Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 18
18- LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001
tJggur
Fæddur skemmtikraftur
Það hefur
verið sagt
um Lizu
Minneiii að
hún hafi ver-
ið fæddur
skemmti-
kraftur. Sjálf sagði hún
eitt sinn: „Þegar ég get
ekki sungið lengur þá vii
ég ekki lifa.“
Liza Minnelli fæddist árið 1946,
dóttir leikkonunnar Judy Garland
og leikstjórans Vincente Minnelli.
Minnelli hafði ákafa ást á dóttur
sinni sem varð til þess að Judy
fylltist stundum afbrýðisemi gagn-
vart Lizu. Hún gætti þess þó
vandlega að afbrýðisemin bitnaði
ekki á dóttur sinni en sagði vini
sínum að hún óttaðist ómeðvitað
að skaða barn sitt. Judy var ákaf-
lega viðkvæm kona, sveiflukennd í
skapi og taugabiluð. Hún hafði
allt frá unglingsárum verið háð ró-
andi lyfjum og sjálfsmorðstilraunir
urðu reglulegur þáttur í lífi henn-
ar.
I byrjun virtist sem Minnelli
hefði róandi áhrif á konu sína en
lljótlega fóru að koma brestir í
hjónabandið og hjónin tóku að ríf-
ast hástöfum, oft fyrir framan
Lizu sem fylltist upp frá því mikl-
um ótta við hávaða sem hefur
fylgt henni alla tíð síðan.
Liza var einungis þriggja ára
þegar hún kom fyrst fram í kvik-
mynd ásamt móður sinni. Seinna
sama ár lagðist móðir hennar á
sjúkrahús eftir að hafa reynt að
fvrirfara sér. Arið eftir yfirgaf Judy
Minnelli. Minnelli og Judy skiptu
með sér forræði og Liza var sex
mánuði á ári hjá móður sinni og
aðra sex hjá föður sínum. Á næstu
árum gekk hún samtals í tuttugu
og tvo skóla.
Þegar Liza var sex ára giftist
móðír hennar aftur umboðsmanni
sínum, Sid Luft. Judy fæddi dótt-
urina Lornu og þegar Lorna var
nokkurra vikna gömul læsti Judy
sig inni á baðherbergi og skar sig á
háls. Hún lifði þessa sjálfsmorðs-
tilraun af eins og þær fyrri.
Vincent Minnelli giftist aftur
franskri fegurðardís sem fæddi
honum dótturina Tinu. Hjónin
skildu eftir fimm ára hjónaþand.
Vincent Minnelli giftist tvisvar í
viðbót en þau hjónabönd komu
elvki í veg fyrir sögusagnir um að
hann hneigðist til karimanna.
Tina, hálfsystir Lizu, býr í
Mexíó og hefur lítið sem ekkert
samband við systur sína og segir
Lizu alla æví hafa viljað vera
einkadóttir Vincent Minnelli. Um
Lizu segir hún: „Hún er ekki
venjulega manneskja, það er ekk-
crt venjulegt við hana. Hún er sí-
fellt að leita að einhverjum sem
elskar hana og finnst hún ein-
hvers virði. Hún elskar fólk og
nýtur þess að vera elskuð."
Á stjörnuhimni
Liza kom fram á tónleikum móður
sinnar þegar hún var tíu ára göm-
ul og dansaði þá fyrir áhorfendur
og tveimur árum síðar kom hún
fram í sjónvarpsþætti Gene Kelly
ásamt móður sinni. Heima dans-
aði hún og söng fvrir framan speg-
ilinn. Hún lék Onnu Frank í
skólaleikriti og fór í sýningarferð
til Israel. Það var Ijóst að hún
hugðist feta í fótspor móður sinn-
ar og sextán ára gömul hætti hún í
skóla til að gerast leikkona. Átján
Barist við kókaínfíkn
Liza átti nokkra ástmenn áður en
hún giftist aftur, framleiðandan-
um Jack Haley. Eftir að hafa hafn-
að rúmlega fjögur hundruð kvik-
myndahandritum lék hún í mynd-
inni Lucky Lady sem þótti gjör-
samlega misheppnuð. „Því meir
sem hún reynir því verri verður
hún,“ sagði einn gagnrýnandi um
leik hennar. Hún lék síðan í mis-
heppnaðri mynd sem faðir hennar
Ieikstýrði Matter of Time og tók
síðan að sér hlutverk í myndinni
Nevv York Nevv York þar sem hún
lék á móti Robert De Niro, en sú
mynd fékk slaka dóma. Leikstjóri
myndarinnar var Martin Scorsese
og þau Liza voru bæði kókaínneyt-
endur og neyttu eínisins óspart
við gerð myndarinnar. Scorsese og
Liza urðu yfir sig ástfangin og það
gerði eiginkonu Scorsese sem var
komin átta mánuði á leið ansi óró-
lega, en eftir að tökum myndar-
innar lauk skilaði leikstjórinn sér
heim.
Átið 1978 skildi hún við Jack
Haley og giftist sviðsstjóranum
Mark Gero. Hún var þá barnshaf-
andi en missti fóstrið. Hún hafði
verið verð vonast eftir dóttur og
ætlaði að skíra hana Judy. Á næstu
tveimur árum missti hún tvisvar
fóstur. Hjónabandið entist að
Liza fékk Úskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni Cabaret en á kvikmynda
tjaldinu hefur henni ekki tekist aö fyigja þeirri velgengni eftir.
ára gömul skemmti hún ásamt
móður sinni á sviði í Englandi.
Judy bauð vini sínum Peter Allen
á sýninguna og kynnti hann fyrir
Lizu. Liza heillaðist af kímnigáfu
Allens og ást hans á tónlist og gift-
ist honum þrátt fyrir að hann væri
samkynhneigður. Hjónabandið
entist í nolvkur ár en hjónin skildu
skömmu eftir lát Judy Garland
sem Iést af völdum of stórs
skammts róandi lyfja, einungis
fjörtíu og sjö ára gömul. Allen
biðu þau örlög að deyja úr eyðni.
Liza lék á Broadvvay og hlaut
Tony verðlaunin fyrir leik sinn í
söngleiknum Flora og er yngsta
leikkona sem unnið hefur þau
verðlaun. Hún vakti athygli fyrir
kyikmyndaleik og var tilnefnd til
Oskarsverðlauna fyrir leik sinn í
The Sterile Cuckoo. Tveimur
árum síðar var henni boðið aðal-
hlutverkið í kvikmyndagerð söng-
leiksins Cabaret. Leikstjóri mynd-
arinnar Bob Fosse var tutlugu
árum eldri en Liza, afar hæfileika-
rnikill en haldinn mikilli sjálfseyð-
ingarhvöt. Þau tóku upp ástar-
samband og nærðust á kókaíni
meðan þau unnu að myndinni.
Liza fékk frábæra dóma fyrir leik
sinn, komst á forsíður Times og
Nevvsweek og hreppt Oskarinn og
Golden Globe verðlaunin.
Hún varð ástfangin af Dezi Arn-
az, syni Lucille Ball og hann hað
hennar eftir þriggja vikna kynni.
Þau vártust afar sæl saman en þá
fór Liza til London og kynntist
Peter Sellers sem var um það bil
að skilja við þriðju eiginkonu sína
og var að leita að eiginkonu núm-
er fjögur. Hann hreifst af hinni
lífsglöðu Lizu og hún kolféll fyrir
honum. „Það er frábært að vera
Með móður sinni,
hinni einkar hæfileikariku Judy Garland í MGM kvikmynda-
verinu árið 1950.______________________________________
ástfangin af snillingi," sagði hún.
Sellers keypli handa henni trúlof-
unarhring og hún flutti heim til
hans. Fjölmiðlar ærðust og sátu
um heimilið. Fljótlega komust
Liza og Sellers að því að þau áttu
ekkert sameiginlegt. Hann var
einfari en hún þoldi ekki einveru
og vildi alltaf hafa fólk í kringum
sig. Þau ákváðu að slíta sex vikna
sambandi sínu. Liza kenndi fjöl-
miðlum um að hafa eyðilagt sam-
bandið með hnýsni sinni. Fyrrver-
andi eiginmaður hennar Peter
Allen sagði þurrlega: „Elsku kjána-
lega Liza. Eina vikuna heldur hún
blaðamannafund til að tilkynna að
hún sé ástfangin og næstu vikuna
kvartar hún undan því að Ijölmiðl-
ar hafi eyðilagt ástarsambandið."
nafninu til í ellefu ár en var Iöngu
Iokið áður en til formlegs skilnað-
ar kom.
Li/.a var í mörg ár forfallin kóka-
ínneytandi og áfengissjúklingur og
átti einnig í sífelldri baráttu við
aukakílóin. Hún lagðist loks inn á
Betty Ford stofnunina og gekk síð-
an í AA samtökin. Árið 1985 fékk
hún Golden Globe verðlaunin fyr-
ir leik sinn í sjónvarpsmyndinni
Time to Live.
Á síðustu árum hcfur hún elvki
leildð í mörgum kvikmyndum en
skemmtir einstaka sinnum á sviði
við miklar vinsældir. Sutt er síðan
hún var lögð inn á sjúkrahús
vegna heilabólgu, en hún mun nú
hafa náð sér að mestu leyti.