Dagur - 08.02.2001, Side 6
6 - FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001
-D&jur-
ÞJÓÐMÁL
Utgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
A ðstoðarritstjóri:
Skrifstofur:
Símar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Netföng augiýsingadeiidar:
Símar auglýsingadeildar:
Símbréf auglýsingadeildar:
Simbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRl,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.900 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
valdemar@dagur.is- augl@dagur.is-gestur@ff.is
(REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍK)563-16A2 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYRIJ460-6192 Valdemar Valdemarsson
460 6161
460 617KAKUREYR!) 551 6270 (REYKJAVlK)
Sigur Sharons- hvað nú?
í fyrsta lagi
Stórsigur Ariel Sharon í ísraelsku forsætisráðherrakosningun-
um er verulegt áfall fyrir friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs.
Hins vegar er niðurstaðan fengin í lýðræðislegum kosningum
og því augljóst að Sharon hefur afgerandi umboð þegna sinna
til að halda til streitu herskárri stefnu í samskiptum sínum við
Palestínumenn. Það ásamt þeirri staðreynd að Sharon hefur
áunnið sér verðskuldað hatur Palestínumanna og annarra
Araba - bæði með framgangi sínum í Líbanon á sínum tíma og
eins með heimsókn sinni á Musterishæðina s.l. haust - mun
torvelda mjög uppbyggingu trúnaðar milli aðila sem er for-
senda árangurs í samningum.
í öðru lagi
Það vill raunar svo til að Sharon er nokkuð þröngur pólitískur
stakkur skorinn varðandi stjórnarmyndun og möguleika til að
koma málum sínum fram. Af þeim sökum má búast við að
temprandi áhrif Verkamannaflokksins verði meiri en ella.
Sharon var yfirlýsingaglaður í aðdraganda kosninganna og þó
hann þurfi ugglaust að leita verulegra málamiðlana, er Ijóst að
hann er líka bundinn af kosningayfirlýsingum sínum. Enda
heldur hann sig t.d. stíft við að Jerúsalem verði óskipt og að
fullu undir yfirráðum Israelsmanna. Slíkt er þó auðvitað
óhugsandi ef friðarferlið á að halda áfram.
í þriðja lagi
Sjálfsagt er að gefa Sharon tækifæri til að taka upp þráðinn
þar sem frá var horfið í friðarmálum. Komi hins vegar í ljós -
sem fastlega má búast við - að óbilgirni og stífni spilli veru-
lega fyrir friðarferlinu, þá hlýtur þolinmæði heimsins gagnvart
Israel að vera á þrotum. Nóg hefur þanþolið verið samt. Al-
þjóðasamfélagið getur beitt Israel ýmis konar ytri þrýstingi,
rétt eins og menn hafa gert þegar yfirgangur annarra ríkja hef-
ur gengið út í öfgar. Island mun að vísu varla ráða úrslitum í
slíkum aðgerðum, en á okkar rödd er hlustað meðal áhrifaríkra
bandamanna okkar, og þar eigum við að láta hana heyrast.
Birgir Guðmimdsson
Kj amorkuvopna-
laus pistlahöfundur
Það er rétt að hefja þennan
pistil á sérstakri tilkynningu
frá Garra. Tilkvnningin er
þessi: Garri hefur lýst sig
kjarnorkuvopnalausan pistla-
höfund. Hann tók ákvörðun
um þetta í gær eftir að hann
hleraði það innanhúss á Degi
að bæjarfélagið Akureyri hafi
gert sérstaka samþykkt á bæj-
arstjórnarfundi í vikunni um
að það væri „kjarorkuvopna-
laust sveitarfélag". Að
vísu hefur þessi sam-
þykkt Akureyringanna
ekki farið Iiátt enn sem
komið er, en hins vegar
má reikna með að þessi
tímamótaákvörðun
sökkvi sér von bráðar
inn í þjóðarvitundina.
Akureyri verður semsé
ekki lengur bara „bær með
brag“ eins og sagði í einhverri
auglýsingaherferðinni, heldur
er hærinn orðinn fyrsta ís-
lenska kjarnorkuvopnalausa
sveitarfélagið.
Engin kjama-
vopn heima
ög pegar sveitarstjórnarmenn
taka svona grundvallarákvarð-
anir er ekki nema eðlilegt að
einstaklingar um land allt íyl-
list eldmóði - eins og Garri - og
lýsi sig líka kjarnorkuvopna-
lausa einstaklinga. Það felst í
yfirlýsingu Garra um að hann
sé kjarnorkuvopnalaus pistla-
höfundur, að hann skuldbind-
ur sig til að geyma ekki né
heimila umferð kjarnorku-
vopna um heimili sitt og skrif-
borðsbás á ritstjórnarskrifstof-
um Dags. Tekur þetta bann til
allra kjarnavopna, hvort heldur
sem eru langdrægar, meðal-
drægar, eða skammdrægar
flaugar. Einnig nær skuldbind-
ingin til varnarflauga sem ætl-
Akureyri -kjarn-
orkuvopnalaust
sveitarfélag!
að er að granda lang-, meðal-,
eða skammdrægum flaugum,
ef varnarflaugarnar eru búnar
kjarnaoddi. Hins vegar áskilur
Garri sér að sjálfsögðu rétt til
að heimila umferð eða stað-
setningu varnarflauga á heirn-
ili sínu eða skrifborði ef ekki
eru kjarnaoddar í slíkum flaug-
um.
Friöur á jörð
Tilgangur Garra með
sessari yfirlýsingu
sinni og skuldbind-
ingu er sá sami og til-
gangur bæjarstjórnar
....Akureyrar: Að stuðla
að friði í heiminum og
knýja fram virkari
ákvæði í alþjóðasamn-
ingum um útbreiðslu
kjarnavopna. Þannig
er Garri nokkuö sannfærður
um að ráðamenn í Indlandi,
Pakistan, ísrael og jafnvel
Irak, löndum sem þróað hafa
kjarnavopn eða eru að reyna
það, muni sjá að sér þegar þeir
frétta af þessari útvíkkun
kjarnorkuvopnalausra svæða
og heimila í veröldinni. Garri
sér fyrir sér hvernig friðarboð-
skapurinn mun blómstra og
hver einstaklingurinn og hvert
sveitarfélagið af öðru mun lýsa
sig kjarnorkuvopnalaust.
Þannig er Garri þegar farinn
að ræða við aðra pistlahöfunda
á þessari síðu um að lýsa sig
kjarnorkuvopnalausa með það
að markmiði að öll leiðarasíða
Dags verði á endanum lýst
kjarnorkuvopnalaust svæði!
Bæjarstjórn Akureyrar á heiður
skilinn fyrir frumkvæði sitt og
Garri mun hiklaust senda inn
tilnefningu til Nóbelsnefndar-
innar í Osló á næsta ári, því
friðarverðlaunin eiga auðvitað
að fara norður! GARRI
í Degi í gær birtist grein sem all-
ir ættu að lesa. Greinina skrifar
Friðrik Þór Guðmundsson,
blaðamaður og faðir eins fórnar-
lamba Ilugslyssins í Skerjafirði
fyrir 6 mánuðum, og birtir þar
hugleiðingar sínar um rannsókn
málsins og margvíslegar upplýs-
ingar sem hann byggir ekki síst á
eigin gagnaöflun.
Þetta cr um margt óþægileg
lesning. Ekki síst fyrir þá sem
hafa kannski um árabil staðið í
þeirri trú að hvergi væri öryggis-
eftirlit í samgöngum og fólks-
flutningum strangara en í flugi.
Að í hvert skipti sem maður hef-
ur stigið upp í flugvélar af ýms-
um stærðum og gerðum, þá hafi
mátt ganga að því vísu að allt
sem ítrustu lög og regiur um
flugöryggi kveða á um, hafi ver-
ið framkvæmt.
Samkvæmt grein Friðriks Þórs
eru því miður margvíslegir pott-
ar brotnir í þessum efnum og
eftirliti á ýmsum sviðum ábóta-
vant, svo ekki sé fastar að orðið
kveðið. Og ekki annað séð en að
á stundum hafi menn flogið sof-
andi að feigðarósi og jafnvel í
bókstaflegri merkingu.
Eftirlit brást
I grein Friðriks Þórs
eru tínd til mýmörg
dæmi um meintar
(a.m.k. á þessu stigi)
brotalamir í flugör-
yggismálum á Is-
landi og tengjast
margar flugvélinni
sem fór híð örlaga-
ríka flug frá Vestmannaeyjum til
Beykjavíkur um verslunar-
mannahelgina síðustu og lauk
með brotlendingu í Skerjafirði
með þeim hörmulegum afleið-
ingum sem öllum eru kunnar.
Upplýsingar um viðhaldsmál
flugvélarinar virðast hafa verið
af skornum skammti og margt
bendir til að gögn um forsögu
hennar og viðhald hjá fyrri eig-
endum hafi ckki verið fyrirliggj-
andi. Þessi vél og raunar fleiri
voru notaðar til farþegaflutn-
inga í sjónflugi án þess að hafa
til þess tilskilin leyfi. Flugmenn
hafi verið komnir fram yfir leyfi-
legan vakttíma vegna mikilla
anna. Og fjölmargt
fleira vafasamt
dregur Friðrik fram
í dagsljósið sem
bendir til þess að
eftirlit hafi brugðist
og öryggi flugfar-
þega þar með verið
stefnt í hættu. Og
maður hlýtur að spyrja sig: Er
þetta einsdæmi, eða hefur þetta
gengið svona lengi, t.d. á há-
annaflugtímum um verslunar-
mannahelgar?
Híð sanna komi í ljós
Nú er beöið eftir niðurstöðum
úr rannsóknum Rannnsóknar-
nefndar flugslysa og rannsókn-
ardeild Lögreglustjórans í
Revkjavík. Friðrik Þór Guð-
mundson segir í lok greinar
sinnar að niðurstöðurnar verði
að vera trúverðugar og réttlætið
verði að sigra - „þvf annars fara
líf fórnarlambanna fyrir li'tið."
Undir þetta er auðvelt að
taka. Og niðurstöður rannsókn-
anna verða ekki síst að taka á og
svara með fullnægjandi hætti
öllum þeim athugasemdum,
ályktunum og spurningum sem
fram koma í grein Friðriks Þórs.
Það er hreinlega ekki ásættan-
legt að láta mörgum spurning-
um ósvarað um þessi mál. Til-
gangur rannsóknanna hlýtur að
vera sá einn að komast að því
sanna í málinu og nota síðan
niðurstöðurnar til þess að byrgja
brunninn og gera allt sem í
mannlegu valdi stcndur til að
auka flugöryggi og draga úr lík-
um á að slys eins og það sem
varð í Skerjafirði fyrir 6 mánuð-
um endurtaki sig.
"f - JÓHAIVNES SIGURJÓNS ílogið sofandi að
\ ' - ! SON skrifar Mgðarðsi?
Er kúariðuumræðan
komin út í öfgar?
Guðbrandur Sigurðsson
matvælafræðingur ogforstjóri ÚA.
„Kúariðumálið
sýnir í hnot-
skurn hve fólk
í Evrópu er
orðið meðvitað
um hvað það
borðar og ein-
nig að krafa
dagsins er heilnæm vara. Það
eru Iitlar líkur á því að fólk sýkist
af Creutzfelt-Jakob sjúkdómn-
um, en á hinn bóginn er það sið-
ferðisleg krafa stjórnvalda - og
allra annarra - að koma í veg fyr-
ir kúariðu og þann hræðilega
sjúkdóm sem hún leiðir af sér."
Ami Gunnarsson
franikvæmdastjóri HcHsnstofvnnar
NLFÍ í Hveragerði.
„Verslunar-
keðjur hafa
orðið allt vald
um verðlagn-
ingu neyslu-
vara og við því
hafa framleið-
endur brugðist
með þv'í að auka framleiðslu og
lækka kostnað. Til þess nota þeir
meðul sem ekki hafa reynst holl.
Kjötframleiðendur pumpa dýrin
full af hormónum og lyfjum til
að auka vaxtarhraða, þeir byrja
að nota nýjar fóðurtegundir eins
og t.d. kjötmjöl - og afleiðingin
óhollari vara. Dæmin sanna að
gengið er á náttúrulegan vöxt og
viðgang, svo nú blasa við alvar-
legir sjúkdómar og kvillar. Vel
þess virði er að hugleiða hvort
við eigum ekki að greiða heldur
hærra verð fyrir gæðavöru og
spara mismuninn með því að
borða ofurlítið minna. Umræðan
er ekki komin út í öfgar, og nú er
hið stóra tækifæri íslensk land-
búnaðar runnið upp. „
Hraimar B. Amarson
borgarfulltnii ogform. heilbrigðis-
r.
„Umræðan
hefur verið
bæði þörf og
brýn. En ég get
líka tekið undir
að hún hefur á
ýmsan hátt
þróast í undar-
Iegar áttir. Aðalatriðið frá mínu
sjónarhorni er að neytendur geti
treyst því að á borðum þeirra séu
hættulaus matvæli. Hvort þau
koma frá innlendum eða erlend-
um seljendum er hins vegar
aukaatriði. Að inínu mati hafa
hins vegar ýmsir reynt að gera
það að aðalatriði - og það er mið-
Sólveig Eiríksdóttir
veitingamaðurá Grænumkosti í
Reykjavík.
„I öllu þessu
kúariðu-
kjaftæði er ég
ofboðslega feg-
in því að borða
ekki kjöt. Öll
mál geta farið
út í öfgar, rétt
einsog kúariðuumræðan hefur
gert síðustu daga. Hún hefur
helgast af yfirgripsmikilli van-
þekkingu."