Dagur - 17.01.2001, Blaðsíða 1

Dagur - 17.01.2001, Blaðsíða 1
Neitar að greiða kvótaseKnna Vatueyrarmálið komið til Maimréttindanefiid- ar Sameinuðuþjóð- anna. Varað við því bréflega að sjómaður- inn verði hnepptur í fangelsi. Höfiun ekkert bréf séð enn, segja fangelsismálayfírvöld. Lögmaður Björns Kristjánssonar, sjómannsins sem aflaði fiskjar á Vestfjörðum án þess að hafa til þess veiðiheimildir, hefur ritað Fangelsismálastofnun bréf þar sem varað er við því að dómi Hæstaréttar verði fullnustað. Hæstiréttur komst að annarri nið- urstöðu en undirréttur og dæmdi Bjöm til greiðslu sektar vegna fisk- veiðibrots. Björn hefur ekki greitt sektina og má því búast við fang- elsisvist. Mál hans er á saina tíma rekið í útlöndum. Annarlegir sérhagsmunir I bréfi lögmannsins, Lúðvíks Kaaber, seg- ir að Mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf hafi ákveðið í nóvember að taka dóminn til athugunar í tilefni af kæru Bjöms. Hann telur að með dómin- um hafi verið framið brot gegn alþjóðleg- um mannréttinda- samningum og gerir sér vonir um að kær- an leiði til þess að aftur verði komið á þeim stjórn- skipunarlögum í landinu sem giltu fram að uppkvaðningu dómsins. „...og að viðurkennt verði á al- þjóðavettvangi að umbjóðandi minn var, að kröfu aðila sem skor- ti alla formlega og lagalega stöðu gagnvart réttinum, dæmdur til refsingar í því skyni að verja annar- lega og ólöglega sérhagsmuni. Byggist von þessi einkum á því, að ráðherrum og sér- hagsmunaklíkum muni reynast þyngra í vöfum að beita al- þjóðlegar mannrétt- indastofnanir þrýst- ingi eða hótunum en Hæstarétt Islands," segir í bréfinu. Aflsmunar neytt? Ennfremur segir lög- maðurinn: „Hvernig sem þér kunnið að skilja stöðu yðar inn- an hins íslenzka refsivörzlukerfis tel ég ástæðu til að vekja athygli yðar á siðferðilegri ábyrgð yðar og þeirri ábyrgð, sem þér kunnið að bera að alþjóðalögum sem íslenzk ríkisstofnun, ef þér afturkallið ekki fyrirmæli yðar til lögreglustjórans í Reykjavík um fullnustu dómsins. Og síðar: „Um- bjóðandi minn hefur að sjálfsögðu aldrei verið annað en peð í þeirri refskák sent tefld hefur verið... Fullnusta dómsins þar á ofan felur ekki annað í sér en að neytt er afls- munar gagnvart manni þessum." Lögmaðurinn vísar til alþjóða- laga í bréfi sínu og segir að til að afstaða umbjóðanda hans fari ekki milli mála sé rétt að taka fram, að „hvernig sem þér kunnið að taka ofangreindri ábendingu og viðvör- un mun hann ekki greiða eitt eða neitt af því fé sem dómurinn kveð- ur á um að greitt skuli, hvorki sekt né annað." Ekkert bréf séð Guðgeir Eyjólfsson, settur fangels- ismálastjóri, sagðist aldrei hafa heyrt af þessu bréfi þegar Dagur innti hann viðbragða við málinu í gær. Hann kannaðist ekki við að hafa veitt því móttöku og gat því ekki tjáð sig um hugsanleg við- brögð. Samkvæmt afriti bréfsins er það dagsett 11. janúar sl. en ekki liggur fyrir hvenær það var póst- lagt. Ljóst er a.m.k. að það hefur enn ekki borist inn á borð yfirvalda fangelsismála en þó er tekið fram að það hafi einnig verið myndsent. - Bt> Sjómadurinn í Vatneyrar- málinu var ekki annað en peð í refskákinni, segir Lúð- vík Kaaber lögmaður hans. Laxinii ótryggður Um helmingur af öllum eldislaxi Rifóss í Kelduhverfi, um 450 tonnum, drapst á skömmum tíma um helgina. Astæður þessa liggja ekki fyrir en ýmislegt bend- ir lil að baktería sem lifir í vötn- um sé orsakavaldurinn en ekki sjúkdómur. Laxinn sem eltir lifir er í fullkomnu lagi og varð ekki fyrir neinum áhrifum. A þessu stigi er ekki ljóst hversu mikið tjónið er, en það skiptir lugum milljóna og bætur koma ekki fyr- ir því laxinn var ekki tryggður. Starfsmenn Rifóss höfðu í mörg horn að líta í gær þegar Dag bar að garði. Noklírir voru að vinna við srníði á dælu sem nota á við að ná dauða Iaxinum upp af botni kvíanna. Um 9 tonn af dauðum laxi sent þegar var búið að ná upp var í körum og ófögur sjón að sjá þetta gríðarlega magn stórlaxa sem væntanlega verða bræðslunni að bráð, en er þó varla nema brot af því magni sem drepist hefur. Sjáfrétt og myndir á bls. 12-13. Hér má sjá hluta af dauða laxinum, en í gær var búið að háfa upp um 9 tonn og setja i kör. Það er þó ekki nema brot afdauða fiskinum, mest afhonum Hggur á botni kvíanna. Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Óþinglegt íriiinvarp „Frumvarpið er borið fram með venjulegum og lögformlegum hætti og er það staðfest með und- irskrift forseta Islands, eins og nauðsynlegt er um stjórnarfrum- vörp. Það fullnægir því öllum formskilyrðum - en síðan er það Alþingi eitt sem ræður afdrifum þess. Eg get svo sagt frá sjálfum mér að ég er ósammála þeirri full- yrðinu að frumvarpið brjóti í bága við stjómarskrána, enda eru engin rök færð fram fyrir því í bréfi þre- menninganna," segir Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Formenn stjórnarandstöðu- flokkanna þeir Ossur Skarphéð- insson, Steingrímur J. Sigfússon og Sverrir Hermannsson hafa sent Halldóri Blöndal, forseta Alþingis eftirfarandi bréf þar sem segir að álit þeirra sé að frumvarp til laga um alniannatryggingar sem nú liggur fyrir Alþingi og á að ræða í dag sé óþinglegt. Það styðja for- mennirnir með þeim rökum að frumvarpið, ef að lögum verður, hrindi dómi Hæstaréttar sem byggður er á ákvæðum stjórnar- skrár lýðveldisins, en ákvæði stjórnarskrárinnar hafa þingmenn lagt við drengskap sinn að virða. Fráleitt sé að fram komi frumvarp tii laga á Alþingi, sem inniheldur lagaákvæði, sem brjóta í bága við stjórnarskrá. „Því er frumvarpið með öllu óþinglegt og bcr að vísa því frá sem óhæfu til afgreiðslu á hinu háa Al- þingi. Krafist er úrskurðar hæst- virts forseta um þetta efni, enda liggi sá úrskurður lýrir áður en frumvarpið verður tekið til um- ræðu," segir orðrétt í bréfinu sem óskað er eftir að forsetinn svari áður en frumvarpið verður tekið til umræðu á Alþingi í dag. Óvenjulegt Halldór Blöndal segir það vera óvenjulegt að forseti Alþingis sé krafinn um úrskurð af þeim toga sem formenn stjórnarandstöðu- flokkanna óska nú eftir. Það sé í raun lýrst og síðast hlutverk forset- ans að gæta þess að framsetning lagafrumvarpa sé rétt, en ekki úr- skurða um hvort þau brjóti í bága við stjórnarskrá. - S.DÓFt/sBS f

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.