Dagur - 01.02.2001, Side 4

Dagur - 01.02.2001, Side 4
4 — FIMMTVDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 FRÉTTIR Einu matvöruverslun Bakkafjarðar, Lóninu, var lokað í gær. Miki! óánægja er meðal heimamanna. - mynd: sbs Neyðarástand á Éakkafirði segir oddvitinn, en vill ekki rökstyðja þau ummæli sín frekar. Fólksllótti? 35 km eru til Vopnaljarðar og Einar seg- ir að oft sé þannig ástatt á vetrum að ill- fært sé milli staða. Sú skelfilega stað- reynd sé fyrir hendi að aðfangalaust gæti orðið dögum saman á Bakkafirði. Sam- kvæmt könnunum leggja Islendingar æ meira upp úr góðri og aðgengilegri þjón- ustu og á það ekki síst við um verslanir. I ljósi þessa má spyrja hvort heimamenn muni ekki hreinlega gefast upp á stöð- unni og hugsa sér til hreyfingsr „Eg er voðalega hræddur um það jú, því verslun er náttúrlega frumsldlyrði fyr- ir byggð,“ svarar Einar. Ennfremur er óljóst með bensínafgreiðslu í þorpinu. Oh'ufélagið hyggst hafa opið einn til tvo klukkutíma á dag næstu daga en enginn veit hvort það verður til frambúðar. Einar segir að íbúar Bakkafjarðar hafi ekki trúað því að þessi staða gæti komið upp en nú blasi alvara málsins við. Hann segir athugandi að haldinn verði borgara- fundur um málið, enda þurfi að bregðast við stöðunni. — bþ KEA og verslimaradilax á Þórshöfn hafa skUið eftir sig sviðna jörð á Bakkaiirði að mati oddvita. Hungur kann að hlasa við þorpshú- um eftir að einu inatvöru verslun þorpsins hefur ver- ið lokað. Einar Hilmarsson, oddviti Skeggjastaða- hrepps, er harðorður gagnvart verslunar- aðilum á Þórshöfn og Kaupfélagi Eyfirð- inga á Akureyri. I gærkvöld var Lóninu lokað, einu matvöruversluninni á Bakka- firði, en þar búa um 1 50 manns. Oddvit- inn telur að þorpsbúar muni að óbrevttu kunna að líða sult vegna ástandsins. Hann óttast að fólk muni nevðast til að flytja á brott. Á síóasta söludegi „Við erum á síðasta siiludegi og sjáum fram á neyðarástand í neyslulegu tilliti," sagði Einar í gær og var afar þungt í hon- um hijóðið. A fjórða tug kílómetra þarf að fara í næstu matvörubúð sem er á Vopnafirði og þótt litlu Iengra sé til Þórs- hafnar hafa menn lítinn áhuga á slíkum ferðum. „Það er alveg Ijóst að heima- menn munu ekki sækja þjónustu á Þórs- höfn,“ segir Einar og og eru fyrir því póli- tískar ástæður. Gífurleg óánægja Upphaf þeirrar sögu má rekja til gjald- þrots Kaupfélag Langnesinga heitins. Fé- lagið var áður með útibú á Bakkafirði en í kjölfar gjaldþrots var stofnað almenn- ingshlutafélag með ráðandi aðild Þórs- hafnarbúa utan um verslunina. Bakkfirð- ingar fengu áfram útibú, enda lögðu þeir sitt af mörkum að sögn oddvitans en enn komu upp erfiðleikar og greiðslustöðvun og þá dró tið tíðinda. „Það cr gífurleg óá- nægja hér með framgöngu stjórnar á Þórshöfn. Mér finnst skítt að lyrsta ákvörðunin sem tekin var eftir greiðslu- stöðvunina skyldi vera að loka útibúinu á Bakkafirði. Það er alveg Ijóst að hvaða leiðir sem menn kunna að finna þá verða þau skref ckki stigin í „paróli" með Þórs- höfn en fyrst og fremst er þessi þróun þó KEA að kenna. KEA er að drepa allt hérna eins og alls staðar annars staðar," Sveinn Andri. Pólitískir refir telja sig vita aUt um þaó hver sé fléttan varðandi skipan næsta hæstaréttardómara, en þar vakti að sjálfsögðu mesta athygli að Ingibjörg Rafnar, sendiráðsfrú í London, var meðal umsækjenda. Einn þcirra sem þckkir vcl til innanbúðar í Sjálfstæöisflokknum spáði því í heita pottinum að Ingibjörg myndi að sjálfsögðu hneppa Imossið - hún liefði ckki sótt um neina hafa vissu fyrir því. Ef til þess kemur þá mun hún flytja Þorstcin Pálsson með sér hehn (il Jslands á ný. og magnast þá á ný kjaftasögur um að hans bíði ritstjórastóll á Morgunblaðinu... Svehm Andri Sveinsson, lögmað- ur í Reykjavík og íyrrum borgara- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, var í viðtali á Rás 2 í fyrradag. Þar varði Sveinn Andri Hæstarétt eins og aðrir góðir og gegnir sjálf- stæðismenn undanfarið en cinn- ig féllu ummæU scm pottvcrjar telja óheppileg fvrir löginannhm. Sveinn sagði nefnilega aó það væru „billcgir" stjómmálamenn sem licfðu gagmýnt Hæstarétt undanfariö og með því þykir pottverjum sem foringinn Davíö, hafl ver- iö verðfelldur af eigin manni. Varla eru menn strax húnir að glcyma fyrri ádrepmn forsætisráðherrans á þcnnan æðsta dómstól landsins... Hcrmt er að fyrir skemmstu hafl íslensk kona verið gestkomaudi í Kaupmannahöfn og lent i samkvæmi með hehnamönnum. Þar voru m.a. homir sarnari siðir hvers lands og einhverra hluta vegna ákvaö konan að tjá sig um íslenska bolludaginn. Hún var hins vegar ekki allt of sleip í dönskunni og ákvað að þýða orðiö bara beint, þ.e.a.s fabúlera fram og afíur uin den islandske bolledag. Danina setti liljóða en gainanið kárnaði fyrst fyrir alvöru þegar konan hyrjaði að lýsa því hvemig dagurinn byrjaði á þvi að bömin „bollede forældrene“ áður en þeir kæmust úr rúminu og svo bollcde foreldrarnir börnin og maöur ætti að reyna að geta scin oftast - þctta væri svo svakalega skeinmtilegt. Konan mun hafa verið mjög hrifhi af því hve Danimir sýndu sögunni inikla athygli en þaö var ekki fyrr en nokkrum dög- um síðar sem einhver upplýsti hvað sögnin „bolle“ þýddi á dönsku. Hermt er að konan liafl látið lítið fara fyrirsér síðan... Gudmundur Bjarnason framkvæmdastjóriíbúðalánasjóðs Þráttfyrir spamadaráæilanir fór rekstrarkostnaöuríbúða- lánasjóðs 10% fram úrfjár- lögum. Næstu nýjungamar em rafræn húsbréf, sem verða því ekki lengurbréf, og nýtt síma- ogþjónustuver, sem verðuropnað á Sauðárrkóki meðvorinu. Þjónustuver opnað á - Af hverju stóðusl ekki spcimaðaráætlanir uninni í betra umhverfi og gera hana þannig Ibúðalánasjóðs? aðgengilegri og þjónustuvænni, en hún var „Það er rétt að við fórum 10% fram yfir Ijár- lög, eða um 60 m.kr. Eigi að síður vorum við með raunlækkun frá árinu áður. En væntingar okkar um að árið 2000 mundi draga úr þeirri gífurlegu spennu sem var árinu áður, og þar með kostnaði, gengu ekki eftir. Spennan hélst nánast út allt árið 2000. Þar á ofan fengum við á okkur háa ófyrirséða kostnaðarliði, eins og 60% hækkun bankanna á millibankagjöldum, úr 47 í 75 kr., sem við ráðum ekkert við, en þetta kostaði okkur 21,4 viðbótarmilljónir á ár- inu. Póstburðargjöld hækkuðu líka verulega umfram verðlag, eða um 3,6 milljónir frá áætl- un. Þessir tveir stóru óvæntu liöir slaga því hátt í helming umframkostnaðarins." - Átti ekki m.a. að spara með sölti á hús- ttæði sjóðsins ogflutningi i leigti í Borgartún- ittit? „Það var nú kannski ekki meginprinsipp þeirra flutninga. Frentur sú röksemdafærsla, að ríldsstofnanir eigi ekki standa í húsnæðis- rekstri heldur Ieigja sér húsnæði, sem geti m.a. dregið úr viðhaldskostnaði og ýmsum öðrum kostnaði. Ég er sammála þessu viðhorfi. En við vorum einnig mcð það í huga að koma stofn- áður á 3. og 4. hæð.“ Breyting á húsnæði er heldur ekki stóra talan í þessu, nema að það að flytja kostar auðvitað sitt.“ - Á utnrædd hagræðingin þá eftir að nást einhvem tíma? „Eg tel að það eigi eftir að sýna sig að við erum að búa til einfaldara og skilvirkara kerfi, m.a. með aukinni upplýsingatækni. Til að bvrja með kostar tölvuvæðingin peninga, þó hún eigi síðan eltir að spara til lengri tíma." - Hver er húsaleigan? „Það er misjafnt. Jarðhæðin er dýrust, 1.265 kr./m2 á mánuði, efri hæðirnar ódýrari, eða um 960 kr./m2 og geymsiurnar ódýrastar um 800 kr./m2. - Hefur flutningur innheimtunnar til Sauðárkróks þá skilað því settt að var stefnt? „Skuldabréfin eru á Sauðárkróki og öll um- sýsla um þau, m.a. útsending greiðsluáskorana og beiðnir um nauðungarsölur og fleira, sem allt hefur gengið samkvæmt væntingum. Við höfum heldur verið að st\Tkja starfsemina þar og vonurn t.d. að við getum opnað sérstakt síma- og þjónustuver á Sauðárkróki núna á vormánuðum. En þurfi að innheimta með Króknum uppboðum er það lögfræðideildin hér, 3 inn- heimtulögfræðingar, sein sem annast það. Uti á landi höfum við samið við lögfræðinga að annast þetta fyrir okkur, en þar var þessi þjón- usta boðin út.“ - Eru vanskil að aukast? „Ég hef ekki tölur yfir það, en lögfræðing- arnir segja mér að eitthvað meira sé um upp- boðsbeiðnir núna í janúar, en mikið al þeim er líka afturkallað. Og uppboöin eru ekki að okk- ar óskum - |)ví skil við Ibúðalánasjóð erum mög góð - heldur vegna annarra vanskila íbúð- areigenda." - Fleiri breytingar framundan? „Þær stærstu eru rafræn skráning allra hús- bréfa, svo þau verða ekki lengur í pappírs- forini, sem við tökum upp núna í febrúar eða mars. Þetta einfaldar öll samskipti við við- skiptavini. I stað allra þessara pappírsskipta fá þeir |)á bara tilkynningu um að þeir eigi and- virði húsbréfanna inni á reikningi sínum hjá Verðbréfaskráningu íslands. Þetta mun draga mjög úr þörf fólks að koma hingað í afgreiðsl- una. Auðvitað kemur fólk líka mikið hingað til að spyrjast fyrir og afla sér gagna, en mörg þeirra mun það líka gcta aflað sér á netinu framvegis. — HEI *

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.