Dagur - 17.01.2001, Blaðsíða 16
16- MIBVIKVDAGVR 17. JANÚAR 2001
mml
LANPiWM
„Fyiir þetta liflr maður“
Vladimir Ashkenazy á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands i gær. mynd: þök
Vladi mirAshkemzy er
kominn afturhmgad til
lands að stjóma Sinfón-
íuhljómsveit íslands.
Hljómsveitarstjórinn og píanó-
leikarinn Vladimir Ashkenazy er
enn íslenskur ríkisborgari, þótt
hann búi í Sviss og hafi það að
aðalstarfi að vera tónfistarstjóri
Tékknesku íilharmómusveitar-
innar.
Hann var einn helsti hvata-
maður að stofnun Listahátíðar í
Reykjavík á sínum tíma og hefur
komið þar fram oftar en nokkur
annar listamaður, ýmist sem pí-
anóleikari eða sem hljómsveitar-
stjóri, síðast fyrir fimm eða sex
árum. betta er þó í fyrsta skipti í
meira en tuttugu ár sem hann
stjórnar sinni gömlu hljómsveit,
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Ashkenazy hefur einbeitt sér
meira að hljómsveitarstjórn und-
anfarinn áratug, en kemur engu
að síður reglulega fram sem ein-
leikari á píanó. Hann er spurður
hvort hann ætli að hafa þann
háttinn á áfram.
„Já, ég ætla að halda því
áfram eins lengi og mögulegt
er,“ segir hann.
- Ertu að ferðast megnið af
árinu?
„Já, það má segja það. Ég
held þó jólunum fyrir mig og
sumrinu.
- Hvenœr komstu síðast til
íslands?
„Síðast var ég hérna í
nokkra daga sumarið 1999, en
ég reyni að koma hingað eins
oft og ég get. En sjaldnar á vet-
urna. Pað;er langt síðan ég hef
komið hingað að vetri til, vegna
kuldans og myrkursins. Ég vil
frekar koma á sumrin, nema ég
sé með tónleika."
- Hvers konar tilfinning er
það að koma núna að stjórna
þessari hljómsveit?
„Það er mjög góð tilfinning.
Ég er fagmaður og kem hingað
til þess að halda góða tónleika.
Ég fæ mjög góð viðbrögð frá
hljómsveitinni, þau eru mjög
vingjarnleg, fagmannleg og
með athyglina vakandi. Þetta
eru góðir tónlistarmenn. Fyrir
þetta lifir maður. Ég ferðast
stöðugt og er að stjórna öllum
bestu hljómsveitum heims. Það
veitir manni mikla ánægju.“
- Pú segir að Sinfóníuhljóm-
sveitin hafi breyst. Er hœgt að
segja að þetta sé í raun sama
hljómsveitin lengur?
„Nei, mér flnnst hún vera
gerólík núna. En 23 ár eru
langur tími. Ef ég hefði hlustað
á þá hljómsveit í gær og þessa í
dag, þá er hún tvímælalaust
miklu betri núna.“
- Þú vissir það áður en þú
komst?
„Já, ég vissi það vegna þess
að ég hafði heyrt hljóðritanir á
diskum, sem eru mjög góðar.
Það er mjög fagmannlega gert.
Ég hafði líka heyrt það frá fólki
sem kom hingað og hafði heyrt
í hljómsveitinni. Hún er miklu
betri."
Þegar Ashkenazy hætti sem
stjórnandi Sinfóníuhljómsveit-
arinnar fyrir meira en tveimur
áratugum voru mikil sárindi á
báða bóga út af deilumálum
sem flestir hafa sennilega
gleymt hver voru. Ashkenazy er
spurður hvort eitthvað sé óupp-
gert af þessum málum frá enn-
þá?
„Nei, í rauninni ekki. Ég held
að sumir hafa haft þörf fyrir að
vera mjög árásargjarnir. Það er
allt og sumt. En maður gleymir
slíku. Það er betra að muna
frekar eftir því sem gott var.“
- Eru einhver andlit ennþá í
hljómsveitinni sem þú þekkir
frá því áður fyrr?
„Já, Kristján sem leikur á
fyrsta óbó, nokkrar konur í ííðl-
unum og Ruth eiginkona Björns
menntamálaráðherra. Ég þekki
hana mjög vel. Guðný leikur ekki
með núna, hún veiktist eitthvað
held ég. Þannig að þetta eru fjór-
ir eða finnn í allt. Hitt er allt
mjög ungt fólk, og mjög góðir
hljóðfæraleikarar. Fyrsti selló-
leikarinn er frábær, og Sigrún
konsertmeistari er mjög góð,
mjög fagmannleg. Þau eru öll
mjög góð, maður sér hvernig
þau leika með vakandi athygli
og með tilfinningu fyrir því sem
þau eru að gera. Já, og Daði,
sem hét Duncan áður. Eg man
eftir honum, hann lék þá á ann-
að óbó en er núna kominn á
fyrsta óbó.“
Tvö öndvegisverk eru á efn-
isskrá tónleikanna næstkom-
andi fimmtudag, Sinfónía nr. 9
eftir Dímitrí Sjostakovitsj og
Ljóð af jörðu eftir Gustav Ma-
hler.
„Þetta er frábær tónlist,"
segir Ashkenazy. „Stórkostleg.
Verkið eftir Mahler er sérstak-
lega yndisleg tónlist, ódauðleg.
Alveg hreint ótrúleg. Og Shosta-
kovitsj er ákafiega skemmtileg-
ur. Þetta er sínfónía sem fjallar
um smámuni og mikinn harm-
leik, en gerir það samt á mjög
samþjappaðan hátt, mjög hratt.
Kommúnistaflokkurinn bað
Sjostakovitsj um að semja sig-
ursinfóníu að seinni heimstyrj-
öldinni lokinni. Og hann kom
með þetta verk, sem hljómar
ekki eins og sigurtónlist. En
hann gat ekki samið slíka tón-
list því honum leið ekki þannig.
Og þeir þoldu hann ekki fyrir
vikið. Hann var beðinn um að
semja dýrðaróð til Sovétríkj-
anna, en hann gat það ekki.“
-GB
„Ég fagna þessum fréttum þvi mér finnst kominn timi tii að þörf sjálfstæðu
ieikhúsanna sé svarað vegna þess að framlag þeirra tii menningar í Reykjavík
er orðið svo stórt, segir Þórarinn Eyfjörð, formaður bandalags sjálfstæðra
ieikhúsa.
Borgarráð samþykkti í
gærað hækka framlög
til starfsemi sjálf-
stæðra leikhópa í borg-
inni verulega á næstu
árum. Á þessu ári
verða þau sex milljónir
króna en sú tala tvö-
faldast á næsta ári og
árið 2003 ergert ráð
fyrir 15 milljónum
króna tilþessarar
menningarstarfsemi.
í greinargerð með tillögunni
segir að mikil gróska hafi verið
í starfi sjálfstæðu leikhúsanna
undanfarin ár og að þau gegni
mikilvægu hlutverki í grasrótar-
starfi. Framlag þeirra til lista
og menningar sé mikilvægt fyrir
allan þroska og framþróun leik-
listarinnar, ekki síður en þorska
þeirra listamanna sem þar
starfi á hverjum tíma.
„Þetta eru ánægjulegar frétt-
ir,“ sagði Þórarinn Eyfjörð for-
maður Bandalags sjálfstæðra
leikhúsa er blaðamaður l'ræddi
hann um þessa nýju samþykkt
borgarráðs. Hann sagði banda-
lagið hal'a unnið að því í mörg
ár að reyna að laga starfsum-
hverfi sjálfstæðu leikhúsanna
og að þarna væri eflaust verið
að bregðast við þeirri þróun
sem þegar hefði átt sér stað.
„Ég get ekki mikið sagt um
akkúrat þessa tillögu því ég hef
ekki séð hana og ekki fengið
tækifæri til að kynna mér efni
hennar. En ég fagna henni því
mér finnst kominn tími til þess
að þörf sjálfstæðu leikhúsanna
sé svarað vegna þess að fram-
lag þeirra til menningar í
Reykjavík er orðið svo stórt."
All Ieikhús atvinniunaiuia
Að sögn Þórarins eru 27 mis-
stór félög og sviðshópar innan
bandalagsins. Þau eru öfl hér í
Reykjavík að undanskildu Her-
móði og Hávör sem hefur lög-
heimili í Hafnarfirði. „Þetta eru
allt leikhús atvinnulistamanna
og það er ótölulegur fjiildi af
fólki sem vinnur að leiklist á
þessu svæði. Þarna eru stór
leikhús eins og Hafnarfjarðar-
leikhúsið, Leikfélag Islands,
Möguleikhúsið, Kaffileikhúsið
og fleiri og fleiri, „ segir Þórar-
inn og bætir við að á síðasta ári
hafi frumsýningar sjálfstæðu
leikhúsanna verið 36 talsins,
þar af 25 íslensk verk. „Það eru
fáir, ef nokkrir, sem sinna ís-
lenskri leikritun jafnvel og þeir
sem vinna í sjálfstæðu leikhús-
unum, segir hann.
Hann kveðst líka vilja vekja
athygli á því að þessi leikhús
skili heilmiklum peningum til
borgarinnar. Það segi sig sjálft
að þegar haldið sé úti leikhúsi
atvinnumanna þá þurli það
margs við. „Leikhúsin kaupa
þjónustu af fjölmiðlum, iðnað-
armönnum, þeim sem reka
fasteignir og fjölmörgum öðr-
um, þannig að leiklistin hefur
atvinnuskapandi áhrif.“
Fagnar viðbótmnl
Þórarinn segir borgina hafa ár-
lega veitt sjálfstæðu leikhópun-
um samtals um fimm milljóna
króna styrki til einstakra verk-
efna og ástæða sé til að fagna
þeirri viðbót sem þessi nýi
samningur feli í sér. þótt aukn-
ingin komi ekki að ráði fyrr en
á næsta ári. En býst hann við
að stóru leikhúsin taki til sín
mest af styrkjunum? „Ég get vel
ímyndað mér að þetta sé meðal
annars hugsað fyrir þá leikhópa
sem eru með fasteignir í rekstri
í borginni. Það kæmi mér ekki á
óvart þótt ég vilji ekkert full-
yrða um það.“ gun.