Dagur - 01.02.2001, Blaðsíða 10

Dagur - 01.02.2001, Blaðsíða 10
10- FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 - 11 FRÉTTASKÝRING Hæ stiréttur í pólitískri refskák? FRIÐRIK ÞÓR GUÐMIJNDS SON SKRIFAR Hæstiréttíir hand- bendi ríkisstjómar og þingmeirihluta í öryrkjamálinu? Vanhæfur dómari samþykkti bréfid og túlkunina til þingfor- seta. 7 Hæstaréttar- dómarar ótvíræðir sjálfstæðismenn, sum- ir áður virkir í flokks- starfinu. Iiinir 2 „hreinsaðir út“ árið 2003? Fær eiginkona fv. dómsmálaráðherra næsta stól? Kröfur um uppsetningu sérstaks stjórnlagadómstóls og um breytta aðferð \dð skipan Hæstaréttar- dómara gerast æ háværari í kjöl- far öryrkjadómsins og bréfasend- ingarmálsins. Tilfinning margra er ótvírætt í þá átt, að forsætis- ráðherra og ríkisstjórnin hafi, með krókaleið um forsætisnefnd Alþingis, gripið inn í dómsvaldið með því að knýja fram túlkun á öryrkjadómnum sér í vil. Allir þrfr dómararnir sem mynduðu meiri- hluta Hæstaréttar, sem dæmdi í öryrkjamálinu gegn vilja ríkis- stjórnarinnar, urðu í minnihluta á dómarafundi, þar sem fimm dómarar, sem flestir eða fjórir höfðu hvergi nærri öryrkjamálinu komið, tóku að sér að túlka nið- urstöðu meirihlutans. Hæstirétt- ur varð þar með bendlaður við hápólitíska gjörninga og hefur að margra mati vegna þess beðið hnekki. Af sömu sökum hafa háværar kröfur komið upp um að dómar- arnir sem stóðu að bréfasending- unni verði taldir vanhæfir til að dæma í málum er lúta að réttind- um öryrkja og annarra sem leita til dómstólanna með sambærileg réttindamál. En lítum nánar á Guðrún Erlendsdóttir: Skipuð afJóni Helgasyni en er fyrrum borgar- og bæjarfuiitrúi D-iista. vinnubrögð og innviði Hæstarétt- ar. Garðar dæmdí sem „vara- maður“ Hinum 9 dómurum Hæstaréttar er skipt í A-deild og B-deild eftir starfsaldrí og eru þá jafnan reynslumestu dómararnir valdir í fimm og sjö manna dóma. Fimm manna A-deild skipa nú í starfs- aldursröð: Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein, en B-deild þeir Garðar Gíslason, Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen og nýliðinn Arni Kol- beinsson. 1 öryrkjadóminum gerð- ist það, að Hjörtur Torfason baðst undan að dæma í málinu af per- sónulegum ástæðum, en hann er sem kunnugt er að hætta. I hans stól settist „v'aramaðurinn" Garð- ar Gíslason, forseti Hæstaréttar. Því má bæta við að miðað við van- hæfisákvæði laga hefði ekki verið hægt að skipa sjö manna dóm með núverandi dómurum, þar sem Markús Sigurbjörnsson var klárlega vanhæfur sökum tengsla við vararíkislögmann, Guðrúnu Margréti Arnadóttur (sem flutti málið fyrir Tryggingastofnun) og Gunnlaugur Claessen var sömu- leiðis hæpinn dómari sem fyrrver- andi ríkislögmaður. Hefðu þá væntanlega sest í sjömanna dóm þeir Árni Kolbcinsson nýliði og að líkindum Viðar Már Matthíasson prófessor - sá hinn sami og Jón Steinar Gunnlaugsson vill burt úr öðru máli, þar eð Viðar á að vera haldinn persónulegri óvild í garð Jóns Steinars. Umrædd vanhæfisákvæði 5. greinar Iaga um meðferð einka- mála innihalda sjö skilyrði. Dóm- ari, þar á meðal meðdómsmaður, er vanhæfur til að fara með mál ef, samkvæmt d-lið „hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum Iið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar" og samkvæmt e-lið „hann tengist eða hefur tengst fyrirsvarsmanni eða mál- flytjánda aðila með þeim hætti sem segir í d-Iið". Þá má nefna „opna" ákvæðið, g-lið, þar sem dómari telst vanhæfur ef „fyrir hendi cru önnur atvik eða að- stæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa". A þessu opna ákvæði byggir Jón Steinar kröfu sína gagnvart Viðari Má. Hrafn Bragason: Kratinn sem lenti í mulningsvél Vaihaiiar Hann hættir væntaniega árið 2003. Borgar- og bæjarfuUtrúi Sj áífstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur skip- að meirihluta núverandi hæsta- réttardómara, eða fimm af níu, þar af eru fjórir skipaðir af Þor- steini Pálssyni og einn af Sól- veigu Pétursdóttur. Þeir hafa enda sumir verið virkir í flokks- starfi Sjálfstæðisflokksins. I þennan hóp má síðan flokka tvo dómara, sem skipaðir voru af ráð- herrum annarra flokka, en teljast ótvírætt sjálfstæðismenn (Guð- rún Erlendsdóttir og Hjörtur Torfason). Einungis Haraldur Henrysson og Hrafn Bragason geta talist lausir við flokksstimpil- inn frá Valhöll - og senn kemur að útafskiptingu hjá þeim. Skoð- um feril og stöðu núverandi hæstaréttardómara nánar. Guðrún Erlendsdóttir, 64 ára, er af alþýðuættum á Suðurlandi. Var settur Hæstaréttardómari 1982-83 og skipuð 1986 af fram- sóknarmanninum Jóni Helgasyni. Hún er hins vegar klárlega flokk- uð með sjálfstæðismönnum. Var enda varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1962-66, varahreppsnefndarmaður í Garðabæ 1970-72 og hrepps- nefndar- og bæjarfulltrúi 1972- 78, allt fvrir saina stjórnmála- aflið. Hún rak málflutningsskrif- stofu í Reykjavík ásamt eigin- manni sínum, Erni Clausen hrl. frá júní 1961 til 1978. Hún þarf oft að íhuga vanhæfi sitt hafi eig- inmaðurinn komið nálægt mál- um, sem hann gerir oft í sakamál- um. Guðrún hefur unnið að mörgum jafnréttismálum og var m.a. formaður Jafnréttisráðs um skeið. Sat og í kristnihátíðar- nefnd til að undirbúa hátíð árið 2000 í tilefni kristnitöku árið 1000. Meðal ritstarfa er „Frum- kvæðis- og fordæmisskylda lög- gjafans, Fjölskyldan í frjálsu sam- félagi", útgefið af Hvöt, Lands- sambandi sjálfstæðiskvenna. Var í meirihluta í öryrkjadómnum og á móti bréfasendingunni. Kratiim og „hannibalistiiin“ Hrafn Bragason, 62 ára, er Norð- lendingur, sonur Braga Sigur- jónssonar |)ingmanns Alþýðu- flokks og ráðherra. Afi hans, Sig- urjón Friðjónsson, sat einnig á þingi um skeið, fvrir Heima- stjórnarílokk Hannesar Hafstein. Hrafn vann við rannsóknir í Evr- ópurétti og mannréttindum i' september til nóvember 1998. Hann var borgardómari frá 1972 Haraldur Henrysson: „Hannibalisti" sem hafði viðkomu í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. lagafrumvarpa, ekki síst um skatta og kvótamál, sem kann að þrengja nokkuð að hæfi hans. Hann var meðal annars formaður ráðgjafanefndar sem mótaði til- lögur til laga um stjórn fiskveiða á árinu 1988 og 1990.ÝÁrni er kvæntur Sigríði Thorlacius, hdl., deildarstjóra hjá VIS. Samkvæmt gagnrýnisröddum var Árni valinn fyrst og fremst með í huga vörn fyrir kvótakerfið og sægreifana. Svanfríður Jónasdóttir þingmaður segir Árna þannig sérfræðing „í viðhorfi LIÚ til laganna um stjórn fiskveiða". Þessi kenning líður þó fyrir þá staðreynd að Árni er klár- lega vanhæfur til að fjalla um kvótalögin. Árni tók ekki þátt í ör- yrkjadómnum, en samþykkti bréfið. „Hremsimin mikla“ árið 2003 Á næstunni bíður síðan Sólveigar Pétursdóttur að skipa hæstarétt- ardómara í stað Hjartar Torfason- ar. Sjö sækja um stöðuna; Dögg Pálsdóttir, Sigurður G. Guðjóns- son, Sigríður Ingvarsdóttir og Ingibjörg Þ. Rafnar og héraðs- dómararnir Hjördís Björk Hákon- ardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir. Talið er fulha'st að kona verði fvrir valinu, vegna umdeilda valsins á Árna síðast og vegna þess að það stytt- ist í að Guðrún Erlendsdóttir hættir sökum aldurs, en hún verður 65 ára nú í maí. Freistandi er að bóka val á Ingibjörgu Rafn- ar, eiginkonu sjálfs Þorsteins Pálssonar fyrrum dómsmálaráð- herra og formanns Sjálfstæðis- flokksins. Líklegast er þó að einn héraðsdómaranna verði valinn, þó ekki Hjördi's Hákonardóttir, sem varð fyrir því „júrístíska óláni" að flokkast með krötum, þegar Vilmundur Gylfason skipaði hana sýslumann árið 1980. Næsta verk dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins verður síðan að finna eftirmann Guðrúnar Er- lcndsdóttur síðar á árinu. Loks má nefna að þingkosningaárið 2003 verða tveir dómarar 65 ára, Haraldur Henrysson í febrúar og Hrafn Bragáson í júní. Að líkind- um verða báðir eftirmenn þeirra valdir af dómsmálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins og má reikna með að þær raddir ntuni heyrast að þar með verði hvorki tangur né tetur eftir að hæstaréttardómurum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki sérstaka velþóknun á. ús var meðal annars árið 1992 skipaður af Þorsteini í nefnd til að gera tillögur um hvort taka ætti Mannréttindasáttmála Evr- ópu í lög hér á landi. Markús er þrígiftur þrátt fyrir ungan aldur og eru tvær síðari konur hans lög- fræðingar, þær Guðrún Margrét Árnadóttir vararíkislögmaður, sem talaði máli ríkisins gegn Or- yrkjabandalaginu, og Björg Thorarensen, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Tengdamóðir Markúsar, móðir Bjargar, var Sigurlaug Bjarnadótt- ir, alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins. Markús tók ekki þátt í öryrkjadómnum, en samþykkti bréfið. Vökustaur og kvótaverji Gunnlaugur Claessen, 54 ára, er af frægurn ættum, faðir hans var Haukur Arentsson Claessen vara- flugmálastjóri og afi hans var Arent Claessen, stórkaupmaður, forstjóri, aðalræðismaður og for- ystumaður í Frímúrarareglunni. Hann er talinn gallharður sjálf- stæðismaður. Hann var í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 1967-68, í stjórn Sam- taka um vestræna samvinnu 1984-86 og í stjórn Slippstöðvar- innar á Akureyri 1975-88. Gunn- laugur starfaði um árabil í fjár- málaráðuneytinu og kom að samningu fjölda lagafrumvarpa. Hann var Ríldslögmaður frá 1984 þar til Þorsteinn Pálsson skipaði hann dómara við Hæstarétt frá 1. september 1994. Hann er nú for- maður „nefndar um dómara- störf". Gunnlaugur tók ekki þátt í öryrkjadómnum en samþykkti bréfasendinguna. Árni Kolbeinsson, 53 ára, var valinn af Sólveigu Pétursdóttur í Hæstarétt á síðasta ári gegn há- værum mótmælum þeirra sem töldu minnst þrjár konur eiga meira tilkall til stólsins. Árni hef- ur ekkert stóreflis ættarveldi að baki sér, en afi hans var þó út- vegsbóndi og símstöðvarstjóri á Hjaltevri í Eyjafirði. Árni var hins vegar mikill námshestur og dúx- aði á flestum sviðum. Hann var fulltrúi í fjármálaráðuneytinu 1973-76, deildarstjóri þar frá 1977 og skrifstofustjóri frá 1984. Hann var skipaður ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðunevtinu frá 1. maí 1985 og síðan ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu frá 1. janúar 1999 þar til hann settist í Hæstarétt. Árni hefur komið að samningu mikils fjölda Hæstiréttur. Að drjúgum meirihluta skipaður sjálfstæðismönnum. Kratinn og Framsóknarmaðurinn verða 65 ára árið 2003, rétt fyrir væntanlegar þingkosningar og ríkisstjórnarskipti. þar til hann var skipaður Hæsta- réttardómari 1987 af Jóni Sig- urðssyni og er enda talinn krati. Var m.a. lögfræðingur Neytenda- samtakanna, formaður Amnesty Islandsdeildar og formaður Rétt- arfarsnefndar um skeið. Er sá dómaranna sem sjálfstæðismenn herja mest á og þá væntanlega sökum pólitísks bakgrunns. Var í meirihluta í öryrkjadómnum og á móti bréfasendingunni. Haraldur Henrj'sson, 62 ára, var skipaður hæstaréttardómari 1989 af Halldóri Ásgrímssyni og talinn „hannibalisti". Haraldur sat á Alþingi sem varaþingmaður fyrir I - lista, (Hannibals Valdi- marssonar) 1968 og fy rir Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1971. Sat í framkvæmdastjórn SFV frá stofnun 1969-74. Hann sat í pólitískt skipuðu bankaráði Utvegsbankans 1973-76. Hefur mikið komið að öryggismálum sjómanna og var gerður að heið- ursfélaga Slysavarnafélags Is- lands 1990. Hann var fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Kópavogi 1964-73, en frá þeim tíma saka- dómari í Reykjavík, þar til bann fór í Hæstarétt. Haraldur var í meirihluta í ör- yrkjadómnum og á móti bréfa- sendingunni. Holdgervingur gömlu ættar- veldanna Hjörtur Torfason, 65 ára, er að hætta og staðan hans auglýst laus til umsóknar. Hann var skipaður hæstaréttardómari 1990 af Ola Þ. Guðbjartssyni, Borgaraflokki, fyrr Sjálfstæðisflokki. Hjörtur er sonur Torfa Hjartarsonar ríkis- sáttasemjara, sem aftur var sonur Hjartar Snorrasonar búnaðar- skólastjóra og alþingismanns SjálfstæðislJokksins eldri. Hjört- ur hóf lögmannsstörf undir handleiðslu Geirs Hallgrímssonar og Eyjólfs Konráðs Jónssonar og var um árabil lögfræðilegur ráðu- nautur Landsxarkjunar og Rarik. Hann var fulltrúi íslands í nefnd Evrópuráðsins „um lýðræði með lögum" (Feneyjanefnd). Hann var lengi fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í yfirkjörstjórn Reykjavíkur. Hjört- ur tók hvorki þátt í öryrkjadómn- um né kom að sendingu bréfsins umdeilda, þar sem f hans sæti settist setudómarinn Viðar Már Matthíasson, en sá samþykkti bréfasendinguna. Pétur Kr. Hafstein, 51 árs, get- ur talist holdgervingur gömlu ætt- arveldanna hjá „íhaldinu", sam- bland af Hafstein og Thors. Son- ur Jóhanns Hafsteins fyrrum for- sætisráðherra og formanns Sjálf- stæðisflokksins. Tengdafaðir hans var einn af umfangsmestu apó- tekurum landsins, Birgir Einars- son. Pétur var formaður hægrifé- lagsins Vöku á háskólaárunum. Hann sat í nefnd sem samdi frumvarp að lögum um aðskilnað dómsvalds og umhoðsvalds í hér- aði 1987-88. Skrifaði um hand- hafa forsetavalds í Tímariti lög- fræðinga 1990. Bauð sig fram til forseta 1996 og var þá m.a. studdur af öllum helstu forkólf- um Sjálfstæðisflokksins en tap- aði. Pétur var fyrsta hæstaréttar- dómaraval Þorsteins Pálssonar árið 1991. Pétur var í minnihluta í öryrkjadómnum, en sýndi það prinsipp að leggjast gegn bréfa- sendingunni. Ættii forsetans Garðar Kristjánsson Gíslason, forseti Hæstaréttar, er 58 ára heildsalasonur og frændgarður lians er með öflugra móti. Pabbi hans var Kristján G. Gíslason, bróðir Garðars G. Gíslasonar. Systir þeirra er Margrét, kona Halldórs 11. „Stjórnarformanns Islands" Jónssonar heitins, þau foreldrar Garðars Halldórssonar, húsameistara og bræðra hans. Ættin hefur alla tíð verið innar- lega í valdakjarna Sjálfstæðis- llokksins og Kolkrabbans, meðal annars í gegnum „hermang" Sam- einaðra verktaka og íslenskra að- alverktaka. Garðar var í minni- hluta í örvrkjadómnum, en samdi svarið og samþykkti bréfasending- una til forsætisnef ndar Alþingis. Markús Sigurbjörnsson, 46 ára, er sonur Sigurbjörns Þorbjörns- sonar fyrrum ríkisskattstjóra, en móðir hans, BettyAnn Huffman, er dóttir ofursta í Iandher Banda- ríkjanna. Hann er ótvírætt talinn með sjálfstæðismönnum. Markús var borgarfógeti 1985-92, er emb- ættið var lagt niður. Prófessor í lögfræði frá 1988 og skipaður Hæstaréttardómari frá 1. júlí 1994 af Þorsteini Pálssyni. Mark- Hjörtur Torfason: Lengi fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í yfirkjörstjórn Reykjavíkur og sam- starfsmaður Geirs Hallgrímssonar. Pétur Kr. Hafstein: Sambland af Hafstein og Thors, for- maður Vöku og forsetaframbjóð- andi sem oft var tengdur Sjálfstæð- isflokknum í kosningabaráttunni. Garðar Kr. Gíslason: Ætt hans hefur verið innarlega í valdakjarna Sjálfstæðisflokksins og „Kolkrabbans." Markús Sigurbjörnsson: Bullandi vanhæfur í öllu er laut að öryrkjadóminum vegna tengsla við vararíkislögmann. Gunnlaugur Claessen: Aföflugum fésýsluættum. Var I stjórn Vöku og Samtaka um vest- ræna samvinnu. Árni Kolbeinsson: Valinn afSólveigu. Kallaður „sér- fræðingur í viðborfi LÍÚ" og kvótaverjandi. Ingibjörg Rafnar: Velur Sólveig eiginkonu fyrrum dómsmálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.