Dagur - 22.02.2001, Blaðsíða 14
14- FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2001
Munaði
rosalega
Mii
JÍE. g.L
(ANPlNM
Ðugtir
Tryggvi hefur góða bakhjarla í
Möguleikhúsinu þar sem þeir
Bjarni Ingvarsson og Pétur
Eggerz eru. myndir: e.ól.
N æstum
ekki neitt
Möguleikhúsið æfir nú
nýttbamaleikrit,
Skuggaleik semfruin-
sýnt verður 11. mars,
með Bjama Ingvarsson
og PéturEggerz í öllum
hlutverkum.
EinarKarl Hjartar-
son hástökkvari
bætti eigið íslands-
met um heila 4
sentimetra nýlega er
hann stökk yfir
2.28 m. Hann segir
ekkert hindra sig í að
gera enn betur.
Einar Karl gnæfir yfir flesta
viðstadda í afgreiðslusal
World Class í Fellsmúla þar
sem hann starfar sem einka-
þjálfari. Hann tekur bros-
andi á móti blaðamanni sem
í stað þess að panta tíma í
þjálfun fær að hlamma sér
niður í afdrepi starfsfólksins
°g leggja nokkrar spurning-
ar fyrir afreksmanninn. Sú
fyrsta er:
- Hvciö ertu eiginlega hár?
„Ég er 1.95. Pað eru nú
engin ósköp.“
- Pað fer eftir því við hvað
er miðað en þú kannt greini-
lega vel við þig uppi í hœðum.
„Já, ég „fílaði" mig að
minnsta kosti alveg rosalega
vel þegar ég komst yfir 2.28
um helgina og svo átti ég al-
veg einstaklega góða tilraun
við 2.30 sem ég felldi naum-
lega. Ég horfði á það hægt á
eftir og ég ætlaði að fara að
grenja. Þetta munaði svo
rosalega litlu.
- Þannig að þú stefnir
hœrra.
„Já, það ætti ekkert að
hindra að ég geti enn bætt
mig. Ég er búinn að vera í
hálfgerðri lægð síðasta ár eftir
ökklameiðsl en er að losna við
þau svo nú lítur allt betur út.“
Erfitt að akveða
framtíðarstarfið
- Hver eru framtíðaráformin?
„Ég ætla að reyna að kom-
ast í háskólanám erlendis og
stefni á Bandaríkin. Par get
ég líka fengið góða þjálfun.
Ég er ekki alveg búinn að
ákveða hvaða grein ég vel,
þótt ég hafi vissar hugmynd-
ir. t>að er það erfiðasta sem
maður gerir að ákveða hvað
maður ætlar að verða."
- Býstu ekki við að leggja
íþróttir fyrir þig?
„Pabbi er íþróttakennari
og einhvern veginn langar
mig ekki að feta í hans fót-
spor. Ég gæti hins vegar
hugsað mér að ná mér í próf í
einkaþjálfuninni. Hún á mjög
vel við mig.“
Enginn áhugi á hestum
- Hvernig er með einkamálin,
Ertu á lausu?
„Já, já en þú þarft ekkert
að auglýsa það. Ég flutti frá
Blönduósi í bæinn þegar ég
var 18 ára og nú er mamma
eiginlega flutt inn til mín því
hún er að vinna í bænum.
Það er alveg ágætt. Pabbi er
hins vegar enn fyrir norðan
að hugsa um hestana sína.“
- Hefur þú gaman af hest-
um?
„Nei, hestar eru fallegar
skepnur en ég hef engan
áhuga á að sinna þeim.“
- Áttu einhver systkini?
„Já, einn bróður, sex árum
eldri. Hann er flugþjónn og
starfar núna í Saudi- Arabíu.
Þannig að hann sækist eftir
enn meiri hæðum en ég!“
GUN.
Guðrún Helgadóttir er höfundur
leikritsins, Valgeir Guðjónsson
semur tónlistina, Brynja Bene-
diktsdóttir leikstýrir og
Tryggvi Ólafsson málar
leiktjöld. Pað var létt yfir
þeim á æfingu á þriðju-
daginn.
Guðrún: „Möguleikhús-
ið er að mörgu leyti
kraftaverkaleikhús og
krakkar hafa átt hér ófáar
ánægjustundir. Þetta er
ekki alveg í fyrsta skipti
sem ég kem hér við sögu.
Þeir höfðu Ástarsögu úr
fjöllunum lengi á fjölunum
hér þannig að ég hef að-
eins stungið hér inn tán-
um áður.
Ég veit ekki hvað ég á
að segja um þetta leikrit.
Ætli sé ekki betra að
spyrja Brynju? Ég hef
grun um að hún sé búin
að krukka töluvert í það -
en hef engar áhyggjur af
því. Brynja hefur sett á
svið eftir mig áður, leikrit-
ið Óvita. Það var að vísu leikið
mestanpart eins og það kom af
skepnunni en Brynja gerði það að
frábærri sýningu svo ég er ekkert
að blanda mér í hennar mál.“
Brynja: „Ég leikstýrði Óvitun-
um tvisvar í Þjóðleikhúsinu með
tíu ára millibili og þeir gengu í tvö
leikár í bæði skiptin. Þar voru að-
alhlutverkin leikin af börnum.
Þannig er það ekki hér en
Skuggaleikur er ætlaður börnum,
bæði á leikskóla-og skóla-
aldri.Eins og allir vita þá sýnir
Möguleikhúsið ekki bara í sínu
húsnæði heldur ferðast það með
sýningarnar í skóla og út um allt
land.Við verðum því að sníða okk-
ur stakk eftir vexti."
Guðrún: „Já, það má nú segja
því höfundurinn þurfti að skrifa
leikrit með næstum engum leik-
endum og næstum engum leik-
tjöldum og svo mátti það helst
ekki taka neinn tíma, að minnsta
kosti ekki meira en 45 mínútur og
ég skal alveg játa að þetta var dá-
h'tið erfitt! Það má eiginlega segja
að þetta leikrit sé næstum ekki
neitt! Samt tekst þessu fólki hér
að galdra fram sýningu úr því.
Tónlist fyrir tvo fugla og kött
Brynja: „Valgeir Guðjónsson sem-
ur músík við leikritið og það er
ekki tónlist fyrir leikarana tvo því
þeir sem syngja lögin eru tveir
fuglar og einn köttur."
Valgeir: „Já, ég er kominn með
hráefnið. Brá mér hingað á æf-
ingu og það sem ég sá það kveikti
í mér. Ég er búinn að prófa lögin á
mínum börnum og nokkrum láns-
börnum og er eiginlega ekkert
hræddur um að þetta gangi ekki
upp. Þaö þýðir heldur ekkert að
bjóða börnum annað en það sem
er almennilegt því ef hlutirnir eru
ekki í lagi þá steinliggja þeir.
Leikritið er pottþétt. Hugmyndin
er svo góð og uppsetningin sýnist
mér ætla að verða logandi
skemmtileg"
Algert maraþon
Brynja: „Mér datt í hug að við
gætum reynt að vinna þetta verk
að einhverju leyti upp úr bókun-
um hans Tryggva Ólafssonar
myndlistarmanns í Kaupmanna-
höfn. Að við gætum potað okkur
inn í þann hugmyndaheim. Þess
vegna fengum við hann til liðs við
okkur.“
Tryggvi: „Já, ég hef verið hér í
dag og það er fyrst núna sem ég
er að fatta þetta. Ég vinn venju-
lega dálítið markvisst þegar ég er
að mála en þessi leikmynd er
bara samtíningur og vitleysa hjá
mér enn sem komið er. Tann-
bursti hér, köttur þar og páfa-
gaukur einhvers staðar
annars staðar. Ég er
ekki farinn að sjá þetta í
samhengi og það á voða
illa við mig. En þetta
hlýtur að skríða saman.
Ég hef aðeins fengist
við leiktjöld áöur. Það
var í sýningu hjá Kjart-
ani Ragnarssyni. Ég
held ég hafi ekki verið
rétti maðurinn í jjaö
verkefni. Svo bað kona
mig að teikna fyrir sig
leiktjöld úti í Danmörku
en ég fékk engar hug-
myndir svo ég sagði nei
takk. En ég gat ekki
neitað Brynju. Eg er bú-
inn að þekkja hana í 40
ár og hún er ómótstæði-
leg. Hún segist byggja
þetta á myndum úr bók-
unum mínum og þá ætti
ég að vera heima þar.
Samt vantar mig tilfinn-
inguna fyrir þessu ennþá. Ég
byrja að teikna í kvöld og mála á
morgun. Ég þarf nefnilega að fara
aftur til Kaupmannahafnar á
sunnudaginn. Þetta er algert
maraþon. - Hún er svo rosaleg
þessi hérna! (Bendir á Brynju).
Brynja: „Ég læt hann búa hjá
mér svo ég geti haft hann í þræla-
búðum og ef mér finnst hann
seinn á fætur þá fer ég inn að
rúminu hans og ræsi hann.“
Tryggvi: „Já, svona er þetta."
Brynja: „Til að fyrirbyggja mis-
skilning þá vil ég að það komi
fram að konan hans kom líka. En
það var nú bara af því Erlingur
heimtaði það!“ gun.
„Ég gerði alveg einstaklega góóa tilraun við 2.30 sem ég felldi naumlega.
Ég horfði á það hægt á eftir og ég ætlaði að fara að grenja, “ segir
hástökkvarinn Einar Karl Hjartarson. mynd: e ól.
Það er einvalalið sem stendur að sýningunni. Brynja Ben. og
Guðrún Helgadóttir með herrana fjóra fyrir aftan sig, Bjarna,
Valgeir, Tryggva og Pétur.