Dagur - 08.02.2001, Síða 1
Verð ílausasölu 150 kr.
84. og 85. árgangur - 27. tölublað
Endurskoðim
kvótalaga óviss
því að hægt verði að taka lögin
um stjórn fiskveiða til endur-
skoðunar og afgreiða málið f'yrir
vorið. En það eru heldur ekki
hundrað í hættunni þótt ekki ná-
ist að afgreiða málið fyrir vorið.
Það frestast þá bara um eitt ár,“
sagði Arni M. Mathiesen sjávar-
litvegsráðherra í samtali við Dag
í gær.
Hann segist þó vilja ljúka
þessu máli sem fyrst vegna þess
að það séu mörg önnur mál sem
þarf að fara í til að bæta hag
greinarinnar, sem erfitt er að
vinna meðan niðurstaða endur-
skoðunarnefndarinnar liggur
ekki fyrir.
„En maður setur ekki þumal-
skrúfur á menn sem eru að reyna
að vinna að lausn í málinu. Þeir
þurfa að fá sinn tíma enda er hér
um gríðarlega stórt og þýðingar
mikið mál að ræða eins og allir
vita og þverpólitískt þegar til
kastanna kemur á Alþingi,“ sagði
Árni M. Mathiesen. — S.DÓR
Ekkert samkomulag í
enduxskoðuuamefnd-
inni. Minni lýkur á að
málið verði afgreitt í
vor eftir J)ví sem starf
nefndarinnar dregst á
langinn. Vildi helst
ljúka málinu í vor
segir sjávarútvegsráð-
herra.
Samkvæmt heimildum, sem
Dagur telur áreiðanlegar, virðist
samkomulag í „kvótanefnd"
sjávarútvegsráðherra vera jafn-
vel enn fjær nú en það var fyrir
nokkrum vikum, eftir að átaka-
línur skýrðust á fundi nefndar-
innar í gær. Þannig er talinn
leika fullkominn vafi á um hvort
nefndin nái að skila tillögum sín-
um til ráðherra nægilega
snemma til þess
að hægt verði að
taka endurskoð-
un laganna um
stjórn fiskveiða
fyrir á þessu vori
og ljúka því a AI-
þingi.
Eins og Dagur
skýrði frá fyrir
skömmu er ekk-
ert samkomulag
í augsýn hjá end-
urskoðunar-
nefndinni, sem
sjávarútvegsráð-
herra skipaði til
að gera tillögur
um endurskoð-
un á lögunum um stjórn fisk-
veiða. Líkur á samkomulagi hafa
semsé enn minnkað, en nefndin
stefndi að því að skila af sér í
janúar sl. og nú alveg óvíst
hvenær hún lýkur störfum.
Samkvæmt heimildum Dags
halda ákveðnir aðilar í nefndinni
því mjög til
streitu að nauð-
synlegt sé að
auka enn á hag-
ræðingu í útgerð
og fiskvinnslu,
jafnvel þó það
þýði að það yrðu
einungis efir
fjögur til fimm
stór útgerðar- og
fiskvinnslufyrir-
tæki. Lands-
byggðarþing-
menn margir eru
á annarri skoðun
og má segja að í
rauninni sé þetta
mál orðið þver-
pólitískt áður en það kemur til
kasta Alþingis.
Þverpólitískt mál
„Eg veit ekki til þess að starf
nefndarinnar sé farið að stranda
á neinu enn þá en eftir því sem
lengra líður minnka líkurnar á
Lýst eftir
atvumustefnu
Miðstjórn ASI sendi frá sér
ályktun eftir fund sinn í gær þar
sem lýst er áhyggjum af upp-
sögnum fiskverkafólks og þeim
áhrifum sem verkefnaskortur í
landvinnslu hefur á aðrar starfs-
greinar, atvinnustigið almennt
og framtíð fjölda hyggðarlaga í
landinu.
Miðstjórn ASÍ bendir á að ekki
sé hægt að kenna langtímaþróun
í atvinnugreininni um þau áföll
sem dunið hafa yfir fiskverkafólk
og sjávarbyggðir að undanförnu.
I ályktuninni segir síðan: „Sá
bráðavandi sem landvinnslan
stendur nú frammi fyrir víða um
land er annars eðlis og snýst
öðru fremur um að tryggja líf-
vænlegum fyrirtækjum, sem
skapa bæði atvinnu og verðmæti,
aðgang að hráefni til vinnslu.
Þau rékstrarskilyrði sem land-
vinnslan hýr við eru ákvörðuð
með lögum og stjórnvaldsaðgerð-
um“. ASl segir ekki hjá því kom-
ist að spyrja um atvinnu- og
byggðastefnu stjórnvalda?
Mengunarslys varð v/ð Hólmaslóð I Úrfirisey í Reykjavík, þegar á bilinu 2.000 til 5.000 lítrar af seigfljótandi olíu
láku úr olíutanki þar. I gærkvöld unnu á milli 20 og 30 manns við hreinsun og þrír dælubílar við verkið. Ekki er
talið að olían hafi lekið I sjó eða í holræsakerfi borgarinnar og þykir það vera lán í óláni. - mynd: ingó
vmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmii^mmmmmm
Valgerður Sverrisdóttir
iðnaðarráðherra.
160 milljarða
framkvæmd
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
ráðherra, ávarpaði málþing um
áhrif og þátttöku austfirskra fyr-
irtækja á Egilsstöðum í gær.
Markmið málþingsins var m.a.
að vekja athygli á margvíslegum
áhrifum og tækifærum tengdum
stórframkvæmdum, s.s. Kára-
hnjúkavirkjun og álvers á Reyð-
arfirði. Valgerður sagðist sann-
færð um að starfsemi álversins
mundi breikka verulega grund-
völlinn fyrir austfirskt atvinnulíf
og fjölga þannig atvinnutækifær-
um íbúanna.
Síðan sagði iðnaðarráðherra
m.a.: „Gert er ráð fyrir að öflun
gagna, undirbúningur og gerð
matsskýrslna fyrir Kárahnjúka-
virkjun komi til með að kosta um
250 milljónir króna en um 100
milljónir vegna álversins. Sam-
anlagður kostnaður Reyðaráls og
Landsvirkjunar mun því nema
um 350 milljónum króna. Gert
er ráð fyrir að um 25-30 aðilar,
innlendir og erlendir komi að
gerð heggja skýrslnanna. Heild-
arfjárfesting fyrir Kárahnjúka-
virkun nemur um 70 til 80 millj-
örðum króna á framkvæmdatím-
anum á árunum 2002 til 2006.
Alls er áætlað að um 3000 árs-
verk þurfi við gerð virkjunarinn-
ar og að allt að 900 manns starfi
þar á mesta álagstíma.
Áætlað er að heildarfjárfesting
vegna byggingar álversins geti
numið um 80 til 85 milljörðum
króna. Ársverk viö byggingu ál-
versins eru áætluð um 2.000
með um 1.400 manns starfandi
á byggingarstað þegar mest á
reynir. Framkvæmdir við álverið
verða á árabilinu 2003 til 2006.
Auk þess er gert ráð fyrir að
bygging hafnar við álverið kosti
um einn milljarð króna og fram-
kvæmdir við að gera lóðina und-
ir álverið byggingarhæfa um 1,5
milljarður króna,“ sagði iðnaðar-
ráðherra í gær. — GG