Dagur - 17.01.2001, Side 2

Dagur - 17.01.2001, Side 2
2 - MIDVIKVDAGUR 17. J A N Ú A R 200 1 IWur , FRÉTTIR ImtanlandsfLugið til Hafnarfjarðar? Ýmsar hugmyndir eru uppi um framt/d flugvallarins í Vatnsmýrinni og var saman- burður á kostnaði ýmissa hugmynda kynntur i Ráðhúsinu í gær. Kemur sterkt út í samanburðarkostnaði við aðra möguleika. Kosiö liklega 17. mars n.k. Yfirgnæf- andi stuðningur við kosningar. Overulegur munur virðist vera á samanburðarkostnaði hvort ráð- ist verði í breytingar á Reykjavík- urflugvelli 1' Vatnsmýrinni með nýrri AV-braut út í Skerjatjörð, byggður verði nýr innanlands- flugvöllur sunnan Hafnarfjarðar eða að miðstöð innanlandsflugs- ins verði flutt til Keflavíkur. I samanburðarkostnaðinum er Skerjaljarðarleiðin metin á 6,4 milljarða, Hafnarfjarðarkostur- inn á 5,7 milljarða og Keflavík á 5,8 milljarða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að það komi á óvart hversu flugvöll- ur í nágrenni Hafnarfjarðar kem- ur sterkt út í þessum saman- burði. Fjórir kostir Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem borgarstjóri efndi til í gær. Þar var kynnt greinargerð um flugvallarhugmyndir á höf- uðborgarsvæðinu sem unnin var á vegum samvinnunefndar um svæðisskipulag fyrir höfuðborg- arsvæðið. Þar eru lagðir fram fjórir kostir um hugsanlega möguleika á breytingum á flug- vellinum ef hann verður áfram í Vatnsmýrinni. I þeim öllum er gert ráð fyrir tveimur flugbrautum en með mismunandi útfærslum. Allar þessar leiðir Iosa töluvert land- rými en Skerjafjarðarleiðin sýnu mest, eða 75 hektara. Það er um helmingur af llugvallarsvæðinu. Talið er að hægt sé að byggja 25 íbúðir á hektara, eða sem jafn- gildir 25 störfum. Þá er ekki ólík- legt að hægt verði að fá minnst 20 milljónir króna fyrir hvern hektara á svæðinu í útboði. Ófýsilegt í greinargerðinni kemur það hins vegar fram að flugmála- stjórn telur það ekki fýsilegt að flytja innanlandsflugið á völl sunnan Hafnarfjarðar vegna óhagstæðs veöurfars og nálegðar við Keflavíkurflugvöll. Þá virðast lítil líkindi á því að ráðist verði í gerð flugvallar á Lönguskerjum og m.a. vegna mikils kostnaðar. Veðjað á 17. mars A fundinum kom einnig fram að borgarráð frestaði enn um sinn á fundi sínum í gær að taka ákvörðun um þá valkosti sem borgarbúuni verður boðið upp á í áformuðum kosningum um framtíðarnýtingu Vatnsmýrinnar og um kosningadag. Borgarstjóri telur þó miklar líkur að ákvörðun um þessi mál verði tekin á næsta fundi eftir viku og ekki ólíklegt að atkvæðagreiðsla um völlinn í Vatnsmýrinni verði þann 17. mars n.k. Þá virðist sem yfirgnæfandi meirihluti borgarbúa sé með- mæltur því að kosið verði um framtíð Vatnsmýrinnar, eða 82%. Sömuleiðis ætla 77% að taka þátt í kosningunum. Þetta kom fram í könnun sem Gallup gerði fyrir borgarstjórn dagana 1 5.des- ember til 15. janúar sl. Urtakið var 877 manns og svöruðu 63,3% þeirra. - GRH Dýralæknar til Noregs Guðni Ágústs- son landbún- aðarráðherra upplýsti það í umræðum á Alþingi í gær, þar sem fram fór utandag- skrárumræða um írskt nautakjöt og önnur innflutt matvæli, og fósturvísum úr norskum kúm var blandað inn í umræðuna, að hann hefði ákveðið að senda Halldór Run- ólfsson yfirdýralækni og Sigurð- ur Sigurðarson dýralækni að Keldum til Noregs vegna fóstur- vísamálsins. „Eg hef rætt um það við yfir- dýralækni að hann, strax eftir næstu mánaðamót, fari enn eina ferð til Noregs og hafi með sér í þeirri för Sigurð Sigurðar- son dýralækni á Keldum til þess að fara á nýjan leik yfir öll grundvallarmál í þeim efnum. Til þess að alls öryggis sé gætt og að við getum gripið í tau- mana, hvenær sem er, ef þess þarf með,“ sagði Guðni Ágústs- son. Hann tók fram að bæði í þessu máli sem og innflutningi á matvælum yrði fariö yfir öll lög og reglur og allt gert sem í mannlegu valdi stendur til að gæta ítrustu varúðar. - s.DÓR Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Vilja baima inn- flutning nautakjöts Alþingismeim flestir á því að bauna eigi inufluting á nauta- kjöti frá löndum þar sem kúariða hefur komið upp Innflutningur á írsku nautakjöti fyrir jólin var til umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær. Það var Þuríður Backman sem hóf um- ræðuna. Hún benti á að kjöt sko- rti ekki á Islandi og svona inn- flutningur væri bara til þess að gera íslenskum bændum erfiðara fyrir að selja sitt kjöt. Hún sagði líka að það væri alvarlegt mál að flytja inn kjöt frá löndum þar sem kúariða hefði komið upp eins og á Irlandi. Gæta ætti mik- illar varúðar við innflutning á er- lendum matvælum. Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra var til varnar. Hann minnti á hverjir það voru sem Þuríður Backman hóf umræðuna. vildu að við gengjum í GATT á sínum tíma. Við því hefði hann og aðrir framsóknarmenn varað. En það væri vegna aðildar okkar að GATT að hægt er að flytja inn erlend matvæli. Hann sagði að nú væri Eiríkur Tómasson lagaprófessor að fara yfir öll Iög og reglugerðir þessu viðkomandi íýrir ráðuneytið og skoða hvort hægt væri að herða svo lögin að innflutningur er- lendra matvæla frá löndum þar sem veiki hel’ur komið upp verði hannaður. Það sagðist ráðherra vilja gera. Bairna íimflutning Margir tóku til máls í umræð- unni og skömmuðu Guðna fvrir að hafa ekki betri stjórn á undir- sátum sínum, ráðuneytisstjóra og yfirdýralækni, sem hefðu leyft þennan innflutning. Jón Bjarnason sagði að það hefðu verið gerð mistök með að leyfa innflutninginn á írska kjöt- inu. Guðjón A. Kristjánsson gagnrýndi þá sem hafa verið að hvctja lil innflutnings erlendra matvæla. Allir sem til máls tóku hvöttu til þess að innflutningur á nauta- kjöti og vörum unnum úr nauta- kjöti yrði hannaður frá kúariðu- löndum eins og svo mörg lönd hefðu gert. - S.DÓR Aldrei færri reykt Daglegar reykingar íslendinga mældust minni á árinu 2000 en nokkru sinni frá upphafi slíkra mælinga samkvæmt frétt frá Tó- baksvarnarnefnd, sem að vonum þykir þetta fagnaðarefni. Um 25% landsmanna á aldrinum frá 18 ára til sjötugs reykti daglega í fyrra, 25,5% karla og 24,4% kvenna. Urtak kannananna, sem gerðar eru fyrir Tóbaksvarnar- nefnd, er 1.400 manns hverju sinni og nær til landsins alls. Skipting þátttakenda eftir at- vinnugreinum leiðir í ljós að dag- legar reykingar eru Iangminnstar til sveita, þar sem aðeins 16% fólks í landbúnaði reykir daglega. Næstlægst var hlutfallið, 22%, meðal starfsfólks í opinberri þjónustu og kringum 27% meðal starfsmanna í iðnaði, verslun og þjónustu. Hæst hlutfall reyk- ingamanna, rúmlega 29%, fannst í sjávarútveginum. Fyrir 15 árum reyktu 40% landsmanna á fyrrnefndum aldri. Daglegar reykingar hafa síðan minnkað jafnt og þétt, f 33% árið 1990, um 30% árið 1996 og áfram niður í 25% í fyrra sem áður segir. - HEi Margir á liliöarlíiiuimi „Það var frekar rólegt yfir viðskiptun- um, en eftirspurnin er engu að siður nokkur og á hliðarlínunni eru all- margir sem hafa áhuga á að kaupa bréf,“ segir Sævar Helgason, fram- kvæmdastjóri Islenskra verðbréfa. Aflétt var í gær viðskiptabanni með hlutabréf í deCode sem ke5<pt voru áður en félagið var skráð á bandaríska Nasdaq-markaðinn sl. sumar. Þau eru um 70% hlutafjár í félaginu. Um það bil 6.000 Islendingar keyptu bréf í deCode þá á gráa markaðinum hér heima, þ.e. áður en bréf voru sett í bindiskyldu. Síðan þá hefur gengið lækkað mikið. Síðdegis í gær var gengi 9,3 dollarar á hlut og lækkaði um 1 til 2% yfir daginn - en Nasdaq vísitalan fór hins vegar niður um nokkru meira. - SBS. Uppsagnir í viðhaldsstöö Fyrirnugað cr að segja upp rösklega fimmtungi starfsmanna í við- haldsstöð Flugleiða á Kenavíkurflugvelli. Þetta kom fram á fundi með starfsfólki í gær og ástæðan er verkefnaskortur. Ekki hefur tek- ist að tryggja stöðinni erlend viðhaldsverkefni eins ráð var f\'rir gert. Að óbreyttu myndi eigin viðhaldskostnaður Flugleiða hækka veru- Iega. I viðhaldsstöðinni starfa um 220 manns, en nú er talið að þurfi að fækka um 38 Ilugvirkja og 10 almenna starfsmenn. Sævar Helgason. Aslan í lausu lofti „Aslan var búinn að fara í gegnum miklar hörmungar og kom til ís- Iands af því að hann frétti að hér væri friðsælt og gott fólk. En hann hefur aðeins kynnst hörkunni sex,“ segir íslensk eiginkona Tjetjenans Aslan Gilaev, sem enn dvelur á lslandi þrátt fyrir að dómsmálaráðu- neytið hafi endanlega synjað honum um dvalarleyfi 18. desember sl. - og þar með atvinnuleyfi. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra rökstuddi synjunina með því að benda á að lög hafi verið brotin á honum og með vísan til mannúðarsjónarmiða og fjölskylduaðstæðna. Síðan hefurAslan mátt búast við því að hvaða dag sem er framfylgi yfirvöld synjun Sólveigar og vísi honum úr landi. - fþg

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.