Dagur - 22.02.2001, Blaðsíða 9

Dagur - 22.02.2001, Blaðsíða 9
Vgjpri FIMMTUDAGUR 22. FF.BRÚAR 2001 9 ÍÞRÓTTIR Ný gullold hj á Liverpool? Seinni leiMmir í 16- liða úrslitum UEFA- brkarsins í knatt- spymu fara fram í kvöld og er beðið með miklum spenningi eft- ir viðureign Iiverpool og Roma á Anfield, en fyrri leik liðanna lauk með 0-2 útisigri „Púl- ara“ í Róm. Enska liðið Liverpool, sem á fjöl- da aðdáenda hér á landi, mætir f kvöid ítalska liðinu AS Roma í seinni leik liðanna í 16-liða úr- slitum UEFA-bikarsins í knatt- spyrnu. Fyrri leiknum, sem fram fór á Olympíuleikvanginum í Róm, lauk með óvæntum 0-2 sigri Liverpool og skoraði enski landsliðsframherjinn, Michael Owen, bæði mörkin í seinni hálfleik. Framganga Owens í leiknum gefur góð fyrirheit um að hann sé nú loksins kominn á skotskóna eftir Iangt meiðsla- tímabil og að kappinn hafa nú aftur öðlast sjálfstraustið sem Iít- ið hefur farið fyrir í vetur. Það var ekki aðeins góður leikur Owens sem gladdi dygga stuðn- ingsmenn Liverpool, því allt lið- ið var að Ieika skínandi vel og auðséð að það er nú loksins að komast á skrið eftir niðursveiflu síðustu ára. Franska byltíngin að skila sér Það virðist sem franska bylting- in, sem Gerard Houllier, knatt- spyrnustjóri, hóf á Anfield fyrir tveimur árum, sé nú loksins að skila sér, en liðinu hefur gengið mjög vel í ensku deildinni að undanförnu, þar sem það er í þriðja sætinu með 45 stig eftir 26 leiki. Liðið hefur reyndar ekki tapað Ieik síðan á annan í jólum, þegar það tapaði 0-1 gegn Midd- lesbrough á Riverside Stadium og er það auk góðrar stöðu í deildinni, komið í úrslit deildar- bikarsins, þar sem það mætir fyrstudeildarliði Birmingham á sunnudaginn og í 8-liða úrslit enska bikarsins, þar sem það mætir Southampton í næsta mánuði. Það þýðir að liðið er enn í toppbaráttunni á fjórum vígstöðvum, sem minnir á gömlu góðu dagana þegar liðið hafði yf- irburðastöðu í boltanum og spurning hvort ný guliöld sé haf- in á Anfield. Liverpool á réttri leið Gerard Houllier þakkar gott gengi liðsins markvissri upp- byggingu og segir að nú loksins sé árangur erfiðisins að skila sér. „Það hefur verið góður og stöð- ugur stígandi í liðinu í vetur og ef við hefum mætt Roma fyrir sex vikum, þá er ég viss um að úrslitin hefðu ekki orðið eins góð. Nú höfum við í herbúðum okkar leikmenn sem hugsa eins og atvinnumönnum sæmir, sem er mikil breyting frá því sem var, þegar ég kom hér til starfa. Strákarnir vita fullvel að þeir þurfa að hafa fyrir hlutunum til að ná árangri og því leggja þeir mikið á sig, enda veitir ekki af þar sem við spilum yfir 70 leiki á tímabilinu. Eg sér framfarir hjá liðinu með hverjum deginum, enda er metnaðurinn mikill. Menn vilja virkilega vinna og ákafinn er stundum svo mikill að ég á í vandræðmu með að ná þeim af æfingasvæðinu. Þetta breytta hugarfar er lykillinn að velgengni okkar að undanförnu og það gefur okkur góð fyrirheit um að við séum á réttri leið,“ sagði Houllier. Roma hyggst hefna ófaranna frá 1984 Miðað við árangurinn í fyrri leiknum gegn Roma, veðja flest- ir á sigur Liverpool á Anfield í kvöld. Það er þó Ijóst að ítalska liðið, sem hyggst hefna ófaranna gegn Liverpool í Evrópubikarn- um árið 1984, náði sér aldrei á strik í {yrri leiknum og mætir því örugglega mun sprækara í kvöld. Þar munar mestu að Francesco Totti er nú aftur mættur til leiks eftir veikindi og Iíklegt að Gabriel Batistuta verði einnig með, en hann átti við meiðsli að stríða fyrir fyrri leikinn og gat að- eins leikið síðustu 20 mínúturn- ar. Batistuta hefur þó ekki alveg náð sér af meiðslunum og spurn- ing hvort Fabio Capello, þjálfari Roma, spari hann fyrir átökin í ítölsku deildinni um helgina, en Roma er þar í toppsætinu með sex stiga forystu. Houllier hefur varað sína menn váð bjartsýni og segir að bardaginn sé aðeins hálfnaður. „Sigurinn á Italíu var bara fyrsta skrefið og við verðum að spila okkar besta Ieik til að sigra. Við megum alls ekki vanmeta þá og verðum að gæta okkar," sagði Houllier. Leikir kvöldsins: (Urslit fyrri lciksins í sviga) Kaiserslaut. -Slavia Prague (0-0) Parma - PSV Eindhoven (1-2) Barcelona - AEK (1-0) Celta Vigo - Stuttgart (0-0) lnter Milan - Alaves (3-3) Bordeaux - Rayo (1-4) Nantes - Porto (1-3) Liverpool - Roma (2-0) Porto með góða stöðu Sigurvegararnir úr viðureign Liverpool og Roma munu mæta sigurvegurunum úr leik Porto og Nantes í 8-liða úrslitunum, en seinni viðureign þeirra síðar- nefndu fer fram í Frakldandi í kvöld. Porto vann fyrri leikinn heima, 3-1 og ætlar sér ekkert annað en sigur í seinni leiknum samkvæmt því sem þjálfari Porto, Fernando Santos, segir. „Við förum til Frakklands til að sanna að við eru ekki síður sterk- ir á útivelli,“ sagði Santos fullur sjálfstrausts, þrátt fyrir að mið- vörðurinn sterki, Jorge Costa, verði ekki með. Þrátt fyrir 0-1 sigur Barcelona gegn gríska liðinu AEK Aþenu í fyrri leik liðanna, voru áhang- endur Iiðsins langt frá því að vera ánægðir með frammistöðu sinna manna í Ieiknum. Spænsk- ir áhangendur eru reyndar alltaf mjög kröfuharðir og því kemur ekkert annað en stórsigur liðsins til greina á Nou Camp í kvöld og er Luis Enrique, sem skoraði markið í fyrri leiknum, þar undir mikilli pressu, þar sem áhang- endur liðsins heimta markasúpu. Sigri Börsungar í viðureign- inni við AEK, mæta þeir sigur- vegurunum úr leik Celta Vigo og Stuttgart í 8-liða úrslitum. Fyrri leikur liðanna sem fram fór í Stutlgart, endaði með marka- lausu jafntefli og veðja flestir á sigur Spánverjanna í seinni leiknum í kvöld. Alaves gæti koxnið á óvart Italska liðið Inter Milan, sem eins og Barcelona var slegið út úr Meistaradeild Evrópu í riðia- keppninni fyrr í vetur, mætir spænska liðinu Alaves í seinni leik liðanna á San Siro leikvang- inum í Mílanó í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 3-3 jafntefli á Spáni og eftir 0-1 tapið gegn Napoli í ítölsku deildinni á sunnudaginn, mæta leikmenn Inter í sárum til leiks í kvöld. Marco Tardelli, þjálfari lnter, mun þó gera allt til að stappa stálinu í sfna menn, en lið hans hefur alls ekki verið sannfærandi í vetur og því gæti Alaves komið á óvart. Sigurvegararnir úr viðureign Inter og Alaves munu mæta sig- urvegurunum úr viðreign Rayo Vallecano og Bordeaux, en liðin mætast f seinni Ieiknum í Frakk- landi í kvöld. A brattann verður að sækja hjá franska liðinu, því þeir töpuðu fyrri leiknum, 4-1, í Vallecano á Spáni. Þrjú mörk í pokahorninu ættu að duga spænska liðinu og ólíklegt að Frökkunum takist að vinna upp markamuninn. Varnarjaxlinn, Alain Roche hjá Bordeaux, er þó á öðru máli og segir að með góð- um leik sé allt mögulegt í spilun- um. „Það yrði hneisa fyrir okkur að láta Rayo, sem varla telst til sterkustu liða í Evrópu, slá okk- ur út úr keppninni," sagði Roche. í öðrum leikjum seinni um- ferðarinnar tekur ítalska liðið Parma á móti hollenska liðinu PSV Eindhoven á Ítalíu og þýska liðið Kaiserslautern tekur á móti tékkneska liðinu Slavia Prag. Fyrri leik Parma og PSV lauk með 2-1 sigri hollenska liðsins í Hollandi og líklegt að Italirnir hyggi á hefndir þegar liðin mæt- ast á Italíu í kvöld. Fyrri leik Kaiserslautern og Slavia lauk með markalausu jafntefli í Prag og stefnir því í spennandi viður- eign liðanna í kvöld, en sigurveg- ararnir mæta sigurvegurunum úr viðureign Parma og PSV. United skrefi nær 8-liða úrslitunum Wes Brown, miðvördur Manchester United, sem skoraði sjálfsmark gegn Vaiencia, stöðvar hér Norðmanninn John Carew, framherja Vaiencia. Ensku meistararnir Manchester United eru skrefi nær 8-liða úr- slitum Meistaradeildar Evrópu eftir leiki fjórðu umferðar á A og B-riðli sem fram'fóru í fyrra- kvöld. United náði þó aðeins 1-1 jafntefli gegn Valencia á Old Trafford, sem dugði liðinu til að halda toppsætinu og tveggja stiga forskoti í A-riðlium. Andy Cole kom United yfir strax á tólf- tu mínútu leiksins, þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrir- gjöf Ryans Giggs. Leikmenn Val- encia sótt mjög í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn og sóttu þá stíft að marki United, en tókst þó ekki að skora framhjá frábærum markverði United, Fabien Barthez. Leikmenn United náðu svo aftur tökum á Ieiknum í scin- ni hálfeiknum og var það helst fyrir innkomu Ola Gunnars Sol- skjær, sem var sprækur í sókn- inni. Á móti beittu leikmenn Val- encia skyndisóknum og eftir eina slíka sem endaði með horn- spyrnu, þegar aðeins um tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, gaf Vicente Rodriguez fasta sendingu fyrir markið, þar sem Wes Brown, miðvörðurinn ungi hjá United, tevgði tána í boltann og stýrði honum í mark- hornið framhjá Bartez. Brown hafði staðið sig vel í leiknum og var þétta sorglegur endir fyrir þennan frábæra leikmann, sem cr að verða einn besti varnar- maðurinn í enska boltanum. Alex Ferguson sagði eftir leik- inn að vissulega hefðu þetta ver- ið vonbrigði. „En svona atvik koma oft fyrir í boltanum og við því er ekkert að gera. I þessu til- viki var öll vörnin of sein til og þess vegna fengum við á okkur markið. Það er ekki viö Brown einan að sakast," sagði Ferguson. 1 hinum leik riðilsins vann spútniklið Sturm Graz óvæntan 1-2 útisigur á gríska liðinu Pan- athinaikos og er liðið þar með komið með sex stig eftir fjóra leiki, eða jafnmörg og Valencia. I B-riðli vann spænska liðið Dcportivo La Coruna 2-0 heima- sigur á tvrkneska Iiðinu Galatasaray á sama tíma og Par- ísarliðið St. Germain gerði I -1 jafntefli gegn MC Milan í París. Þrátt fyrir tapið heldur Galatasaray toppsætinu í riðlin- um, en AC Milan og Deportivo deilda 2.-3. sætinu með 6 stig. I gærkvöldi var leikið í C og D- riðli og höfðu úrslit ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Staðan í A og B-ridli A-riðill: Man. Utd. 4 2 2 0 6:2 8 Valencia 4 1 3 0 3:1 6 Sturm Graz 4 2 0 2 4:5 6 Panathinaikos 4 B-riðiII: 0 1 3 2:7 1 Galatasaray 4 2 1 1 4:4 7 Deport. C. 4 2 0 2 5:3 6 AC Milan 4 1 3 0 5:4 6 PS Germain 4 0 2 2 3:6 2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.