Dagur - 13.01.2001, Blaðsíða 6

Dagur - 13.01.2001, Blaðsíða 6
VI- LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MINNINGARGREINAR L. Sturla Þór Friðnksson Elsku Stulli. Ég sakna þín alveg rosalega mikið. Þú varst svo stór þáttur í lífi mínu. Eg veit að þú ert hjá okkur, bara svífandi í loft- inu og passar okkur. Þú varst algjör engill, svo góð- ur og skemmtilegur strákur og ég þakka guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Ég hefði ekki viljað missa af því. Þú gerðir líf mitt miklu betra og þú varst alltaf svo góður við mig. Eg sendi þér ljóð sem mér finnst svo fallegt og það lýsir þér svo vel. Stjarnan [Sturla], sliært hún sktn og sendir geisla hjarta, þannig var ætið ævi þín, þú verndar okkar hjarta. (Haraldur Agústsson/ Tara Pétursdóttir.) Þú lifir alltaf í hjarta mínu og minningu. Kveðjur frá hjartanu. Sólveig Heiða. **# Sturla... Það er sorglegt að sitja hérna og skrifa þessa grein sem við héldum og vonuðum að hægt væri að fresta um tugi ára. Allt gekk svo vel í byrjun og útlit var fyrir að guð hefði gefið okkur eina stærstu gjöf sem hægt er að gefa. En nú er þessu erfiða stríði lokið og þjónustu þinnar greini- lega óskað annarstaðar. Nú vit- um við að einhver fjarlægur stað- ur fær að njóta þess ijóss og hlýju sem við nutum um stund sem í alla staði hefði mátt vera lengri. Þótt það sé stutt sfðan við kynntumst fengum við engu að sfður að kynnast þér til hlítar og sjá þessa yndislegu persónu sem þú varst. Lífsgleðin og orkan sem geislaði af þér fyllti líf okkar gleði og hamingju. Þegar við komum nýir inn í vinahópinn, sem við eigum enn þann dag í dag, sást þú til þess að okkur væri tekið vel og það er gjöf sem við verðum alltaf þakklátir fyrir. Ætli þú hafir ekki verið Iéleg- astur í því að eignast ó\dni og hvar sem við vorum virtist öllum líka mjög vel við þig og það skilja allir sem hafa fengið að njóta nærveru þinnar. Svo ótal margar góðar minningar sem við eigum saman gleymast aldrei þar sem alltaf var hægt að treysta á þig með góða skapið. Uppátæki þín og húmor voru sem gleði beint í æð og munu verða sögur sem ávallt verður skemmtilegt að hlusta á. Feimni virtist aldrei há þér að neinu leyti og það hefur líklega gert það að verkum að flestir kynntust þér mjög náið mjög fljótt. Öll þessi skemmti- legu fíflalæti gerðu vináttu okkar sérstaka og hvernig okkur tókst að breyta t.d. venjulegum þriðju- dagsrigningarkvöldum í ódauð- Iegar minningar. Nú þegar þú ert farinn er stór hluti af lífi okkar einnig farinn, það er svo dauflegt að gera án þín hluti sem okkur þótti svo skemmtilegir. Það vantar eitt- hvað stórt í lffið. Eftir sitjum við og finnum ekkert sem gæti rétt- lætt það sem gerst hefur. Þinnar sérstöðu er greinilega þörf annar- staðar og sjálfkrafa röðumst við upp í Ianga biðröð í að fá að hitta þig aftur á endanum því dauðinn er jú víst óumflýjanlegur. Okkur óraði ekki fyrir því hver- su mikils virði vinir okkar eru og það er Ieiðinlegt að svona atburð hafi þurft til að augu okkar opn- uðust fyrir því. Þú kenndir okkur margt en við erum enn ungir og eigum enn margt eftir ólært. Þú verður alltaf besti vinur okkar. „Það hesta sem guð hefur skap- að er nýr dagur. “ (Sigur Rós.) Þórir og Logi. #*# Sturla, manstu þegar við vor- um li'til ég, þú, Bergdís ogTrausti og gistum oft heima hjá ömmu og afa í Skeifunni öll saman, amma hafði mikiö lý'rir því að búa um okkur í einu af herbergj- unum uppi á lofti. Oft gistum við heima hjá ykkur og þið hjá okkur og alltaf skcmmtum við okkur jafnvel. Ég veit að þú ert kominn á betri stað núna og þér líður bet- ur. Þetta var búin að vera erfið barátta fýrir þig sem endaði á ósanngjarnan hátt, því þú varst farinn að ná góðum bata. Nú ertu kominn til Guðmundar afa þíns og Viggós afa og ég veit að þeir munu taka vel á móti þér og passa þig. IVlegi guð varðveita þíg- Þin frænka, Hrafnhildur. * * * Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahópinn. Á fyrsta degi nýrrar aldar dó vinur okkar StuIIi af völdum áverka, sem hann hlaut í flugslysi í sumar. Fyrir okkur félagana gátum við ekki hugsað okkur verri byrjun á nýrri öld. Af hverju, af hverju hugsuðum við. Hvernig gat guð gert þetta eftir allan þennan erf- iða tíma sem hann hafði gengið í gegnum eftir slysið? Eftir að hafa séð hann hressan og kátan trúði enginn okkar að hann mundi fara frá okkur. Þrátt fyrir hetju- lega baráttu vannst þessi Ieikur ekki. Það er erfitt fyrir okkur sautján ára félagana að sætta okkur við fráfall hans. Eftir að hafa átt góðar stundir með hon- um í gegnum árin er erfitt að trúa því að þær verði ekki fleiri. Það var aðdáunarvert að fylgjast með baráttu hans við að ná bata og þeim mikla árangri sem við sáum jafnan þegar við heimsótt- um hann. Hann stóð sig eins og hetja í veikindunum og var aldrei á því að gefast upp. Stulli var ein- stakur. Hann var gæddur sérstök- um persónutöfrum, hafði fjörugt og frumlegt ímyndunarafl og framkvæmdi allt sem honum datt í hug, sama hversu flippað það var. Hann var alltaf í góðu skapi og kom okkur ætíð til að hlæja og þess eigum við eftir að sakna mest. Enginn okkar átti jafn auð- velt með að eignast vini og hann og erum við vissir um að hann verður áreiðanlega hrókur alls fagnaðar á þeim stað sem hann er nú. Einhvern tímann eigum við eftir að hittast á ný og þá verður þráðurinn tekinn upp að nýju.Við sendum Kristínu, Frið- riki og Trausta okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að gefa þeim styrk til takast á við lífið án Stulla. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar Stulli. Þinir vinir, Atli, Guðmundur Öm og Steinar Bjarki. Nií samvist þinni ég sviptur er, - ég sé þig aldrei meirl Ástvinir, sem ann ég hér, svo allirfara þeir. Égfelli tár, en hví ég græt? því heimskingi ég erl Þin minning hún er sæl og sæt, og sömu leið égfer. Já, sömu leið! En hvert fer þú? þig hylja sé ég gröf; Þar mun ég eitt sinn eiga hii um ævi svifin höf. En er þin sála sigri kætt og sæla húin þér? Eg veit það ekki! - sofðu sætt! - en sömu leið égfer. (Kristján Jónsson.) f ORÐ PAGSIBIS J 462 184Q íslendingaþættir birtast í Degi alla laugardaga Skilafrestur vegna minningargreina er til þriðjudagskvölds. Reynt er að birta allar greinar eins fljótt og verða má en ákveðnum birtingardögum er ekki lofað. Æskilegt er að minningargreinum sé skilað á tölvutæku formi. x___________________thiémr'_ ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.