Dagur - 19.01.2001, Page 7
FÖSTUDAGUR 19. JANVAR 2001 -7
AKUREYRI NORÐURLAND
Sjáðu heiminn
í nýju ljósi!
ListamennfráAkureyri í
bland við nýja erlenda
strauma og sögulegarís-
lenskarrætureinkenn-
andijyrirdagskrá Lista-
safnsins árið 2001.
Hannes Sigurðsson, forstöðu-
maður Listasafnsins á Akureyri
segir að verkefnaval á dagskrá
Listasafnsins á næsta ári sé ekki
hægt að skoða sem beint svar við
þeirri umræðu sem varð í bænum
á síðasta ári. Þá sætti Listasafnið
mikilli gagnrýni fyrir að hleypa
ekki „heimamönnum" með sýn-
ingar inn á safnið, jafnvel hunsa
þá, og spunnust um það miklar
ritdeilur og umræður, m.a. hér í
Degi, en listamenn frá Akureyri
eru mjög áberandi í dagskránni í
ár. Hannes segir það þrátt fyrir
allt staðreynd að listamenn ýmist
búsettir á Akureyri og írá Akureyri
hafi verið áberandi í sýningum
safnsins í fyrra eins og raunar allt
frá stofnun safnsins árið 1993.
Hins vegar segir hann að árið í
fyrra hafi að ýmsu leyti verið
óvenjulegt því það hafi verið
menningarborgarár, sem hafi
svona í víðara samhengi ein-
kennst af stærri verkefnum sem
Listasafhið hafi viljað taka þátt í.
I ár sé hins vegar tækifæri til að
bæta aðeins hlut heimamanna og
sýna ýmsa listamenn eins og
„Kristinn (G. Jóhannsson) og Ola
(G. Jóhannsson) og Jónas Viðar,
sem er löngu tímabært að sýna í
safninu. Það má kannski segja að
þetta sé heldur í meira lagi miðað
við venjulegt árferði en á móti
kemur að dagskráin er mjög fjöl-
breytt - hún er bæði staðbundin
og alþjóðleg og ég held að við
náum utan um nánast allt litrófið
á þessu ári,“ segir Hannes. Hann
segir hlutverk safnsins í raun þrí-
skipt og dagskráin miðist við að
sinna öllum þáttunum þrem. I
fyrsta lagið á það að þjóna lista-
gyðjunni óháð öllu öðru. I öðru-
lagi á það að þjóna bæjarbúum og
sýna þeim hvað er að gerast í
heimslistinni. Og í þriðja lagi á
safnið að styðja við listamenn á
staðnum með sýningarhaldi.
Hannes telur að sú dagsrá sem
ákveðin hefur verið fyrir þetta ár
uppfylli þessi markmið eftir því
sem hægt sé, og vonast til að
menn komi og nýti sér safnið. I
því sambandi bendír hann á að
safnið sé nú búið að taka upp
nýtt slagorð sem segi kannski það
sem segja þarf, en slagorðið er
svona: Líttu inn í safnið og sjáðu
heiminn í óvæntu ljósi!
Dagskrá Iistasafns
Akureyrar árið 2001
20. ianúar - 2. mars
Detox / Farandsýntngarráð Nor-
egs, Riksutstillinger
Farandsýningin Detox er eitt
stærsta verkefhi á sviði rafrænnar
myndlistar sem ráðist hefur verið
í á Norðurlöndum. Sýningin
kemur á vegum Farandsýningar-
ráðs Noregs, Riksutstillinger, til
Listasafnsins á Akureyri þar sem
för hennar lýkur. Á sýningunni er
veruleiki nútímans túlkaður með
margvíslegum tólum og tækjum
sem virkja áhorfendur til þátt-
töku, en alls unnu sextán norskir
listamenn að gerð verkanna í
samvinnu við ýmsa tölvufræðinga
og tæknimenn. Tilgangurinn með
þessari listrænu tæknifijóvgun er
að kanna möguleika gagnvirkrar
miðlunar í því skyni að ná betur
til áhorfenda og brúa þannig bilið
milli listaheimsins og upplýsinga-
og neyslusamfélagsins. Nafnið
Detox þýðir afeitrun og vísar til
þess að hér er ekki einungis verið
að leika sér, heldur er þetta
einnig alvörugefin úttekt á þeim
vandamálum sem fylgja tölvu-
samfélaginu - vandamálum sem
við erum rétt að byrja að átta okk-
ur á. Sýningin vegur rúmlega átta
tonn í flutningi.
10. mars - 1S. april
Kristinn G. Jóhannsson /
Garðljóð
Kristinn G. Jóhannsson (f. 1936)
nam myndlist á Akureyri, í
Reykjavík og Edinborg og hélt
sína fyrstu málverkasýningu
1954, aðeins sautján ára að aldri.
Allar götur síðan hefur Kristinn
verið virkur á sýningarvettvangi
jafnframt því að starfa sem skóla-
stjóri, ritstjóri og pistlahöfundur.
Hann leitar fanga í fíngerðar líf-
æðar náttúrunnar milli þess sem
hann dregur upp svipmiklar
myndir af mannlífinu og húsun-
um í bænum. Undanfarið hefur
bilið minnkað milli þessara ólíku
sjónarhorna, nálægðar og fjar-
lægðar, þau kallast æ meira á,
þannig að skynja má hvort tveggja
í senn, hvikulan gróður jarðarinn-
ar og óravfddir blámóðunnar sem
speglast í lögmálum myndflatar-
ins. Yrkisefni Kristins eru tré,
runnar, loft og vindar á heima-
slóðum hans. Á sýningunni er
einnig hægt að kjnnast ýmsum
tilraunum á þróunarferli lista-
mannsins.
Vestursalur / Jóiuts Viðar
Landslagsmálarinn Jónas Viðar (f.
1962) tilheyrir þeirri kynslóð ís-
lenskra myndlistarmanna sem
tekið hefur tölvutæknina í sína
þjónustu. Jafnframt því að reyna
á þanþol hefðarinnar sækist hann
eftir að beisla þær samfélagslegu
aðstæður sem við búum við. I
öðrum klefa vestursalarins verður
að finna vinnustofu Jónasar eins
og hún Ieggur sig og geta áhorf-
endur spjallað við listamanninn
um leið og þeir virða fyrir sér verk
hans.
21. apríl 3. imii
Henri Cartier-Bresson
/ Vtð Signubahka
Líklega hefur enginn átt meiri
þátt í því að gera Ijósmyndun að
viðurkenndri listgrein en Frakk-
inn Henri Cartier-Bresson (f.
1908) sem oft er kallaður meist-
ari augnabliksins. A síðustu ára-
tugum hefur skapast meiri goð-
sögn um hann en nokkurn annan
Ijósmyndara. Cartier-Bresson,
sem kominn er á tíræðisaldurinn,
hóf og endaði feril sinn sem list-
málari. Árið 1947 stofnaði hann
við þriðja mann hina alþjóðlegu
samsteypu Magnum Photos sem
hafði afgerandi áhrif á frétta- og
tímaritaljósmyndun. Þrátt fyrir
mikil ferðalög lagði Cartier-
Bresson aðallega rækt við sitt eig-
ið þjóðfélag, en segja má að hann
sé einn af sköpurum þeirrar
ímyndar sem almenningur hefur
um Frakkland. A sýningunni er
að finna myndir frá mannlífi Par-
ísarborgar sem teknar voru á ár-
unum 1950-70 og er sýningin
unnin í samstarfi við Magnum
Photos í París.
Vestursalur / Áhugaljósmynd-
arahlúbbur Akureyrar
Sýningin „Akureyri, bærinn okkar“
byggist á völdum myndum úr sam-
nefndri bók sem Ahugaljósmynd-
araklúbbur Akureyrar (ALKA) gaf
nýlega út í tilefni af tíu ára af-
mæli félagsins. Sýningin bregður
ljósi á mannlíf og atvinnuhætti á
árinu 2000 í sögu Akureyrar.
Markmið félagsins er að virkja
áhugafólk um Ijósmyndun, skapa
því aðstöðu til vinnslu mynda og
vettvang til að koma verkurn sín-
urn á framfæri.
9. jiíní - 29. jiílí
Akureyri í myndlist / Samsýn-
ing sextán myndlistantumtta
Akureyri hefur fest sig í sessi sem
mennta- og menningarbær en
þangað eiga margir okkar virtustu
myndlistarmenn ættir sínar að
rekja. A þessari samsýningu er að
finna verk eftir sextán myndlistar-
menn sem eiga það sameiginlegt
að búa og starfa á Akureyri. Hér
gefst áhorfendum tækifæri að
kynnast þeirri grósku sem á sér
stað í akureyrskri myndlist við
upphaf nýrrar aldar. Þrátt fyrir
ólíka miðla og þann aldursmun
sem skilur að yngstu og elstu
þátttakendur er bærinn viðfangs-
efni þeirra allra. Listmennirnir
sem verk eiga á sýningunni eru:
Aðalsteinn Svanur Sigfússon,
Anna María Guðmann, Arna
Valsdóttir, Einar Helgason, Er-
lingur Jón Valgarðsson, Guð-
mundur Armann Sigurjónsson,
Guðný Kristmannsdóttir, Gunnar
Kr. Jónasson, Jónborg Sigurðar-
dóttir, Kristinn G. Jóhannsson,
Laufey Pálsdóttir, Margrét Jóns-
dóttir, Nói (Jóhann Ingimarsson),
Oli G. Jóhannsson, Stefán Jóns-
son og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir.
4. ágúst -1 fi. septemher
Per Kirkeby
Daninn Per Kirkeby (f. 1938) er
langþekktasti núlifandi listamað-
ur Norðurlanda og býr hann yfir
óvenjulega yfirgripsmikilli sjón-
þekldngu. Á undanförnum þrjátíu
og fimm árum hefur honum tek-
ist að auðga verk sín ineð reynslu
sinni á ólíkum sviðum sem jarð-
fræðingur, landkönnuður, kvik-
myndagerðarmaður, Iistmálari og
myndhöggvari. Utkoman er ein-
stæð blanda af stórskorinni, forn-
eskjulegri tjáningu og fáguðu
menningarlegu innsæi. I málverki
eftir Kirkeby má samtímis finna
andblæ hjarðmannasælu, váleg
veðrabrigði og Iotningu fyrir nátt-
úrunni. Samt er þessum einkenn-
um hvergi brugðið upp með aug-
ljósum hætti. Þetta er fyrsta
einkasýning Per Kirkeby á ís-
landi, en sýningin er sett upp í
samvinnu við Michael Werner-
galleríið í Köfn og samanstendur
af málverkum, einþrykkjum og
höggmyndum.
Vestursalur t Verðlaunahaji
Listasjóðs Penttans
A sýningunni kynnumst við verk-
um nýjasta verðlaunahafa Lista-
sjóðs Pennans, Heklu Daggar
Jónsdóttur (f. 1969). Listasjóður
Pennans var stofnaður 1992 og er
markmið hans að styrkja unga og
efnilega myndlistarmenn sem
sýnt hafa góðan árangur. I upp-
hafi hvers árs tilnefnir stjórn
Listasjóðsins einn verðlaunahafa
sem hlýtur styrk og kaupir sjóður-
inn að auki verk af tveimur öðr-
um myndlistarmönnum í viður-
kenningarskyni.
22. septemher - 4. nrívemhpr
Fmmhetjar í bytjun 20. aldar
Sýningin er sú fyrsta af fjórum
sem sett verður upp í samvinnu
við Listasafn Islands á næstu
árum, en markmiðið með þeim
er að gefa samandregið yfirlit
yfir íslenska myndlist á 20. öld.
Á sýningunni gefur að líta verk
eftir Þórarinn B. Þorláksson, As-
grfm Jónsson, Jón Stefánsson og
Jóhannes Kjarval. Þessir málarar
hófu allir listamannsferil sinn á
fyrstu áratugum síðustu aldar og
lögðu þar með grunn að nútfma-
myndlist hér á landi. Náttúra
landsins var í hugum aldamóta-
manna tákn þess sem íslenskt v-
ar og höfuðviðfangsefni fyrstu
kynslóðar íslenskra listamanna.
í elstu myndunum er landið oft
sveipað kyrrð sumarnæturinnar
og dregin er fram hrikaleg feg-
urð snæviþaktra tinda. Með
Kjarval urðu þáttaskil upp úr
1930 þegar hann tók að heina
sjónum að hrjóstrugum jarðveg-
inum, hrauni og mosa. A þann
hátt varð náttúra landsins, nafn-
laus og óstaðbundin, miðill til
að tjá nýjar hugmyndir.
10. nóvember - lfi. desemher
Óli G. Jóhannsson / Andstreymis
Óli G. Jóhannsson (f. 1945) er
sjálfmenntaður myndlistarmað-
ur sem hélt sína fyrstu einkasýn-
ingu árið 1973 á Akureyri. A átt-
unda áratugnum varð mikil
vakning í myndiist f höfuðstað
Norðurlands, stofnað var til
Myndlistarfélags Akureyrar og
undir merkjum þess var unnið
ötult brautryðjendastarf. ÓIi G.
var um tíma formaður félagsins
og beitti hann sér ásamt
nokkrum öðrum fyrir stofnun
Myndsmiðjunnar, sem var for-
veri Myndlistaskólans á Akur-
evri. Um árabil rak hann Gallerí
Háhól sem markaði tímamót í
sögu myndlistar á Akureyri, í
fyrsta sinn voru reglulegar
myndlistarsýningar haldnar
norðan heiða. Myndverk Óla
eru óhlutbundin en grunnurinn
er nánasta umhverfi og síbreyti-
leg skaphöfn listamannsins.
Vestursalur / Kristján Daviðssott
Kristján Davíðsson (f. 1917) hef-
ur oft verið kallaður einn af
stóru einförunum í fslenskri
myndlist. Hann á heiðurinn af
því að vera fyrstur íslenskra mál-
ara til að gera svokallaðar ljóð-
rænar abstraktmyndir eða
„slettumyndir". Til þess notaði
hann bílalakk og sýndi afrakstur-
inn á tveimur einkasýningum ár-
ið 1957. Síðan hefur mikið
vatn runnið til sjávar og tísku-
sveiflur risið og hnigið í mynd-
listinni, en Kristján Davíðsson
hefur samt alltaf haldið sfnu
einstaka striki og slettu.