Dagur - 08.02.2001, Blaðsíða 2
2- FIMMTVDAGUR 8. FEBRÚAR 2001
FRÉTTIR
L.
Getur veitt liðsinni
í millibilsástaiidi
Félagsmálaráðherra
hefur heimsótt staöi
þar sem áföll hafa
dirnið yfir í atvinnu-
lifinu að uudanförnu. <
í gær var hanu á
Húsavík.
Ráðherra hefur þegar sótt heim
Bolungarvík og Vestmannaeyjar
og hefur hug á að ræða við
heimamenn á Olafsfirði og jafn-
vel víðar til að tékka á stöðunni.
Asamt og með honum í för hefur
verið Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar. Þeir fund-
uðu með bæjarstjórn Húsavíkur
fyrir hádegi í gær og síödegis
með fulltrúum verkalýðsfélag-
anna á Húsavík og Kópaskeri,
auk starfsmanna frá fyrirtækjum
á Húsavík sem lent hafa í upp-
sögnum að undanförnu.
Páll tjáði Degi eftir fundina
að þeir hefðu verið gagnlegir og
upplýsandi. Hann lagði áherslu á
að atvinnuástand almennt í
landinu hefði verið betra á und-
anförnum árum en í mjög langan
tíma, þó nokkur áföll hefðu orð-
ið upp á síðkastið á fáeinum
stöðum þar sem nú væru stað-
bundnir erfiðleikar í atvinnulíf-
inu.
„Við getum auðvitað ekki kippt
atvinnulífinu í gang á þessum
stöðum, en erum að benda fólki
á þær leiðir sem við höfum til
þess að veita liðsinni á meðan
menn eru að vinna sig út úr von-
andi tímabundnum vanda. Við
getum m.a. komið að átaksverk-
efnum, ef bæjarfélög, fyrirtæki
eða samtök vilja standa að slíku
og ráða fólk af atvinnuleysiskrá
til starfa, þá geta viðkomandi
fengið atvinnuleysisbæturnar og
bætt við um 20.000 krónur á
mann til þess að ná lágmarks-
mánaðarlaunum. Síðan höfum
við verulega peninga til starfs-
menntunar. Þetta tvennt tel ég
vera afar mikilvægt í millibilsá-
standi eins og nú ríkir í atvinnu-
málum á t.d. Húsavfk, Vest-
mannaeyjum og Bolungarvík og
átaksverkefni geta orðið upphaf-
ið að varanlegri starfsemi ef vel
tekst til“.
Ratinveruleg byggðastefna
Aðalsteinn Baldursson, formað-
ur Verkalýðsfélags Húsavíkur
sagðist telja að þetta hafi verið
góður fundur og málin verið
rædd af hreinskilni. „Ráðherra
kynnti þær leiðir sem hann hef-
ur til að koma til aðstoðar tíma-
bundið, sem er góðra gjalda vert
út af fyrir sig, en við lögðum
áherslu á þörfina á raunverulegri
byggðastefnu sem hefði fyrir-
byggjandi áhrif í atvinnulífinu, í
stað þess að koma til bjargar
þegar skaðinn er skeður. Það
þarf að skapa mönnum aðstöðu
til að búa úti á landi. Það er tíl
dærnis verið að loka einu búð-
inni sem er á Bakkafirði, á sama
tíma og verið er að setja níu
milljarða í 100 verslanir á höfuð-
borgarsvæðinu."
Pétur Bolli Jóhannesson,
sveitarstjóri.
Þmgmeun á
Hríseyjarftmd
Þingmenn Norðurlandskjördæmis
eystra halda opinn fund í félags-
heimilinu Sæborg í Hrísey í kvöld,
fimmtudag, þar sem farið verður
yfir stöðuna í atvinnumálum
Hríseyinga eftir að Snæfell hætti
vinnslu í sveitarfélaginu. Boðað er
til fundarins að frumkvæði sveit-
arstjórnar Hríseyjarhrepps.
Talið var orðið tímabært að fara
yfir afleiðingar ákvörðunnar
stjórnar Snæfells sem þá var í eigu
KEA. Ekki er að efa að íbúa fýsir
að vita hver staðan er frá bæjar-
dyru m þingmanna séð og hvert
þeir komi t.d. færandi hendi með
ný atvinnutækifæri. Pétur Bolli
Jóhannesson, sveitarstjóri, 'segir
að lítið hafi gerst í uppbyggingu
atvinnulífs eyjaskeggja þrátt fyrir
tilraunir sem m.a. hafi komið inn
á borð þingmanna. Vaxandi kurr
sé í Hríseyingum og þolinmæði
ntargra á þrotum. Um 30% allra
atvinnubærra manna í Hrísey
misstu atvinnuna þegar Snæfell
hætti starfsemi, eða um 35
manns, en í dag eru um 10 manns
á atvinnuleysisskrá, en margir
hafa leitað að vinnu utan sveitar-
félagsins. Það gangi hins vegar
ekki til langframa. Pétur Bolli seg-
ir sveitarstjórn vilja leita leiða til
bæta atvinnuástandið, og vænti til
þess stuðnings þingmanna. - gg
Skrifstofustj órinn
var maður út í bæ
Forsætisráðuneytið sá enga
ástæðu til að bera undir kjara-
nefnd, hvort greiða skyldi
Benedikt Bogasyni skrifstofu-
stjóra dómsmálaráðuneytisins
laun fyrir vinnu í þágu ör-
yrkjadómsnefndar forsætis-
ráðuneytisins. Skarphéðinn
Steinarsson, skrifstofustjóri
forsætisráðuneytisins, stað-
festir í samtali við Dag að
ráðuneytíð hafi ekki talið þörf
á því.
Dagur greindi frá því að
Benedikt hefði vegna ritara-
starfa fyrir umrædda nefnd,
undir forsæti Jóns Steinars
Gunnlaugssonar, tekið við
þóknun þrátt fyrir skýr ákvæði í
reglum kjaranefndar, sem tekur
til skrifstofustjórans, um bann
við slíkum greiðslum nema að
undangengnum úrskurði.
„greiða slíkar þóknanir nema
kjaranefnd hafi úrskurðað að
um aukastörf hafi verið að
ræða, þ.e.a.s. störf sem ekki
falla innan marka aðalstarfa
viðkomandi".
Forsætisráðuneytið bar
málið ekki undir kjaranefnd.
Skarphéðinn segir að ráðu-
neytið teldi öruggt að um
aukastörf væri að ræða. „Það
eru mjög skýrar reglur um
launagreiðslur manna sem
falla undir kjaranefnd, varð-
andi hvað telst falla undir að-
alstarf þeirra og hvað ekki.
Nefndin Ieitaði til Benedikts
sem einstaklings og lögfræð-
ings. Störf hans fyrir nefndina
höfðu ekkert með veru hans í
dómsmálaráðuneytinu að gera,“
segir Skarphéðinn. — FÞG
Forsætisráðuneytið taldi öruggt að um auka-
störf væri að ræða
Emstaklinguriim Benedikt
Staðfesti Guðrún Zoega, for-
maður kjaranefndar, að skrif-
stofustjórinn félli undir verksvið
kjaranefndar og að ekki mætti
Lngibjörg í Hæstarétt
Forseti Islands hefur hefur að
tillögu Sólveigar Pétursdóttur
dómsmálaráðherra ákveðið að
skipa Ingibjörgu Benediktsdótt-
ur í stöðu hæstaréttardómara, í
stað Hjartar Torfasonar, sem læt-
ur af störfum sökum aldurs. Alls
sjö sóttu um stöðuna.
Ingibjörg Benediktsdóttir er
52 ára. Hún starfaði sem fulltrúi
hjá yfirsakadómaranum í Reykja-
vík 1975-83 og var aðalfuíltrúi
við embættið 1983-84. Hún var
sakadómari 1984-92 og hefur
verið héraðsdómari frá 1992.
Næsta hæstaréttardómara-
staða losnar síðar á þessu ári,
eftir að Guðrún Erlendsdóttir
verður 65 ára. Heimildarmenn
blaðsins telja sennilegt, að í raun
hafi Ingibjörg Rafnar verið að
„stimpla sig inn“ varðandi þá
stöðu, en að ætlunin hafi verið
að hún fengi skipun að þessu
sinni. — FÞG
Heinzspaghettí í tómat innkaUað
Vegna tvöfalds Ieyfilegs hámarksmagns af tini í niðursoðnu spaghettí í
tómatsósu frá Heinz hefur Hollustuvernd ríldsins og Heílbrigðiseftirlit
Reykjavíkur íyrirskipað innköllun þessarar vörutegundar. Jafnframt er
því beint til almennings að neyta ekki umræddrar vöru úr dósum merkt-
um MSLD (hluti af lotunúmeri á botni dósarinnar) heldur skila þeirn í
búðina sem hún var kevpt í. Neysla vörunnar geti hugsanlega valdið
óþægindum eins og þreytu, höfuðverk, niðurgangi, ógleði eða uppköst-
um. Ahrifin eru þó ekki talin Iangvarandi eða skaðleg. Vitneskjan um hið
mikla tininnihald vörunnar barst Hollustuvernd með tilkynningu frá
Bretlandi. Samkvæmt henni greindist að meðaltali 292 mg af tini í kílói
af umræddu spaghettíi, eða nær tvöfalt hámarksgildi tins í matvælum
sem er 150 mg/kg, samkvæmt reglugerð um aðskotaefni. - HEl
ESSO styrkir Aiidrésar
andarleíka og KA-mót
Olíufélagið hefur gengio frá nýjum sam-
starfssamningi við framkvæmdanefnd
Andrésar andarleikanna sem fram fara ár-
lega í Hlíðarfjalli við Akureyri fyrir 6 til 12
ára börn. Undirritun fór fram í Strýtu.
Samstarfssamningurinn felst m.a. í því að Andrésarandarieikarnir fara
Olíufélagið kaupir alla verðlaunagripi fram áriega i Hlíðarfjalli við
sem veittir eru á leikunum. Akureyri.
Olíufélagið hefur undanfarin ár verið í
mildu samstarfi \ ið helstu skíðalélög landsins og m.a. sett upp vefmynda-
vélar á helstu skíðasvæðum landsins og má sjá það á heimasíðu lélags-
ins, www.esso.is. Olíufélagið selur einnig dagskort á skíðasvæði höfuð-
borgarbúa á Essostöðvunum.
Olíufélagið hefur einnig undirritað fimm ára samstarfssamning við
unglingaráð knattspyrnudeildar KA. Samstarfssamníngurinn snýst um
ESSO-mót KA sem er knattspymumót sem fram fer í byrjun júlímánað-
ar ár hvert fyrir 11 til 12 ára drengi í 5. flokki. Næsta mót verður það 1 5.
sem félögin halda saman og hefur mótið skipað sér fastan sess í hugum
ntargra þar sem um 1.000 drengir af öllu landinu koma saman og leika
knattspyrnu. Samningar þessir eru liður í þeirri áherslu sem Olíufélagið
leggur á uppbyggingu íþrótta- og æskulýðsstarfs í landinu. — GG