Dagur - 19.01.2001, Page 15
FÖSTUDAGVR 19. JANÚAR 2 00 1 - 1S
Tk&pr
AKUREYRI NORÐURLAND
Á Dalvík erSæplast til
húsa en fyrírtækið
heldursig ekki bara á
heimaslóðum heldur
teygirþað sig um þrjár
heimsálfur, Evrópu,
Asíu ogAmeríku.
Stjórn Sæplasts hf. hefur fjallað
um rekstraráætlun félagsins fyr-
ir árið 2001. Gert er ráð fyrir að
tekjur verði um 2500 milljónir
króna, að hagnaður fyrir af-
skriftir og vexti verði rúmar 400
milljónir króna, að hagnaður
eftir skatta verði um 100 millj-
ónir króna og að veltufé frá
rekstri verði rúmar 500 milljónir
króna.
Gert er ráð íyrir að hagnaður
á árinu 2000 hafi orðið um 20
milljónir króna, í samræmi við
það sem áður hefur verið gefið
út.
Sæplast var stofnað 1984 á
Dalvík og hefur verið í rekstri
síðan, fyrst og fremst í fram-
leiðslu á hverfisteyptum vörum
svo sem plastkerum og vöru-
brettum. Þessar framleiðsluvör-
ur eru einkum ætlaðar til notk-
unar í sjávarútveginum. „Fyrstu
árin vorum við eingöngu í þess-
um vörum en árið 1989 samein-
uðumst við Plasteinangrun á Ak-
ureyri en það var félag sem
framleiddi meðal annars troll-
kúlur til notkunar í sjávarút-
vegi,“ segir Steinþór Olafsson
forstjóri fyrirtækisins.
„Við höfum það einnig verið
að framleiða vörur lyrir bygging-
ariðnaðinn svo sem rotþrær,
tanka og brunna og hafa þær
vörur verið meginuppistaðan í
rekstrinum þar til í byrjun árs
1999 og þar vegur langþyngst
kerjaframleiðslan," segir Stein-
þór.
í 4000 fm. húsnæði
Árið 1986 byggði Sæplast 600
fm. verksmiðjuhúsnæði á Dalvík
en starax árið á eftir var það
stækkað um 700 fm. og ný véla-
samstæða keypt. Árið 1997 varð
enn frekari stækkun eða um
1500 fm. í viðbót og þá var
keypt ný hverfisteypusamstæða.
Með því var afkastageta verk-
smiðjunnar tvöfölduð og í dag er
Sæplast í um 4000 fm. verk-
smiðju- og skrifstofuhúsnæði.
„I nóvember 1996 stofnuðum
við fyrirtæki á Indlandi sem
heitir Sæplast India. Pvt.Ltd.,
og er það í borg sem heitir
Ahamadabad í Gujarat íylki á
Indlandi, en þar framleiðum við
plastker sambærileg þeim sem
við framleiðum hér á Dalvík,"
segir Steinþór.
„Þetta æxlaðist þannig að við
höfðum verið að flvtja vörur inn
á Asíumarkað og sáum okkur
sóknarfæri þar. Launakostnaður
er fremur lítill og rekstrarað-
Steinþór Ólafsson forstjóri Sæplasts á Dalvík.
stæður góðar á Indlandi en við
höfum farið hægt að af stað og
ætlum okkur að Iæra að vinna
með þessum aðilum og kanna
hvernig umhverfið er,“ segir
Steinþór. Næst til Kanada
í maí 1999 ke>pi fyrirtækið
verksmiðju í eigu Dynoplast í St.
John í New Brunswick í
Kanada. Þetta er hverfisteypu-
„Á sama tíma keyptum við
verksmiðju í Salangen í Norður-
Noregi af þessu samafyrirtæki
en það er í svipaðri framleiðslu
og við hér á Dalvík. I desember
1999 keyptum við annað félag í
Álasundi í Noregi en það er
verksmiðja sem framleiðir vöiur
úr plasti með ýmsum aðferðum
svo sem flotbelgi, björgunar-
hringi, fríholt og fjölmargar aðr-
utan við Álasund. Sú verksmiðja
framleiddi sambærilegar vörur
og var að vinna á svipuðum
mörkuðum og Sæplast hefur
verið á. Nú hefur sá rekstur ver-
ið færður til annarra fyrirtækja
Sæplasts í Noregi og hefur
verksmiðjunni verið lokað. Oll-
um sem störfuðu við verksmiðj-
una var boðin vinna annars
staðar en fáir þáðu.
Tilgamans má
getaþessað af 2
milljarða króna
tekjum má reikna
með aðum7%
verði til áíslandi
en93%íöðrum
löndum en þótelj-
um við okkurís-
lensktfyrírtæki,“
segir Steinþór
Ólafsson
/ dag er Sæplast í um 4000 fm. verksmiðju- og skrifstofuhúsnæði á Daivík.
verksmiðja sem er að framleiða
fjölbreyttar vörur úr plasti með
megináherslu á einangruð ker
og plastbretti fyrir fisk og annan
matvælaiðnað. Meðal annarra
afurða verskmiðjunnar má nefna
sérstaka palla fyrir flugvélar,
frystigáma fyrir kjúklingaiðnað-
inn, ýmsar kerrur og vagna til
nota í matvælaiðnaði, flotbryggj-
ur, vatnstanka og margt fleira.
ar vörur sem tengjast sjávarút-
vegi og siglingum. Þessi verk-
smiðja er heldur stærri en sú-
verksmiðja sem er hér á Dalvík,"
segir Steinþór Ólafsson.
Veltan tveir milljarðar
Ekki var látið þar við sitja því í
mars keypti Sæplast þriðja félag-
ið í Noregi, Nordic Supply
Containers sem er í Skodje, rétt
„Þann 1. júlí sl. keyptum við
félag í Vestmannaeyjum, Atlant-
ic Island ehf. en það hefur verið
í framleiðslu á kúlurn og hefur
verið á svipuðum mörkuðum og
við. Síðan höfum við verið að
vinna að sameiningu þessara
tveggja félaga, Sæplasts og Atl-
antic Island. í dag hefur fyrir-
tækið um það bil 250 starfs-
menn i þremur heimsálfum,
Ameríku, Evrópu og Asi'u og rek-
ur fimm verksmiðjur. Veltan á
árinu 2000 er áætluð um tveir
milljarðar og er það talsverð
aukning frá fyrsta árinu þegar
veltan var 1 5 milljónir króna og
starfsmenn 15 að tölu."
Mörg tækifæri eftir
„Við erum einn af stærri \innu-
veitendum á Dalvík, með um 40
starfsmenn og má segja aö þar
sé kjarnamannskapur á ferðinni
sem staðið hefur vel á bak við
þessu miklu breytingar sem við
erum búnir að fara í gegnum og
ekki er enn lokið. Þessa dagana
erum við aö einbeita okkur ða
því að ná tökum á rekstrinum og
höfum sett stefnuna á að vaxa
enn frekar í þessum geira. Við
erum að sjá ýmsa möguleika í
framtíðinni til aðhagræða í
rekstrinum því við erum ekki
búnir að, langt því frá. Hingað
til höfum við verið að eiga við
þau vandamál sem upp hafa
komið við að ná utanum allan
þenna rekstur og er í mörg horn
að líta í því sambandi. Það skap-
ast ýmis tækifæri með að milli-
færa þær vörur sem við fram-
leiðum á milli heimsálfa og ýms-
ar staðbundnar þarfir sem við
sáum ekki áður eru nú að koma
í ljós þegar við erum komnir
svona nær mörkuðunum. Við
erum einnig að gera okkur sýni-
legri á þessum markaði og erum
komnir með fleiri stoðir undir
reksturinn og getum farið að
framleiða ýmsar aðrar vörur fyrir
matvælaiðnaðinn en þar njótum
við m.a. reynslu frá verkmsmiðj-
unni í Kanada," segir Steinþór.
Aðeins 7% veltiumar íslensk
„Til gamans má geta þess að af 2
milljarða króna tekjum má reikna
með að um 7% verði til á lslandi
en 93% í öðrum lönduni en þó
teljum við okkur íslenskt fvrirtæki
og raunar vera að ná þessum
markmiðum okkar fyrst og fremst
vegna þess að við lifum í krölu-
hörðu samfélagi og erum í sam-
bandi við kaupendur hér á landi
sem \'ita hvað þeir \ilja og gjör-
þekkja sjávarútveginnn. Þessi ís-
Ienski markaður er okkur því mik-
ilvægur og ekki síst vegna þess að
fslenskur sjávarútvegur er þekktur
að gæðum.
Við finnum f\'rir því að gott er
að vera nálægt viðskiptavininum
hvar sem hann er í heiminum og
því er hggkvæmt fyrir okl<ur að
vera í þessum þremur heimsálf-
um.En þó svo f\TÍrtækið hafí vax-
ið svo á þessum fáu árum er
ánægjulegt að geta þess að starfs-
menn og yfirmenn hafa náð að
halda mjög vel utan um starfsem-
ina og þó þeir hafi ekki verið van-
ir því að vinna í öðrum löndum
þá hefur það gengið vel að inn-
vikla okkur inn í þessa starfsemi
alla, hvar sem hún hefur verið og
viö höfum náð góðu samstarfi við
erlenda starfsmenn okkar hvort
heldur það er í Canada, Noregi
eða á Indjandi," segir Steinþór
Ólafsson framkvæmdastjóri
Sæplasts. -VS