Dagur - 13.01.2001, Page 1

Dagur - 13.01.2001, Page 1
Laugardagur 13. janúar - 2. tölublað 2001 Mörgum þykir tarotspilin traustasti vegvísirinn til að sjá hvað framtíðin ber i skauti sér. Hér eru þau spil sem merkja fortið, nútíð og framtíð. Völur eru bein úr kindarfæti. Þær voru mjög notaðar til spádóma allt fram á þessa öld. En völubein voru til fleiri hluta nytsamleg. Til að mynda eru sagnir um að úr þeim hafi verið gerðar brynjur. Og til þess eru þær vel brúklegar. Þúsundþjalasmiðurinn Andrés Valberg hefur sýnt það og sann- að, en hann fann sjálfur út hvernig brynjur voru gerðar úr völubeinum og er hér íklæddur slíkri „ flík “. mynd: gva Skyggnst ínn í framtíðina Vala úr kmdarfæti, stjömuspeki og runir em meðal þeirra fyrirbæra sem notuð em til að sjá fyrir óorðna hluti og ókomin örlög TAROTSPIL Frá ómunatíð hafa menn reynt að skyggnast inn í framtíðina og notað til þess ýmsar aðferðir. I Makbeð eftir William Shakespeare segir frá þremur nornum sem spá fyrir um óorð- na hluti. Grikkir til forna báru mikla várðingu fyrir völvum en spásagnir þeirra v'oru fólgnar í spá um ókomna tíð og ráðlegg- ingum til spyrjandans. I Biblí- unni sjálfri segir frá því þegar Sál konungur bað konuna í Endró, sem hafði spásagnar- anda, að leita frétta fyrir sig. ( 1, Sam. 28:7 -14 ). Einn þekktasti spámaður allra tíma var Nostradamus sem sagði fyrir um brunann mikla í Lundúnum árið 1666, en spádómar bans ná til ársins 2769. Indiánar spáðu í skýin, grösin, blómin, þytinn í vindinum hegðun fugla og annarra dýra. Seyðmenn þeirra þroskuðu með sér innsæisgáfu en sumir með misjöfnum árangri. I Augurs - skólanum í Róm til forna sögðu prestar fyrir um ókomna atburði með athugun á hegðun fugla, þeir spáðu í inn- yfli dýra, réðu drauma og litu á mynstur eldinga sem boðskap um ókomna tíma. Sumir prestar lærðu stjörnufræði og nýttu sér í spádómum sínum gang himin- tunglanna. Þá var algengt að ríkir Rómverjar hefðu sérstakan stjörnuspámann. Mjög var litið upp til spámanna vegna sérgáfu þeirra. Með tilkomu kristinnar trúar fór spádómum hnignandi en allt slíkt var talið til djöfladýrkunar. Þeir sem gæddir voru sérgáfu á þessu sviði létu lítið á sér hera af ótta um líf sitt. En áfram hlundaði þráin í manninum að sjá fýrir óorðna hluti. Undanfarin fimmtíu ár hefur áhugi á dulspeki aukist til muna og framför orðið á rannsóknum í þá v'eruna. Dr. Rhine við Duke háskólann í Bandaríkjunum hefur fært fram sannanir á fjar- skynjun, auk þess að rannsaka skyggnigáfu fólks. Spámenn og spákonur nota misjafnar aðferðir til þess að komast í samband, eins og krist- alkúlu, bolla sem te eða kaffi hefur v'erið drukkið úr og hluti sem viðkomandi hefur með sér, en þessir hlutir eru einungis notaðir til þess að festa hugann. Bein úr kindarfótum voru mikið notuð hér á landi til bein- na spurninga. Beinið kallaðist v'ala. Ef hún skaut upp kúptari hliðinni sagði hún já við þeirri spurningu sem að henni var beint, nei ef holari hliðin vissi upp. Á átjándu og nítjándu öld og frameftir tuttugustu (ildinni var valan afar vinsæl hjá ungum stúlkum sem gcymdu hana í kistuhandraðanum eða á öðrum öruggum stað. Oft var valan lit- uð, en litirnir voru oftast jurta- litir. Þegar v'alan var spurð var henni snúið á hvirfli spyrjand- ans og hún síðan látin detta á gólfið. Framhald á bls.3

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.