Dagur - 08.02.2001, Page 13
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 - 13
FRÉTTIR
Brýnt að samræma
talstöóvarkerfiii!
Að Almannavarnir, björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið nota hvert sitt talstöðvarkerfi en ekki eitt samræmt kerfi
getur valdið vanda í samskiptum þessara lykilaðila þegar mest á reynir.
Sameinuð almaima-
vamarsamtök Reykja-
víkur og nærsveita
hafa gert tillögur um
aðgerðir til að auka
öryggi og samræma
hjörguuarkerfi.
Að Almannavarnir, björgunar-
sveitir, lögregla og slökkvilið nota
hvert sitt talstöðvarkerfi en ekki
eitt samræmt kerfi getur valdið
vanda í samskiptum þessara lyk-
ilaðila þegar mest á reynir, svo
koma ætti á einu samræmdu
kerfi. Meta ætti þörf á varaafli
íyrir umferðarljós á höfuðborgar-
svæðinu, þar sem rafmagnsleysi í
kjölfar náttúruhamfara, sem
gerði götuljós og götulýsingu
óvirka gæti skapað alvarlegt um-
ferðarástand. Þetta er meðal
þeirra atriða sem tekin voru fyr-
ir af starfshópi sem falin var und-
irbúningur að framkvæmd
áhættumats í framhaldi af sam-
einingu almannavarnarnefnda
fjögurra sveitarfélaga, Kjósar,
Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Sel-
tjarnarness, og endurskoðunar
ýmissa þátta í almannavarnar-
sldpulagi A - KMRS.
Kallað eftir neyðarskipulagi
I niðurstöðum eru tillögur að út-
færslu á hlutverki A-KMRS sem
samræmingaraðila á neyðar-
skipulagi stofnana og fyrirtækja
innan sveitarfélaganna, og tillög-
ur að ákveðnum verkefnum og
forgangsröðun þeirra. Meðal
annars er lagt til að kallað verði
eftir áhættumati og neyðarskipu-
lagi frá til dæmis orku- og vatns-
veitum, fyrirtækjum í fjarskiptum
og olíudreifingu, vinnueftirliti,
heilsugæslu, heilbrigðisþjónustu
og svo framvegis. Og þeim sem
bera ábyrgð á stöðum eins og t.d.
flugvöllurn, hafnarsvæðum,
Örfirisey, Áburðai-verksmiðju og
þannig má áfram telja.
Við mat á áhættu er miðað við
atburði sem valdið geta almanna-
varnarástandi. Þó umfangsmiklar
rannsóknir á jarðskjálftavá í
vinnslu telur hópurinn að meta
þurfi og kortleggja legu jarð-
skjálftasprungna á svæði A-
KMRS með tilliti til byggðar í ná-
grenni þeirrra og sömuleiðis af-
leiðingar jarðskjálfta á mann-
virki, meðal annars samgöngu-
og veitumannvirki innan svæðis-
ins.
Rannsaka þarí eldsumbrota-
söguna
Olíklegt þykir að eldgos geti orð-
ið innan höfuðborgarsvæðisins
en eldgos í nágrenni þess gæti
valdið margs konar áhættu fyrir
íbúana. Ræði beinni hættu sam-
fara hraunrennsli og eða ösku-
falli og óbeinni vegna eldsum-
brota við aðfærsluæðar til og frá
svæðinu. Rannsaka þurfi
eldsumbrotasögu og tíðni og um-
fang öskufalls á svæðinu og í ná-
grenni þess og meta afkastagetu
núverandi flutningskerfa. Olík-
legt er talið að almenn hætta geti
skapast af völdum efnaslysa eða
mengunaróhappa.
Hvað ef S0% „lykHfóDís“
smitast?
Varðandi hugsanlegar fjöldasýk-
ingar og farsóttir þarf meðal ann-
ars að meta hvaða afleiðingar það
hefði á samfélagið og starfsemi
mikilvægra stofnana og fyrir-
tækja ef t.d. 20-50% starfandi
fólks sýktist af farsótt og hvaða
neyðaráætlanir almannavarnar-
nefnd þurfi að hafa tiltæka vegna
farsótta.
Þótt litlar líkur þykja á sjávar-
flóðum á svæðinu og sjaldgæft að
vindur nái þeim styrk að fólki sé
veruleg hætta búin innandyra
ætti að draga fram hagnýtar upp-
lýsingar úr þeim gögnum sem til
eru um veður og taka mið af
þeim \dð skipulagningu íbúða-
hverfa. Viðbragðsmörk björgun-
araðila vegna óveðurs er 40 metr-
ar á sekúntu.
Viðbragðsáætlun gegn
hryðjuverkum
„Hryðjuverk s.s. flugrán,
sprengjuárásir, sprengjuhótanir
eða styrjaldarátök geta valdið al-
mannavarnarástandi. Einnig er
mögulegt að óeirðir eða átök
milli hópa manna geri það nauð-
synlegt að virkja almannavarnar-
kerfið til bjargar mannslífum og
verðmætum," segir hópurinn.
Þar sem skipulag á þessu sviði sé
á verksviði lögregluyfirvalda þurfi
þau að meta og setja í viðbragðs-
áætlun hvernig almannavömum
verði helst beitt vegna óeirða og
hryðjuverka. - HEI
Mega sto£na ný apótek
- en ekkl kaupa gomul
Lyfja og Apótek mega sameinast ef þau selja 5 afsínum 74 apótekum.
Sameinuð Lyfja má stofna ný apótek en ekki kaupa apótek í rekstri.
Samkeppnisráð setti
þau skilyrði fyrir sam-
runa Lyfju hf. og
Lyfjabúða hf. að þau
seldu 5 af sínum 14
apótekum. Lyfja má
síðan stofna ný apó-
tek en ekki kaupa
gömul.
Samkeppnisráð komst að þeirri
niðurstöðu að samruni Lyfju hf.
og Lyfjabúða hf. (undir nafni
Lyfju hf.) myndi að óbreyttu
leiða til óviðunandi samþjöppun-
ar á lyfsölumarkaðnum, yfir 50%
markaðshlutdeild, og mikla
röskun á samkeppni til tjóns fyr-
ir neytendur. Að óskum Lyfju
settu samkeppnisyfirvöld skilyrði
fyrir samrunanum sem eiga að
eyða hinum skaðlegu áhrifum á
samkeppnina á markaðnum og
hefur Lyfja fallist á að selja í einu
lagi fimm tilgreind apótek af
þeim fjórtán sem hún starfrækir
nú á höfuðborgarsvæðinu. Að
mati samkeppnisyfirvalda myndi
markaðshlutdeild Lyfju minnka
úr 52-53% niður í 37-38% við
söluna.
Mega vaxa og dafna
En er nokkuð sem bannar LyQu
að auka aftur hlut sinn með því
að kaupa önnur apótek í staðin
eða stofna ný? „Þeir mega auð-
vitað, eins og önnur fyrirtæki,
vaxa og dafna af eigin verðleikum
og stofna ný apótek. Eina form-
ið sem amast er við er ef það er í
formi yfirtöku eða samruna. I
ákvörðunarorðum samkeppnis-
ráðs er kveðið á um það að fyrir-
tækið megi ekki kaupa starfandi
apótek nema að upplýsa okkur
um það,“ sagði Guðmundur Sig-
urðsson skrifstofustjóri Sam-
keppnisstofnunar.
Lyf og heilsa með liðlega
fjórðung
Hvort um sig voru Lyfja og Apó-
tekið (Lyfjabúðir hf.) með 26-
27% markaðshlutdeild, eða 52-
53% til samans. Að mati sam-
keppnisráðs mundi svo há mark-
aðshlutdeild auk fleiri þátta, gera
sameinaða Lyfju markaðsráðandi
í lyfsölu á höfuðborgarsvæðinu,
þar sem aðeins er einn annar stór
aðili; Lyf og heilsa, með 26-27%
markaðshlut. En aðrir keppi-
nautar með aðeins 1-3% hlut.
Sala eyðir skaðlegum
áhrifum
Samkvæmt samkeppnislögum
getur Samkeppnisráð ógilt sam-
runa eða sett honum skilyrði.
Viðræður milli samkeppnisyfir-
valda og forsvarsmanna Lyfju lei-
ddu til þess að fyrirtækið féllst á
að selja eftirtalin fimm apótek: I
Mosfellsbæ, Smiðjuvegi 2 í
Kópavogi, Suðurströnd 2 á Sel-
tjarnarnesi, Fjarðargötu 13-15 í
Hafnarfirði og Lyfju í Hamraborg
11 í Kópavogi. Markaðshlutdeild
þessara apóteka er um 14-15% af
lyfsölu á höfuðborgarsvæðinu.
Stefnt skal að því að þau verði
seld í einu lagi til keppinautar
sem er óháður Lyfju eða félögum
því tengdu, sem að mati Sam-
keppnisráðs nægir til að eyða
þeim skaðlegu áhrifum sem sam-
runinn hefði annars í för með
sér. - HEI