Dagur - 13.01.2001, Blaðsíða 4

Dagur - 13.01.2001, Blaðsíða 4
IV- LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MINNINGARGREINAR k-7 TPagMf- Sturla Þór Friðríksson Sturla Þór Friðriksson fæddist í Reykjavík 10. maí 1983. Hann andaðist á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi að kveldi nýársdags, eftir nær fimm mánaða hetjulega bar- áttu við afleiðingar áverka er hann hlaut í flugslysinu í Skerjafirði 7. ágúst 2000. For- eldrar hans eru Kristín Dýr- fjörð, lektor í leikskólafræðum, f. 28.6. 1961, og Friðrik Þór Guðmundsson, blaðamaður, f. 22.9. 1956. Bróðir Sturlu Þórs er Trausti Þór Friðriksson, nemi, f. 13.11. 1979. Unnusta Trausta Þórs er Karólína Jó- hannesdóttir, nemi, f. 2.5. 1980. Móðuramma Sturlu Þórs er Kristín A. Viggósdóttir, sjúkraliði, f. 6.1. 1939. Hennar foreldrar voru Viggó Loftsson, kokkur, og Kristín Þorsteins- dóttir (sem lifir barnabarna- barn sitt). Móðurafi Sturlu Þórs er Birgir Dýrljörð, raf- virkjameistari, f. 26.10. 1935. Hans foreldrar voru Kristján Dýrljörð, rafvirki, og Þorfinna Sigfúsdóttir, matráðskona. Föðuramma Sturlu Þórs er Guðrún Sigurveig Jónsdóttir, húsmóðir, f. 12.7. 1934. Henn- ar forelclrar voru Jón Guð- mundsson, yfirtollvörður, og Jóna Kristrún Jónsdóttir, hús- móðir. Föðurafi Sturlu Þórs var Guðmundur Trausti Frið- riksson, rafmagnsverkfræðing- ur, f. 11.6. 1920, d. 28.9. 1997. Hans foreldrar voru Friðrik Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Akraborgarinnar, og Helga Guðrún Olafsdóttir, húsmóðir. Sturla Þór lauk grunnskóla- námi í Hagaskóla. Eftir hlé í námi og störf hjá verktökufyrir- tækinu Heimi og Þorgeiri og hjá P. Samúelsson (Toyota) skráði hann sig í Fjölbrauta- skólann við Armúla, þar sem hann hugðist hefja framhalds- nám sl. haust. Þær fyrirætlanir urðu hins vegar að engu 7. ágúst sl., er hann slasaðist al- varlega í flugslysinu í Skerja- firði. Háði hann síðan kröftuga baráttu fyrir Iífi sínu næstu mánuði og vann þá margar erf- iðar orrustur, með hjálp frá- bærs heilbrigðisstarfsfólks, að- standenda og traustra vina. Stríðinu lauk hins vegar með ósigri að kveldi íyrsta dags fyrs- ta árs nýrrar aldar. * * * Elsku besti drengurinn minn. Ösköp munaði litlu að þetta tæk- ist hjá okkur. Styrkur þinn og dugnaður kom mér ekki á óvart; þú varst oft og fyrir löngu búinn að auðsýna þessa eiginleika. Bæði andlega og líkamlega. Nær fimm mánaða þrotlaus barátta við afleiðingar flugslyssins er að baki; þar vannstu ótal orrustur með aðdá- anlegum árangri. Hvað eftir ann- að hristir þú af þér erfiðleikana, þannig að jafnvel bjartsýnasta heilbrigðisstarfsfólkið gapti af undrun. I liðlega tvo mánuði héldum við að sigur hefði unnist, en þá hófst lokahrina, sem reyndist þér um megn. O hve sárt ég sakna þín, Stubburinn minn. Mikil reiðinnar býsn hvað þetta er bitur niðurstaða. Hefðbundin huggunarorð duga skammt. Það léttir hins vegar sorgina hversu mikill friður og fegurð var yfir ásjónu þinni eftir að baráttunni var lokið. Þú virtist sáttur og þá verð ég að vera það líka. Eitt af því sem einkenndi þig hvað mest í lifanda lífi var rík réttlætiskennd. Augljóslega er sanngirninni ekki alltaf fy'rir að fara í jarðlífinu. Ég vona að rétt- lætið sé þér að skapi hinum meg- in. Fallegur líkami þinn fær að hvíla milli Guðmundar afa þíns og Jóns langafa, með viðeigandi útsýni yfir Skerjafjörðinn og Borgarspítalann. Eg bið að heilsa öllurn ættingjum ogvinum sem á undan þér fóru. Faðmaðu þau að þér og sömuleiðis það unga fólk sem flugslysið hörmulega svipti lífi. Af ykkur er Jón Börkur nú einn á h'fi og er vonin um góðan bata hans okkur nú enn mikil- vægari en fyrr. Elsku besti Stulli minn. Hversu órækur vitnisburður um persónu þína felst í ástúðlegri og einlægri framkomu og framnti- stöðu þíns stóra vinahóps undan- farna mánuði. Þau hafa veitt okkur ómælanlegan styrk, sem við erum djúpt snortin yfir og ei- líflega þakklát fyrir. Einnig er faglegur og persónulegur metn- aður starfsfólks Borgarspítalans í þína þágu okkur ógleymanlegur. Eg er þess fullviss að þú ert áfram í góðum höndum og byrj- aður að setja mark þitt á lífið hin- um megin. Þú segir ntér allt um það þegar við hittumst aftur síð- ar. Pabbt * * * Eg þakka öllum þeim sem komu nálægt björgun Sturlu, og þá sérstaklega hjúkrunarfólkinu og Hirti lækni, því allt þetta fólk gerði allt sem það mögulega gat til að hjálpa honunt. Síðustu fintm mánuðir hafa verið enda- Iaust erfiðir, en þeir hafa Iíka ver- ið rosalega dýrmætir, því að þú, Sturla minn, fékkst að vita það hversu mikið allir í kringum þig elska þig. Þótt ég væri ekki búinn að segja bless við þig get ég sætt mig við það að þú vissir hversu mikið ég elska þig og mun ætíð gera. Sturla minn, það verður erfitt að gleyma fyrstu nóttinni eftir slysið, það er nokkuð sem ég óska engum manni að þurfa að upplifa. Þú gerðir hvert kraftaverkið á fætur öðru og varst alltaf að koma læknunum á óvart með því að yfirstíga hvert áfallið á fætur öðru, en í Iokin, fimm mánuðum seinna, varstu búinn með alla þá orku sem til var og meira en það. Svona lífsreynsla kennir manni að meta það sem maður á. Ég vildi óska þess að ég hefði lært það með öðrum hætti, en svona vildi guð hafa þetta og því er ekki hægt að breyta. Ég á örugglega aldrei eftir að sætta mig við þetta, en maður verður að læra að Iifa með þessu. Sturla minn, við höfum deilt saman herbergi meirihluta ævi okkar. Ég þekkti þig út í gegn og vissi nánast allt um þig og þú allt um mig. Það er ekki fyrr en ný- lega sem ég áttaði mig á því að þú hefur alltaf verið besti vinur minn. Þessa dagana hafa minning- arnar unt þig verið að streyma um huga ntinn. Það er sérstak- lega ein sem er hvað sterkust, en það er hvernig þú brostir, þú átt- ir svo fallegt bros; svona bros sem smitaði út frá sér og fékk aðra til að brosa með. Þegar þú varst yngri var það enn sterkara því þá voru framtennurnar pínu- lítið skakkar. Þrátt fy'rir öll veik- indin þín náðir þú að brosa á ný, þú náðir að vera þú sjálfur og það er sú minning sem ég mun mest halda upp á þegar ég hugsa um þig- Fyrir þá sem þekkja ekki brosið þitt er nóg að skoða myndina sem fy'lgir greininni og sjá hvern- ig þú brosir með öllu andlitinu. Dauði þinn varð til þess að minna mig á það sem ég á, því stundum veit maður ekki hvað maður á fyrr en rnaður hefur misst það. Ég bið að heilsa afa og langafa. Takk, Sturla minn, fyrir allar þær minningar sem ég á um þig- Takkfyrir allt. Þinn bróðir að eilífn,Trausti. * * * Með þessum orðum kveðjum við þig í bili, elsku Sturla Þór. Baráttunni þinni er lokið og þú ert kominn til afa sem elskaði þig mjög mikið. Mikið er sárt fyrir okkur að missa þig á þessum unga aldri en við viljum þakka guði fyrir þann tíma sem við átt- um saman. Þú varst yndislegur ungur maður sem allir voru stolt- ir af og það hcfði verið heiður að kynnast þér betur. Drottinn er minn hirðir, ntig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótl égfari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér spmti þinn og stafur httgga mig. (23. Davíðssálmur.) Ég leitaði drottins og hann svaraði ntér, frelsaði mig frá öllu því er ég hræddist. Jón (Ottni), Pétur (Diddó), Rúna og amma Guðrún (Búdda). * * * „O/í deyr í haga rauðust rós." Elsku Sturla minn, minn elskulegi langömmudrengur. Nú er búið þitt langa hetjustríð og okkar allra sem höfum beðið og vonað. Allt var gert til að heimta þig úr helju. Læknar og hjúkrun- arlið, sem ég bið guð að blessa og vera ætíð með í starfi, gerðu allt sem hægt var. Þú átt alla þá ást sem mamma þín og pabbi veittu þér og allt þitt fólk sem þjáðist með þér í þessari baráttu. Ég bið að guð gefi okkur öllum styrk. Tíminn linar sársaukann cn læknar hann ekki. Við gleymum þér aldrei. Ég man alltaf þegar mamma þín og pabbi komu til okkar afa þíns í heimsókn með þig nokkurra daga gamlan, svo stolt og hamingjusöm. Þau létu okkur setjast í stól og settu litla prinsinn í fangið á okkur og pabbi þinn tók mynd, þú í fang- inu á mér og afi horfði brosandi á þig. Og nú vona ég að elskan hann afi Viggó og afi Guðmund- ur hafi tekið ástúðlega á móti þér. Það er svo margt sem sækir á hugann. Allar þær stundir sem við höfum kornið saman, skírnin þegar þið bræðurnir voruð skírð- ir saman, allar mörgu stundirnar hjá Lóló ömmu og Bigga afa, fyr- ir utan öll jólaboðin. Seinast sem ég sá þig frískan var á 87 ára af- mælisdaginn minn sem haldið var upp á í fallega garðinum hennar Lólóar önimu. Þú og vin- ur þinn Jón Börkur komuð seint því að þið höfðuð verið að vinna. Þú komst með þínu venjulega hraði og kysstir ömmu gömlu þfnum sérstaka smellkossi á kinnina og óskaðir mér heilla. Svo leið tfminn. Vegir guðs eru órannsakanlegir. Við verðunt að trúa því að okkur sé búinn betri heimur. Elsku Sturla minn, það eru margir sem syrgja þig. Ég er búin að kveðja þig þar sem þú lást svo fallegur í rúminu, þú svafst vær- um svefni, búinn að loka brúnu augunum þínum og friður yfir ásjónu þinni. Elsku ungi langömmudrengurinn minn, far þú í friði, góður guð þig blessi. Hafðu ástar þökk fyrir allt og allt. Elsku Kristín, Friðrik og Trausti minn, Lóló amma og Biggi afi, Guðrún amrna, ég bið góðan guð að styrkja okkur öll. Gott og blessað nýtt ár. Þin langamma t Möðró, Kristín. H- H- H- Elsku Sturla minn. Þegar ég settist hér niður til að skrifa minningar mínar um þig vissi ég ekki á hverju ég ætti að byrja, það er svo ótalmargt sem 'kemur mér í hug. Hvort eitthvað eitt er öðru merkilegra get ég ekki dæmt um því það sem áður var sjálfgefið er í dag tengt minn- ingunni unt þig og allt sem þér viðkemur minnir á þig. Ég man vel þegar jtú fæddist og hversu fyrirferðarmikill þú gast verið sem krakki. Þegar ég var fenginn til að passa ykkur bræðurna klikkaði það alclrei að þú vaknaðir alltaf stuttu eftir að foreldrar þínir fóru út og þurfti ég annaðhvort að ganga með þig um gólf eða leika við þig langt fram eftir nóttu. Þetta eltist sem betur fer fljótt af þér og seinna, þegar þú varst orðinn sjö eða átta ára gamall, fékkstu kraftadellu og varst endalaust að rembast við að ganga með mig um gólf. Seinna eftir að ég kynntist Nínu og eignaðist sjálfur börn gátum við alltaf leitað til jtín eft- ir hjálp við hvað sem var. Man ég sérstaklega vel eftir því jtegar |iú varst ellefu ára og við vorum ný- búin að kaupa okkar fyrstu íbúð. Þá hringdir þú f okkur og spurðir hvort jiú mættir ekki koma og hjálpa okkur við að ntála og ég man hvað við vorum undrandi yfir því hversu afkastamikill jiu varst við að pússa gluggakarmana og hversu vel þú gerðir það. Reyndar varstu orðinn drullu- skítugur í framan, á bolnum og neitaðir að taka þér pásu fyrr en þú varst búinn að klára alla gluggana í íbúðinni. Síðar þegar |)ú varst farinn að passa fyrir okkur voru strákarnir okkar farnir að biðja okkur að fara eitthvað út svo að })ú og Trausti gætuð komið að passa þá og oftar en ekki kom annar ykkar eða báðir. Svo þegar við komum heim var það ósjaldan sem við sátum á kjaftagangi við ykkur fram á nótt. Strákarnir okkar litu mjög upp til ykkar bræðranna sem kom sér vel fyrir okkur þar sem þið hafið verið góðar fyrir- myndir og erum við þakklát fy'rir það. Síðastliðna daga höfum við verið að ræða við strákana okkar urn ])ig og þá hefur minningin um J)ig oftast tengst jiessum stundum þegar þú passaðir þá. Allar stundirnar uppi í Skeifu, þegar j)ið bjugguð til snjóhús, útilegan í Hraunsfirðinum, flutn- ingarnir niður á Mel þar sem J)ið báruð með okkur alla búslóðina og nú síðast undanfarnir mánuð- ir J)ar sem þú barðist fyrir lífi þínu og ætlaðir þér sigur. Þó svo að þessir síðustu mán- uðir hafi verið þér og okkur öll- um erfiðir erura við innilega þakklát fyrir að hafa fengið tæki- færi til að sýna þér hversu vænt okkur þykir um þig og fá að tala við þig. Við söknum þín öll sárt og mikið en eigum |)ó góðar minningar um Ijúfan og kraft- mikinn dreng sem aldrei munu gleymast. Megi algóður guð styrkja okkur öll í þessari miklu sorg en þó sér- staklega Kristínu, Lilló og Trausta. Hvíl í friði elsku vinur og frændi. Tjörvi Dýrfjörð, Nína Hröntt, Sindri Björtt, Daniel Leó og Óliver Goði. * * * Elsku Sturla, ég á erfitt með að skrifa mín hinstu orð til þín - ég veit að ])ú ert farinn og við mun- um ekki sjá ])ig aftur á meðal okkar, en þú munt alltaf, Sturla, lifa í minningunni og þannig vera áfram hjá okkur. Ég á ekki eftir að smella kossi á ungan dreng sem var að verða að fullorðnum manni, ég á ekki eft- ir að rökræða við þig framar en ég mun minnast ])eirra stunda í eldhúsinu í Miðstrætinu þegar ])ú varst að uppgötva kraft rök- ræðna og hvernig ])ú oftast hafð- ir betur. Þú varst með eindæm- um ákveðinn drengur svo að jaðr- aði við þrjósku. Þetta voru eigin- leikar sem fljótt komu í ljós í fari þínu og við þökkuðum öll lyrir þá þegar þú barðist fyrir lífi þínu. Þú barðist af mikilli hetjudáð og þér tókst að koma til okkar aftur og gafst okkur enn fleiri dýrmæt- ar stundir með þér. Með sterkum persónuleika þínum hafðir þú áhrif á alla sem \arkilega kynnt- ust þér og þrátt fyrir að þú sért nú farinn á annan stað, annað plan, aðra vfdd muntu áfram hafa áhrif á líf okkar og styrkja þau böncl sem þú þegar hafðir bundið. Ég er stolt af þér og því að hafa þekkt góðan dreng. Þá, núna og alltaf. Þín móðursystir, Gerður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.