Dagur - 22.02.2001, Page 7

Dagur - 22.02.2001, Page 7
 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2001 - 7 ÞJÓÐMÁL Kosningar gætu orðið að kæk „Sjálfur Davíð Oddsson forsætisráðherra og fyrsti þingmaður Reykjavíkur og fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur og skrifstofustjóri Leikfélags Reykjavíkur og forstjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur og síðast en ekki síst formaður dómnefndar um byggingu ráðhúss oní Reykjavíkurtjörn ætlar heldur ekki að nota kjörseðil sinn um samgöngur Reykjavíkur, “ segir greinarhöfundur. Skoðanakönnunin um Sólvöllinn í Vatnsmýrinni er ekki fyrsta tilraun til að skoða Hugi kjósenda í Reykjavík. Samfara próf- kjöri til Alþingis hjá Sjálf- stæðisflokknum árið 1977 var efnt til skoðanakönn- unar um nokkur álitamál hjá kjósendum í prófkjör- inu. Niðurstaðan var skelfileg lyrir forystu Sjálf- stæðisflokksins og olli meiri glímuskjálfta en for- setakjörið 1952. Einkum og sérlílagi saup flokksforystan hveljur þegar í Ijós kom að 7254 Sjálfstæðismenn kusu hina svokölluðu Aronsku um að bandaríski herinn tæki þátt í þjóðvegagerð hér á landi, en aðeins 1510 voru á móti þrátt lyrir stærsta leiðara Morgunblaðsins frá dögum Gutenbergs. Reyndar kusu fleiri kjósendur Sjallans Aronskuna í próf- kjörinu heldur en kusu þásitjandi formann Sjálfstæðisflokksins til setu á framboðslista floklesins til Alþingis. Aðrar spurningar í könnuninni fengu svipað hlutfall og allar komu niðurstöðurn- ar forystunni í koll sem haldið hafði hinu öndverða að flokksmönnum. Hvorki fyrr né síðar hefur opnast önnur eins gjá á milli flokksforystu og flokksmanna í stjórn- málaflokki á íslandi. Eftir þennan svarta prófkjörsdag hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið öllum svona kosningum í lágmarki. Borgfirðingar og bárujámshús Liði er nú fylkt í Vatnsmýrinni og aðrir draga sig í hlé. I þeim hópi eru þrír kunnir nýbúar utan af landi sem setið hafa í borg- arstjórn Reykjavíkur: Borgarfulltrúarnir Inga Jóna Þórðardóttir frá Akranesi og Guðlaugur Þór Þórðarson granni hennar úr Borgarnesi hafa bæði lofað því að kjósa ekki um llugvöllinn á kjördag samkvæmt fréttum í málgagni voru Degi. Vissulega er það lofsverð viðleitni hjá þessum tveim Borgfirðingum að láta þá fáu Reykvíkinga sem enn eru á kreiki í höfuðborginni í friði og lofa þeim að velja sjálfum sínar sam- göngur. Enda hafa þessir borgarfulltrúar aldrei notað þjónustu Reykjavíkurflugvallar á leið til og frá sinni heimabyggð í Borgar- firði heldur ýmist ekið suður til Reykjavík- ur um Hvalfjörð og sjávargöng eða siglt í höfn með flaggskipinu Akraborg. Borgarfulltrúarnir tveir eru þó ekki einu nýbúarnir sem draga sig í hlé á kjördag samkvæmt fréttum hér í málgagninu. Sjálfur Davíð Oddsson forsætisráðherra og fyTsti þingmaður Reykjavíkur og fyrrum horgarstjóri Reykjavíkur og skrifstofustjóri Leikfélags Reykjavíkur og forstjóri Sjúkra- samlags Reykjavíkur og síðast en ekki síst formaður dómnefndar um byggingu ráð- húss oní Reykjavíkurtjörn ætlar heldur ckki að nota kjörseðil sinn um samgöngur Réykjavíkur. Að minnsta kosti ekki til að kjósa með honum þó ekki sé loku fyrir skotið að gamli borgarstjórinn semji nýjan metsölubrag aftan á kjörseðilinn um töfra Vatnsmýrinnar eins og honum tókst að fella töfra Reykjavíkurtjarnar í ljóðstafi á sínum tíma í bárujárnshúsi við Bergþóru- götuna þangað til ráðhúsbragginn bar tjörnina ofurliði. Enda eru æskustöðvar ráðherrans á Selfossi í beinu vegasam- bandi við höfuðborgina unt Kamba og Litlu Kaffistofuna svo hann hefur ekld heldur þurft á þjónustu Reykja- víkurfiugvallar að halda frekar en Borgfirðingarnir. Norsarar við brúsapalliim En fleiri eru nú á tali en Hemmi Gunn og Evró- visíonsíminn. Þrátt fyrir mvndarleg sldptiborð með langar símalínur í ráðu- neytum höfðu hinir þrír ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík ekki framkvæmdavald til að svara spumingum Dags um fiugvöllinn sjálfir. Kannski er líka búið að færa símaborðin þeirra út á land eins og aðra síma- þjónustu í Reykjavík og nú þurfa menn að bíða eftir svarinu með Bjössa á mjólkurbílnum. I hópi ráðherranna þöglu er Bjöm Bjarnason sjálfur en hann er leynivopn Sjall- ans í næstu kosningum til borgarstjórnar. Nýtur leyniv'opniö þar her- kænsku Kjartans Gunn- arssonar sem er sprenglærður frá norskum herskóla. Björn er hins vegar kontinn til sögunnar frá Engey í Kollafirði og er útþrá eyjaskeggjans í bíóð borinn og ætti því öðr- um ráðherrum betur að kunna að meta greiðar samgöngur á fastalandinu. Ekki síður en Sturla samgönguráðherra sem enn velkist í vafa um hvort hann sé að koma eða fara með flóabátnum Baldri. En eftir að Björn Bjarnason keypti sér nýju tölvoma með heimasíðunni þarf hann ekki að tala lengur við seglskip og þrátt fyrir pólitíska hugmyndafræði sína frá skútuöld. Á gammeldags norsk Björn Bjarnason er hins vegar ekki eini ráðherrann sem er langt að kominn: Geir Hilmar Haarde fjármálaráðherra er í hópi hinna mörgu nýbúa frá Noregi sem gera Austmenn að fjölmennasta þjóðarbrotinu á Alþingi Islendinga á eftir norskum fóstur- vísum. Ekki hefur ennþá heyrst hv'ort ráð- herrann er eintyngdur eða tvítyngdur ný- búi og jafnvel þríklofinn og geti því humm- að fjárlögin á norsku og farið upp og niður fjárlagahallann á gammeldags norsk. Spurningin er hvort útvaqrsráð leyfir hon- um að flvtja fjárlögin sín á norsku í Eld- húsdagsumræðunni eða hvort snara verð- ur þeim y'fir á norðlensku svo Reykvík- ingar og aðrir Islendingar skilji þau ör- ugglega ekki heldur. Ráðherrann er hins vegar kominn í beinan karllegg af norsk- um símaverkfræðingum og því verður að teljast lítil ættrækni hjá Geir Hilmari að svara ekki í síma. Jafnvel þó skilaboðin séu frá sveitamannablaðinu Degi sem eingöngu er lesið á kaffihúsum í Reykja- vík. En eins og kunnugt er hefur ráð- herrann aðeins farið einu sinni út fyrir ráðuneytismörkin í svörtu fötunum sín- um með nýja bindið frá því hann fór tólf ára gamall á skátamót á Ulfljótsvatni og blotnaði í fæturna. Kosningar og kvenréttindi Reykvíkingar eru því þakklátir nýbúamið- stöð Sjálfstæðisflokksins lyrir að draga sig í hlé í kosningunum um flugvöllinn í Vatnsmýrinni og leyfa þeim fáu Reykvík- ingum sem enn eru ekki lagstir inn á Grund að velja flugvellinum framtíðar- stað. Enda er reynsla Sjálfstæðisflokksins afar slæm af kosningum og skoðana- könnunum eins og að framan greinir og full ástæða fý'rir flokksforystuna að stilla kosningum í hóf. Davíð Oddsson hlaut til dæmis sæti sitt á D-listanum árið 1974 í prófkjöri og náði svo sæti í borgarstjórninni í byggða- kosningum. Seinna sigraði borgarstjórinn Þorstein Pálsson í formannskosningum á landsfundi og var kosinn á þing í alþing- iskosningum. Inga Jóna hefur sömu sögu að segja: Kjörin formaður Kvenréttinda- félags lslands á karlrembuöld í kosning- um og kosin í borgarstjórn Reykjavíkur sennilega fyrir misskilning þar sem frúin gekk óvart út um afturdyrnar á Akraborg- inni og hélt sig vera ennþá uppi á Skipa- skaga. Og áfram mætti telja á rneðan tær og fingur endast. Ferill Sjálfstæðisflokksins er því varðað- ur tilgangslausum kosningum í Reykjavík og ef forystan tekur ekki í taumana gætu kosningar orðið að kæk! UMBUÐfl- LAUST skrifar STJÓRNMÁL Á NETINU Er Þjóðhagsstofnim trúverðug? Þannig spyr Hjörleifur Gutt- ormsson, fyrrverandi ráðherra, á vefsíðu sinni. Þar segir hann mcðal annars í tilefni af viðtali við Þórð Friðjónsson, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, í sjónvarpinu nýverið: „Umræðuefnið var ráðgerð 200 milljarða fjárfesting í stór- iðju á Austurlandi en einnig koniu til tals hliðstæðar fram- kvæmdir á Suðvesturlandi. I þættinum birtist þjóðhags- stjórinn sem einsýnn áróðurs- maður fyrir stóriðjustefnu stjórn- valda. Röksemdir hans voru gam- alkunnar og engar efasemdir uppi hafðar um ágæti málsins. Svo vill til að nefndur þjóð- hagsstjóri er fljótur að hafa fata- skipti og hefur birst alþjóð í ýms- um gervum síðastliðin fimm ár, svo ekki sé litið lengra til baka. Þannig skrapp hann úr hlutverki þjóðhagsstjóra þegar mikið lá við og gerðist ráðuneytisstjóri í iðn- aðar- og við- skiptaráðu- neytinu á annað ár, nánar tiltekið frá 14. aprfl 1998 til 15. ágúst 1999. A þessum tíma stóðu yfir samn- ingaumleit- anir uin svo- nefnt NORAL- Hjörleifur Gutt- ormsson: þjóð- hagsstjóri fljótur að hafa fataskipti. verkefni milli íslenskra stjórnvalda og Norsk Hydro um bygginu álverksmiðju í Reyðarfirði og virkjana í hennar þágu. Þórður Friðjónsson var skipaður í samráðsnefnd um NORAL-verkefnið af hálfu ríkis- stjórnarinnar í apríl 1998 og um leið formaður nefndarinnar. Ilélt hann áfram setu í NORAL- nefndinni þótt hann smeygði sér á ný í forstjórafrakkann í Þjóð- hagsstofnun og gegnir enn sem ncfndarformaður! Frá þeim tíma hafa umsagnir stofnunarinnar og innlegg í NORAL-málið verið órnarktækir pappfrar." Byggðastefnan enn Á vefsíðunni Maddaman, sem ungir framsóknarmenn standa að, er fjallað um byggðastefnu. Þar segir m.a.: „Eins og stundum fyrr hafa stjórnviild verið gagnrýnd fy'rir ómarkvissar aðgerðir í byggða- málum í þcssari umræðu. Um- fjöllun Viðskiptablaðsins skoðaði málið m.a. útfrá sjávarútvegi og gagnrýndi að skuttogaravæðingin hefði veriö alltof óskipulögð. Ekki hefði verið unnið markvisst að því að byggja upp ákveðna kjarna úti á landi sem þá hefðu getað myndað valkost við höfuð- borgarsvæðið. Það er alveg rétt hjá blaðinu. Þetta er vandi byggðastefnunnar í hnotskurn. Eins Iengi og Maddömuna rekur minni til þá hafa hinir ýmsu stjórnmálamenn, spekingar og fjölmargar nefndir verið að setja fram tillögur og ábendingar um að nauðsynlegt væri að byggja upp sterkari byggðakjarna. Með því sköpuðust möguleikar á fjöl- breyttara atvinnulífi og lífvæn- Iegri byggð. Af hverju hefur þá ekkert breyst og menn eru enn að koma fram með þessar sömu tillögur eins og þeim hafi dottið eitthvað nýtt í hug. Það er vegna þess að enginn stjórnmálamaður hefur treyst sér til að ákveða hvaða byggöakjarnar ættu að lifa eða deyja. Það er kannski von því hvérn langar að fara t.d. á Breið- dalsvík og segja „Hið opinbera ætlar að hætta allri uppbyggingu hér því það hefur verið tekin ákvörðun um að nota það fé sem ætlað er til byggðamála á Austur- landi til að byggja upp þjónustu á Egilsstöðum". Enginn hefur áhuga á að gera slíkt og auðvitað myndi það einnig vekja mjög harða gagnrýni - sennilega líka hjá þeim sem hvað harðast hafa gagnrýnt að hið opinbera sé yfir- leitt að reyna að gera eitthvað í byggðamálum. Það er því Iíklegra en ekki að byggðastefnan verði áfram rekin með þeim hætti að það sé betra að setja eina krónu á 10 staði fremur en 10 krónur á einn stað. En þangað til að menn fara framkvæma hlutina á nýjan hátt í stað þess að hugsa það bara þá er líklegt að fátt breytist í þessum málum. Áfram verður rætt um „hið grafalvarlega ástand byggðamála" af og til. Annað hvert ár koma menn aft- ur með gömlu tillögurnar undir nýju nafni og fleiri og fleiri halda áfram að flytja á suðvest- urhornið.11

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.