Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 8

Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 8
8 - LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 7 ÚjJLJ 3 'ÍA Jí LÍfJÐ I LAiJÐJMU- -f- Sveitirnar óma af eistneskum söng Zfók ‘L Nokkrir Eistar setja 1 svip sinn á tónlistarlíf í J Þingeyjarsýslum og ' efla það með nýjum stefnum og straumum. Búhnykkur fýrir listalíf- ið í sveitunum. Kenna í skólum, leika í hljómsveitum og stjórna kórum. Á æ fleiri sviðum íslensks samfélags gætir nú fjölþjóðlégra áhrifa af ýmsum toga, bæði frá fólki sem kemur hingað úr okkar næslu ná- grannalöndum ellegar því fólki sem er enn lengra að komið. Ekki síst gætir þessara áhrifa í lista- og menningarlífi þjóðarinnar og raunar hefur svo verið um langa tíð. Ætla má að íslenskt menningarlíf væri til muna svipminna og hefði mikils f’arið á mis ef aldrei hefði ncitt til þess verið sótt yfir höfin. Og nú er svo komið að Eistar cru í raun að verða burðarásar í tónlistarlífi Þingeyinga. I þremur sveitaskólum í Suður-Þingeyjarsýslu, að Stóru-Tjörnum, Laugum og í Reynihlíð í Mývatnssveit, annast þeir tónlistarkennslu og hafa allir hver með sínu lagi eflt tónlistar- starf í héraðinu sem fyrir er þó öflugt. Sveit- irnar óma af eistneskum söng, jafnvel svo að undir tekur í fjöllunum. / Tónlistarskóla Reykdæla á Laugum. Þar stjórnar Eistinn Margot Kiis barnakórnum Laugaþröstum, sem víöa hefur komiö fram og hvarvetna hlotið góða dóma fyrir fallegan söng. Þetta er þó aðeins einn margra vaxtarbrodda Eistanna í tónlistarlífi í héraðinu. Fyrstur fimm skólabræðra Kennarinn í kennslustofunni. „Þvi vil ég h'ka trúa að við sem komum erlendis frá höfum eflt tónlistarhefð þjóðarinnar með því að koma með nýja reynslu og þekkingu," segir Valmarm.a. héri viðtalinu. myndir: -sbs. Eistinn Valmar Váljaots hefur verið á íslandi í sjö ár. Byrjaði sem kennari á Húsavík, en er nú kennari í Mývatns- sveit. Fjölskyldan ætlar að setja sig niður á ís- landi til frambúðar. Sá Eistlendinganna þriggja sem hér segir frá og lengst hefur ver- ið á Islandi er Valmar V%oljaots, nú skólastjóri Tónlistarskóla Mývatnssveitar. Hann kom fyrst til starfa hér haustið 1994, þeg- ar honum var boðið starf við Tónlistarskólann á Húsavík. Þar starfaði hann um þriggja ára skeið, uns hann var gerðist skólastjóri Tónlistarskóla Reyk- dæla á Laugum, þar sem hann hafði raunar kennt samhliða störfum á Húsavík. Á liðnu hausti söðlaði Valmar svo enn um og gerðist skólastjóri í Mý- vatnssveit. Fjölbreytt verkefni og áhugaverð Tilviljun olli því að Valmar kom til íslands. „Sumarið 1994 hringdi Árni Sigurbjarnarson skólastjóri á Húsavík í mig út til Eistlands og bauð mér starf. Maður þekkti mann, í gegnum sambönd sem Árni hefur í Nor- egi hafði hann upp á mér. Á þessum tíma var ég ekkert að spá í að fara erlendis til starfa, en tilboð um að fara til Isiands var áhugavert. Á endanum ákvað fjölskyldan að slá til, það voru ekki síst hagsmunir henn- ar sem réðu. Að geta verið meira saman. I Tallinn í Eist- Iandi, þar sem við bjuggum, hafði ég vinnu m.a. með sin- fóníuhljómsveit og ýmsum danshljómsveitum. Þetta gaf ágætar tekjur. Það sem mér fannst hins vegar strax kostur við að vera á íslandi var að meiri stöðugleiki komst í allt mitt líf, föst vinna og eitthvað sem á vísan var að róa með.“ Síðustu vetur hefur Valmar verið, jafnhliða kennslunni, þátttakandi í mörgu í tónlistar- starfi í Þingeyjarsýslum. Er meðal annars organisti, hefur leikið með danshljómsveitum á Húsavík og Akureyri og annast tónlistarþáttinn í uppfærslum Ungmennafélagsins Eflingar í Reykjadal, svo sem Ieikritunum L.áttu ekki deigan síga og Kab- arett. „Að vera í svona margvís- legum verkefnum er líkt og að vera í maraþonhlaupi. Þetta tekst ekki nema með góðu skipulagi. En skilar líka því að starfið verður fjölbreytt og enn áhugaverðara en ella.“ Sveitakrakkar hafa verksvit Eins og áður sagði gerðist Val- mar sl. haust tónlistarkennari í Reynihlíð í Mývatnssveit. Hann segist kunna vel við sig í sveit- inni, bæði sé umhverfið stress- laust, en einnig hafi fámennir skólar mikla kosti. „Hér við grunnskólann eru 70 nemendur. Um 50 þeirra eru í einkatímum í tónlistarskólanum, sem er afar hátt hlutfall. Það sem mér finnst vera mikill kostur við sveitakrakkana er hve vel skipulögð þau eru í öllu sínu námi og starfi. Þau þurfa að ganga í öll störf heima og öðl- ast því fyrir vikið ágætt verksvit sem kemur sér vel, svo sem í tónlistarnáminu. Kostur litlu skólanna er líka að allir eru nokkuð virkir í öllu starfi, hver nemandi er eins og hluti af púsluspili ef gera á eitthvað skemmtilegt í skólanum, til dæmis setja á svið söngleik. I stærri skólum verður aldrei nema lítill hluti nemanda með hverju sinni.“ Við Tónlistarskóla Mývatns- sveítar eru þrír kennarar. Sig- ríður Einarsdóttir annast fiðlu- kennslu við skólann. Eistlend- ingurinn Tarvo Nömm kennir á blásturshljóðfæri harmoniku og Valmar á píanó, fiðlu, selló og gítar, auk þess að kenna tón- mennt við grunnskólann og stjórna barnakór. AIls kennir Valmar í viku hverri um 40 kennslustundir, enda þótt kennsluskylda hans sem skóla- stjóra sé ekki nema fjórtán tím- ar. Fimm skólabræður Eins og kemur fram f hinum greinunum hér í opnunni var það fyrir tilstilli Valmars sem Eistarnir Kaldo á Laugum og Jaan á Stóru-Tjörnum komu til starfa hér á landi. Þá er ónefndur Lauri Toom sem stjórnar tónlistarkennslu á Þórshöfn á I^anganesi og áður- nefndur Tarvo Nömm í Mý- vatnssveit, samkennari Val- mars. Þeir fimmmenningar eru allir gamlir skólabræður frá Tallin, en tildrög þcss að svo margir úr hópnum eru komnir hingað til lands eru þau að eft- ir að Valmar var kominn fóru sveitarstjórar og skólamenn í héraði að leita til hans biðja um að útvega sér menn að austan til þess að annast tón- listarkennsluna. Þá voru hæg heimatökin. „Ég trúi því tæpast að fleiri Eistar eða fólk af öðru þjóðerni komi í bráð til að ann- ast tónlistarkennslu hér. Mér þætti í raun ekki ósennilegt að fyrirkomulag tónlistarkennslu yrði tekið til endurskoðunar bráðlega, þetta er dýr rekstur og eftir að sveitarfélögin tóku við rekstri bæði grunn- og tón- listarskóla hlýtur það að Ieiða til einhverrar endurskoðunar," segir Valmar. „Fjölskyldan hefur ákveðið að vera áfram hér á landi,“ segir Valmar, sem er giftur maður og á tvö börn. „Ég hef fyrir Iöngu slitið öll sambönd úti nema að sjálfsögðu við foreldra mína og nákomna ættingja. Mér hefur líkað vel við land og þjóð, því margt eiga íslendingar og Eist- ar sameiginlegt. Því vil ég Iíka trúa að við sem komum erlend- is frá höfum ellt tónlistarheíð þjóðarinnar með því að koma með nýja reynslu og þekkingu fyrir það góða sem hér er fyrir."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.