Dagur - 13.01.2001, Blaðsíða 3

Dagur - 13.01.2001, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 - IH ISLENDINGAÞÆTTIR Að lesa rúnir eflir spádómsgáfuna, enda var rúnaletur og merki mikið notuð tii að efla galdur og sjá inn í fram- tíðina. Hér fyigja með galdrastafir sem talið var að fælu í sér mikinn mátt fyrir þá sem kunnu með að fara. Gaidtrastafirnir eru teiknaðir upp í fyrstu útgáfum Þjóðsagna Jóns Árnasonar. Innsigli Salomons konungs hafði eða hefur í sér mikinn verndarmátt og kraft. Hér eru tvær útgáfur af innsiglinu, sem Úlafur Davíðsson hefur varðveitt. Annað þeirra er kannski sótt í rit Jóns iærða, sem talinn er hafa samið Krukkspá, sem getið var að nokkru í íslendingaþáttum á sínum tíma. Hvort innsiglið er hið rétta og máttugra kemur i Ijós við notkun, ef einhver kann formúlurnar að notkun þeirra. Framhald afforsíðu Nútíma spámenn nota ýmsar aðferðir til þess að skyggnast inn í hið ókomna og er talnaspeki, stjörnuspeki og ýmsar gerðir spila það helsta. Einnig er til fólk sem hefur sérhæft sig í að lesa í rúnir. Hér á eftir verður farið örlítið inn á þróun tarotspila og hvernig best er að byrja að lesa úr þeim. Ekki er vitað með vissu hvar tarotspilin voru fundin upp en þau eru ævaforn. Sumir fræði- menn telja að rekja megi þau til Sígauna, aðrir til Egypta. Vitað er um kaup á spilum sem skráð voru árið 1379 hjá hertogadæm- inu í Brabant. Fyrstu spilin voru að öllum líkindum máluð eða teiknuð á skinn. Afram héldu spilin að þróast með misjöfnum útfærslum en þó ótrúlega líkum meiningum. Þrenn ítölsk spil frá fornöld eru talin vera fyrirmynd þeirra tarot- spila sem notuð eru í dag. AÐ LESA í TAROTSPIL Ef þú ert að byrjandi í tarotlestri þarftu fyrst að komast í samband við spilin þín. Best er að hafa spilastokkinn á náttborðinu á nóttunni eða bera þau á sér. Með því draga spilin í sig persónulega orku þína. Skoða þarf hvert spil vel þar til þú hefur fengið tilfinn- ingu fyrir myndunum á þeim og þann boðskap sem hvert og eitt spil hefur að geyma. Varastu að snerta spilin ef þú ert í andlegu ójafnvægi. Mundu að levfa ekki öðru fólki að vera með spilin þín. Það skemmir tenginguna. Aður en þú byrjar að með- höndla spilin ættirðu að fara úl og horfa um stund á umhverfið og skýjafar. Sittu í góðu sæti við borðið sem þú ætlar að leggja spilin á. Hafðu ekkert annað á borðinu en spilin, leiðbeininga- bókina, kertaljós og reykelsi. Ef þú hefur ekki reykelsi er gott að hafa blóm á borðinu eða á öðr- um stað í herberginu. Aður en þú byrjar skaltu draga andann djúpt og lokaðu augunum á meðan ró færist yfir hugann. Tæmdu hugann eins og þú get- ur. Hafðu rólegt í kringum þig. Utvarp, umgangur og önnur hljóð trufla einbeitinguna. Þegar hugurinn er tæmdur getur þú byrjað að stokka spilin. Þú stokkar tarotspilin á annan hátt en venjuleg spii. Þegar þau eru stokkuð þarf hluti þeirra að snúa öfugt, þó aldrei fleiri spil en helmingur þeirra. Þetta er gert vegna þess að merking spilanna er önnur snúi þau öfugt. Skiptu stokkunum í sem næst tvo jafna hluta. Snúðu þynnri stokknum í hálfhring og leggðu hann ofan á hinn stokkinn. Stokkaðu spilin vel, leggðu þau frá þér í nokkrar sekúndur og stokkaðu síðan tvisvar aftur. Varastu að hleyjta að neikvæðum hugsunum að á meðan þú hand- fjatlar spilin. Það tekur langan tíma að ná tökum á því að lesa úr tarotspil- um. Merking spilanna er sveigj- anleg, en hvert og eitt spil merkir nokkur tákn. Það þarf bæði inn- sæi og þekkingu til að geta túlk- að hin mörgu tákn þeirra. Sá sem tekur að sér að lesa úr tarot- spilum fyrir aðra þarf að fara afar varlega í túlkun sinni. Það er mikil ábyrgð að segja fyrir unt óorðna hluti. Sjáir þú eitthvað í spilunum sem talist getur vont skaltu fara afar varlega í að túlka það. Tarotiesarar verða að varast að láta sínar eigin skoðanir hafa áhrif á hvernig lesið er úr tarot- lögninni. Þú verður að bera djúpa virð- ingu fyrir spilunum, sjálfum þér og þeim sem þú ert að lesa fyrir, aðeins með því móti geturðu náð árangri. Þegar þú byrjar að legg- ja tarotspil, þarfu eftir fremsta megni revna að þroska innsæi þitt en hjá flestum tekur það langan tíma. Það þarf mikla æfingu til að geta lesið úr spilunum og ef spvrjandinn finnur að hann hef- ur hitt góðan tarotlcsara getur þú verið viss um að hann eða hún á eftir að fara inn á þau mál sem þyngst liggja á hjarta hverju sinni. Þá er afar áríðandi að hlusta vel og ekki er ólíklegt að þú getir á eftir aðstoðað við að finna lausn mála. Sá sem Ieitar til þin verður að vera viss um trúnað þinn. Þú mátt aldrei láta það henda að bregðast trúnaði. Hafðu það að markmiði að eng- inn fari daprari af þínum fundi en hann kom. Hér á eftir er sýnd einfaldasta lögn tarotspila sem þú getur byrjað að æfa þig á fyrir þig eða vini þína. Byrjaðu á að hugleiða þau mál sem þú vilt fá upplýsing- ar um. Leggðu síðan þrjú spil á borð- ið frá vinstri. Dæmi: 1) fortíð, konungur í stöfum. 2) nútíð, átta í stöfum. 3) framtíð, átta í skildingum. Konungur í stöfum táknar að spyrjandinn hafi verið undir ströngum aga af ákveðnum og siðavöndum uppalanda. Líklega hefur spyrjandinn ekki geta not- ið hugmynda sinna eins og hann hefði óskað sér. Tafir á þroska- braut vegna ofverndar. Atta í stöfum táknar að núna sé tírni til þess að gera breyting- ar í lífi sínu og snúa sér að nýjum verkefnum. Þetta spil merkir hreyfingu, ferðalög, miklar ann- ir, góð tíðindi á ieiðinni. Einnig getur spilið þýtt að í nánd sé ást- arævintýri. Átta í skildingum er hæfileika- spil. Spyrjandinn mun í framtíð- inni þroska með sér hæfileika sína. Breyting á vinnustað eða annað starf. Spilið felur í sér ver- aldlegan ávinning, góð laun og meiri menntun sem mun nýtast í framtíðinni. Spyrjandinn þarf samt að varast að beina athygli sinni að málum sem iitlu varða. Hægt er að kaupa tarotspil og einfaldar leiðsögubækur í flest- um bókabúðum, sem eru góðar fyrir byrjendur. Brúðkaup Sigríótir Atitia oglón Guðmundur Gefin voru saman f heilagt hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 29. septem- ber á sl. ári, afsr. Eðvarð Ingólfssyni, þau Sigríður Anna Harðardóttir og Jón Guðmundur Ottóson. Heimili þeirra er að Klapparstíg 7 /' Reykjavik. [Ljósm: Sigríður Bachman.J ---------rrFwrro. iaaa Sólveig Kristbjörg og Ólafur Gefin voru saman i heilagt hjónaband i Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þann 2. desem- ber á sl. ári, afsr. Ægi Fr. Sigurgeirssyni þau Sólveig Kristbjörg Vagnsdóttir og Úlafur Þórðarson. Þau eru til heimilis að Breiðvangi 3 í Hafnarfirði. [Ljósm.st. MYND í Hafnarfirði.J ?41 .* .í .1 CA il J & & Hólmfríóur og Tryggvi Gefin voru saman í heilagt hjónaband i Dalvíkurkirkju þann 19. ágúst á sl. ári, af séra Magnús Gamalíel Gunnarssyni, þau Hólmfríður Skúladóttir og Tryggvi Krist- jánsson. Heimili þeirra er að Bögggvisbraut 19 á Dalvík. [Ljósm: Norðurmynd, Ásgrímur.) Jóna og Sveinn Gefin voru saman i heilagt hjónaband í Reykholtskirkju i Borgarfirði þann 26. ágúst á sl. ári, afséra Geir Waage, þau Jóna £ Kristjánsdóttir og Sveinn M. Andrésson. Heimili þeirra er að Árbergi 1 í Reykholti. [Ljósm: Nýja mynda- smiðjan.) i.:v f I' "i'T- * » «• Margrét og Axel Hrafn Gefin voru saman í heilagt hjónaband í Frikirkjunni í Hafnarfirði þann 19. ágúst á sl. ári, afsér Einari Eyjólfs- syni, þau Margrét Þorleifs- dóttir og Axel Hrafn Helga- son. Þau eru til heimilis að Miðvangi 4 i Hafnarfirði. [Ljósm.st. MYND í HafnarfirðiJ - . ' >—TP----------— Kristnm og Guðlaugur Gefin voru saman í heilagt hjónaband í Stóra-Lauga- dalskirkju við Tálknafjörð, af Svelni Valgeirssyni, þann 24. júní á sl. ári, þau Kristrún Aðalbjörg Guðjónsdóttir og Guðlaugur Jónsson. Heimil þelrra er að Túngötu 31 á Tálknafirði. [Ljósm.st. MYND i HafnarfirðiJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.