímum menningar-
legrar „alþjóðavæðingar“.
IJins vegar er athyglisvert að
lesa í viðtali við leikstjórann í
Morgunblaðinu, að eftir því
sem frægð leiksins eykst hefur
verið dregið úr pólitískum
boðskap þess, eftir stendur
„mannleg" saga um tvo
stráka. Þannig hefnir hið al-
þjóðlega afþreyingarauðvald
sín, tekur boðskap sem beinist
að því sjálfu, dregur úr hon-
um tennurnar og gerir hann
neytendavænan. Er þetta
kannski ekki snjallt?
Áskorun og ögnut
Það er sérstakt við leikinn að
tveir leikendur fara með öll
hlutverkin. í fyrsta lagi fólag-
ana Charlie Conlon og Jake
Quinn og svo alla aðra sem við
sögu þeirra koma. Þetta er gert
án allra hjálparmeðala, bún-
inga eða leikmyndar, og er ekki
lítil áskorun fyrir leikarana. Og
það sýnist mér raunar helsti
kostur leiksins, að ögra hæfi-
leikaríkum leikurum og kalla
fram getu þeirra með þessum
hætti. Því frumlegt leikverk eða
meiri háttar er Með fulla vasa
af grjóti ekki, þótt það sé kunn-
áttusamlega gert frá höfundar-
ins hendi. Sýn höfundar og efn-
ismeðferð er sannast sagna
býsna kunnugleg og meló-
dramatísk. Og á því byggist
auðvitað gengi leiksins.
Báðir leikararnir í sýningu
Þjóðleikhússins, Hilmir Snær
Guðnason og Stefán Karl Stef-
ánsson, komast með sóma frá
sínu vandasama verki. Félag-
arnir tveir eru býsna ólíkir.
Charlie (Hilmir Snær) er meiri
draumóramaður, gengur með
kvikmyndahandrit upp á vas-
ann sem hann ímyndar sér að
einhver vilji kaupa þótt bæði
honum og öðrum sé ljóst að
það er einskis nýtt. Jake (Stef-
án Karl) er raunsærri, það er
hann sem skynjar harmleikinn
í lífi Seans og hvern þátt inn-
rás kvikmyndauðvaldsins í
þorpið á í honum. Og það er
hann sem bendir Charlie á
raunverulega leið: að byggja á
því lífi sem þeir þekkja í stað
þess að gleypa froðu frá
Hollywood.
Liðleg þýðing
Hér er ekki unnt að gera grein
fyrir öllum þeim mörgu
karakterum sem þeir Hilmir
Snær og Stefán Karl bregða
upp, yfirleitt af miklu öryggi.
Þeir leika öldunga, og var þar
gamli aukaleikarinn Mickey
sem Stefán leikur ljóslifandi.
Hilmir Snær var einkum
skemmtilegur í lilutverki
Caroline Giovanni, stjörnunn-
ar sem leikur sér að Jake sem
„spennandi innfæddum“. í
þessari skopgervingu sem um
leið er tragísk, sýndi Hilmir
Snær vel hve snjall leikari
hann er. Hann þurfti heldur
ekki mikið fyrir að hafa að
sýna þursinn Joe Campbell,
öryggisvörð Caroline, aðeins
nokkrar likamshreyfingar.
Leikstjórarnir sem hér koma
fram eru skemmtilega ólíkir
heimamönnum og auðvitað
allsendis hirðulausir um til-
finningar þeirra. Færni Hilmis
og fjölhæfni er löngu kunn, en
Stefán Karl hefur ekki fyrr
tekist á við svo kreijandi verk-
efni að ég hygg, hann er ber-
sýnilega vaxandi leikari.
Þýðing Guðna Kolbeinssonar
var einkar liðleg og vel orðuð
sem vænta mátti af svo vönum
manni. Leiknum var ágætlega
tekið á frumsýningu og ekki
ástæða til að ætla annað en
hann geti gengið vel hér eins
og annars staðar.
LEIKLIST
skrifar
Garðar jaki
Á fundi hér á ritstjórn Dags í
fyrravor settumst við blaðamenn-
irriir niður og ræddum um hvaða
kempur kæmu helst til greina í
helgarviðtalinu. Þetta var í vik-
unni fyrir 1. maí og því þótti okk-
ur tilhlýðilegt að fenghm yrði ein-
hver úr ranni verkalýðshreyfing-
arinnar til þess að segja sína
meiningu. Við vildum endilega fá
einhvern sem þekktur er fyrir að
hafa munninn fyrir neðan nefið
og þá datt okkur helst í hug
Gvendur jaki. Sem að vísu er dá-
inn fyrir nokkrum árum.
MENNINGAR
VAKTIN
Sigunðui* Bogi
Sævarsson
skrifar
Talaðhitaíhúsin
Af þessari litlu sögu má ályktanir draga
og spyrja hvar séu í dag hinir miklu
leiðtogar alþýðunnar á íslandi sem geta
með stíl og áherslum talað hitann í
heilu húsin og með trúnni flutt fjöll.
Kjaftað ríkisstjórnirnar til og frá og sett
þjóðfélagið í gíslingu, ef því er
að skipta. Undarlega fáir slíkir
menn eru lengur við lýði, enda
við ofurefli að etja. Eða slíku
trúa menn og gefast því upp á
rólunum í baráttunni. Það er því
ánægjulegt og ágætt frávik frá
þessari lognmollu að á leiksviði
lífsins standi einstaka kempur
sem þora að láta til sín heyra.
Á síðasta degi ársins 2000
var kunngert að Garðar Sverris-
son formaður Öryrkjabandalags
hefði verið kjörinn maður ársins
meðal hlustenda Rásar 2. Óhætt
er að segja að pilturinn sé að nokkru
leyti arftaki manna eins og Jakans. Al-
þýðuhetja. í fylkingarbrjósti hefur
Garðar staðið síðustu mánuði í burt-
reiðum við ráðherra, nú síðast í kjölfar
hæstaréttardóms. I þeirri gjörningahríð
hefur Garðar staðið keikur og staðið
fast við sinn málstað.
Garðar Sverrisson. „Það er því ánægjulegt og
ágætt frávik frá þessari lognmollu að á leik-
sviði lífsins standi einstaka kempur sem þora
að láta til sín heyra."
Við þurfumjaka
Hver sem málstaðurinn er stendur
óhaggað að alltaf er þörf fyrir menn sem
geta barist. Reyndar hafa stéttaátök
blessunarlega minnkað á síðustu áratug-
um, sem helgast af því að lífskjör alls
þorra almennings eru stórum betri og
jafnari en var. Engu að síður er það
skoðun þess sem hér situr við lyklaborð
að á komandi árum eigi lífskjarajöfnun á
sem breiðustum grundvelli að vera
baráttumál stjórnmálamanna, hvort sem
þeir velja sér vettvang innan eða utan
hefðbundinna flokkastjórnmála. Hitt
málið sem líkast til mun verða áberandi
nú á fyi'stu árum nýrrar aldar eru um-
hverfismál. Fólk er að verða sér meðvit-
að um mikilvægt þess að fara að öllu
með gát, svo meiriháttar slys í umhverf-
ismálum verði ekki.
Vísast eru málin sem brenna munu á
þjóðinni á komandi tíð stórum fleiri.
Fæstir geta sagt til um framtíðina svo vel
sé, þegar litið er til baka. En ævinlega
þarf þó fólk sem ryður brautina og skap-
ar nýjan veruleika í þjóðfélaginu, svo
sem í málum þeirra sem höllum fæti
standa. Við þurfum jaka, sem standa af
sér brotsjói og ryðja nýjar brautir - ekki
síst hugarfarslegar. sigurdur@dagur.is