Dagur - 22.02.2001, Side 12

Dagur - 22.02.2001, Side 12
12- FIMMTVDAGUR 22. FEBRÚAR 2001 SMÁAUGLÝSINGAR Atvinna - Noregur - Danmörk____________________________ Aðstoðum við búferlaflutninga? Frábærir atvinnumöguleikar, mun hærri laun en á fslandi og betri lífsskilyrði. Seljum ítarleg upplýsingahefti á kr. 3500,-. Pönt.s. 4916179 - www.norice.com íbúö til leigu á syðri brekkunni. Rúmgóð 2. herbergja íbúð, með húsgögnum, leigist reglusömu og barn- lausu fólki. Góð umgengi og snyrtimennska skilyrði. Upplýisingar í síma 462 3792. Til leigu _______________________ Vantar þig íbúð til leigu á stór Reykja- vjkursvæðinu, í viku eða yfir helgi. Hef eina fullbúna húsgögnum og helstu- þæ^indum á mjög góðum stað, stutt í allt. Upplýsingar í síma 464 1138 eða 898 8305 ST JÖRNUSPÁ Vatnsberinn Þú hittir óþekkta manneskju sem á eftir að verða fræg af kynnum sínum við þig - eftir 40 ár. Geymdu spána. Fiskarnir Það iæknar ekki flughræðsluna að vera á móti flug- völlum. Lagaðu eigin lendingar- skilyrði. Utfararskreytingar i A K U R E Y R I 1 1 Æti ^ 1 kistuskreytingar, krossar, kransar, blómaskreytingar, 1 Býflugan og blómið, blómvendir, Sími 461 5444 Glerárgata 28 . Akureyri Hrúturinn Það berast mörg hagstæð tilboð í þig á bögglaupp- boðinu. Taktu því lægsta, það leynir á sér. Nautið Þú gengur um með grasið í skónum, hjartað I buxunum og hausinn I lamb- húshettunni. Sem sé, allt á sínum stað. Akureyrarbær Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 22. febrúar 2001 kl. 20-22 verða bæj- arfulltrúarnir Jakop Björnsson og Sigurður J. Sigurðsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 460 1000. TILBOÐ SMAAUGLYSINGUM FYRSTA BIRTING 800 KR. ENDURBIRTING 400 KR. Ofangreind verð mlöast vlö staögreiöslu eöa VISA / EURO Sími auglýsingadeildar er 460 6100 - Fax auglýsingadeildar er 460 6161 MKB DACSIHIS 4621840 —- ^ - y Tvíburarnir Þú færð ekki margar afmælis- gjafir í dag. En þær koma á af- mælisdaginn, 12. mars. Krabbinn Það er ekki loku fyrir það skotið að sitthvað sé rotið I koti og sloti og lotu- græðginni vaxi fiskur um hrygg. Ljónið Þú ert eins og fló á skinni þessa dagana. Haltu þig inni þar til þetta er yfirstaðið. Meyjan Samskipti þín við Sigmund ganga stirðlega og Tóti vill ei tengja sig við þig. Ekki láta það bitna á Birni. Vogin Dr. Godstein er falsspámaður og fjárglæframaður. Hlustaðu ókeypis á stjörnurnar, þær Ijúga aldrei. Sporðdrekinn Það er ekki fótur fyrir því að hver höndin sé uppi á móti annarri í framsókn. Vara- bormenn íslands sameinist. Bogamaðurinn Láttu ekki taka þig í bólinu Bjarn- ar. Konan hans kynni örugglega ekki að meta það. fSteingeitin Þú þarft að vera á varðbergi gagn- vart hælkrókum, hægri á vinstri. Leggðu hann á leggjarbragði. -Ou^tr ■ HVAO ER Á SEYÐI? RÓLEGHEIT, HÚMOR OG HLÝJA í kvöld kl. 21:00 heldur Hörður .Torfa „Kertaljósakonsert" í Is- Iensku Operunnl. Kertáljósa- konsertinn hefur verið 'nokkuð fastur liður í tónleikadagskrá Harðar síðastliðin 30 ár, epda veitir fólki ekki af örlitlum róleg- heitum, húmor og hlýju í þessum dimmu mánuðum ársins. Hörður sem er alll í senn: ljóð- skáld, leikari, samfélagsrýnir og lagahöfundur, mun á tónleikun- um leika og syngja blöndu af nýj- um og gömlurn söngvum og ræða við áhorfendur inn á milli laga eins og honum einunt er lagið. Medea aftur í Iðnó Vegna fjölda áskorana verða nokkrar aukasýningar á sýn- ingu leikfélagsins Fljúgandi Fiska á nýrri leikgerð á gríska harmleiknum Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hilmars Oddssonar í Iðnó. Leikarar eru Þórey Sigþórsdóttir og Valdi- mar Orn Flygenring. Nú er lag fyrir þá sem misstu af sýning- unni í nóvember að tryggja sér miða. Sýningar verða fimmtu- daginn 22. feb., föstudaginn 23. feb., laugardaginn 24. feb. og sunnudaginn 25.feb. Sýn- ingin hefst kl. 20:00. Aðalfundur ættfræðifélagsins Aðalfundur Ættfræðifélagsins verður haldinn í kvöld kl. 20:30 að Laugavegi 162, 3. hæð, húsi Þjóðskjalasafns Islands. Húsið verður opnað kl. 19:30. Dag- skrá fundarins og tilhögun kosninga v'erður samkvæmt 3. og 4. grein laga félagsins. Eng- ar tillögur til lagabreytinga hafa borist og fellur því sá liður út. Ókeypis námskeið í einbeit- ingu og hugleiðslu I dag og næstu þrjá fimmtu- daga er boðið upp á ókeypis námskeið í einbeitingu og hug- leiðslu á vegum Sri Chinmoy miðstöðvarinnar. Yfirskrift námskeiðsins er „Innri og ytri friður“ og verða kenndar marg- ar aðferðir til að öðlast hugarró og meiri einbeitingu í daglegu lífi. Námskeiðið fer fram í Tón- skóla Sigursveins, Hraunbergi 2, og hefst ávallt kl. 20. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 561-2345. Fræðslufundur Lauf Lauf, samtök áhugafólks urn flogaveiki verður með fræðslu- fund, í kvöld kl. 20. Fundurinn verður að Hátúni lOb, kaffi- stofu á jarðhæð. Arnþór Helga- son, framkvæmdastjóri Ör- yrkjabandalagsins flytur erindi um starfsemi Öryrkjabanda- lagsins, helstu baráttu-og kjara- mál og svarar fyrirspurnum. Veitingar á vægu verði. Hana-nú Kópavogi Fundur verður í Tónlistar- klúbbi Hana-nú í félagsheimil- inu Gullsmára í kvöld kl.20.00. Fundarefni: Næstu skref í að nálgast undraheima tónlistar- innar. Á fundinum mun Iiggja fyrir tónlistardagskrá Sinfóníu- hljómsveitar Islands ogTónlist- arhúss Kópavogs. Fólk er beðið um að taka með sér uppá- halds“diskinn“ sinn og kynna hann. Allir velkomnir óháð fyrri reynslu, aldri, störfum eða háralit! Félag eldri borgara á Akureyri - félagsfundur Félag eldri borgara á Akureyri, heldur félagsfund í félagsheim- ilinu við Lundargötu á rnorgun föstudaginn 23. febrúar kl. 15.00. Gestir fundarins eru Benedikt Davíðsson formaður Landssambands eldri borgara sem ræðir um efnahags- og kjaramál aldraðra og Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Búsetu og öldrunardeildar sem kynnir 5 ára stefnumótun Akureyrar- bæjar í málefnum aldraðra. Orti Egill Höfuðlausn? Kveðskapur Egils Skalla- Grímssonar verður umfjöllun- arefni Snorrastofu fimmtudag- inn 22. febrúar n.k. Jónas Kristjánsson, handritafræðing- ur og fyrrverandi forstöðumað- ur Stofnunar Arna Magnússon- ar á Islandi, mun flytja fyrir- lesturinn „Einkenni á kveðskap Egils Skalla-Grímssonar" í hús- næði Snorrastofu í Reykholti. Hefst dagskráin kl. 21.00 og eru allir hjartanlega velkomnir. ■gengid Gengisskráning Seölabanka íslands 7. febrúar 2001 Dollari 86,27 86,69 86,48 Sterlp. 124,62 125,22 124,92 Kan.doll. 55,95 56,27 56,11 Dönsk kr. 10,578 10,64 10,609 Norsk kr. 9,586 9,642 9,614 Sænsk kr. 8,767 8,819 8,793 Finn.mark 13,2816 13,356 13,3188 Fr. franki 12,0387 12,1061 12,0724 Belg.frank. 1,9576 1,9686 1,9631 Sv.franki 51,37 51,65 51,51 Holl.gyll. 35,8346 36,0352 35,9349 Þý. mark 40,3762 40,6022 40,4892 ft.líra 0,04079 0,04101 0,0409 Aust.sch. 5,7389 5,7711 5,755 Port.esc. 0,3939 0,3961 0,395 Sp.peseti 0,4746 0,4772 0,4759 Jap.jen 0,7403 0,7447 0,7425 írskt pund 100,2701 100,8311 100,5506 GRD 0,2318 0,233 0,2324 XDR 111,19 111,85 111,52 EUR 78,97 79,41 79,19 www.visir.is FYRSTUR MED FRÉTTIRNAR ■krossgátan Lárétt: 1 sögn 5 þýða 7 grín 9 þegar 10 hárug 12 hviðu 14 hestur 16 hreinn 17 rotin 18 heit 19 beljaka Lóðrétt: 1 kvöl 2 stytta 3 drekkir 4 henda 6 gramur 8 ræðismann 11 brúkir 13 bát 15 vatnagróður Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 þurs 5 ævina 7 afli 9 an 10 sella 12 iður 14 egg 16 ati 17 julla 18 ham 19snæ Lóðrétt: 1 þras 2 rell 3 svili 4 una 6 Andri 8 fergja 11 aðals 13 utan 15 gum

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.