Dagur - 13.01.2001, Blaðsíða 5

Dagur - 13.01.2001, Blaðsíða 5
LAVGARDAGUR 13. J ANÚAR 200 1 -V Dagur_ MINNINGARGREINAR Fallegi frændi minn fljiígðu ekki burt. Vertu hér kyrr. Megi stjörnurnar allar tunglið, sólin og Guð gæta þín. (Sigríður Ólafsdótlir.) Enn á ný stöndum við frammi fyrir einni grundvallarspurningu |iessa jarðlífs okkar: Hvers vegna alla þessa þjáningu? Hvers vegna þessa dökku lamandi skugga þeg- ar sólin virðist skína sem skær- ast? Trúarbrögðin og heimspek- ingar allra tíma hafa hent okkur á að lífið allt sé okkur sá skóli þar sem okkur er ætlað að ráða þessa gátu að einhverju leyti eða í það minnsta vera því viðbúin þegar lífi okkar hér er lokið að upp- götva þá hinn æðsta sannleik, hin æðstu rök. En til þess að öðl- ast hið sanna ljós viskunnar er okkur sagt að við verðum einnig að reyna hina dekkstu skugga, hina miklu þjáningu. Víst er um það að nú þegar Sturla Þór er okkur horfinn héð- an úr þessu jarðlífi stöndum við öll sem ráðþrota fávís börn með allar þessar stóru spurningar á vörunum. Hvers vegna? Hver er tilgangurinn? 1 sjónhendingu sjá- um við fallegan og sviphreinan dreng á leið til fullþroska manns breiða út faðminn mót sumrinu nú í maí síðastliðnum þar sem hann kemur hrosandi og brun- andi - öruggur og talsvert ögran- di - niður Túngötuna á hjóla- brettinu sínu, stæltan og fjaður- magnaðan. Hann kallar á frænku sína sem þetta skrifar, aftur og aftur, sem skilur ekkert hver kall- ar nafn hennar og hættir ekki fyrr en hún heyrir. Þá stansar hann í hópi vina sinna og gengur til hennar, kyssir hana og segir: „Gleðilegt surnar frænka." Og frænkan var talsvert upp með sér að svo ungum og glæsilegum manni skyldi ekki finnast þessi „gamla“ frænka vera ímynd hans til skammar nieðal vinanna. En þannig var hann Sturla Þór, hreinskiptinn og heilsteyptur persónuleiki, Ijúfur drengur. Seinna fékk hin sama frænka miklu merkilegri koss frá Sturlu þegar hann var nývaknaður eftir margra vikna svefn eftir slysið hörmulega. Hann horfði vökul- um augum á umhverfið og nær- stadda og þegar við kvöddum sagði faðir hans: „Kysstu nú Ola og Gróu frænku." Við beygðum okkur niður og fengum þá bestu kossa á kinn sem við höfum nokkru sinni fengið og fyllti okk- ur bjartsýni og aðdáun yfir hinu ótrúlega þreki og styrk sem hann sýndi jafn fárveikur og slasaður og hann var þá. Síðan leið tíminn og Sturla hélt áfram að styrkjast jafnframt því sem hann gekk í gegnum ótrúlegar raunir og hindranir sem okkur þótti nær ofurmannlegar að takast á við. Þeir sigrar sem Sturla vann þá sýndu best þvílíkan ógnarvilja og styrk þessi drengur hafði til að bera. Að lokum var eins og sagt væri „ekki rneir, ekki meir“. Líkami hans, sem hafði virst gerður úr efni sem ekki væri af þessum heimi, gafst upp að lokum og baðst hvíldar, líkt og Sturla Þór sjálfur sem er nú Iaus undan allri þjáningu og ótta. Eftir sitja for- eldrar hans og bróðir sem fylgdu honum á aðdáunarverðan hátt dag og nótt í fimm mánaða bar- áttu hans, auðug af mikilli revnslu og djúpri. Hann vaknaði aftur til þeirra og lífsins um stund sem var þeim öllum dýr- mæt og var nýtt til hins ýtrasta. Þau glöddust yfir hverju hans framfaraspori, öllum hans sigr- um og þótlust um skeið sjá sólina lýsa upp myrkrið sem fór í hönd. Loks hrönnuðust skýin þó upp og ljósið þeirra slokknaði. En þótt myrkrið grúfi yfir okk- ur nú eigum við þó minningu um mikla og sterka birtu sem stafaði frá Sturlu Þór. Við trúum og biðj- um að sú birta muni smám sam- an veita okkur skilning og svör, og víst er að hún mun ylja okkur um ókomna tíð og gera okkur að betri manneskjum. Við biðjum góðan guð og allar góðar vættir að styrkja ykkur, elsku Lilló, Stína og Trausti, og alla ykkar stóru og góðu fjöl- skvldu og vini. Megi sú nýárssól sem Sturla Þór hvarf til lina ykk- ar miklu sorg og lýsa skammdeg- isveginn framundan. Gróa og Ólafur. * * * Sturla Þór er dáinn. Litli fræn- di minn sem var orðinn svo stór, myndarlegur og sterkur. Það er svo sárt að hann skyldi ekki fá að Iifa lengur, hann sem átti allt líf- ið framundan. I fimm mánuði barðist hann fyrir lífi sínu, en eftir margar aðgerðir og alla læknis- fræðilega kunn- áttu og frábæra umönnun gafst líkarni hans upp. Foreldrar hans og bróðir eru búin að vera hjá hon- um svo að segja daga og nætur allan tímann. Það er húið að vera mikið álag á þau öll, en þau hafa verið svo sterk í gegnum þessa raun að það er al- veg ótrúlegt. Alltaf héldum við í vonina fram á síðasta dag um að hann fengi að lifa. Allar þær heimsóknir, hugs- anir og bænir sem hann fékk sýndu hve vinmargur hann var orðinn á sinni stuttu ævi. Við biðjum guð að vera hjá og styrkja elsku Lilló, Kristínu og Trausta og aðra aðstandendur. Elsa og Ósliar. * * * Enn einn er Iátinn eftir hörmu- lega flugslysið sem varð í byrjun ágúst sl. í Skerjafirði. Afleiðingar þess snerta fjölmarga svo djúpt. Það er óbærilega sárt og erfitt að þurfa að sætta sig við þá stað- reynd að Sturla Þór er ekki leng- ur hjá okkur. Undanfarna fímm mánuði hefur hugur okkar ætt- ingja hans verið hjá honum og íjölskvldu hans alla daga. Allan þennan tíma höfum við l'undið mikla samkennd og samúð með Sturlu, Jóni Berki, sem einn lifir af slysið, og aðstandendum þeir- ra, frá vinum, vinnuíelögum og ljölmörgum öðrum. Sturla sýndi aðdáunarverðan baráttuvilja og ótrúlega þraut- seigju í þessari löngu baráttu fyr- ir lífi sínu. Það var ekki að ástæðulausu sem starfsfólk gjör- gæslunnar, sem horfir upp á slíka baráttu alla daga, kallaði hann undradrenginn, vegna þess hve oft hann kom þeim á óvart með sigrum sínum. Hann átti aðdáun okkar allra. Sturla Þór átti ekki langt að sækja þennan baráttu- vilja, því oftast voru það foreldrar hans og bróðir sem gáfu af sínum ótrúlega styrk þeim sem komu í heimsókn á spítalann. Það var aðdáunai'vert að sjá samheldni og trvggð hinna fjölmörgu ungu vina hans sem hcimsóttu hann á spítalann allan þennan tíma. Oll vonuðumst við eftir því að krafta- verkin héldu áfram og að hann myndi sigra að lokum. Elsku Lilló, Kristín, Trausti og aðrir aðstandendur, váð v'Ottum ykkur okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minnig Sturlu Þórs. Helga, Rósa, Friðrih (Fijfó) og Ósltar (Deddi) ogfjölskyldur. * * * Kæri Sturla minn. Eg veit að nú líður þér betur. Hvar sem þú ert þá veit ég að nú getur þú hlaupið um og hlegið án þess að finna til, án sársauka. En þrátt fyrir það er sárt. Sárt að vita að ég á aldrei aftur eftir að sjá þig, aldrei aftur eftir að sitja með þér við jólaborðiö hjá Lóló ömmu og Bigga afa á jóladag og borða jóla- mat. Alltaf þegar ég lít til baka á allar minningarnar get ég ekki annað en grátið, því þá var svo gaman og þú svo ánægður með lífið. Ein minning stendur alltaf upp úr og alltaf þegar ég hugsa um hana er ég með bros á vör. Þetta var þegar ég átti heima í Kjarrhólmanum. Eg, þú og Karó vinkona mín vorum að horfa á sjónvarpið. Þegar við litum út um gluggann sáum við okkur til mik- illar gleði að byrjað var að snjóa. Við stukkum í skó og hlupum út á peysunum. Allt var hvítt úti og engin spor voru í snjónum. Það var svo fallegt. Við fórum í snjó- kast og það var þvílíkt stuð hjá okkur. Svo lögöumst við í snjóinn og lágum þar heillengi og bjugg- um til engla. Aldrei datt mér þá í hug að þú ættir eftir að verða engill svona fíjótt. Allar minning- arnar eru mér svo dýrmætar. Eg er svo ánægð að eiga þær, ánægð fyrir að hafa þekkt þig. En minn kæri Sturla, þú verður ávallt til í hjarta mínu. Elsku Kristin, Lilló og Trausti, guð blessi ykkur. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þii njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Þín frænka, Bergdt's. *** Við frétt af hræðilegu slvsi eins og flugslysinu í Skerjafirði grípur mann hrollur setn varir þó stutt. Aftur á móti situr sá hrollur leng- ur í manni þegar einn af hestu vinum manns sat í vélinni. Það var erfitt að vera ekki ná- lægur þegar slysið átti sér stað. Eg var staddur á Akureyri og heyrði fréttir af flugslysi í sjón- varpinu. Stuttu seinna fæ ég upphringingu og þær fregnir að Stulli og Jón Börkur hafi verið í flugvélinni. Nánari fregnir fékk ég ekki um sinn nema það litla sem krakkarnir, vinir okkar, gátu sagt mér gegnum símann. Ekkert annað komst fyrir í höfðinu á mér fyrr en ég var kominn í bæ- inn og sat við rúmið hjá Stulla. Ég efaðist aldrei um að hann berðist af alefli og vissi að hann gæfist ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Enda barðist Stulli eins og hetja en undir lokin var við of- urefli að etja. Þegar ég hugsa til baka eru þær ófáar minningarnar sem ég á um Stulla og ýmislegt brall okkar strákanna saman. Eitt er víst að það var aldrei nein lognmolla kringum Stulla. Hann hafði ótrú- lega líísgleði og lífsorku sem við félagarnir nutum góðs af með honum. Hann var alltaf til í allt og ekkert óx honum í augum. Ég minnist þess þegar við strákarnir fór- um í skíðaferð og Stulli með. Við vorum allir reyndir snjó- brettamenn nema Stulli sem var að fara í fyrsta skipti. Hann átti eng- ar snjóbuxur svo hann skellti sér bara í joggingbuxur og fór í gall- buxurnar sínar utan yfír. Við fórum í fjallið og eins og skiljanlegt er voru gallabux- urnar hans orðnar einn snjóklumpur stuttu síðar. Stulli lét það ekki aftra sér og með þrjóskunni hélt hann í við okkur allan tímann, sem verður að telj- ast mikið afrek. Já, Stulli stóð alltaf fast á sínu og fylgdi skoð- unum sínum út í ystu æsar. Hann lét engan troða á sér né okkur vinum sínum. Við gátum allir treyst á hans hjálp í hverri raun. Það mætti segja að hann hafi verið stóri bróðirinn í hópn- um. Því er missir okkar mik- ilI.Þegar ég stóð yfir Stulla líf- vana í sjúkrarúminu á nýársdag þutu allar samverustundir okkar gegnum kollinn á mér og ég hugsaði líka um allt sem við hefðum gert í framtíðinni. Að missa vin, sautján ára gamlan, með allt lífið framundan er þraut sem ég vona að fáir þurfi að ganga í gegn um. Eg veit að hann myndi segja okkur að harka af okkur og Iifa Iífinu áfram og það er víst það eina sem vit er í. Stulli gleymist seint. Minning- in um hann mun lifa áfram hjá öllum þeim sem hann þekktu. Þessi fáu en góðu ár sem við átt- um með honum verða okkur ávallt dýrmæt og kær. Fyrir mína hönd og Mána vinar okkar þakka ég honum fyrir þau og vináttuna sem hann gaf okkur. Árni Egill Örnólfsson. * * * Elsku vinur. Eg á erfitt með að trúa því að þú sért dáinn. Það er allt svo tómlegt án þín. Eg sakna þín mjög mikið. Eg elskaði þig og var óskaplega stoltur af því að vera vinur þinn. Eg er alltaf að hugsa um þegar við vorum litlir að leika okkur saman í Miðstrætinu. Eg mun geyma minningarnar um allt sem við gerðum saman á góðum stað í hjarta mínu.Þú varst svo lífsglað- ur strákur og það var gott að vera nálægt þér. Uppátækin þín voru skemmtileg og það var gaman að vera með þér. Eg hef þekkt þig í meira en ellefu ár og þú varst stór hluti af lífi mínu. Þú varst góður vinur. Eg vildi óska þess að þú værir hér enn og að þú hefðir ekki lent í þessu slysi. Eg skil ekki af hver- ju þú og Jón Börkur þurftuð að lenda í þessu. Eg veit að þú ert að gera eitt- hvað gott þar seni þú ert núna og ég veit að ég get hugsað til þín og fengið styrk frá þér þegar mér líð- ur illa. Eg ætla að vera duglegur að passa Jón Börk okkar hérna niðri og ég veit að þú passar hann ofan úr himninum. Elsku Kristín, Lilló, Trausti, amma og afi Sturlu og allir sem eiga um sárt að binda. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúð- arkveðjur og bið guð að gefa ykk- ur styrk. Ástarkveðjur. Þinn vinur, Hiltttar Pétur. * * * Elsku hjartans Sturla okkar. Það er svo sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að bitta þig aft- ur í þessu lífi, finna fyrir þinni sterku nærveru, lífskrafti og þrót- ti. Síðustu fimm mánuðir hafa í senn verið ótrúlega erfiðir og yndislegir fyrir þig og alla þína. Líkamleg meiðsl þín voru mikil en lífsviljinn og krafturinn höfðu betur um stund. Við gátum sagt þér hve við elskuðum þig rnikið og þú sagðir okkur frá væntum- þykju þinni. Takk fyrir, vinur. Elsku Sturla okkar. Við verðum alltaf þakklát fyrir hve heppinn sonur okkar Hilrnar Pétur var að eignast þig, Baldur og Jón Börk fyrir vini. Frá unga aldri voruð þið fjórir bestu vinir og það hefur verið s\'o ljúft að fylgjast með vkk- ur standa saman í gegnum árin. Þú varst stór hluti af lífi okkar í yfir tíu ár og munum við alltaf þakka fyrir þann tíma. Það var heiður að fá tækifæri til að taka þátt í lífi þínu. Takk fyrir, vinur. Elsku Sturla okkar. Þú varst sérstaklega duglegur, Ijúfur, góð- ur, skemmtilegur og hlýr drengur og snertir alla sem kvnntust þér. Við þökkum fyrir tímann sem við fengum með þér; tímann sem átti að vera svo miklu lengri. Takk fyr- ir, vinur. Elsku Slurla okkar. Við vitum að við þurfum ekki að biðja þig um að passa Jón Börk okkar. Við vitum að þú munt vaka yfir hon- um, styrkja hann og vernda eins og þú gerðir fyrir Hilmar Pétur okkar. Þú varst og verður alltaf sannur vinur. Við elskum þig. Takk fyrir, elsku vinur, og guð varðveiti þig. [Hann] mun ekki eldast eins og við, sem látin eru eldast. Aldur mun ekki hrjá [hann] og árin munu ekki þjá [hann]. Við sólsetur og að morgni dags munutn við minnast [hans]. (Þýð. Hilmar Foss.) Elsku Kristín og Lilló, Trausti og Karó, Lóló og Birgir og aðrir aðstandendur. Guð styrki ykkur í sorginni. Minningin um góðan dreng mun ætíð lifa í hjarta okk- ar. Astarkveðjur, Rósa og Hilmar. Frá útför Sturlu Þórs Friðrikssortar t vikurmi ert hartrt iést eftir langa bar- áttu við meiðsli sem hann hlaut í flugslysi í Skerjafirði i ágúst. Fjölmargir vinir Sturlu vottuðu honum virðingu stna og sjást nokkrir þeirra bera kransa undan kistunni. Einnig lék hljómsveit/n Sigur Rós þrjú lög.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.