Dagur - 23.02.2001, Blaðsíða 17
FÖSTVDAGUR 2 3. FEBRÚAR 2001 - 17
jjmL
WNPiHM
Þessi mynd er tekin á leiðinni tii Santiago de Compostela á Spáni, en eftir þessum slóða hafa
pílagrímar gengið öldum saman á vit Jakobs Zebedeussonar Márabana.
hans töldu að hann ætti að liggja á Spáni
og fluttu hann þangað. Þar lá hann í ró-
legheitum íum það bil átta hundruð ár
þangað til allt í einu fór að skína ein-
hvers konar stjörnugeisli upp úr túni
sem þar var. Þar grófu menn niður og
fundu Jakob. Þar var svo reist dómkirkj-
an í Santiago, og Jakob varð afskaplega
vinsæll til alls konar áheita. Menn fóru
þangað pílagrímsferðir alls staðar að úr
Evrópu til þess að heimsækja hann.
Meira að segja eru til heimildir um ís-
lendinga sem fóru til Santiago. Hrafn
Sveinbjarnarson fór þangað og víkingar
komu þar og rændu líka,“ segir Jón.
Fyrsti túristastaður hetms
„Santiago de Compostela verður því eig-
inlega fyrsti túristastaðurinn í heimin-
um. Jerúsalem varð það í sjálfu sér
aldrei, og Róm var svo mikið annað en
bara móttökustaður fyrir ferðamenn.
Veraldleg og andlegir stjórnendur bund-
ust eiginlega samtökum um að auðvelda
það að fólk gæti farið til Santiago. í
kringum þetta urðu svo til skipulagðir
vegir, fyrstu gistihúsin og fyrsta löggæsl-
an. Þetta er því fyrsti vísirinn að ferða-
lögum einhvers sem gæti heitið almenn-
ingur. Margir gerðu þetta í trúarlegu
skynien aðrir voru áreiðanlega bara eins
og ég, að þá langaði til að ferðast en
vantaði gott tilefni. Þetta datt svo niður í
nokkrar aldir en byrjaði aftur í kringum
1970 og er orðið frekar vinsælt sport
núna, og alls ekki allir kristilegir sem
eru að fara þetta. Ég er svona frekar
guðlaus og verð að játa að mér finnst
sagan um Jakob ekkert voðalega trúleg.
En aftur á móti skiptir það kannski ekki
svo miklu máli, því það varð til afskap-
lega margtmerkilegt í kringum þetta.
Þessar pílagrímaferðir tengdust
reyndar mikið því að á þessum árum
stóðu Evrópumenn í heilögu stríði við
Mára á Spáni. Jakob var mjög drjúgur
við að hjálpa til við það, hann drap mik-
ið af Márum eigin hendi og var því
nefndur Márabaninn."
Hrafn Sveinbjamarson
fór þangaö
„Það var nú raunar í gegnum af-
skipti mín af menningarborgarár-
inu að ég heyrði fyrst af þessari
pílagrímaleið til Santiago. Ég fór
þangað vorið 1996 þegar haldinn
var fyrsti fundurinn til að undirbúa
menningarborgirnar, en Santiago
var ein af þeim. Ég hef verið að
gæla við þetta síðan og nú er þetta
sem sagt orðið mitt aðalstarf þessar
vikurnar að undirbúa þessa ferð,“
segir hann.
„Santiago var, næst á eftir Jer-
úsalem og Róm, mikilvægasti pfla-
grímastaðurinn í kristninni. Ástæð-
an var sú að þar á að hafa fundist í
kringum 820-840 gröf Jakobs Zebedus-
sonar, sem var einn af lærisveinunum.
Eftir að Jesú var krossfestur fóru læri-
sveinarnir hans um víðan völl að kristna
fólk, og Jakob lagði leið sína til Spánar.
IJann kom svo aftur til Jerúsalem og var
hálshöggvinn þar, en einhverjir vinir
stöðum þar sem menn söfnuðust saman.
Ég ætla að byrja í Vézelay, þannig að
þetta verða svona 14-1500 kflómetrar í
heildina."
- Þú œtlar að fara þetta hjólandi.
„Já, við hjónin prófuðum að ganga
þarna nokkrar dagleiðir í haust, og
þessu er skipt niður í svona 25 kflómetra
dagleiðir. Ég fór til Bilbao og upp í
Roncesvalles, sem er frægt ijallaskarð
með eldgömlu klaustri og fyrsti gististað-
urinn eftir að maður kemur inn á Cam-
ino de Santiago Spánar megin. Ég
gekk þaðan niður til Pamplóna og
annan part af leiðinni líka en svo
keyrði ég afganginn bara til að
sjá hvernig þetta væri. Ég prófaði
líka að gista á þessum gömlu
gistihúsum. i Roncesvalles er til
dæmis ævaforn klausturbygging
og kirkja, og þar gista pflagrímar
enn þann dag í dag í sömu húsa-
kynnum og þeir hafa gert í
margar aldir,“ segir Jón.
„Þetta er gamli miðaldaþjóð-
vegurinn sem liggur yfir margar
gamlar bogabrýr.Fólk gengur
þetta gjarnan á svona þrjátíu til
fjörut.íu dögum, en ef maður fer
gangandi þá kemst maður ekki
yfir mikið annað en að ganga
þannig að ég ákvað að fara á
hjóli til þess að hafa meiri tíma
og vera frjálsari til að skoða mig um.“
Merkar söguslóðir
„Meiningin er að setja svo saman ein-
hver erindi eða bók urn þessa ferð. Ekki-
vegna þess að ég búist við að hjá mér
gerist sögulegir viðburðir umfram það
að það springi á dekki. En þetta liggur í
gegnum svæði þar sem er svo rnargt frá-
sagnarvert. Til dæmis var Vézelay í
Frakklandi, þar sem ég byrja ferðina,
mjög frægur pflagrímastaður líka, því
þar var sagt að María Magðalena hafi
verið jörðuð. En hún er reyndar til í
fimm eintökum fyrir utan lausa limi á
ýmsum stöðum. Auk þess hófst ein
krossferðin þar, og Ríkharður Ljóns-
hjarta var þar,“ segir Jón.
„Síðan liggur leiðin suður um
Búrgúnd, sem er kjarni í franskri sögu,
suður um svæðin þar sem villutrúar-
menn sem nefndust Catharar voru og
áfram suður PýreneaQöllin þar sem
Karlamagnús fór yfir fjöllin. Þetta liggur
svo um Baskalandið sem á sór afskap-
lega heillandi menningarsögu. Gömlu
byggingarstflarnir þróuðust líka eða
dreifðust eftir þessari línu, bæði
rómanski stfllinn og gotneski stfllinn.
Þarna er mikið af kirkjubyggingum og
margt að sjá af táknmáli kirkjulistarinn-
ar.
Svo liggur þetta meðfram víglínu
kristinna manna og Mára og öll sú saga
blandast þar inn í og einnig saga gyðing-
anna á Spáni. Þarna var gamla gotneska
ríkið á Spáni, og þeir héldu velli á þess-
um Norðursvæðum þegar Márarnir
komu og byrjuðu síðar að þrýsta sér
suður. Svo liggur þetta yfir til Galicíu,
sem er upprunastaður Francos. Galicía
er líka svæðið þar sem Keltarnir héldu
sig mikið áður en Gotar kornu. Þetta var
einhvern veginn mesti afkiminn á Spáni
og það hafa varðveist þarna bæði kelt-
neskar og svabískar menningarminjar.
Svo er náttúrlega þessi merkilega kirkja
í Santíago og öll þessi saga í kringum
Jakob er ákaflega furðuleg og spenn-
andi.“
-GB
Eftir aldarfjórðungsstörfvið
félagsmál ætlar Jón Bjöms-
son að að hjóla 1500 kíló-
metra langapílagrímaleiðfrá
Frakklandi til Spánar.
Jón Björnsson lét um síðastliðin mánaða-
mót af starfi sínu sem framkæmdastjóri
þróunar- og ijölskyldusviðs Reykjavíkur-
borgar. Ilann er rúmlega fimmtugur og
sér sér nú leik á borði að minnka veru-
lega við sig vinnu og láta eftir sér að
gera ýmislegt sem hann hefur langað til
en ekki getað vegna anna. Strax eftir
páska leggur hann einn síns hðs af stað í
tveggja mánaða ferðalag á reiðhjóli eftir
gamalli pflagrímaleið frá Frakklandi til
Santiago de Compostela á Spáni.
„Ég er búinn að vera í frekar erilsöm-
um störfum í næstum 25 ár, fyrst á Ak-
ureyri og síðan í fimm ár í Revkjavík,"
segir Jón Björnsson. „Þetta hefur að vísu
verið mjög spennandi og skemmtilegt
starf en það hefur tekið alla mína orku
þannig að mór fannst ágætt að hafa
þetta bara fimm ár og falla ekki fram á
skrifborðið. Ég ákvað að skipta a.m.k. í
bili alveg um lífsstfl, hætta að vinna mik-
ið og hafa hátt kaup og fara að vinna lít-
ið og hafa lítið kaup.
Eftir 25 ár í svona starfi þá er það í
sjálfu sér kannski orðið miklu meira en
starf. Þetta er frekar orðinn lífsmáti og
það er eiginlega hann sem ég er að
venja mig af. Til þess að auðvelda mér
það lofaði ég sjálfum mér að gera svolít-
ið skemmtilegt fyrst verkefna þegar ég
hætti. Ég er búinn að kaupa mór flest
það drasl sem ég þarf og vona að mig
langi ekki í meira. Ég geri ráð fyrir að
vinna einhver lausaverkefni en samt að
draga verulega saman þannig að ég hafi
tíma til að gera eitthvað annað sem ég
vel sjálfur. En ef það skyldi setjast að
mór að ég þyrfti að eignast jeppa eða
eitthvað svoleiðis, þá byrja ég bara að
vinna aftur. Þannig að þetta er
engin heitstrenging um að setjast
í helgan stein,“ segir Jón.
Jón Riömsson hygqur á pílagrimsför._
Búiim að skoða leiðina
„Santiago er á norðvesturhorni Spánar í
Galicíu. Pflagrímaleiðin er alltaf kölluð
„Camino de Santiago", þetta eru svona
850 kflómetrar og sá hluti leiðarinnar
sem er innan Spánar er nokkuð föst
rúta. Camino de Santiago teygir sig samt
inn í Frakkland og byrjar þar á fjórum