Dagur - 13.01.2001, Blaðsíða 7

Dagur - 13.01.2001, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 13. IANIJAR 2001 - VII Oxgur MINNINGARGREINAR Jónina Brynjólfsdóttír Jónína Brynjólfsdóttir hús- freyja að Asvallagötu 40 í Reykjavík áður í Traðargerði við Húsavík fæddist 12.9. 1906 í Austurkoti á Vatnsleysu- strönd. Hún lést í Landakots- spítala 31.desember s.l. Foreldrar hennar voru Brynjólfur Sigurðsson f. að As- múla, Holtum 10.11.1871, bóndi í Austurkoti á Vatns- leysuströnd, síðar verkamaður í Reykjavík, d. 3.9. 1931 og Geirþrúður Geirsdóttir hús- freyja f. að Bjarnarstöðum, Grímsnesi 13.7. 1872, d. 15.2. 1961. Jónína var yngst þriggja systkina sem upp komust. Hin voru Sigurður Valdimar f. 21.6. 1897 d. 30.ágúst 1984 og Kristín f. 23.9. 1901. d. 23.1 1978 Jónína giftist Stefáni Hall- dórssyni sjómanni 16.5. 1929 f.25.9. 1899 á Hallbjarnar- stöðum á Tjörnesi, d. 9.11. 1940. Jónína bjó í Traðargerði á Húsavík frá 1929 til 1958 og frá þeim tíma í Reykjavík. Jónína og Stefán eignuðust fjögur börn: 1) Bryndís hús- freyja f. 4.7. 1930 giftist Jóni Guðmundi Bernharðssyni f. 21.9. 1930 d. 20.8. 1998. Börn þeirra: Jóna Björg f. 11.3 1952, Stefán Ingi f.30.10. 1954, Bernharð Smári f.3.11. 1960, Bryndís Þóra f. 13.8. 1962 og Guðrún Katrín f. 26.6. 1970. 2) Geir lögreglumaður f. 12.3. 1932 d. 7.6. 1997. Barn með Erlu Hannesdóttur f. 4.4. 1931 Jóhanna f. 9.10.1951. Kvæntist Ólafíu Sigurðardóttir f. 9.8. 1932. Böm þeirra: Sig- urður f. 16.8. 1953, Stefán Rafn f. 16.2. 1956, ívar f. 16.2.1958 og Geirþrúður f. 1.11. 1961. 3) Hörður stýri- maður f. 9.3. 1936, d. 26.1.1984. 4) Stefán Örn vélaverkfræðingur f. 15.2. 1938 kvæntur Gunnþórunni R. Þórhallsdóttur f. 21.5 1941. Börn þeirra: Stefán Geir f. 15.10. 1960, Halla f. 1.12. 1965, Finnur f. 14.10. 1969, og Rebekka f.9.5. 1971. Útför Jónínu fór fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 10. janúar s.I. kl.13.30. Mig langar til að minnast ömmu minnar í fáeinum orðum. Amma Jóna var viskubrunnurinn í fjölskyldunni. Það var svo gam- an að hlusta á hana fara með ljóð og málshætti og alltaf mundi hún þá jafnvel. Þegar ég var lítil og átti að gera málsháttaverkefni í skólanum hringdi ég oft í ömmu og hlustaði á hana fara með fjöl- marga málshætti. Eg skrifaði þá upp eftir henni og fékk alltaf tíu fyrir verkefnin. Amma mundi nefnilega svo marga málshætti sem öðrum voru gleymdir. Eg man hve oft amma talaði um La France-rósina langþráðu og þeg- ar ég vann í garðyrkjunni gerði ég ófáar tilraunir til að hafa upp á henni, en allt kom fyrir ekki. Eg mun halda leitinni áfram og þeg- ar hún finnst ætla ég færa ömmu hana. Amma kom oft í mat til okkar á sunnudögum en það voru ákveðnir dagar þar sem samveru- stundir okkar voru orðnar að ltefð sem erfitt var að rjúfa. Síð- asti jóladagur var því fremur óvenjulegur hjá fjölskyldu minni því amma var ekki hjá okkur. Við höfðum snætt saman á þessum degi sfðustu þrettán ár og að málsverði loknum skiptumst við oft á ýmsum ljóðabrotum. Heim- sókn til ömmu Jónu hefur einnig alltaf fylgt sautjánda júní. Allt frá því að ég man eftir mér fórum við til ömmu í mjólk og kökur. Þegar við systkinin vorum yngri óðum við inn til ömmu á þessum degi með þrjár uppblásnar gasblöðrur sem svifu um íbúðina á meðan við hámuðum í okkur dýrindis veitingar. Þegar við urðum eldri urðu heimsóknirnar fágaðri þar sem við sátum saman og spjöll- uðum í rólegheitunum. Fyrir rúmum tveimur mánuð- um áttum við góða stund saman. Eg kom til hennar á spítalann. Fyrst spjölluðum við um daginn og veginn og þegar við höfðum rætt hann til hlýtar þögnuðum við báðar. Eg hvíslaði að henni að mér finndist stundum svo gott að sitja í þögninni og hún samsinnti því. Við sátum því saman og nut- um nærveru hvor annarar. Eg mun ávallt geyma þessa minn- ingu í hjarta mínu. Þó svo að líkami minn hafi brugðist við andláti ömmu með sorginni, virðist sálin ekki hafa meðtekið raunveruleikann. Það er vegna þess að amma er ekki al- farin og hún mun ávallt búa í hjörtum og minningum þeirra er kynntust henni. Amma hafði rætt þessi tímamót við mig í mörg ár og ég held við vitum báðar að dauðinn er ekki endalok. Hann er hluti af ferli lífsins og um leið byrjun á öðru tilverustigi. Sá sem eftir lifir de)'r þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum }fir. (-Hannes Pétursson) Elsku amma mín það var alltaf svo gott að faðma þig og knúsa. Eg mun ávallt vera hjartakrúsin þín Biyndis Yngvadóttir * * * Það eru ljúfar minningar sem koma upp í hugan þegar ég minnist Jónínu (Jónu) Brynjólfs- dóttur, sem var amma Jónu Bjargar konu minnar. Þær nöfnur voru alla tíð góðar vinkonur og á milli þeirra var sterk taug sem átti rætur frá þeim tíma er Jóna passaði þau Jónu Björgu og Stefán Inga bróð- ur hennar í Traðargerði á árun- um 1953-1958 þegar Bryndís móðir þeirra var að vinna á Húsavíkurspítala. Þetta tímabil er umvafið ævintýraljóma sem oft var tilefni til upprifjunar og engu líkara en þar hafi verið heilt konungsríki með víðfeðmar Iend- ur og fjölmenna hirð þar sem amma Jóna var drottningin. Traðargerðisbýlið var ofan við Húsavíkurkaupstað á fallegu bæjarstæði.1 Þaðan var víðsýnt yfir Skjálfanda með Kinnarfjöllin í bakgrunni. Húsið frá 1904 var ein hæð með risi og kjallara byggt úr rekaviði en veggir úr torfi, grjóti og hvalbeinum. Umhverfis voru grösug tún og bæjarlækur rann austan við húsið. Jóna ólst upp á Vatnsleysu- strönd og gekk þar í barnaskóla og tók þátt í þeim störfum sem tilheyrðu lífinu við sjávarsíðuna. A unglingsárunum fór hún í vist til Reykjavíkur þar sem hún gætti barna hjá kaupmannsfjöi- skyldu í Þórshamri við Templara- sund og var sá tími henni mjög minnisstæður. Á árinu 1928 var hún á leið í kaupavinnu með strandferðar- skipi norður á Langanes og kynnst þá ungum myndarlegum manni, Stefáni Halldórssyni sem var að koma af vertíð frá Suður- nesjum. Þau felldu hugi saman og voru ári síðar gift af séra Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti. Þau fluttu til Húsavíkur og bjuggu f Traðargerði ásamt for- eldrum Stefáns þeim Ingibjörgu Stefánsdóttur og Halldóri Niku- lási Sigurjónssyni. Stefán stund- aði hefðbundinn sauðfjárbúskap og gerði tilraunir með silfurref- arækt. Hann fór til Noregs til að kynna sér slíkt eldi og einnig verkun á saltkjöti. Stefán var sjómaður og var stundum leitað til hans þegar vélamann vantaði á sjó. Haustið 1940 tók hann að sér þrjá róðra með opnum vélbáti. Þegar kom að þriðja róðrinum var farið út í blíðskapar veðri, sem breyttist eins og hendi væri veifað í grenj- andi stórhríð og mikið brim. I sjóferð þessari drukknaði Stefán en tveir bátsfélagar hans komust Iífs af. Nú stóð jóna ein uppi með fjögur ung börn og þarf ekki að orðlengja að lífsbaráttan hefur verið hörð. Segja má að með þrautseigju og mikillri vinnu hafi henni tekist að halda fjölskyld- unni saman. Hún hélt búrekstr- inum áfram með kindur, kýr og hænur og seldi m.a. mjólk til Húsavíkurspítala. Haustið 1958 brá hún búi og flutti ásamt Bryndísi og hennar börnum til Reykjavíkur. Eftir komuna suður vann hún um tíma á Hrafnistu og síðan tók hún að sér ummönnun á heimil- um tveggja aldraðra kvenna. Hún bjó ýmist ein eða með Herði syni sínum og síðasta aldarfjórð- unginn að Ásvallagötu 40. Fáum hef ég kynnst á lífsleið- inni með jafn gott minni og Jóna hafði og átti það jafnt við um vís- ur, málshætti, frásagnir, síma- númer og afmælisdaga. Það var margur fróðleiksmolinn sem ég nam í ökuferðum á milli Skóla- gerðis og Ásvallagötu. Þá naut ég þess að leiða tal okkar til gamla tímans og fræddist m.a. um dag- leg líf við Vatnsleysuströnd í byrj- un aldarinnar, um þjóðleiðina milli Reykjavíkur og Suðurnesja og margt fleira sem var mér til gagns og gamans. Ekki verður Jónu minnst án þess að rifja upp áhuga hennar á blómum og bókalestri. Þar skal sérstaklega nefna La France rós- ina sem hún taldi fegurst rósa með stóran bleikan blómknúpp og yndislegan ilm. Þessi rós átti hug hennar lrá því að hún á fimmtánda ári fékk afskorna rós að gjöf. Seinna eignaðist hún rósina í potti sem glataðist þegar Jóna lá á Akureyrarspítala 1954. Fyrir nokkrum árum tókst mér að útvega stikling úr Grasagarðin- um, sem virtist ætla að koma til en náði því miður ekki að festa rætur. Eftir það voru gerðar fleiri tilraunir og La France rósin var óþrjótandi umræðuefni. Bóka- lestur var ein helsta ástríða Jónu og ræddum við oft lesefni henn- ar sem spann all vítt svið frá róm- antískum ástarsögum til sagn- fræðilegs fróðleiks. Þegar sjónin fór að daprast komst hún upp á lag með að hagnýta sér hljóð- spóluþjónustu Blindra-bóka- safnsins sem vikulega færði henni nýjar bækur sem stytti henni stundirnar. Jóna bjó á Ásvallagötunni fram á s.l. sumar og kunni því sjálfstæði vel. Hún hefði ekki getað búið ein svo lengi nema til hefði komið hjálp- arhönd þeirra Stefáns Arnars og Gunnþórunnar sem sinntu henni eins og best var á kosið. Að lokum vil ég þakka Jónu þann hlýhug og vináttu sem hún ávallt sýndi mér, Jónu Björgu og börnunum. Minningar um ótal- margar ljúfar samverustundir munu Iifa með okkur um ókom- inn tíma. Yngvi Þór Loflsson Elskuleg móðir mín Bjargey Ólafsdóttir frá Brekku Glerárhverfi lést á Dvalarheimilinu Hlið Akureyri 8. janúar. Jarðsett verður frá Glerárkirkju mánudaginn 15. janúar kl.14.00 Fyrir hönd ættingja Ólafur Gunnarsson. Akureyri Vinátta ykkar og einstakur hlýhugur hafa verið okkur ómetanlegur styrkur í erfiðum sporum lífsins. Guð blessi ykkur öll. Ragnhildur Thoroddsen Ólafur Björn og Siguröur Árni Svanbergssynir Fanney Svanbergsdóttir Útfararskreytingar kistuskreytingar, krossar, kransar, blómaskreytingar, blómvendir, Sími 461 5444 Glerárgata 28. Akureyri Býflugan og blómið — EHF www.visir.is FÝRSTUR með fréttirnar jt' 4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.