Dagur - 23.02.2001, Blaðsíða 21

Dagur - 23.02.2001, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2001 - 21 i iffý if<fr Tolli í Borgarnesi Laugardaginn 24. febrúar kl. 15 verður opnuð myndlistarsýn- ing Tolla í Listasafni Borgarness sem ber yfirskriftina Ljósið handan sjóndeildarhringsins. Þar sýnir listamaðurinn einkum nýleg verk sem hverfast um kynngimögnuð augnablik í ís- lensku landslagi, þegar sérstæð birtan bregður á leik í Ijósa- skiptunum. Tolli sem býr um þessar mundir í Berlín og vinnur þar að list sinni, hefur haldið fjölda sýninga, bæði heima og erlendis, en sýnir nú í fyrsta skipti í Listasafni Borgarness. Listasafn Borgarness er til húsa i Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6 Borganesi, og verður sýningin opin á opnun- artíma þess, 13-18 virka daga og 20-22 á fimmtudagskvöld- um. Sýningin stendur til 11 .mars. Opið hús í Háskólanum Háskólinn á Akureyri heldur Opið hús laug- ardaginn 24. febrúar nk.11:00- 16:30 í nýju húsnæði á Sólborg. Þar munu deildir Há- skólans Heilbrigðis,- Kennara,- Rekstrar-, og Sjávarútvegsdeild kynna námsframboð sitt ásamt nýrri deild sem hefur starfsemi haustið 2001 og kall- ast Upplýsingatækni- deild. Deildin er stofnuð í samvinnu við íslenska erfðagreiningu. Auk þessa verður Bókasafn Háskólans og fleiri stoðdeildir hans kynntar. Á opnu húsi Háskólans sem vakið hefur athygli margra á undanförnum árum er boðið upp á fjölbreytta dagskrá auk áhugaverðrar kynningar á starfsemi Háskólans. Að þessu sinni mun hljómsveitin 200.000 naglbítar spila fyrir gesti milli kl. 14.00 og 14.30, auk þess munu kennarar flytja stutta fyrirlestra á hálftíma fresti. Léttar veitingar verða í boði og allir velkomnir. Bófaleikur á Broadway íslandsfrumsýning verður á verki Woody Allens, „Bullets Over Broadway" í Frey- vangsleikhúsinu laugardagskvöldið 24. febrúar kl. 20.30. Verkið hefur fengið ís- lenska heitið Bófaleikur á Broadway og er leikritsgerð og þýðing eftir þá Hannes Blandon og Ármann Guðmundsson. Leikstjóri er Hákon Jens Waage. Verkið gerist á bannárunum í New York og fjallar um leikritaskáld sem þráir glæst- an frama á Broadway, en vill jafnframt vera hugsjónum sínum trúr. En leikhúsheim- urinn er harður og hann neyðist til að beygja sig fyrir þeim sem hafa peningavöldin. einbeitti hann sér að gerð k\ikm)Tida eftir sögum Dostojevskís. Hann andaðist árið 1958. íslenskur texti er \ið myndina og aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Lotta flytur að heiman KtikmvTid um Lottu í Ólátagötu, gerð eftir sögu Astríd Lindgren verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 25. febr- úar kl. 14.00. Flestir þekkja hana Lottu, þessa kotrosknu fimm ára stelpu sem í senn er svo óþæg og sniðug. Aðgangur er ókeypis á myndina og böm á öílum aldri eru velkomin. OG SVO HITT... Bókamarkaður í Reykjavík og á Akureyri Aldrei hefur verið meira úrval, né fleiri bækur á bókamarkaði á Islandi en nú er á markaði Félags íslenskra bókaútgef- enda í Perlunni á Öskjuhlíð og Blóma- list \ið Hafnarstræti á Akureyri. Tugir þúsunda titla frá fleirí en 60 útgefend- um eru í boði. Mest er aukníngin þetta árið á spennusögum, ástarsögum og skáldsögum og til nýjunga má telja nátt- úrufræðirit sem ekki hafa sést áður á bókamarkaði og bækur um Island á erlendum málum. Þá hafa margir einyrkjar í hókaútgáfu komið með forvitnilegar bækur sem ekki sjást mikið í bókabúðum. Efnt hel'ur verið til getraunar í tengslum við markað- inn, bæði í Reykjavík og á Akurevri og á að giska á fjölda bóka í glerkassa við inngangana. Allir sem kaupa bók fá getraunamiða. Aðalvinningur er t'cggja vikna ferð fyrir fjölskvlduna lil Krítar með Úrvali Útsýn, að verð- mæti kr. 250.000. Markaðurinn verð- ur opinn daglega kl. 10-19 til 4. mars. íslensk kristni í Vesturheimi Á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju næstkomandi sunnudag, .25. febrúar kl. 10:00 flvtur séra Ingþór lndriðason Isfeld erindi um íslenska kristni í Vest- urheimi. Hann mun í upphafi rekja stultlega sögu íslenskra safnaða f Kanada og síðan gera grein fyrir stöðu rnála nú. Séra Ingþór hefur þjónað Is- lendingum í Kanada undanfarin 25 ár og er gjörkunnugur kirkjumálum þar vestra. Að erindi loknu mun séra Ing- þór svara fyrirspurnum. Félag eldri borgara í Reykjavík Leikhópurinn Snúður og Snælda sýna, „Gamlar perlur" sem eru þættir valdir úr fimrn gömlum þekktum verkum. Næsta sýning á sunnudaginn kl. 17.00. í Ásgarði Glæsibæ. Miða- pantanir í símum 588-2111, 568- 9082 og 551-2203. Aðalfundur FEB verður haldinn í Ásgarði Glæsibæ, laugardaginn 24. febrúar kl., 13.30. Ársreikningar FEB fyrir.árið 2000, liggja framrni á skrifstofu félagsins. LANDIÐ TÓNLIST Dagur tónlistarskólanna I Borgarfirði Laugardaginn, 24. febrúar, er Dagur tónlistarskólanna á Islandi. Af því til- efni mun Tónlistarskóli Borgarfjarðar vera með „opið hús“ í sal eldri borgara við Borgarbraut 65a í Borgarnesi, kl. 14-16. Þar munu nemendur úr tónlist- arskólanum leika og syngja fyrir gesti. Seldar verða veitingar, og eru allir vel- komnir að líta inn, njóta fjölbreyttrar tónlistar og fá sér hressingu kl. 14 næstkomandi laugardag. SÝNINGARs Hátíðarsýning í Samkomuhúsinu Gunnar Eyjólfsson fagnar 75 ára afmæli sínu laugardaginn 24. febrúar. I tilefni afmælisins mun Leikfélag Akureyrar og Leikfélag Islands heiðra Gunnar sér- staklega á þessum merku tímamótum með sérstakri hátíðarsýningu á Snigla- veislunni í Samkomuhúsinu á Akureyri sunnudaginn 25. febrúar kl. 20.00. Enn eru nokkur Iaus sæti á þá sýningu. Síðasta sýningarhelgi DETOX Framundan er sfðasta sýningarhelgi DETOX í Listasafninu á Akurevri en henni lýkur föstudaginn 2. mars. Marg- miðlunarsýningin DETOX er eitt stærsta verkefni á sviði rafrænnar m)Tid- listar sem ráðist hefur verið í á Norður- Iöndum. Á sýningunni er veruleiki nú- tímans túlkaður með margvíslegum tól- um og tækjum sem virkja áhorfendur til þátttöku, en alls unnu sextán norskir listamenn að gerð verkanna í samvinnu við ýmsa töl™fræðinga og tæknimenn. Skýpöddur og litaorgíur Um helgina lýkur sýningu Önnu Guð- jónsdóttur, myndlistarkonu sem staðið hefur yfir á Skriðuklaustri. Anna hefur verið gestur í gestaíbúðinni að Skriðuklaustri síðan í desember. Sýning- in er opin laugardag og sunnudag frá kl. 14 til 17. OG SVO HITT... Ný deild kynnt í HA Háskólinn á Akureyri heldur Opið hús laugardaginn 24. febrúar nk. 11:00- 16:30 í nýju húsnæði á Sólborg. Þar munu deildir Háskólans Heilbrigðis,- Kennara,- Rekstrar-, og Sjávarútvegs- deild kynna námsframboð sitt ásamt nýrri deild sem hefur starfsemi haustið 2001 og kallast Upplýsingatæknideild. Deildin er stofnuð í samvinnu \ið Is- lenska erfðagreiningu. Auk þessa verður Bókasafn Háskólans og fleiri stoðdeildir hans kynntar. Opið hús Háskólans hef- ur vakið athygli margra á undanförnum árum íyrir fjölbreytta dagskrá og áhug- verðar kynningar á starfsemi Háskólans. Kennarar flytja stutta fyrirlestra á hálf- tímafresti. Hljómsveitin 200.000 nagl- bítar spilar f\TÍr gesti kl. 14:00-14:30. Léttar veitingar verða í boði. Á Opið hús eru allir velkomnir. Norðurljósin á Skriðuklaustri Sunnudaginn 25. febrúar mun þýski myndlistarmaðurinn Oliver Kochta flytja fyrirlestur um norðurljósin að Skriðuklaustri. Sagt verður m.a. frá Dana sem reyndi að framleiða norður- ljós á toppi Esjunnar í lok 19. aldar. Fyr- irlesturinn hefst kl. 17 og verður fluttur á ensku. Aðgangur ókeypis. Spurningakeppni Baldursbrár Lokakeppnin verður sunnudaginn 25.feb kl. 20.30 í safnaðarsal Glerár- kirkju, liðin sem keppa eru: Heilsu- gæslan, Karlakór Ak-Geysir, Síðuskóli og Trillukarlar. Spennandi keppni sem vert er að sjá. Allur ágóði rennur í söfnun fyrir steindum glugga í Glerár- kirkju. Harmonikuleikur og fl. í hléi. Verð kr.- 600 og gildir sem happdrætt- ismiði. Ódýr og góð skemtun f)TÍr alla fjölskylduna. Nakinn vald- hroki Sjálf- stæðisflokksins -Ingibjörg Sólrún borgarstjóri í helgarviðtali Bækur, matur bíó, kynlíf, bridge Áskriftarsíminn er 800-7080 Tilefnislaust svarta- gallsraus • 3 Leikritin segja sögurnar A öskudag er gaman [og krossgáta

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.