Dagur - 19.01.2001, Side 2
2 - FÖSTUDAGUR 19. JANÚAH 2001
AKUREYRI NORÐURLAND
Gæruskortur ógn-
ar Skiimaiðnaði
Mikil vonbrigði með
rekstur síðasta árs, að
sögnfmmkvæmda-
stjóra Skinnaiðnaðar.
Jákvæð teikn sjástþó
á lofti.
Aðalfundur Skinnaiðnaðar hf.
fyrir rekstrarárið 1999-2000
var haldinn á Akureyri í fyrra-
dag og kom þar fram að óttast
er að gæruskortur geti orðið
fyrirtækinu vandamál. Fjár-
hagsstaða fyrirtækisins er
fremur veik en við því verður
brugðist með lántökum. Horfur
eru hins vegar ágætar í mark-
aðsmálum framundan.
Félagið var rekið með tæp-
lega tveggja milljóna króna
hagnaði á liðnu rekstrarári en
inni í þeirri tölu er mikil sala
eigna. Aðalfundurinn sam-
þykkti tillögu stjórnar um að
greiða ekki út arð til hluthafa
fyrir nýliðið rekstrarár og þá
voru gerðar nokkrar breytingar
á samþykktum félagsins. I
fyrsta lagi var stjórn félagsins
heimilað að auka hlutafé fé-
lagsins með útgáfu nýrra hluta
í allt að kr. 200 milljónir króna
og víkja frá áskriftarrétti hlut-
hafa. 1 öðru lagi var stjórn fé-
lagsins heimilað að taka
skuldabréfalán að fjárhæð allt
60 milljónum króna er veiti
lánardrottni heimild til að
breyta höfuðstól þess í hlut í
félaginu í síðasta lagi í ágúst
2005.
Gunnar Birgisson, stjórnar-
formaður, sagði m.a. í ræðu
sinni að styrkur félagsins væri
gott starfsfólk sem starfaði í
tæknilega góðri verksmiðju.
Markaður fyrir afurðir væri að
styrkjast en veikleikar félagsins
væru fjárhagsleg staða þess
sem og framboð á hráefni.
Ógn við atvinnugreinma
Gunnar sagði að framboð væri
takmarkað á hrágærum til
vinnslu hér á landi. Hann
minnti á að framboðið innan-
lands væri bundið við haust-
mánuði og það krefðist veru-
Iegrar fjárbindingar að kaupa
allar hrágærurnar í einu. „1
Ijósi innflutningshafta er það
mjög alvarleg þróun og jafn-
framt ógnun við íslenskan
skinnaiðnað þegar sláturleyfis-
hafar selja saltaðar hrágærur til
útlanda. Undanfarin ár hefur
orðið mjög mikil samþjöppun
sláturleyfishafa á íslandi. Ef
við fáum ekki hrágærur frá t.d.
þremur stærstu sláturleyfishöf-
unum er tilvistargrunnur okkar
hrostinn. Vörn okkar hefur ver-
ið að greiða heimsmarkaðsverð
fyrir gærurnar og treysta því að
sláturleyfishafarnir sýni þá víð-
sýni að taka virðisaukandi iðn-
að á íslandi fram yfir útflutn-
ing á hráefni. Það er nefnilega
sameiginlegt með kjöt- og
gæruiðnaði, að við störfum við
innflutningshöft," sagði Gunn-
ar.
Mikil vonbrigöi
Bjarni Jónasson framkvæmda-
stjóri sagði í ræðu sinni að ný-
liðið rekstrarár hefði reynst fé-
laginu erfitt og niðurstaðan ylli
miklum vonbrigðum, enda
verulega lakari en áætlanir
gerðu ráð fyrir. En þrátt fyrir
áföll og vonbrigði undanfar-
inna missera væru jákvæð teikn
á Iofti á helstu mörkuðum fé-
lagsins.
BÞ
Páskamir að Hhigastöð-
rnn seldust á 1idst.
Áskell Egilsson, hefur eytt síðustu
15 páskum að lllugastöðum.
Orlofshús verkalýðsfélaga
að lllugastöðum í
Fnjóskadal njóta mikilla
rdnsælda allt árið, þó eðli-
lega sé aðsóknin mest á
sumrin. Að vetri er hægt
að fá helgarleigu fyrir
5.000 krónur í húsum
sem taka 8 manns. 20 hús
af 31 eru til leigu í vetur
og hafa verið til leigu 2-3
hús um helgar, og stund-
um meira. I vetur er verið
að vinna við rafmagn í
nokkrum húsanna, og
jafnvel skipta um sum
eistu húsin, en þau risu
að Illugastöðum árið
1967. Húsin eru í eigu
verkalýðsfélaga en nokkur
eignabreyting hefur orðið
á síðustu árum, fyrst og
fremst hefur Eining-Iðja á Ak-
ureyri kejqrt nokkur hús af
landssamtökum.
Síðustu 1 5 árin hefur ævin-
lega verið slegist um húsin um
páskana og eru þess dæmi að
sumar fjölskyldur hafi verið
þar samfellt síðustu 15 páska.
Hægt var að hringja að llluga-
stöðum 2. janúar sl. og panta
hús og voru þau öll frátekin
fyrir klukkan 9, eða á innan
við klukkutíma. Áskell Egils-
son á Akureyri hefur verið
þarna síðustu 1 5 ár með sinni
fjölskyldu og hann segist
hreinlega ekki geta hugsað sér
betri aðferð til þess að vera
með fjölskyldunni um pásk-
ana. Aðrir Ijölskyldumeðlimir
reikni einfaldlega með að eyða
a.m.k. hluta páskanna á 111-
ugastöðum.
GG
KyiuiLngarfimdlr und-
anfari sameiningar
Þrjú sveitarfélög í Suður-Þing-
eyjarsýslu, Hálshreppur, Ljósa-
vatnshreppur og Bárðdæla-
hreppur, hafa gefið jákvætt svar
um það að efnt verði til kosn-
inga um sameiningu þessara
sveitarfélaga. Jón Oskarsson,
oddviti Hálshrepps og formaður
sameiningarnefndar, segist
reikna með að Reykdælahreppur
verði einnig með en formlegt
svar hafi ekki borist þaðan.
„Það þarf að ákveða fljótlega
hvort og þá hvenær menn vilja
láta ganga til kosninga um þcssi
sveitarfélög, en það stendur
kannski á því hvernig menn vilja
kynna þetta í sveitarfélögunum.
Það stendur til að halda kynn-
ingarfundi í ölluny sveitarfélög-
unum um sameiningarmálin og
þá verða lleiri mál tekin með. Ef
undirtektir verða neikvæðar
verður sjálfsagt ekkert af þessu.
Sumum finnst að við séum að
fara of langt austur með því að
ætla að hafa Reykdælahrepp
með og vilja frekar að við horf-
um meira til sveitarfélaga við
Eyjafjörð eins og Svalbarðs-
strandarhrepps og Grýtubakka-
hrepps og jafnvel með samein-
ingu við Ákureyri í huga. En ég
held að þessu máli ljúki aldrei
nema með kosningum þannig
að úr þessu máli verði skorið
hjá öllum sveitarfélögunum. I
kosningum yrði nóg að íhúar
eins sveitarfélags felldu sam-
eininguna til þess að hún yrði
ekki. En þá er hugsanlegt að
kosið yrði aftur hjá þeim sem
samþykktu í upphafi," segir Jón
Öskarsson.
GG
Þiiú fíknlefnamál
Rannsóknarlögreglan á Akureyri
hefur nýlega upplýst tvö eitur-
lyfjamál. Fyrra málið kom upp
fýrir helgi en þar fór fram bæði
sala og neysla á fíkniefnum í
Eyjafjarðarsveit. Lögreglan hand-
tók aðila sem var að koma frá
húsinu, og það leiddi til þess að
grunsemdir styrklust. Handteknir
voru 3 karlar og 1 kona og við leit
inni fundust svo um 100 grömm
af hassi, 15 grömm af amfetamíni
og 1 5 grömm af kókaíni og vog
sem greinilega var ætluð til að
vigta í neysluskammta. Fólkinu
var sleppt eftir yfirheyrslur.
Á sunnudeginum bárust til-
kynningar um að í húsi á Ár-
skógssandi ætti sér stað neysla og
sala fíkniefna. Þar voru hand-
teknir fimm aðilar og við leit
fundust 20 grömm af hassi og tól
til fíkniefnaneyslu. Fólkið var allt
fært til Akureyrar og gisti fanga-
geymslur aðfaranótt mánudags.
Málið skýrðist eftir yhrheyTslu og
aðilum var sleppt. Lögreglan
handtók svo einn í gær ofan við
bæinn þar sem hann sat í bfl sín-
um og neytti fíkniefna og var
komin í „huggulegt" ástand.
Hann hefur áður komið við sögu
vegna fíkniefna.
Lögreglan hefur hætt að hafa
síma opinn þar sem áður var
hægt að hringja inn upplýsingar,
en í stað þess geta þeir sem vilja
leggja henni lið með upplýsingum
um ólöglega sölu eða neyslu
fíkniefna sent henni tölvupóst á
netföngin dsnotra@tind.is eða
bergurjonsson@tmd.is. GG