Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 4

Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 4
4 - LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 JtJagur Sniglaveislan Miðasalan opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13:00- 17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Leikfélag Húsavíkur Fröken Nitouche í leikstjórn Sigurðar Hallmarssonar Föstudag 26. janúar kl. 20.30 Laugardag 27. janúar kl. 17.00. Miðasala í síma 464 1129 símsvari allan sólarhringinn IninÍnlIiilijFllíiÍ.tHrii iu ytfcKíiioi.rBBi LEIKFELA6 AKUREYRAR eftir: Ólaf Jóhann Ólafsson Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson Lýsing: Halldór Örn óskarsson Aðstoðarleikstjórn: Randver Þorláksson Leikendur: Gunnar Eyólfsson, Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Hrefna Hallgrímsdóttir. Samstarfssýning við Leikfélag íslands. Frumsýning: föstud. 02.02.kl.20.00 örfá sæti laus 2. sýning: laugard. 03.02.kl.20. örfá sæti laus 3. sýning: sunnud. 04.02.kl. 16.00 Takmarkaður sýningafjöldi á Akureyrí Kortasalan í fullum gangi! Verðlaun hér og þar Nú er tími bók- menntaverð- launa í sumum nágrannalanda okkar. I þessum pistli verður sagt frá nokkrum slíkum, nánar tiltekið nýjum handhöfum verðlauna sem kennd eru við Whitbread, T.S. Eliot og Gylden- Mikil spenna hefur ríkt í Bret- landi vegna vals á „bók ársins" - en þau verðlaun eru kennd við fyrirtækið Whitbread og gefa sig- urvegaranum 26 þúsund sterl- ingspund (nokkuð á fjórðu millj- ón íslenskra króna) í aðra hönd. Dómnefndin átti í svo miklum vand- ræðum með að kom- ast að niðurstöðu að formaðurinn, texta- höfundurinn þekkti Tim Rice, varð að nýta aukaatkvæði sitt til að fá fram meiri- hluta. Urélitin komu nold<- uð á óvart. Skáldsagan English Passengers eftir Matthew Kneale varð fyrir valinu. Sú bók sem margir menn- ingarpostular og fjöl- miðlamcnn f Bretlandi höfðu talið sjálfsagðan vinningshafa - White Teeth eftir Zadie Smith - fékk ekkert at- kvæði í dómnefndinni. Bókin sem veitti Kneale raunverulega samkeppni var ævisagan Bad Blood eftir Lorna Sage, en hún er nýlátin langt fý'rir aldur fram. Glæpir nýlenduherra Þótt margir hafi haldið fram sér- legum ágætum skáldsögu Zadie Smith af nánast trúarlegum til- finningahita, meðal annars vegna þess að hún var sniðgeng- in af þeim sem tilnefndu til Booker-verðlaunanna í fyrra, eru flestir sammála um að English Passengers sé mjög vel heppnað skáldverk. Hún er sögulegs eðlis; byggir á raunverulegum athurð- um og viðhorfum um miðja nítj- ándu öldina þegar ensku ný- lenduherrarnir fóru hraksmán- Iega með innfædda frumhyggja Astralíu - nánar tiltekið á Tasmaníu. Höfundurinn dregur upp mjög skýra mynd af viðhorf- um sem voru ríkjandi á Viktoríu- tímanum svonefnda. Sagan er eins konar risavaxin mósaikmynd, enda sögð frá sjón- arhóli margra sögupersóna sem koma úr ólíkum átt- um. Þeirra á meðal er enskur sérvitringur sem hafnar kenning- um jarðvfsindamanna um það hvernig jörð- in varð til og hyggst finna hinn uppruna- lega Edensgarð Bihlí- unnar á Tasmaníu. Með honum í för er annar stórskrýtinn Breti sem trúir á ýmsar þær fáránlegu kynþáttakenningar sem útbreiddar voru á þessum tíma. Þessir tw'menningar eru í hópi enskra far- þega sem fá far með skipi sem siglir til Tasmaníu árið 1857. Þar eru hvítir landnemar í óða önn að ganga að frumbyggjunum dauðum, ýmist í nafni kristinnar trúar cða einfaldlega af græðgi og mannvonsku. Kneale hefur áður skrifar nokkrar skáldsögur og hafa sum- ar þeirra unnið til annarra verð- Matthew Kneale; fékk Whitbreadverðlaunin. Michael Longley: handhafi verðlauna T.S. Eliot. Jan Erik Vold verðlaunaður i Noregi. launa í Bretlandi. Hann er mikill ferðamaður; hefur að eigin sögn heimsótt 82 lönd, þar á meðal Tasmaníu. Verðlaun Ijóðskálda Mörg þekkt Ijóðskáld komu til álita hjá dómnefnd enskra bók- menntaverðlauna sem kennd eru við stórskáldið T.S. Eliot - þeirra á meðan Derek Walcott og Anne Stevenson. En það var norðurírskt skáld sem fór með sigur af hólrni og hlaut verðlaunin, sem nema tíu þúsund sterlingspundum (um 125 þúsund krónum). Sá heitir Michael Longley og hefur Iengi verið í skugga frægs landa síns og samtíðarmanns, Nóbelskáldsins Seamus Heaney. Longley, sem er 61 árs, fékk viðurkenninguna fyrir ljóðabók- ina The Weather in Japan. Fyrri bækur hans sem mesta athygli hafa vakið eru No Continuing City, The Echo Gate og Gorse Fires - en fyrir þá síðastnefndu fékk hann verðlaun á sínum tíma. Gyldendalverðlaunin Endum í Noregi. Þar eru árlega veitt bókmenntaverðlaun sem kennd eru við forlagið Gylden- dal. Verðlaunaféð er 250 þús- und krónur norskar (tæplega tvær og hálf milljón íslenskra króna). Að þessu sinni hlaut Jan Erik Vold „Gyldendal-prisen" fyrir margháttuð ritstörf sín. „Við þurfum eiginlega engan annan rökstuðning en að nefna nafnið hans," sagði formaður dóm- nefndarinnar þegar úrslitin voru tilkynnt. Nýjasta verk höf- undarins er „Mörkets sanger- ske" sem fjallar um skáldkon- una Gunvor Hofmo. „Það er alltaf ánægjulegt að fá viðurkenningu," sagði Jan Erik Vold sem tók fréttunum af mik- illi hógværð. „En margir hafa skrifað frábær verk án þess að fá verðlaun. Enda vilja þau gjarnan Ienida hjá röngum ein- staklingum. Svo er spurningin hvort það eigi líka við í þessu tilviki.“ ,-J^GU.SU . Engtish Passengers - bók ársins i Bretlandi. Tveir fýrir einn Schwarzenegger á I höggi við óvini sem eru ódrepandi, eða öllu heldur sem eru lífgaðir við aftur og aftur í klónunarbúðum óvinarins. ★ ★ The 6th Day Leikstjóri: Roger Spott- iswoode Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Michael Rapa- port, Tony Goldwyn og Michael Rooker. Arnold Schwarzenegger er hvorki spæjari né sérsveitarmaður í spennumyndinni The 6th Day, heldur ljúfur og umhyggjusamur fjölskyldufaðir og eigandi þyrlu- vélar sem m.a. er notuð til að skutla snjóhrettakrökkum upp á snæviþakta tinda. Þetta upppumpaða vöðvafjall hefur aldrei getað leikið upphátt að mínu mati. Það verður hein- línis hallærislegt þegar hann opnar munninn og þessi smá- mælta rödd heyrist innan úr þessum rosakroppi. En Arnold er hæði stór og sterkur og getur auðveldlega breyst úr rólegum heimilisföður í ofurhetju eins og hendi sé veifað. Og aðdáend- ur þessarar súperhetju fá svo sannalega eitthvað fyrir „monn- ingana" sem þeir eyddu í bíómiðann og gott betur, því þeir fá tvo Arnolda á sama mið- ann. Klónunarkringla Eins og Jesendum ætti nú að vera orðið ljóst er ég ekki S c h wa rze n egge ra ðdáaridi, e n satt að segja hefur mér samt aldrei leiðst í híó mcð honum. Ég cr eins og ég hef opinberað áður í þessum þætti spennufíkill og flestar myndir sem Schwarzenegger hefur leikið í eru spennumvndir og svo er ein- nig með The 6th Day. „A sjötta degi skapaði guð manninn", segir í hihlíunni og höfðar titill myndarinnar til þess. Nema hvað að nú háfa mennirn- ir tekið vald guðs f sínar hendur og framleiða menn og dýr á færi- böndum í klónunarmollinu. Já, hcilt moll eða öllu heldur kringla með vöruval á öllum hæðum - klónuð nýru, lungu og önnur Iíf- færi af öllum stærðum og gerð- um. Re-pat deildin er vinsælust, heimiliskettir sem hafa orðið fyr- ir híl eru klónaðir áður en ungur eigandi kemur heim úr skólanum og uppgötvar missinn. Eina sem ekki er hægt að kaupa í klónun- arkringlunni eru klónaðir menn. Það er nefnilcga bannað með lögum að klóna fólk, en auðvitað er svartamarkaðsbrask hak við tjöldin í því eins og öðru. Eins og í tölvuleik Myndinni á að gerast einhvern- tíma í framtíðinni, en lfklega nær nútímanum en við gerum okkur grein fyrir. Við munum t.d. eftir kind að nafni Dollv, skoskri rollu sem klónuð var af vísindamönn- um fyrir nokkrum árum. Við vit- um að líffæri eru klónuð, en við vitum ekki hvort verið er að klóna menn hak við tjöldin, eða viljum ekki vita það. The 6th Day er sem sagt ágæt- is afþreying ekki ósvipuð tölvu- leik, laser-hyssur, sprengingar, klesstir hílar og ævintýralegt Ilug um stórkpstleg gljúfur. Kannski þarna sé komin Playstation III- -\\'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.