Dagur - 01.02.2001, Page 17

Dagur - 01.02.2001, Page 17
FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2 00 1 - 17 jyagur ERLENDAR FRÉTTIR Gátan um Wallen- berg enn óleyst Leyndardómurinn um hvarf sænska diplómatsins Rauls Wallenbergs er enn eins dulaxfuQur og hann hefur verid í rúm- lega hálfa öld. Sameig- inleg rannsóknamefnd Rússa og Svía hefur skoðað málið í níu ár og hefur nu lokið störf- um án þess að komast að niðurstöðu. Leyniþjónustumenn Stalíns hand- tóku Wallenberg í Budapest 1945 þegar Rauði hérinn hrakti Þjóð- verja úr borginni. Þá var hann bú- inn að bjarga þúsundum gvðinga frá því að lenda í gasklefum nas- ista. Eftir að Wallenberg var hand- tekinn var hann sendur til Rúss- lands og hefur ekki heyrst af hon- um síðan, svo öruggt megi telja. Hann væri 88 ára gamall núna, ef hann væri á lífi. Af og til hefur komið upp kvitt- ur um að sænski diplómatinn væri á lífi. Fangar sem sluppu lifandi úr gúlaginu þóttust hafa hitt hann. En enginn hefur getað sannað það. Þegar Sovétríkin liðu undir lok opnuðu Rússar skjalasöfn sín og sameiginleg rannsókn þeirra og Svía hófst á hvarfi Wallensbergs. Fyrir ári síðan var Svíunum hleypt í skjalasafn Kremlar ef vera kynni að þar fyndist eitthvað um afdrif Wallenbergs. En gátan er enn óráðin. Rannsóknarmenn Svía og Rússa gátu ekki komið sér saman um sameiginlega niðurstöðu og skiluðu sitt hvoru álitinu um hvað varð um Wallenberg. Skotiim? Rússarnir staðhæfa að Wallenberg hafi við skotinn í höfðustöðvum leyniþjónustunnar, Lubjankafang- elsinu, 17. júlí 1947. Sænsku rannsóknarmennirnir fallast ekld á það. Ekkert dánan'ottorð finnst og engin skjöl sem sanna meinta af- töku. Það er ekki hægt að komast að sannanlegri niðurstöðu um Raoul Wallenberg. Örlög hans eru enn leyndardómur. Nefnd sem skipuð var Svíiun og Rússum hafa rannskað hvarf diplómatsins í níu ár án þess að komast að niðurstöðu. Nefndin hafði aögang að leyniskjölum, jafnvel í skjalasafni Kremlar. hvað varð um Wallenberg, segja Svíarnir. Sænski forsætisráðherrann, Göran Persson, segir, að á meðan engin gögn liggja fýrir um dauða Wallenbergs, sé ekki hægt að ákveða að hann sé látinn. En Vyacheslav Tuchnin, sem fór fyrir Rússunum í rannsóknar- nefndinni, segir engan vafa leika á að aftakan hafi farið fram 17. júlí 1947, en þá var Wallenberg 34 ára gamall. Sænskir aðilar sem rannsaka málið á eigin spýtur og fjölskylda Wallenhergs neita að taka rússn- esku útgáfuna gilda og segja hann hafa verið á lífi í fangelsi allt til 1970 og jafnvel fram að níunda áratugnúm. Þeir benda á að Rúss- arnir hafi ekki skilað vegabréfi Wallenbergs og persónulegúm munum hans fyrr en 1989, og segja að það bendi til að þá hafi hann verið nýlátinn. Bjargaði gyðmgum Raoul Wallenberg byrjaði að bjarga Gvðingum í Budapest 1944. Þar bjuggu 700 þúsund Gyðingar og var það fjölmennasta samfélag þeirra í E\TÓpu. Raoul kom til borgarinnar í leynilegum erindagerðum sem ritari sænskrar sendinefndar. Þá voru enn um 230 þúsund Gyðingar enn á lífi. Wallenberg dreifði sænskum vega- bréfum til þeirra sem eftir lifðu og er talið að allt að 20 þúsund manns eigi honum lífa að launa. 1945 tóku Rússar borgina og Nikolai Bulganin, þá varavarnar- málaráðherra og síðar I orsætisráð- herra Sovétríkjanna, Ivrirskipaöi handtöku Wailenbergs, sem fór fram 17. janúar og 6. febrúar var hann í haldi í Moskvu sem stríðs- fangi. Hann var ásakaður um njósnir f\TÍr Breta, Bandaríkja- menn og Þjóðverja. Engin skjöl finnast um ákæru eða réttarhöld í máli hans. Eftir stríðið báðu Svíar um skýr- ingu á hverfi Wallenbergs. I fyrstu sögðu Rúsar að hann hafi fallið í bardögunum um Budapest. Arið 1957 staðhæfði Gromyko utanrík- isráðherra, að hann hafi látist úr hjartalsagi í Lubjankafangelsinu 17. júlí 1947, sama daginn og Rússarnir segja nú að hann hafi verið skotinn. Margsaga I þeirri rannsókn sem nú er hætt, kom í ljós að Rússar eru margsaga í málinu. 1946 ræddi sænski ambassadorinn í Moskvu við Stalín, en gerði ekki mikið út hvarfi starfsmanns utanríkisráðu- nevtisins þar sem hann áleit að hann væri látinn. En þá var hann greinilega enn á lífi. En þrátt fýrir að Rússarnir héldu því fram að Svínn væri allur, sendu þeir levni- leg skilaborð um að þeir væru reiðubúnnir að láta hann lausan í skiptum fýrir nokkra rúsnneska „liðhlaupa" sem fengið höfðu hæli í Svíþjóð. Því var samstundis hafn- að. Hjálparstarf beinist að heimilis- og matarlausum BHUJ, India - I gær hjörguðu hjálparsveitir talsvert slasaðri konu úr rústunum sem jarðskjálftinn mikli á lndlandi skildi eftir sig. Þetta gerðist á sjötta degi frá því að skjálftinn reið yfir og þvkir það ganga kraftaverki næst að nokkur hafi lifað af undir rústunum svo lengi. Og sem vonir manna um að finna fleira fólk á lífi hafa dofnað þá hefur athvgli og áherslur björgunarmanna breyst og beinast nú að því að sinna öllum þeini þúsundum sem eru heimilislausir og hungraðir og standa frammi fyrir því að draga fram lífið án allra lífsbjarga. Sam- kvæmt fréttum í gær er talið líklegt að enn um sinn verði nokkur óvissa um það hversu margir hafa Iátist í þessum náttúruhamförum þar til ringulreiðin í Gujarat héraði minnkar eitthvað. Tölurnar um fjölda látinna sveifiast sem kunugt er lrá 20.000 og alveg upp í 100.000. Annar Lýbíumannaima dæmdur CAMP ZEIST, Hollandi - Starfsmaður lýbísku leyniþjónustunnar var í gær dæmdur í Iífstíðarfangelsi fyrir að vera valdur að dauða 270 farþega, sem voru um borð í Pan Am risaþotu yfir Lockerbie í Skotlandi fyrir 12 árum. Lýbíumaðurinn var dæmdur fy'rir að hafa sprengt upp vél- ina. Þegar þessi dómur yfir Abdel Basset al- Meghrahi féll í gær ríkti mikil spenna í réttarsalnum í Hollandi en félagi hans, Al- Amin Khalifa, sem einnig hafði verið ákærður fyrir hlutdeild í sprengingunni, var sýknaður og látinn laus. Það voru þrír skoskir dómarar sem dæmdu í þessu máli og mæltu þeir með að Meghrahi myndi ekki afplána minna en 20 ár af þessum dómi og að það yrði gert í fangelsi í Skotlandi. Dómforsetinn sagði að dómsorðið hafi verið mildara en ella vegna þess að hinn ákærði mvndi afplána dóminn fjarri heimalandi sínu. Ahdel Basset al-Meghrahi hefur ákveðiðað áfrýja dómnum. Erfitt hjá Barak JERÚSALEM - Það blæs ekki byrlega hjá Ehud Barak þessa dagana en í nýjum skoðanakönnunum kemur í ljós að hann er með mun minna fylgi en menn höfðu verið að vonast til og því skilur mun meira á milli hans og hauksins Ariel Sharon, hel- sta keppinauts hans um forsætisráðherra- stólinn, í komandi kosningum. Samkvæmt könnun Jerúsalem Post þá er Sharon með 22 prósenta fylgi umfram Barak og hefur aukið forskot sitt um 6 prósentustig frá þvr fyrir helgina. Barak, sem hefur einna helst bundið vonir við að ná upp vinsældum sínurn með þvf að ná samkomulagi við Palestínumenn um frið, sagði í gær að Ijóst væri að fsraelsmcnn yrðu að loka landnámsstöðvum sfnum - einkum þeim sem væru einangraðar - til að ná fram friðsamlegri lausn við Palest- ínumenn. Til samanhurðar má henda á að Sharon leggur gríðarlega áherslu á að Israelsmenn haldi Austur-Jerúsalem, þar sem einkum húa árabar, en hátt settur leiðtogi Palestínumann hefur einmitt kall- að þessa stcfnu Sharons, „uppskrift að stríði." Abdel Basset al-Meghrahi fékk lífstídardóm. ■ FRÁ DEGI FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 32. dagur ársins, 333 dagar eftir. Sólris kl. 10.07, sólarlag kl. 17.16. Þau fæddust 1. febrúar • 1805 Auguste Blanqui, franskur sósf- alisti sem sat samtals 33 ár í fangelsi. • 1848 Valdimar Briem vígslubiskup og sálmaskáld. • 1895 John Ford, bandarfskur leikstjóri. • 1918 Muriel Spark, hreskur rithöfund- ur. •1931 Boris Jeltsín, fyrrverandi forseti Rússlands. • 1949 Helgi Skúli Kjartansson sagnfræð- ingur. Þetta geröist 1. febrúar • 1790 kom Hæstiréttur Bandaríkjanna fyrst saman. TIL DflGS • 1904 fengu Islendingar heimastjórn og varð Hannes Hafstein fyrsti ráðherrann. • 1908 voru Karl I. konungur í Portúgal og elsti sonur hans myrtir af byltingar- sinnum. • 1935 var áfengisbann afnumið á Islandi, en það hafði staðið frá því 1915. • 1942 tók Vidkun Quisling við embætti forsætisráöherra í Noregi, sem þá var hernuminn af Þjóðverjum. Vísa dagsius Þegar lánsins þorna mið °S þrjóta vinatryggðir, á ég veröld nian við allar mannabyggðir. Theodora Thoroddsen Afmælisbam dagsins Hundrað ár eru í dag liðin frá fæðingu Clark Gable, sem í eina tíð var kallaður „konungur Hollywood". Sagt er að Ad- olf Hitler hafi verið svo hrifinn af þess- um leikara að hann hafi boðið vel hverj- um þeim sem hefði rænt honum og fært sér heilan á húfi. Clark Gable lést af völdum hjartaáfalls þann 16. nóvemher árið 1960, aðeins tveimur vikum eftir að tökum lauk á kvikmvndinni Misfits, þar sem hann lék á móti Marilyn Mon- roe. Fimm mánuðum síðar fæddist honum sonur. Manni ber að lifa, þótt ekki sé til annars en að lullnægja for\’itni sinni. Spakmæli frá Gyðingum Heilabrot Hvað er það sem eftirtalin þriggja stafa orð ciga sameiginlegt: los, fis, agn, efi, kot, jór, hræ, frú, amt og ást? Til hliðsjónar má hafa eftirtalin orð, sem ekki eru gædd þessum sama eiginleika: ami, arg, kol, tré, iðn, hús og bær. Lausn á síðustu gátu: Dagur og nótt. Vefur dagsins Þjóðsöngur íslendinga er á Netinu eins og svo margt annað: www.musik.is/Lof/lof.html

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.