Dagur - 22.02.2001, Síða 6
6 - FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2001
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: DAGSPRENT
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: elías snæland jónsson
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Skrifstofur: strandgötu si, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: i.goo KR. Á MÁNUÐI
Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. helgarblað
Grænt númer: soo 7080
Netföng auglýsingadeildar: valdemar@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAV(K)563-1615 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss.
CAKUREYRI)460-6191 Valdemar valdemarsson.
Símbréf augiýsingadeiidar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (REYKJAV(K)
Mesti viðskiptahalliim
í fyrsta lagi
Enn berast aðvaranir innlendra og erlenda sérfræðinga vegna
þess gífurlega halla sem verið hefur á viðskiptum Islendinga
við útlönd síðustu ár og er enn. I niðurstöðum sendinefndar
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem k}Tinti sér stöðu íslenskra efna-
hagsmála í síðasta mánuði, er þannig lýst sérstökum áhyggjum
af því „hve viðskiptahallinn er mikill og þrálátur." Þetta ástand
gaf sendinefndinni sérstaka ástæðu til að efast um að lending-
in eftir þenslu síðustu ára verði mjúk og þar með þægileg fyr-
ir efnahagslífið og almenning. En æðstu yfirmenn efnahags-
málanna, forsætisráðherra og fjármálaráðherra, sjá auðvitað
enga ástæðu til að hafa slíkar áhyggjur.
í öðru lagi
Einn sérfræðinga Seðlabankans hefur nýverið birt ítarlega út-
tekt á viðskiptahallanum og líklegum áhrifum hans á þróun
efnahagsmála. Þar kemur fram að nú stefnir í lengsta og alvar-
legasta viðskiptahallatímabil í sögu lýðveldisins. Flest rök
hnígi að því að halli síðustu þriggja ára hafi verið ósjálfbær, en
með því er átt við viðskiptahalla sem geti ekki orðið vdðvarandi
án þess að hafa í för með sér skyndilegan afturkipp eða að
gengið sé á framtíðarlífskjör þegnanna. Sérfræðingur Seðla-
bankans kemst að þeirri niðurstöðu að núverandi hallatímabil
„geti haft veruleg eftirköst fyrir íslenskan þjóðarbúskap."
í þriöja lagi
Mörg undanfarin misseri hafa bæði sérfræðingar og stjórn-
málamenn varað við gífurlegum og viðvarandi viðskiptahalla
og hvatt til viðbragða af hálfu stjórnvalda. Formaður Samfylk-
ingarinnar hefur farið á undan í þessu efni, en ávallt fengið
bágt fyrir af þeim ráðherrum Sjálfstæðisflokksins sem bera
ábyrgð á stjórn efnahagsmála. Sjálfstæðisráðherrarnir kjósa að
loka augum og eyrum fyrir öllum aðvörunum. Langvarandi
tregða þeirra til að takast á við vanda margra ára viðskipta-
halla, getur kallað óþarfar efnahagslegar þrengingar yfir lands-
menn á næstu árum.
Elías Snæland Jónsson
Pólitik pólfarans
Ólafur Örn Haraldsson er
greinilega kominn af Suður-
pólnum! Og hann virðist enn
vera þingmaður þ\d Garri sér
að hann er titlaður sem slíkur
í grein sem hann skrifar í Dag
í gær. Og það sem meira er,
maðurinn er greinilega orð-
inn 1. þingmaður framsóknar
í Reykjavík eftir að Finnur fór.
Garri hefur verið að velta
þessu með Ólaf Örn fyrir sér,
og hallast helst að því að það
hljóti að vera nokkrir dagar
eða jafnvel vikur síðan hann
kom heim. í það minnsta gaf
hann kost á sér til
varaformennsku
flokknum um dag-
inn og er nú kom-
inn í hávaða rifrildi
við Valgerði Sverr-
isdóttur, en ekkert
hefur heyrst í hon-
um um margra
missera skeið. Ekki
einu sinni um
gervihnattasíma,
þannig að Garri hefur ein-
faldlega gert ráð fyrir að hann
væri enn á einhverjum þeim
stað á öðrum hvorum pólnum
þar sem ekki næst símasam-
band.
Ný pólitik
En eins og oft vill verða þegar
menn eru langdvölum að
heiman, ekki síst pólitíkusar,
þá gerist eitt og annað 1' Ijar-
veru jreirra. Og á meðan Óiaf-
ur Örn var á pólnum eða hvar
hann hefur nú verið, þá hefur
mikið gengið á í Framsóknar-
flokknum. Fram eru komnar
nýjar stjörnur og nýir straum-
ar - og á meðan Ólafur var á
pólnum hefur komið upp ný
tegund stjórnmála svokölluð
lögspekipólitík. Það er sú teg-
und pólitíkur sem gengur út á
lögskýringar og að fá lögmenn
til að skila sem fjölbreyttust-
unt lögfræðiálitum sem
V
stjórnmálamennirnir geta svo
rifist um. I slíkum slag þykir
sérstakur fengur fyrir þing-
flokka t.d. ef þcir hafa á að
skipa lögfræðingum, því þeir
eru öðrum slyngari við að tjá
sig um slík mál. Og framsókn
gat nýlega teflt fram eigin lög-
fræðingi í þessa umræðu, sem
var Jónína Bjartmarz, alþing-
ismaður.
Abbast upp á Ólaf
Og þar sem Jónína féll svona
vel að hinni nýju pólitík hafa
að sjálfsögðu heyrst raddir
um að hún eigi
mikinn frama skil-
inn í flokknum. Að
hún eigi jafnvel að
bjóða sig fram til
varaformennsku.
Slíkt tal fer hins
vegar illa í Ólaf
sem eftir einver-
una á pólnum er
ekki vanur því að
aðrir séu að abb-
ast upp á hann og troða hon-
um um tær. Það er því von-
legt að Olafur bregðist illa við
umræðum um framboð Jón-
ínu og segi það fáheyrða
móðgun að annar þingmaður
kjördæmis bjóði sig fram gegn
fyrsta þingmanni kjördæmis.
En það virðist bara enginn
taka neitt tillit til umkvartana
Ólafs Arnar og flokksfélagarn-
ir yppta öxlum og láta sér fátt
um finnast. Skilaboð þeirra
eru skýr: það eru allir í fram-
boði! Garra sýnist að lærdóm-
urinn sem draga má af þessu
sé, að sá sem ætlar að taka
þátt í pólitík verði að reikna
með mannaferðum í kringum
sig og jafnvel að viðkomandi
verði troðið um tær. Ólafur er
greinilega búinn að vera full-
lengi í einsemdinni úti á ísn-
-GARRI
Kjósendur og hæstvirta fjórða iifl
'I æ ~ JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar
Það mætti stundum ætla af um-
ræðum og umfjöllun um alþing-
ismenn og Alþingi að á þeim
vinnustað væru oftar cn ekki
fiestir sótraftar á sjó dregnir. Að
á Alþingi væri saman komið úr-
kastið úr samfélaginu, hratið
sem fellur til við saftgerðina, all-
ir vitleysingarnir sem ekki fá inni
á fávitahælunum vegna pláss-
leysis, eiginhagsmunaseggirnir
sem ekki geta lengur mergsogið
næstu nágranna heima í héraði,
áhugaleikararnir sem þykja
ótækir á svið í Iitla leikklúbhnum
og smákóngarnir ' sem fá ekki
valdalíkn sinni fuilnægt á heima-
slóðum.
Það er sent sé hægt að halda
því fram með rökum að alþingis-
menn á Islandi njóti ekld alltaf
sannmælis.
Þjúðarsport
Málið er nefnilega að það er ein-
hvers konar þjóðarsport að tala
illa um alþingismenn og yfirleitt
algjörlega ógrundað. Um leið og
grandvarir sómamenn sem aldrei
hefur verið orði á hallað, korna
inn á Alþingi, þá er umsvifalaust
gefið út skotleyfi á þá og alþingi
götunnar úthrópar viðkontandi
öðlinga sem óalandi og óferjandi
idjóta.
Ákvarðanir sem menn taka á
Alþingi af bestu
samvisku eru tor-
tryggðar í bak og
fýrir og þingmenn
uppstyttulaust
vændir um hags-
munagæslu, óheið-
arleika og sitthvað
þaðan af verra.
Sleggjudómarnir
dynja daglega á
þingmönnum eins
og skæðadrífa og oft
fátt til varnar. Auðvitað þarf að
veita þingmönnum aðhald og
gaumgæfa gerðir þeirra og gagn-
rýna. En skítkast skítkastsins
vegna er annar handleggur.
Staðreyndir málsins munu
reyndar einatt þær að flestir, ef
ekki allir þingmenn, eru að vinna
eins vel og þeir geta og með
þjóðar/kjördæmishagsmuni að
Ieiðarljósi, hver með sínum hætti
raunar og í samræmi við mis-
munandi skilgreiningu á þjóðar-
hag.
Auraiisíur
Þingmenn eru sem
sé upp til hópa afar
frambærilegt fólk
sem væru ekki
þarna inni nema
þeir teldu sig geta
unnið þjóð sinni (og
kjördæmi) gagn.
Það er til dæmis al-
veg Ijóst að gróða-
hugsjónin rekur
engan inn á þing, því víða í þjóð-
félaginu er feitari gelti að flá í
þeim efnum en inni á Alþingi.
Og annað sem menn vcrða að
hafa í huga. I fjölmennum ríkj-
um kýs almenningur undantekn-
ingarlítið stjórnmálamenn án
þess að þekkja haus né sporð á
viðkomandi, nema úr velsnyrtum
sjónvarpsviðtölum. Á Islandi aft-
ur á móti þekkja kjósendur fram-
bjóðendur yfirleitt í einhverjum
mæli, ef ekki persónulega sem
oft er, þá af orðspori í gegnum
ættingja og kunningja sem þekk-
ja mann sem þekkir mann sem
þekkir þingmannscfnið.
Kjósendur hafa |iví nokkuð til
að byggja á þegar að kosninguin
kemur. Þingmenn endurspegla
því þjóðarviljann betur á íslandi
en í flestum öðrum löndum. Og
það þýðir einfaldlega að ef hæst-
virtur fjórði þingmaður kjör-
dæmisins er fífl, þá eru fíflin
giska mörg heima í héraði, sem
sé allir sem kusu hæstvirta Ijórða
fíll kjördæmisins.
Þetta ættu menn að hafa í
huga áður en þeir fara að ausa
þingmenn órökstuddum auri, (ef
aur af því taginu er þá til).
Eru endalohASÍ
í augsýn ?
(Þessu spáir Guðmundur Gunn-
arsson formaður RSI og segir
forystumenn VR og Trésm.fél.
Reykjavíkur hafa hrakið Ara
Skúlason úr starfi framkvæmda-
stjóra ASI.)
Hervar Giumarsson,
fonnadur Verlealýðsfélags Akraness.
„Að mínu mati
stendur og fellur
framtíð ASÍ ekki
með því hvort ein-
staka starfsmenn
eða kjörnir full-
trúar hætti störf-
um. Það er eðlilegt að menn hafi
ólíkar skoðanir á hlutunum, eins
og virðist vera í þessu máli. Mér
koni á óvart þegar ég las frétt um
þetta mál í Degi að eitthvað þurfi
að deila um brotthvarf Ara,
maðurinn sótti um starf hjá Afl-
vaka og fékk - en fréttin segir
mér allt annað."
Aðalsteinn Á. Baldursson,
fomi. Verkalýðsfél. Húsavíkur.
„Endalok ASÍ eru
ekki í augsýn,
heldur er almenn-
ur vilji til þess
meðal liðsmanna
aðildarfélaga að
byggja það upp.
Það er best að Guðmundur svari
því sjálfur hvers vegna hann er
þessarar skoðunar, en sjálfur tel
ég að sjaldan hafi verið meiri
þörf á því en nú að öflug hcildar-
samtök launafólks í landinu séu
til.“
Jón Ingi Kristjánsson,
fonnaðurAlþýðusamb.Austurlaiids.
„Að mínu mati
hefði verið skyn-
samlegast hjá Ara
að hætta störfum
hjá ASI strax að
loknu þingi ASI í
fyrra. Þar tapaði
Ari með miklum mun fyrir Grét-
ari, en áður hafði Ari sagt að
myndi hann bíða lægri hlut
myndi hann ganga út af skrif-
stofu ASÍ strax og stór hluti
skrifstofufólksins með honum.
Þetta gerðist eldd. Úr því sem
komið var hefði ég talið eðlilegt
að Ari og Grétar hefðu gert þetta
mál upp sín á milli. Eg held að
framtíð ASÍ sé trygg, alltaf kem-
ur maður í manns í stað.“
Pétur Sigurðsson,
fomtaðurAlþýðusamb. Vestfjarða.
„I gegnum árin
hefur úrvalsfólk
starláð hjá ASI, en
svo hafa menn
horfið til annarra
starfa eins og geng-
ur. Ari hefur haft
sínar meiningar á samninga- og
efnahagsmálum sem ekki hafa
alltaf fallið öllum í geð, en það er
ekki þar með sagt að þeir menn
sem sitja á friðarstóli sé þeir bestu.
Með því að fara í umdeilt framboð
við sitjandi forseta á þingi ASl sl.
haust skapaöi Ari sér erfiða stöðu,
og því er ekki skrýtið að hann hafi
nú þegið áhugavert starf á öðrum
vettvangi þegar það bauðst. Ef ekld
kemur maður manns í stað hjá ASI
erum við í vondum málum, þó ég
hafi ekld trú á að slíkt gerist."