Dagur - 23.02.2001, Blaðsíða 1

Dagur - 23.02.2001, Blaðsíða 1
Bj öm fær alda kveðju frá Ossuri Steingrímur J: Sjálfstæðismenn hafa ekki náð flugi. Össur: Þá vita borgarbúar hvað til þeirra friðar heyrir. Björn: Liggur undir feldi og íhugar borgarstjóra- stöðu. Stjómmálamenn em sammála uin að það sé raunhæfur mögu- leiki að Bjöm Bjama- son sé á leið í borgar- stjórabaráttu. „Ef Björn verður borgarstjóri - sem guð forði okkur frá - þá vita borgarbúar alveg hvað til þeirra friðar heyrir. Þá verður ráðist á velferðarkerfið eins og Björn er að gera í menntakerfinu. Hins vegar skil ég vel að Björn sé að íhuga þetta framboð. Það er vegna þess að ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins eru bersýnilega farnir að gera sér grein fyrir því að þeirra dagar á stóli eru taldir við næstu kosningar. Björn er greinilega að íhuga flóttann," segir Ossur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar. Umrót er í pólitísku landslagi eftir að Björn Bjarnason menntamálaráðherra staðfesti að búið væri að skora á hann sem næsta borgarstjóraefni sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Björn kýs að taka sér tíma til að melta sína framtíð og á meðan hyggja ýmsir að Ingu Jónu Þórðardótt- ur, leiðtoga sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sé lítið skemmt. Sjálfstæðismenn sem blaðið hef- ur rætt við telja að töluverðar hrókeringar kunni að vera í nánd í ríkisstjórninni. Sumir spáðu því að Davíð Oddsson muni hætta afskiptum af pólitík næsta ár og þá riðlist ýmis kerfi. Ossur sendir menntamálaráð- herra kaldar kveðjur og spáir því að Björn muni ekki ná meiri frama í borgarpólitíkinni en Inga Jóna. Steingrímur J. Sigfússon, leiðtogi vinstri grænna, vísar fremur til vandræðagangsins í borgarmálum Sjálfstæðisflokks og segir: „Eg er ekki viss um að hann [Björn] sé endilega heppi- legasti kandidatinn en hitt er ljóst að sjálfstæðismenn eru í miklum vandræðum og hafa ekki náð flugi. Það er ekki bara vegna þess að þá skorti leiðtoga heldur spilar margt fleira inn í. Þannig er út af fyrir sig alveg skiljanlegt að þeir horfi til þess möguleika að sækja til einhvers þungavigt- armanns flokksins á landsvísu.“ -BÞ - Sjú meira um niálið á bls. 8-9 Mmningamar einar eftir Tuga niilljóna króna tjón varð í fyrrakvöld þegar Hótel Búðir á Snæfellsnesi brunnu til kaldra kola. Eldsins varð fyrst vart um klukkan 20 í fyrrakvöld, en slökkvistarfi lauk ekki fyrr en um hádegi í gær. Eldsupptök eru ekki ljós ennþá, en lögreglan vinnur að rannsókn málsins og niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en eftir nokkra daga. „Það er ekkert eftir af þessu fallega og sögufræga húsi nema minningarnar einar,“ segir Björn Jónsson lögregluvarðstjóri í Ólafsvík í samtali við Dag. Vict- or Heiðdal Svcinsson eigandi hótelsins Iýsti því yfir í gær að tjónið væri óbætanlegt meðal annars út frá sögulegum for- sendum, en elsti hluti byggingar- innar var frá árinu 1836. Hann kvaðst staðráðinn í því að endur- byggja hótelið þó framhald mála velti vitaskuld á bótagreiðslu og annarri Ijármögnun. Engin starfsemi hafði verið á Búðum frá því sumarið 1999 en endurbygging og stækkun hót- elsins stóð fyrir dvrum á vormán- uöum. -SBS. ftlra \ 1 \ V \ l \ W f 1 j itlilii 1 I \ l Það var ófagurt um að litast á Búðum í gær. Hótelið brunnið til grunna og fátt stóð eftir. Tjónið er geysimikið. Viktor Heiðdal Sveinsson eigandi hótelsins kannaði aðstæður I gær. - mynd: gva. Sigmundur Ernir Rúnarsson: Erum að velja okkar andlit. Stöð 2 og Aksjón í samstarf Sjónvarpsstöðin Aksjón á Akur- eyri mun taka að sér fréttaþjón- ustu á Norðurlandi fyrir Stöð 2 frá og með næstu mánaðamót- um. Þá hættir Óskar Þór Hall- dórsson sem starfað hefur sem fréttamaður Stöðvar 2 frá árinu 1996. Sigmundur Ernir Rúnars- son staðfestir að verið sé að ganga frá samningunm og verður þetta í fyrsta skiptið sem Stöð 2 gerir slíkan samning við fjölmiðil í héraði. „Þetta er hagkvæmur samn- ingur fyrir báða aðila, hygg ég. Við munum fá fleiri fréttir en auðvitað stækkar þeirra svæði töluvert við þetta," segir Sig- mundur Ernir. Leita andlits Sjónvarpsstöðin Aksjón fór í loft- ið árið 1997 og fer umfang hennar vaxandi. Utsendingar- svæði þeirra hefur hins vegar að- eins verið á Akureyri og í helsta nágrenni og hafa efnistök stöðv- arinnar litast af því. Nú horfir við að fréttamenn Aksjón munu taka að sér svæði sem nær allt að Hrútafirðinum í vestur og austur í Þingeyjarsýslur en enn er ekki Ijóst hvaða fréttamaður mun verða „andlit" Stöðvar 2. „Við erum að leita að okkar andliti," segir Sigmundur Ernir. Sigurður Hlöðversson sem séð hefur um myndatöku fyrir Stöð 2 á Norðurlandi mun ganga til liðs við Aksjón samfara þessum breytingum, en að öðru leyti er ekki vitað til þess að fjölgun sé fyrirhuguð hjá stöðinni. Líklegt er talið að annað hvort Þráinn Brjánsson eða Haraldur Ingólfs- son verði fyrir valinu en þeir hafa verið helstu dagskrárgerðarmenn Aksjón undanfarin misseri. Auk fréttamynda mun Aksjón sjá Stöð 2 fyrir efni í Island í být- ið sem og Island í dag. -BÞ r )*/:•'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.