Dagur - 08.02.2001, Page 17
Xfc^wr
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 - 17
ERLENDAR FRÉTTIR
Fyrsta verkefm Sharons
er að Mða ísraela
Þrátt fyrir hástemmd-
ar yfMýsingar og hót-
anir eiga Palestínu-
menn og ísraelar ekki
annarra kosta völ en
að ná samkomulagi
um að húa saman í
sæmilegum Mði
Nærri tveir af hverjum þremur
þeirra Israela sem tóku þátt í for-
sætisráðherrakosningunum á
þriðjudag kusu Ariel Sharon. En
kjörsókn var minni en nokkru
sinni áður j sögu Israelsríkis. Að-
eins 62 % Israela neyttu atkvæð-
isréttar síns, en þegar Barak var
kosinn 1999 var kjörsókn nær
79%. Þetta sýnir að hvorugur
frambjóðenda eða flokkar þeirra
njóta óskorðaðs trausts.
Friðarviðleitni Baraks nýtur
auðsjáanléga ekki fylgis megin-
þorra Israela, sem nú flykkja sér
að baki harðlínumannsins Shar-
ons, sem boðar frið og öryggi án
þess að gefa neitt eftir í samn-
ingaviðræðum við Palestínu-
menn. Astandið er því lævi
blandið. Þegar sigurvegarinn
ávarpaði áhangendur sína hróp-
uðu þeir, að Oslóarsamkomulag-
ið sé liðin tíð. Áhangendur Ham-
as-samtakanna, sem eru herská-
ir Palestínumenn, sögðu að Ara-
fat ætti að gleyma öllu friðarhjali
en einbeita sér að því að ráðast á
Israel. Stjórnendur eiga að losna
við þetta skítuga Oslóarsam-
komulag en taka upp harðari
mótspyrnu gegn Israel.
Blöð í Arabaríkjum ráðast
harkalega á verðandi forsætis-
ráðherra og kalla hann stríðs-
glæpamann, hryðjuverkamann,
kynþáttakúgara og spara hvergi
stóru orðin.
í ísrael er stjórnmálaástandið
vægast sagt ótryggt eftir að úrslit
urðu ljós. Barak hefur sagt af sér
formennsku í Verkamanna-
flokknum og þingmennsku.
Sjálfur er flokkurinn í sárum og
klofinn í afstöðu til þeirra sem
líklegir eru til að taka að sér for-
ystu. En telja má sennilegt, að
Simon Peres íyrrverandi forsæt-
HEIMURINN
isráðherra verði kosinn formað-
ur og taki að sér forystuna til
bráðabirgða.
Sharon á ekki margra kosta
völ. Flokkur hans, Likudbanda-
lagið, verður að styðjast við fylgi
Verkamannaflokksins ef takast á
að koma saman starfliæfri meiri-
hlutastjórn. En verðandi forsæt-
isráðherra býður upp á þjóð-
stjórn. Auk þessara stóru flokka
eru margir smáflokkar sem eiga
fulltrúa í Knesset, en þeir eru
ýmist strangtrúaðir og bókstafs-
fastir flokkar eða samtök lengst
til hægri, nema hvort tveggja sé.
Það munu ekki vera sérlega góð-
ir kostir fyrir ríkisstjórn að reiða
sig á stuðning þingmanna af
þeim sauðahúsum.
Sharon hefur um sex vikur til
stefnu að koma saman starf-
hæfri ríkisstjórn, en fjárlög verð-
ur að afgreiða fy'rir lok marsmán-
aðar.
Stóru flokkarnir eiga báðir við
svipaða erfiðleika að stríða. Fyrir
kosningar var Ijóst, að Pcres
naut meira fý'lgis en Barak og var
líklegri til að bera sigurorð af
Sharon. En Barak neitaði að
víkja. Sem stendur er Netanyahu
fyrrvernadi forsætisráðherra vin-
sælasti stjórnmálamaður ísraels,
en er að öðru leyti áhrifalaus.
Þeir Sharon og Barak eru engan
veginn óskabörn þjóðarinnar og
er það líkleg skýring á fádæma
lélegri kjörsókn í forsætisráð-
herrakosningunum.
Það sýnist augljóst að neiti
Verkamannaflokkurinn að taka
þátt í þjóðstjórn með Sharon og
Likudbandalaginu verður kjör-
inn forsætisráðherra að fá þing-
menn smáflokkanna til fý'lgis við
sig, sem ekki kvað vera fýsilegur
kostur.
Yasser Arafat sagði að óhjá-
kvæmilegt sé að halda áfram
friðarumleitunum og reyna að
komast að samkomulagi við
Sharon. En hann leggur áherslu
á að það séu ekki aðeins Palest-
ínumenn sem þurfi gera upp
sakir við hann, heldur einnig Lí-
banir og Sýrlendingar ef skapa á
ný Mið-Austurlönd. Arafat legg-
ur á það áherslu að friðarferlið
haldi áfrani og að Sharon taki
þar við sem Barak endaði. Það
mun gamli hershöfðinginn ekki
taka í mál.
Ohjákvæmlega munu friðar-
umleitanir halda áfram. Hvorki
lsraelar né Palestínumenn eiga
annarra kosta völ. Leiðtogarnir
kæra sig ekki um styrjöld og ná-
grannarnir eru ekki fúsir að
leggja Palestínumönnum Jrað lið,
að þeir eigi nokkra von á móti
herstyrk Israela.
Hvort Sharon verður eins her-
skár í gjörðum sem orðum verð-
ur tíminn að leiða í ljós.
Mubarak forseti Egyptalands
heldur ró sinni þótt stjórnar-
skipti verði í Israel. Eftir kosn-
ingasigur Sharons sagði hann
við fréttamenn: „ Við verðum að
bíða og sjá hvaða stefnu Sharon
tekur. Mun |iað verða stefna
friðar eða valdbeitingar." — oó
Sirven mætir
PARIS - Alfred
Ariel Sharon verður að fá Verkamannaflokkinn til samstarfs ef koma á saman starfhaefri stjórn. En flokkurinn er í
sárum, stjórnlaus og án leiðtoga.
Sirven, olíufor-
stjóri og lykil-
maður í ein-
hverju umfangs-
mesta spilling-
armáli sem upp
hefur komið í
Frakklandi kom
f\ rir rétt í gær, í
skamma stund,
eftir að sjálfur
dómsmálaráðherra landsins
hafði hvatt hann til að leysa frá
skjóðunni um allt sem hann
vissi um skjalafais og mútur hjá
háttsettum embættismönnum í
landinu. Ekki var málinu Jró
haldið áfram í gær heldur
frestað um sinn.
Alfred Sirven
kemur í dóm-
sal
Tjöld og teppi
WASHINGTON - Bandaríkja-
stjórn sagðist í gær hafa í undir-
búningi áætlun um að fljúga
með tjöld og teppi til Afganistan
og Pakistan handa flóttafólki
sem Jiar hefur safnast saman.
Fólkið er að flýja tveggja ára
þurrka og tuttugu ára stríð og er
illa haldið vegna kulda og vos-
búðar.
Líbýiunaður
áfrýjar
EDINBORG - Líbýski leyni-
þjónustumaðurinn, Abdel Bas-
set al - Megrahi, sem nýlega var
dæmdur iyrir að hafa sprengt
upp farþegajiotu frá Pan Am
flugfélaginu yfir skoska bænum
Lockerbie árið 1988 tilkynnti í
gær að hann ætlaði að áfrýja
dóminum.
Ódýr AIDS lyf
BOMBAY/LONDON - Ind-
verskt lyfjafyrirtæki Cipla Ltd.,
sagðist í gær geta útvegað lyfja-
blöndu gegn ÁIDS til þróunar-
landa þar sem blandan gæti
gagnast þeim fátækustu í heimi.
Verðið sem fyrirtækið vill fá f\7r-
ir lyfin nerna 1 dollara á dag íý'r-
ir hvern mann. Reynist þetta til-
boð raunbæft er fyrirtækið að
undirbjóða verulega öll helstu
lyfjafyrirtæki í heiminum.
■ FRfl DEGI TIL DAGS
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR
39. dagur ársins, 326 dagar eftir.
Sólris kl. 9.45, sólarlag kl. 17.39.
Þau fæddust 8. febrúar
• I 828 Jules Verne, franskur rithöfundur.
• 1878 Martin Buber, þýskur guðfræðing-
ur og heimspekingur.
• 1894 King Vidor, bandarfskur kvik-
myndaleikstjóri.
• 1920 Lana Turner, bandarfsk leikkona.
• 1925 Jack Lemmon, bandarískur Ieik-
ari.
• 1941 Nick Nolte, bandarfskur leikari.
• 1956 Halldór Guðmundsson útgáfu-
stjóri Máls og menningar.
• 1963 Jóhann Hjartarson skákmeistari.
Þetta gerðist 8. febrúar
• 1925 fórust tveir togarar og vélbátur á
Halamiðum í Halaveðrinu svonefnda,
en með þeim fórust samtals 73 menn.
• 1980 tók ríkisstjórn Gunnars Thorodd-
sen við völdum.
• 1992 var kvikmyndin Ingaló í leikstjórn
Ásdísar Thoroddsen frumsýnd.
• 1587 var María Skotadrottning háls-
höggvin í Englandi fyrir þátt sinn í sam-
særi um að myrða Elísabetu I. Eng-
landsdrottningu.
• 1725 lést Pétur rnikli Rússakeisari.
• 1904 hófst stríð milli Rússa og Japana.
Vísa dagsins
Fangelsið ber ég Ifkt og Ijón,
enfastarj ú rng rindu r fo rlaganna
fjörið, viljinn og kraftur manna
megna þær ekki að mola í spón.
Páll Ólafsson
Afmælisbam dagsins
Bandaríski leikarinn James Dean hefði
orðið sjötugur í dag, fæddur þann 8.
febrúar árið 1931, cn hann lést sem
frægt var í bílslysi í Kaliforníu þann 30.
september árið 1955. Hann nam leiklist
í tvö ár og starfaði sem leiksviðsleikari í
New York þangað til honum buðust
hlutverk í kvikmyndum. Myndirnar
urðu þó ekki fleiri en þrjár, East of
Eden (1955), Rebel Without a Cause
(1955) og Giant (1956).
Hagsýnn maður lætur ekki geit sína sjá um
garðyrkjuna.
Ungverskt spákmæli
Heilabrot
Að þessu sinni fá lesendur talnaþraut að
glfma við. Nota skal tölustafina frá 1 og
‘upp í 9, í réttri röð, en það má skella þeim
saman í stærri tölur að vild (t.d. 12, 345,
678, 9 eða 1, 23, 4567, 89). Á milli taln-
anna má nota + eða -, og samtals ekki
nema þrisvar sinnum, þ.e. tveir plúsar og
einn mfnus eða einn plús og tveir mínusar.
Þrautin er sú, að búa til reikningsdæmi úr
þessu þar sem útkoman verður 100.
Síðasta gáta: Ef hægt væri að fara með
klukku til sólarinnar, hvað væri |iá klukkan
Jrar?
Svar: Bráðinn málmur og bráðið gler, sem
mælir ekki nokkurn skapaðan hlut...
Vefur dagsins
Bandaríska flogaveikistofnunin er með
vandaðar og efnismiklar síður um floga-
veiki á w\\rw.efa.org