Dagur - 19.01.2001, Síða 10
I
10 - FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001
AKUREYRI NORDURLAND
Menningarstefha
Akureyrarbæjar
„Markmið Amtsbókasafnsins er að efla lýðræði, jafnrétti, athafnafrelsi og vel-
ferð borgaranna. Þjónusta safnsins skal ná til þeirra allra, án tillits til aidurs,
kyns, kynþáttar, stjórnmálaskoðana, trúar, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu,"
segir m.a. I menningarstefnu Akureyrarbæjar.
Akureyrarbærsam-
þykkti á dögunum sér-
staka meningaryfirlýs-
ingu sem unnin varupp
afstaifsmönnum bæjar-
ins og menningarmála-
nefnd. Þessi menning-
arstefna erafrakstur
mikillarvinnu oghana
berað skoða sem stefnu-
yfirlýsingu bæjarstjóm-
arinnaríþessum viða-
mikla málaflokki. Yfir-
lýsinginferhér á eftirí
heildsinni.
1.1 Bæjarstjórn Akureyrar vill
stuðla að öflugu og frjóu lista- og
menningarlífi á Akureyri í sam-
starfi við aðra opinbera aðila,
frjáls félagasamtök og einstak-
linga. Menning og listir auðga líf
einstaklinganna og hafa mikla
þýðingu fyrir velferð þeirra og
samfélagsins í heild. Það eru
sjálfsögð mannréttindi að fólk eigi
þess kost að njóta lista- og menn-
ingarstarfs og æskilegt að sem
flestir séu þátttakendur á þeim
vettvangi. Markmið menningar-
stefnu Akureyrarbæjar er því að
skapa sem best skilyrði fyrir varð-
veislu, ræktun og miðlun hins
sameiginlega menningararfs okk-
ar og tryggja eftir föngum að allir
geti notið menningarlífs. Enn-
fremur að búa í haginn fyrir skap-
andi, lifandi listastarfsemi og
stuðla að sem almennastri þátt-
töku íbúanna á því sviði.
1.2 Bæjarstjórn Akureyrar telur
að í samfélagi örra breytinga sé
enn mikilvægara en áður að
leggja rækt við sköpunargáfu
mannsins til þess að einstakling-
um og samfélögum takist að að-
laga sig síbreytilegum aðstæðum
á jákvæðan hátt. Listir og menn-
ing eru fyrst og fremst eftirsókn-
arverð sjálfra sín vegna en tengj-
ast þó með órjúfanlegum hætti
öðrum sviðum mannlífsins. Þótt
ekki sé hægt að kenna frumleika í
hugsun er hægt að hlúa að ný-
sköpun á margan hátt. I listum af
öllu tagi birtist sköpunargáfa
mannsins í skýrastri mynd enda
er aðal þeirra að fólk glímir við
veruleika sinn og tjáir með ný-
stárlegum hætti. Sköpunargáfa
þarf umhverfi sem örvar sjálfs-
tjáningu og könnun. Þess vegna
þer að styrkja skólastarf sem ýtir
undir og hvetur til fijórra sam-
skipta milli lista og menningar og
þróunar og nýtingar á margvís-
legri nýrri tækni. Sterk rök eru
fyrir því að samtenging lista- og
atvinnulífs geti haft mikla efna-
hagslega þýðingu á nýrri öld. Því
er nauðsynlegt að sem flestir eigi
kost á sem fjölbreytilegustu námi
í Iistgreinum á öllum skólastig-
um. Mjög mikilvægt er að fastri
skipan verði komið á listnám á
háskólastigi á Akureyri.
1.3 Bæjarstjóm Akureyrar legg-
ur höfuðáherslu á að öflugt
menningarlíf er ein frumforsenda
þess að landsbyggðin geti haldið
sfnum hlut í þeirri óhjákvæmilegu
samkeppni sem ríkir milli land-
svæða um fólk og fyrirtæki. Mikill
ójöfnuður í ríkisútgjöldum til
menningarmála milli landsbyggð-
ar og höfuðborgarsvæðis skekkir
samkeppnisstöðu landsbyggðar-
innar í þessu efni með óviðunandi
hætti. Það er því ófrávíkjanleg
krafa að hlutur Akureyrar sem
höfuðmótvægis Stór-Reykjavíkur-
svæðisins á landsbyggðinni verði
stóraukinn í fjárframlögum til
menningarmála og verði í meira
hlutfallslegu samræmi við íbúa-
fjöldann á svæðinu. Þess vegna er
mikilvægt að unnið verði áfram
að gerð heildarsamnings um sam-
starf Akureyrarbæjar og nkisins
um menningarmál sem taki mið
af þessum forsendum.
1.4 Bæjarstjórn Akureyrar vill
að þær lista- og menningarstofn-
anir sem Akureyrarbær rekur eða
á aðild að tengist samfélaginu á
eins frjóan og Ijölbreytilegan hátt
og unnt er og setji sér það mark-
mið að starfsemi þeirra nái til sem
flestra. Sérstakt átak verði gert til
þess að veita þjónustu og örva til
samstarfs þjóðfélagshópa sem á
sumum sviðum hafa verið afskipt-
ir í menningarstarfi. Ennfremur
er mikilvægt að menningarstofn-
anir auki samstarf og samráð sfn
á milli til þess að gera þessi mark-
mið að veruleika. Stuðla ber að
sem bestu samstarfi við aðrar
lista- og menningarstofnanir hér á
landi og erlendis. Sérstaklega er
mikilvægt að efla tengsl við ná-
grannasveitarfélög Akureyrar á
menningarsviðinu til hagsbóta
fyrir íbúa svæðisins.
1.5 Bæjarstjórn Akureyrar vill
að þær lista- og menningarstofn-
anir sem Akureyrarbær rekur eða
á aðild að njóti eins mikils sjálf-
stæðis í störfum sínum og kostur
er innan þeirra starfsáætlana og
fjárhagsramma sem þeim er sett-
ur hverju sinni. Skipulag innra
starfs menningarstofnana er ein-
göngu á verksviði stjórnenda
þeirra og starfsmanna og þeir eiga
að setja stofnunum sfnum skýr
markmið í samræmi við þau verk-
efni sem þeim er ætlað að sinna
og samkvæmt menningarstefnu
bæjarstjórnar Akureyrar. Menn-
ingarstofnanir eiga hver á sínu
sviði að móta aðferðir til að meta
árangur starfs síns og gæði þeirrar
þjónustu sem þær veita.
1.6 Bæjarstjórn Akureyrar mun
leitast við að styðja og efla lista-
og menningarstarf frjálsra félaga-
samtaka og einstaklinga með
styrkjum úr Menningarsjóði Akur-
eyrar og Húsverndarsjóði Akur-
eyrar, samkvæmt almennum regl-
um þar um. Æskilegt er að gera
samninga við einstök félög um til-
tekin verkefni með það að mark-
miði að stuðla að sem fjölbreytta-
stri þátttöku almennings um
framkvæmd ýmissa menningar-
mála. Efla ber eftir því sem kostur
er staðbundna fjölmiðla sem
gegna veigamiklu hlutverki fyrir
lýðræðislega skoðanamyndun og
efla staðarvitund og samkennd
íbúanna. I samræmi við menning-
arstefnu bæjarstjórnar Akureyrar
ber menningarstofnunum bæjar-
ins að vinna að eftirfarandi meg-
inmarkmiðum:
Amtsbókasafnið á Akureyri
1.1 Markmið Amtsbókasafnsins
er að efla lýðræði, jafnrétti, at-
hafnafrelsi og velferð borgaranna.
Þjónusta safnsins skal ná til
þeirra allra, án tillits til aldurs,
kyns, kynþáttar, stjórnmálaskoð-
ana, trúar, þjóðernis eða þjóðfé-
lagsstöðu
1.2 Markmið Amtsbókasafns-
ins er að auðga skilning á ís-
lenskri tungu, bókmenntum og
menningararfi, hvetja til lesturs,
styðja nám og símenntun.
1.3 Markmið Amtsbókasafns-
ins er að jafha aðgang að upplýs-
ingum, þekkingu og afþreyingu
og koma þar með í veg fyrir ójöfn-
uð meðal borgaranna.
2. Héraðsskjalasafnið
áAkureyri
2.1 Héraðsskjalasafnið á Akureyri
stuðlar að varðveislu þess menn-
ingararfs, sem fólginn er í skjöl-
um og gögnum um sögu héraðs-
ins. Stefha safnsins er söfnun og
varðveisla skjala og annarra
skráðra heimilda héraðssögunnar
til notkunar fyrir stjórnendur,
stofnanir og einstaklinga. Héraðs-
skjalasafnið á Akureyri er undir
forystu Þjóðskjalasafns Islands
einn hlekkur í keðju héraðsskjala-
safna umhverfis landið.
2.2 Stefna safnsins er að öll
skjöl sem náð hafa 30 ára aldri og
eiga skv. Iögum að koma á safnið
séu þar aðgengileg, þ.e. tölvu-
skráð og frágengin í viðeigandi
umbúðir.
2.3 Safnið skal vera miðstöð
rannsókna og vísinda í sagnfræði,
þjóðfélagsfræði, ættfræði o.fl.
sííkum greinum, jafnframt því að
vera sá staður þar sem almenn-
ingur getur sinnt sínum áhuga-
málum og notið þess að lesa og
fræðast um fyrri tíma. Stefna
safnsins er að veita skjóta og góða
þjónustu. Þjónustan skal ná jafnt
til allra, án tillits til aldurs, kyns,
kynþáttar, stjórnmálaskoðana,
trúar, þjóðemis eða þjóðfélags-
stöðu. Safnið hafi opinn lestrarsal
fyrir safngesti og upplýsingar um
safnkost séu aðgengilegar not-
endum og stefnt að því að koma
þeim í sameiginlegan gagnagrunn
skjalasafna í landinu.
3. Hús skáldsins
3.1 Markmið „Húss skáldsins:
Sigurhæða-Davíðshúss" er að efla
íslenska orðlist á allan hátt og
styrkja þannig sjálfsvitund fólks
og samfélags.
3.2 Þessu markmiði leitist
stofnunin við að ná meðal annars
með því að greiða orðlistarmönn-
um leið til skapandi starfs með
vel búinni starfsaðstöðu, næði og
vekjandi umhverfi og með því að
koma verkum þeirra á framfæri
við almenning. Einnig með því að
auðvelda almenningi að njóta
orðlistar, fornrar og nýrrar og að
halda á lofti verkum og minningu
góðskálda með sýningum, dag-
skrám, námskeiðum, fyrirlestrum
og öðru fræðslustarfi og hvers
konar kynningum.
4. Leikfélag Akuxeyrar
4.1 Leikfélag Akureyrar stefnir að
því að bjóða áhorfendum sínum
upp á fjölbreytta, metnaðarfulla
og vandaða dagskrá og fjölga
verkefnum á næstu leikárum.
4.2 Stefnt er að því að koma
betur til móts við áhorfendur,
m.a. með því að bjóða ferða-leik-
sýningar sem hægt er að koma
með og setja upp í skólum, sam-
komuhúsum og íþróttahúsum á
öllu Norðurlandi.
4.3 Með samvinnu við öflug at-
vinnuleikhús í Reykjavík um upp-
setningu á verkefnum er mein-
ingin að ná fram verulegri hag-
kvæmni í rekstri og lækka umtals-
vert uppsetningarkostnað. Einnig
auka fjölbreytni í verkefnavali og
ná að bjóða áhorfendum á Akur-
eyri og Norðurlandi að kynnast á
sviði mun fleiri listamönnum en
annars væri unnt.
5. Listasafnið á Akureyri
5.1 Stefna Listasafnsins á Akur-
eyri er að fylgjast með nýjungum í
listaheiminum og kynna þær fyrir
sýningargestum. Fjölbreytni er
lykilorð til að laða að ólíka gesti.
Listasafnið á að vera miðpunktur
og sameiningartákn Listamið-
stöðvar í Grófargili. Það á að
sinna fjölþættu hlutverki, m.a.
hafa umsjón með listaverkasafni
Akureyrarbæjar, sjá um skráningu
á því, viðhaldi og nýjum innkaup-
um. Safnið mun leitast við að
setja upp árlega nokkrar metnað-
arfullar sýningar til að efla menn-
ingarlíf bæjarins, auka við þekk-
ingu og efla skilning á sjónlistum.
Listasafnið leggur áherslu á fjöl-
breytni sýninga þar sem jafnt er-
lend sem innlend myndlist er
kynnt.
5.2 Stefna Listasafnsins er að
bjóða grunn- og framhaldsskóla-
nemendum safnfræðslu um sýn-
ingar. Listasafnið leggur áherslu á
að virkja sem flesta til þátttöku,
að fræða almenning um sjónlistir
og efla umræðu um samfélagið,
menningu og listir þar sem safn-
kennsla og fyrirlestrahald skipar
stóran sess.
5.3 Listasafnið á Akureyri veitir
þjónustu við bæjarbúa og lista-
menn. Með samstarfi við inn-
lenda sem og erlenda aðila á ýms-
um vettvangi sjónlista er hægt að
ná til breiðari hóps.
6. Minjasafnið á Akureyri
6.1 Markmið Minjasafnsins er að
safna, varðveita og rannsaka
menningarsögulegar minjar, eink-
um þær sem eru lýsandi fyrir dag-
legt líf og átvinnuvegi í Eyjafirði.
Safninu ber í sýningum sínum að
gefa góða innsýn í sögu og menn-
ingu héraðsins, og skal það veita
almenningi og nemendum skóla í
héraðinu fræðslu.
6.2 Með starfi sínu leitast
Minjasafnið á Akureyri við að
auka þekkingu íbúa í Eyjafirði á
sögu þeirra og uppruna. Minja-
safnið stuðlar að því að gera Eyja-
Ijörð eftirsóknarverðan til búsetu
og fyrir ferðamenn.
6.3 Minjasafnið starfar eftir
þjóðminjalögum no 88/1989. Það
er varanleg stofnun, opin öllum
almenningi, sem ekki er rekin í
hagnaðarskyni heldur í þágu
þjóðfélags og framþróunar, stofn-
un sem safnar áþreifanlegum
heimildum um manninn og um-
hverfi hans, verndar þær, stuðlar
að rannsóknum á þeim, miðlar
upplýsingum um þær og hefur
þær til sýnis.
7. Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands
7.1 Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands stefnir að því, áfram sem
hingað til, að bjóða áheyrendum
sínum um allt Norðurland upp á
fjölbreytta, metnaðarfulla og
vandaða tónleika.
7.2 A næstu árum er stefnt að
því að fjölga hljómsveitartónleik-
um, kammer- og skólatónleikum
og bjóða upp á tónleika á fleiri
stöðum á Norðurlandi en verið
hefur.
7.3 Stefnt verður að því að
auka fjölbreytni í starfi hljóm-
sveitarinnar með auknu samstarfi
við aðra aðila, m.a. um flutning á
óperutónlist.
Húsvemdarsjóður Akureyrar
Tilgangur sjóðsins er að vinna að
verndun húsa innan lögsagnar-
umdæmis Akureyrar, m.a. með
því að stuðla að varðveislu þeirra
með viðurkenningum og/eða
framlögum eftir nánari ákvörðun
sjóðsstjórnar.
Menuingarsj óður Akureyrar
Hlutverk sjóðsins er að að styðja
listastarfsemi og aðra menningar-
starfsemi á Akureyri með því að
veita styrki til félaga, stofnana og
einstakra listamanna og fræði-
manna vegna verkefna á lista- og
menningarsviði eftir nánari
ákvörðun sjóðsstjórnar.