Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 14

Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 27 JANÚAR 2001 14 - starfar í apótekinu í Smáranum. fyrir „Ég get bent á vörur með merkinu Actigener sem fram- leiddar eru úr lífrænum plöntuefnum og hafa gefið góða raun. Sjampoið er búið að vera á markaðinum hér á landi í nokkur ár og þykir mjög gott og græðandi. Það hefur líka hlotið ótal viðurkenningar heilbrigðisyfirvalda og neyt- endasamtaka erlendis, hæði í Evrópu ogAmeríku. Við ráðleggjum þeim scm hafa mikil húðvandamál að nota sjampó sem bcr undirtit- ilinn „strong". Það verkar bet- ur ef það er látið liggia í hár- inu í 3-5 mínútur. Síðan er það skolað úr og hárnæring sett í hárið á eftir. Milt sjam- pó er líka til fyrir þá sem ekki eru eins slæmir í hársverðin- um og verka þá sem fyrir- byggjandi. Það nýjasta sem komið er á markaðinn af þessu tagi er spray sem menn nota ef um kláðabletti er að ræða. Fyrir viðkvæman hársvörð Húðlæknarnir á hæðinni fyrir ofan okkur og við erum í sam- starfi við skrifa oft upp á þessar hárvörur fyrir fólk sem hafa viðkvæman hársvörð, Bjarndís Markúsdóttir lumar á góðum ráðum fyrir þá sem hafa vandamál i hársverði eksem í hárinu og flösu. Það er líka gott við hárlosi, það er að segja því hárlosi sem stafar af vandamálum í hársverðin- um. Ég get ekki tullyrt að það vinni gegn því sem kallast getur „ættarskalli", það er að segja hárlosi sem rekja má til erfðaeinkenna." - Veistn hvciðn plöntur eru notuðar í þessar vörur? „Actigener var upphaflega þróað af frönskum munkum fyrir hundruðum ára og upp- skriftin var leyndarmál þar til fyrir 25 árum. Það er unnið úr ýmsum blómum og plönt- um, svo sem fagurfíflum, brekkusóleyjum, gullblómum, hvítlauki, húsapunkti, kar- dimommu, hörfræolíu, kókohnetuolíu og vatna- kransi. Auk þess inniheldur það 25 líffræðilega virk efni." Eðlilegur erfðaskalli Hjarndís bendir einnig á vörur í öðru vörumerki sem heitir Daucray sem hafa svipaöa eig- inleika. Þær segir hún hafa gefið góða raun við flösu - hæði þurri og fituflösu svo og eksemi í hársverði og sveppa- sýkingum. „I Daucray línunni eru bæði mjög virk sjamó og önnur mildari til að nota inn á milli. fyrir mismunandi gerðir af hári. Einnig spray við hár- Iosi af völdum sjúkdóma, eksems, lyfjagjafa og þannig vandamála. Það verkar hins vegar ekki á það sem við getum kallað eðlilegan erfðaskalla."" - Er elihert við honum að gera? „Nei, það er lítið um ráð við honum. Eina skallameðalið sem við höfum verið með er Reagin sem áður var selt út á lyfseðil en nú er fáanlegt án hans. Það er olía sem borin er f hársvörðinn á hverjum ein- asta degi. Það er staðreynd að það kemur hár upp úr skall- anum á nokkrum mánuðum en um leið og meðferðinni Iýkur þá minnkar það smátt og smátt aftur. Þetta er því mjög dýr meðferð. Heldur hefur þetta lyf þó lækkað í vcrði frá því það kom fyrst á markað. Það kostar núna 2.600 kr. og pakkinn og dugar í 1-2 mánuöi." - En eru ekki einhver sérstök steinefni sem gera hárinu gott? „Jú, jú. Það eru til töflur, sem seldar eru undir heitinu Hárkúr. Það eru vítamín og steinefnablöndur. Þaratöflur eru líka vinsælar og góðar fyrir húð, hár og neglur." GUN. Gott Þegar flasa, kláði í hársverði og háreyð- ing herjar á fólk þarf að grípa til einhverra ráða. Sérstök sjampó og spray gefa góða raun og steinefna- blöndur og þaratöflur geta einnig komið að notum. Um þetta fræðir okkur Bjarndís Markúsdóttir sem hárið ________________________Da^ttr Heilsumolar Gætum að geðheilsu barna Geðsjúkdómar hjá börnum eru margs- konar og koma einkennin oft ekki fram fyrr en auknar kröfur eru gerðar til barns- ins og áreiti eykst, til dæmis eftir að barn- ið hefur skólagöngu. En þó er það ekki algilt. Hér eru nokkrar vísbendingar sem gætu bent til geðröskunar: - Ef barn er mjög dapurt og vonlaust án sýnilegrar ástæðu. - Ef barn sveiflast milli ofsa gleði og at- hafnaþrár og dýpsta þunglyndis. - Ef barn er kvíðnara eða áhyggjufyllra en jafnaldrar þess. - Ef barn er félagslega einangrað og á í samskiptaerfiðleikum við önnur börn. - Ef barni fer allt í einu að ganga illa í skóla og á erfitt með að einbeita sér. - Ef barni finnst lífið of erfitt og talar um að það vilji ekki lifa. - Ef barnið beyri raddir sem ekki er hægt að skýra og sér fólk eða hluti sem eru ekki til. - Ef barn lifir óeðlilega mikið í dagdraumum og er framtakslaust. - Ef svefn eða matarlyst barnsins raskast án sýnilegrar ástæðu. - Ef barnið borðar yfir sig og þvingar sig síðan til að kasta upp. - Ef barnið meiðir oft aðra, skemmir hluti eða brýtur lög. Þær vís- bendingar sem hér eru taldar upp eru engan veginn tæmandi en höfum það í huga að okkur ber að hlúa að geðheilsu barna okk- ar. Eitt af hverjum fimm ungmennum glíma við röskun á geðheilsu. Lim eða yfir fimmtíu prósent ungmenna með geðröskun leið- ast út í vímuefnaneyslu. Of mörg ung- menni með geðheilsuvanda fá ekki þá hjálp sem þau þarfnast. Geðræn vanda- mál eða geðsjúkdómar eru eins og aðrir sjúkdómar, það þarf ekki að skammast sín fyrir þá. Börnin háðu ckki um sjúk- dóminn. Heimild: Bæklingur foreldrafélags geðsjúkra barna og unglinga Að hitta menn KYIMLIF Ragnheiður EiPíhsdóttír skrifar Kostimir við að vera einhleyp kona nú til dags eru sannarlega margir. Einhleyp- ar konur eru laus- ar við sambands- flækjur og afbrýð- issemi, misræmi í kynlífsáhuga, pirring vegna kló- ______________ settsetu sem er skilin eftir uppi og illa uppvaskað leirtau. Þó eru nokkrir ókostir við ástandið eins og t.d. að hafa engan til að njóta ásta með þegar þörfin knýr dyra, þurfa alltaf að standa í elda- mennsku og uppvaski ein og geta ekki kúrt í sófa og horft á Sex and the city og rökrætt þáttinn í kjöl- farið. Já, vel á minnst! Þærvinkon- ur í áðurnefndum sjónvarpsþætti virðast hreinlega vaða í karlmönn- um sem staldra passlega stutt/Iengí við og þjóna sínum til- gangi prýðilega eftir því sem best verður séð. Kannski að við ættum að íhuga það alvarlega að koma upp meiri stefnumótamenningu hér á landi. Nýr klúbbur Um daginn lenti ég í óvæntu en stórskemmtilegu matarboði þar sem einungis var einhleypt fólk. Það er skemmst frá því að segja að undir borðum mynduðust djúp og falleg sambönd milli gesta enda hafði gestgjafinn val- ið hópinn af kostgæfni og gætt þess að láta tölu karla og kven- na smellpassa saman. Umræðan leiddist fljótt út á hálar brautir kynlífsins (einkennilegt hvað þetta gerist oft þar sem ég kem við) og fyrr en varði vorum við öll búin að komast að dimmum og djúpum leyndarmálum hvers annars. Kann ég vini mínum bestu þakkir fyrir að hafa haft frumkvæði að boðinu og veit að fordæmisgildi þess á eftir að verða gríðarlegt. Ertu nokkuð í þjóðernisflokknum? Onnur leið til að hitta karlmenn er að pína gifta vini til að bjóða áhugaverðum, einhleypum \dnnu- félögum í mat og þér auðvitað líka. Matur er dásamlegt hjálpartæki ef þarf að heilla einhvern upp úr skónum. Þá mæli ég sérstaklega með mat sem þarf að nota fingur við að borða, til að mynda humar eða ostrur. Haldið ykkur helst við sjávarkvikindi, kjúklingavængir gætu gert hið gagnstæða þó svo að guðsgafflar séu lfka notaðir þegar þeir eru á borðum. Léttvín og góð- ur djass virka vel sem félagsleg smurning við þessar aðstæður. Gætið þess samt að vera búnar að fá grunnupplýsingar um manninn áður en þið látið töfrana flæða yfir hann. Það væri verra að komast að því eftir vel heppnað daður og símanúmeraskipti að maðurinn sé í þjóðernisflokknum. ...og í jeppa Þriðja leiðin er að skella sér í dæmigerða hressingarferð með Utvist eða Ferðafélaginu. Slíkar ferðir eru yfirleitt gjöfular og spennandi, það sanna mýmörg „Spennandi karlmenn eru duglegir að skjóta upp kollinum þegar síst er von á þeim. Þeir koma gangandi yfir fjöll og firnindi, hálfskeggjaðir í óbyggðaklæðum..." dæmi. Þrátt fyrir að 70% ferða- langanna séu oftast pipraðir kven- kyns hjúkrunarfræðingar (sorrý stelpur!) má undrun sæta hvað spennandi karlmenn eru dugleg- ir að skjóta upp kollinum þegar síst er von á þeim. Þeir koma gangandi yfir fjöll og firnindi, hálfskeggjaðir í óbyggðaklæðum eða skröltandi yfir ár á jeppum sem þeim þykir voðalega vænt um og gaman að sýna sætum og áhugasömum stelpum. Það er allt í Iagi að falsa tímabundinn áhuga á vélknúnum ökutækjum ef eigandinn er þokkafullur og spennandi. Betur má ef? Það er ljóst að upplýsingamar hér að ofan eru langt frá því að vera tæmandi. Möguleikarnir til að hitta áhugaverða karlmenn eru miklu fleiri og samvisku minnar vegna lofa ég að gera málinu betri skil í næsta helgar- blaði. Góða helgi! Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi á persona.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.