Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 23

Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 23
XJs^wr'. SKAKMOLAR UMSJÓN: HALLDOR B. HALLDÓRSSON Allt að gerast! I>að er mikið um að vera í ís- lensku jafnt sem al|jjóðlegu skáklífi um þessar mundir. Of- urmótið í Hollandi, sem margir reyndar fullyrða að sé sterkasta skákmót frá upphafi, stendur nú sem hæst og er spennan orðin ktTigimögnuð. Efstir eftir 10 umferðir af 13 eru þeir Kasparov og Shirov með 7 vinninga en þriðji er svo Morozevitz með 61 pólitískri hringiðu vinning. Það er gam- an að sjá þessa menn efsta því að þetta eru allt saman sókn- djarfir skákmenn á meðan „vél- arnar“ eða Kramnik og Anand eiga erfitt uppdráttar, Kramnik með 6 og Anand 5A. Morozevitz, eða Moro, hefur sýnt oft á tíðum mjög skemmti- leg tilþrif í mótinu og var eitt þeirra gegn Federov á fimmtu- daginn. Moro hafði svart í stöð- unni og átti leik en Fedorov hafði síðast gengið beint í gildr- una með 25.c7? Moro svaraði að $L SSi bragði: 25. Rxg4!! 26.hxg4 Be5! 27.Dxe5 (annars verður hvítur mát á h2) 27.d.xe5 og hvítur gafst upp nokkrum leikjum síð- ar. Stefán og Bjöm efstir! Stefán Kristjánsson og Björn Þorfinnsson leiða með 6'/ vinn- ing eftir 8 umferðir á Skákþingi Reykjavíkur sem nú stendur yfir. Mótið hefur verið hið íjörugasta og hafa margar skcmmtilegar skákir litið dags- ins Ijós. Björn sigraði Stefán snemma móts en tapaði svo hálfldaufalega fyrir Arnari Gunnarssyni í áttundu umlerð. í 3.-6. sæti á mótinu eru svo þeir Jón Viktor Gunnarsson, Arnar, Róbert Harðarson og Sigurbjörn Björnsson eða Pand- an með 6 vinninga. Það verður spennandi að fylgjast með næstu umferð en þar mætast m.a. Jón Viktor-Stefán og Björn-Sigurbjörn. Mót hjá S.A. Tvö mót voru hjá Skákfélagi Akureyrar í vikunni og var mik- ið um dýrðir. A sunnudaginn sigraði Olafur Kristjánsson á 15 mínútna móti með 6 vinninga af sjö en annar varð Gylfi Þór- hallsson með 5/, Guðmundur Gíslason náði svo þriðja sætinu með 4'A. Það var þó nokkuð undarleg staða sem kom upp en Gylfi vann bæði Olaf og Guðmund! Eitthvað voru það niinni spámennirnir sem að vöfðust fyrir honum. A fimmtu- dagskvöldið var svo janúarhrað- skákmótið haldiö en þar kom sveiflukóngurinn, sá og sigraði með 12'A vinning úr fjórtán skákum. Annar varð Guðmund- ur Gíslason með 12 vinninga en Ólafur Kristjánsson varð að gera sér þriðja sætið að góðu með I 1 vinninga. Skákþing Ak- urevrar hefst á morgun, sunnu- dag, klukkan 14 og verður teflt í tveimur flokkum. Aætlað er að mótinu Ijúki 18-febrúar. Góðar skákir alltaf þegnar á s. 'es á á á & I & A S=7 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 - 23 _J FIIUA QG FRÆGA FQLKIÐ STJORNUSPA Robert Downey Jr. sem átt hefur í erfiðleikum vegna fíkniefna mætir nú erfiðleikum frá eiginkonunni sem vill losna endanlega úr hjónabandi þeirra. Vill fullan skilnað við Downey Jr. Eiginkona Roberts Downey Jr. hefur nú sótt um skilnað frá kappanum, en hann hefur sem kunnugt er átt f nokkrum vandræðum vegna fíkniefnámala og á nú yfir höfði sér að fá annan dóminn á stuttum tíma. Kona Ro- berts Downey heitir Deborah Falconer, og er 35 ára garnalt módel, en þau skildu að borði og sæng fyrir sex árum en hafa þó alltaf ver- ið formlega séð gift. Þau eiga 7 ára gamlan son, Indio, sem Falconer hefur nú sótt um forræði yfir. Þau skötuhjú giftu sig árið 1992 en slitu sámvistir árið 1996, og segir eiginkonan að ástæðan fyrir því að hún vilji nú fullan skilnað sé að milli þeirra sé óleys- anlegur ágreiningur. BARIV AHORNIÐ Tveir alveg eins Þótt allir þessir kóngar virðist við fyrstu sýn vera eins þá eru. í rauninni bara tveir þeirra alveg eins. Getur þú fundið út hvaða tveir það eru? Rétta leíðin (bannað eldri en 6 ára!) Hér kemur þraut fyrir alla krakka yngri cn 6 ára. Þeir scm eldri eru mega alls ekki leysa hana, en þeir rnega samt lita myndina ef þeir vilja. Þrautin felst í því að hjálpa kanínunni sem er niðri að finna réttu leiðina til vinar síns sem bíður uppi. I lún má ALLS ekki lenda hjá refnum! Brandarar Arnrnan við unga dóttur dóttur sína: „Vertu ekki að toga í skottið á kettinum væna mín.“ Ömmustelpan: „Eg er ekkert að því. É held bara í skottið en það er hann sem togar!" „Oddur gamli er svo feitur að hann getur ekki einu sinni leikið golf.“ „Hvað hull er þetta!" „Bull?! Ef hann setur kúluna þar sem hann sér hana nær hann ekki til hennar og ef hann setur hana þar sem hann nær til hennar þá sér hann hana ekki." Vatnsberinn Þú ferð á Kaffibar- inn í kvöld og þar verður ekki þver- fótað fyrir hund- leiðinlegum og uppáþrengjandi fiskum. Fiskarnir Þið farið á Kaffi- barinn í kvöld og rekist þar á ömur- lega fúian vatns- bera sem drekkur óblandað allt kvöldið. Hrúturinn Nú er úti veður vott, verður allt að klessu. Ertu hissa á þessu? Nautið Nískur Norðmaður kemur óvænt inn í líf þitt og gerir mik- inn usla. Láttu hann róa og haltu áfram að busla. Tvíburarnir Sumir eiga skilið að vera flengdir með vendi eða blokkflautu. Hafa skal það sem hendi er næst. Krabbinn Þú ferð á Kaffi Reykjavík í kvöld og þar verður allt yfirfljótandi af snobbuðum mið- aldra Lionsmönn- Ljónið Traustir skulu harðviðir hárra sala. En þú nærð ekki síður langt á sveigjanleikanum og mýktinni. Meyjan Farðu fótgangandi í vinnuna og á vegi þinum verður gamall kunningi, eða kærasti eða kærasta. Þetta er svolítið óljóst. Vogin Lokaðu dyrunum áður en drómed- arinn smýgur þar inn og rekur kryppuna upp í Ijósakrónuna í for- stofunni. Sporðdrekinn Þú verður að hætta að leggja þér loðdýrin til munns. Þau lifa eingöngu á nauta- kjötmjöli . Bogamaðurinn Því miöur, Egyptar vinna 23 -19 í dag. En Tékkarnir boppa á morgun. Steingeitin Ekki láta fagurgala afvegaleiða þig. Lorelei liggur víða í leyni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.