Dagur - 01.02.2001, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 - S
Guðni hefði gefið
rauttljósí aag
Guðni Agústsson land-
búnaðarráðherra segir
að miðað við hvemig
kúariðumál hafa þró-
ast í heiminu að und-
anfömu hefði hanii
eldd veitt leyfi til inn-
flutnings norskra
fósturvísa í dag.
Á fréttamanafundi sem Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra
boðaði til í gær vegna kjötinn-
flutnings og kúariðu, barst að
sjálfsögðu innflutningur á norsk-
um fósturvísum í tal og var
Guðni spurður út í það mál.
Sumir vísindamenn segja að
kúariða berist með blóði kúnna
og því geti fósturvísar borið með
sér kúariðu. Guðni sagði að
vissulega væri þessi kenning um-
deild og vísindamenn væru þar
ekki sammála.
Frá blaðamannafundi landbúnaðarráðherra í gær.
„En miðað við allt það sem
gengið hefur á í heiminum varð-
andi kúariðu og kúariðusmit að
undanförnu og hefði ég setið enn
með máli með kúariðu komna í
þann farveg sem hún nú er í um
allan heim, þá hefði ég sofið
áfram undir feldinum. Eg hefði
ekki veitt kúabændum leyfið,“
sagði Guðni Ágústsson í gær.
Bændur endurskoói málið
Guðni sagðist hafa legið lengur
undir feldi en nokkur annar mað-
ur áður en hann ákvað að gefa
bændum leyfi til örlítillar tilraun-
ar með norska fósturvísa. Hann
sagði þá nú hafa heimild frá sér,
sem væri stjórnsýsluaðgerð og
ekki auðhlaupið að því að aftur-
kalla það.
„Auðvitað þurfa bændur, alveg
eins og ég, miðað við breytta
stöðu í þjóðfélaginu og þær
áhyggjur sem almenningur hefur,
að meta sína stöðu hvað þessa
fósturvísa varðar. Eg á von á því
að bændurnir sjálfir, sem finna
núna þjóðina að baki sér, vilji og
muni endurskoða sitt mál varð-
andi fósturvísana. Þeirra vegna
hef ég áhyggjur af þessu rnáli,"
sagði Guðni.
Hann sagðist ekki hafa stjórn-
sýslulega heimild til að taka af
þeim leyfið sem hann veitti í
haust nema þá á mjög þungum
forsendum. Hann sagðist ætla að
biðja kúabændur að taka sfn mál
til endurskoðunar hvað þetta
varðar. Hann sagði að Landssam-
band kúabænda væri að kalla
saman fulltrúaráðsfund og
framundan væri Búnaðarþing.
„Bændur munu áreiðanlega
hugsa þessa stöðu upp á nýtt og
ég á alveg eins von á því að þeir
hætti við eða fresti því að flytja
inn þessa fósturvísa," sagði
Guðni Ágústsson. — S.DÓR
Aukin umsvif.
SBA kaupir
Norðurleið
Sérleyfisbílar Akureyrar hafa
keypt rekstur Norðurleiðar-
Landleiða hf. og verður rekstur
félaganna sameinaður undir
merkinu SBA-Norðurleið frá og
með deginum í dag. Með þessu
verður til eitt af umsvifamestu
fyrirtækjum hérlendis í farþega-
flutningum á landi en lyrirtækið
mun frá og með morgundegin-
um gera út 34 langferðabifreið-
ar sem samtals rúma um 1400
farþega.
„Markmiðið með kaupunum
er fyrst og fremst að ná fram
mun betri nýtingu á mannskap,
tækjum og allri fjárfestingu,
jafnhliða því að öll innkaup
verða hagkvæmari og fjármagns-
kostnaður á að geta minnkað,"
segir Gunnar M. Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Sérleyf-
isbíla Akureyrar hf.
Tvísýnar kosningar
Atkvæðaseðiar streyma í kjörkassa grunnskólakennara, en talið verður
eft/r helgina.
Kjarasamningur
grunnskólakennara.
Um 4 þúsund á kjör-
skrá. Óánægja og óör-
yggi-
Atkvæðagreiðslu grunnskóla-
kennara um kjarasamning þeirra
við Launanefnd sveitarfélaga
lauk í gær og verða atkvæði talin
eftir helgina. Reiknað er með
mjög tvísýnum úrslitum og þá
sérstaklega í ljósi þeirrar óá-
nægju sem verið hefur síðustu
daga hjá kennurum um einstök
atriði samningsins. Um 4 þús-
und kennarar og skólastjórar eru
á kjörskrá.
Óöryggi
Guðrún Ebba Olafsdóttir, for-
maður Félags grunnskólakenn-
ara, vildi í gær engu spá um úr-
slitin. Hún segist hinsvegar skil-
ja það vel að eitthvert óöryggi sé
meðal kennara vegna þeirra
breytinga sem koma til fram-
kvæmda á störfum kennara á
næsta skólaári samkvæmt
ákvæðum kjarasamningsins. Þá
hefur einnig borið á því að ein-
staka kennarar hafa verið tor-
tryggnir í garð samningsins og þá
aðallega vegna þess hversu vel
gekk við gerð hans.
Hún vekur hinsvegar athygli á
því að þeir kennarar sem hafa
verið að bera óánægju sína á torg
hafi þvf miður ekki haft fyrir því
að ræða málið við forystu kenn-
ara. Meðal annars hafi menn
ekki mætt þótt búið væri að
ákveða stað og stund til að ræða
málin.
Verkfall í mars?
Hún telur einsýnt að einhverjir
úr samninganefnd félagsins
muni segja af sér ef samningur-
inn veröur felldur. Þá séu kenn-
arar einnig komnir á byrjunarreit
í sfnum samningamálum og gott
betur. Ef sú staða kemur upp
blasir ekkert annað við en að fara
í atkvæðagreiðslu um boðun
vinnustöðvunar. Það ferli tekur
fimm vikur. Verði það samþykkt
mundi verkfall koma til fram-
kvæmda í grunnskólum landsins
um miðjan næsta mánuð ef
samningar hefðu ekki tekist fyrir
þann tíma. — GRH
Óvild Viðars Más osöimuð
Hæstiréttur hafnaði í gær kröfu
Jóns Steinars Gunnlaugssonar
lögfræðings og bílaumboðsins
Heklu, skjólstæðings hans, um
að Viðar Már Matthíasson, sett-
ur hæstaréttardómari, yrði látinn
víkja sæti við meðferð máls gegn
Heklu, sökum persónulegrar
óvildar Viðars Más í garð Jóns
Steinars. Hæstiréttur taldi að
sögn Áslaugar Árnadóttur, skrif-
stofustjóra Hæstaréttar, að þær
vanhæfniskröfur sem sem born-
ar voru fram væru ekki fyrir
hendi, er gerðu Viðar Má óvil-
hallan í garð málsaðilans.
Viðar Már er meðal dómara í
hæstaréttarmálinu Kristbjörn
Árnason gegn Baldri Halldórs-
syni og Heklu. I bréfi sem Jón
Steinar sendi Hæstarétti 18.jan-
úar ber hann Heklu fyrir sig í
kröfunni um að Viðar Már víki.
Jón Steinar rekur hvernig um-
ræðan um prófessorsmálið svo-
kallaða þróaðist frá Hæstarétti
yfir í tjölmiðla og að ummæli
hans í fjölmiðlum hafi verið
kærð til siðanefndar lögfræð-
inga. Þar hafi þriggja manna
meirihluti sýknað hann, en tveg-
gja manna minnihluti taldi að
Jón Steinar hefði farið út fyrir
siðferðileg mörk, en hann tók að
sér að verja skjólstæðing sinn í
fjölmiðlum. — FÞG
Ræddu málið
Fyrir hönd stjórnar Dómarafélags Islands hefur Helgi I. Jónsson, for-
maður, sent blaðinu eftirfarandi athugasemd við frétt sem birtist á for-
síðu blaðsinsí gær undir lyrirsögninni: „Dómarar láta Jón Steinar eiga
„I fréttinni er sagt, að Dómarafélag Islands hafi íhugað aðgerðir gegn
Jóni Steinari Gunnlaugsssvni hrl. vegna tilvitnunar hans í ætluð um-
mæli Hrafns Bragasonar hæstaréttardómara í samtali við starfsmann
nefndar sem samdi frumvarp til breytinga á almannatryggingalögum í
tilefni af niðurstöðu í dómi Hæstaréttar frá 19. desember sl. í máli Or-
yrkjabandalags íslands gegn Tryggingastofnun ríkisins.
Til umrædds lundar hafði verið boðað fyrir helgina, en í ljósi tilvitn-
unar lögmannsins í umrætt samtal í fjölmiðlum eftir fundarboð, þótti
rétt að taka það mál til umfjöllunar á fundinum. Ákvað stjórnin þar, að
höfðu samráði við dómarann, að aðhafast ekkert í málinu. Engar að-
gerðir voru ræddar eða íhugaðar gagnvart lögmanninum. Er því rangt
með farið í umræddri frétt blaðsins að þessu leyti."
Athugasemd ritstjórnar: I þessari yfirlýsingu er það staðfest að stjórn
Dómarafélagsins tók málið á dagskrá og ákvað „að höfðu samráði við
dómarann að aðhafast ekkert í málinu." Þetta var aðalefni fréttar Dags.
Nýr skólameistari við Sund
Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur skipað Má Vilhjálmsson,
sérfræðing í menntamálaráðuneytinu, í embætti skólameistara
Menntaskólans við Sund til fimm ára frá 15. febrúar 2001 að telja.
Fjórar umsóknir bárust um embættið sem sendar voru skólanefnd
Menntaskólans við Sund til umsagnar og tillögugerðar skv. 2. mgr. 11.
gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996. Skólanefndin mælti í umsögn
sinni til menntamálaráðherra einróma með því að Má Vilhjálmssyni
yrði veitt embættið, segir í tilkynningu frá menntamálaráðaneytinu.
- BÞ
Ókeypis rakstur
Rakarameistararnir Torfi Geirmundsson og Haraldur Davíðsson munu
nk. laugardag bjóða herrum frían rakstur á Hárhorninu v/Hlemm og
veita óke)y>is ráðgjöf. Takmark þeirra er að setja íslandsmet í rakstri og
raka minnst 200 manns þennanlaugardag með nýrri þriggja blaða rak-
vél, Gillette Mach3. Raksturinn hefst klukkan 10:00 og verður rakað
þar til takmarkinu er náð, samkvæmt tilkynningu frá hagsmunaaðilum.
- BÞ
Hremdýradrápaxiim dæmdur
Bóndinn á Jökuldal seni hreinskilnislega játaði í fyrra að hafa drepið
hrcindýr í heimildarleysi hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Auslur-
lands til greiðslu 200.000 króna sektar. Hann var einnig sviptur skot-
vopni sínu og var gert að greiða allan málskostnað. Bóndinn skaut tvo
hreindýrstarfa á Skjöldólfsstaðaheiði í ágúst í fyrrasumar og var hann
ákærður fyrir að veiða í heimildarleysi og án eftirlitsmanns og veiði-
korts. - BÞ